Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 7
geti hagnýtt sér lögmannsþjón- ustu og þurfi ekki að mæta sjálf- ir. Breyting á flokkun mála eftir efni þeirra kemur einnig mjög til álita. Með meiri flokkun mála ætti að fást meiri sérhæf- ing dómara, hugsanlega meiri not dómara af aðstoðarfólki og meira samræmi i dómum. All- tiðar frávisanir mála i Hæsta- rétti og nokkuð mismunandi niðurstöður þar fyrir utan, t.d. um málskostnaðarákvæði, benda til þess, að lögmenn og dómarar hafi ekki full tök á hin- um ýmsu málum, sem til þeirra berast. Má þó ætla, að ástæður væru til að kveðja réttarlega menntaða menn til starfa I margvlslegri tilvikum en nú er gert, ef þarfir einar réðu. Kem- ur hér til, að námsefni Islenskra lögfræðinga er að mestu hið sama hjá öllum, þótt fyrir liggi, að þeir takist á hendur ólik störf siðar. íslenskur réttur er svo viðfeðmur, að fjarlægt virðist, að einn og sami maður geti kunnað góð skil á öllum grein- um. Er ósennilegt, að hann nái verulegum afköstum í starfi, ef hann leitast ekki við að sérhæfa sig. Sérhæfing virðist þvi geta verið til nokkurrar lausnar, og væri að minu mati athugandi, að starfsréttindi til flutnings mála fyrir dómstólum væru ekki eins þröngt takmörkuð og þau eru i dag, heldur i nokkrum tengslum við dagleg störf manna, sem öðrum þræði starfa að öðru en málflutningi. Stofnun Fíkniefnadómstólsins er vafa- laust spor til sérhæfingar, sem kann þó að vera fullmikil, en á- stæður stofnunar hans eru án efa að nokkru þær, að ráða- mönnum hefur réttilega ekki þótt hæfa að bjóða upp á al- menna þjónustu réttarkerfisins, þegar um mál út af fikniefnum var að ræða. Sáttamöguleikar séu þrautkannaðir eftir gagnasöfnun Sem þriðja meginþátt, er um- bætur á réttarkerfinu ættu að beinast að, nefni ég meðferð mála fyrir dómi. Hef ég þá eink- um i huga meðferð almennra einkamála, en verulegar breyt- ingar virðast einnig æskilegar að þvi er varðar önnur mál. Hlutverk héraðsdómara nú virðist ærið viðfeðmt eins og sumir túlka það. Stundum finnst lögmönnum sem dómari telji, að best fari á þvi, að lögmenn þegi I vitnaleiðslum og skýrslu- gjöfum aðila og dómarinn sé allt i senn: Forsvarsmaður stefn- anda og spyrji sem slikur, for- svarsmaður verjanda og spyrji sem slikur og spyrji væntanlega einnig sem dómari, ef honum þykir svo við horfa. Þá skiptist meginhluti skýrslutima i nokk- urs konar viðtal dómara við að- ila eða vitni, en hinn hluti tim- ans fer I skriftir á skýrslunni. Það er svo ekki fyrr en undir lok skýrslunnar, þegar hún er upp lesin, að þeim lögmanni, sem hefur leitt vitni, og raunar hin- um lika, er ljóst, hvað bókað hefur verið. Er þá undir hælinn lagt, hve ánægðir menn eru með bókanimar, en leiðréttingar á fyrri bókunum stundum örðug- ar. Þykir þá veist að nákvæmni ogréttsýni dómara, auk hins, að slðbúnar breytingar á skýrslu gefa til kynna óáreiðanleik og ó- sklrleik skýrslugjafa. Virðist sem setja þurfi mun skýrari á- kvæði um stöðu lögmanna og dómara I málum. Annað atriði vil ég nefna I sambandi við málsmeðferð, sem ég tel afar miklu skipta. Störf dómstóla við almenn einkamál eru að minu mati einkum tviþætt. Annars vegar er um að ræða gagnasöfnun með hlutdeild lögmanna, sem oft má ljúka á einum til þremur starfs- dögum. Hins vegar er munnleg- ur flutningurmála sem oft tekur stuttan tima, fáar klukkustund- ir.Loks er það, sem er aðalstarf dómara, þ.e. samning dóms, er telja verður timafrekasta starf dómarans og vandasamasta. Samning dóms tekur gjarnan nokkra daga og stundum vikur. Astæöa er til að gera miklu gleggri skil milli þessara þátta en nú er gert. Ástæða væri afi þrautkanna sáttamöguleika, eftir að gagnaöflun fyrir dómi er lokið, en fyrir munnlegan flutning.Þá er einnig að nokkru eðlilegri timi til rökstuðnings krafna, þegar gagnaöflun er lokið, heldur en áður en henni er I verulegum atriðum lokið, þ.e. i upphafi máls eins og nú er kraf- ist. Til þess ætti ekki að þurfa að koma nema I mun færri tilvik- um en nú tiðkast. Lögmenn ættu við lok gagnaöflunar að geta mun betur en i upphafi máls sagt fyrir um sennilega niður- stöðu þess og gert sátt með tilliti til þess. Er þvi mögulegt, að með þessu mætti létta miklu starfi af dómurum. Til að stuðla enn frekar að sáttum, auk reglna sem tryggja betur en verið hefur greiðslu þess sem tapar máli á máls- kostnaði, kemur til álita að taka þóknun fyrir dómstörf. Gæti það t.d. verið I þeim tilvikum að málssókn eða vörn virðist hafa verið algerlega tilefnislaus. Þó ætti aðeins að taka greiðslu fyr- ir þann þátt, er varðar samn- ingu dóms. Mér er ljóst að segja mætti með nokkrum rétti, ef af þessu yrði að um afturför væri að ræða i réttarfari okkar. En hitt er I huga mfnum enn verra, ef ókeypis þjónusta dómstóla, lágur dæmdur málskostnaður og ör verðbólga veldur þvi, að hagkvæmt er að halda uppi málþófi fyrir dómstólum, vegna þess að þar er tekið linlega á málum. Dómstóll annast málflutning — óbeðinn Tekjum, sem rikinu áskotnuð- ust fyrir dómstörf, væri eðlilegt að veita til gjafsóknar- og gjaf- vamarmála, en slikar greiðslur væri æskilegt að auka. Til viðbótar breytingum á lög- gjöf um dómsmál þarf að huga að rekstrarlegum atriðum, svo sem að fylgjast með, að starfs- menn réttarkerfisins vinni störf sin af samviskusemi, en á þvi virðist stundum misbrestur, þótt margt sé án vafa vel gert. Hitt tilvikið, sem vikið var að hér að framan, varðar faglega mótun islensks réttar, en þar á Hæstiréttur tslands mikinn hlut Þessi athyglisverða grein eftir Tómas Gunnarsson héraðsdómslögmann birtist í nýútkomnu tíma- riti Lögfræðingafélags islands. Greinin nefnist þar að. Dómur i hæstaréttarmálinu nr. 94/1974 sem upp var kveðinn 17. des. sl. er sérstakt tilefni skrifa minna. 1 þvi máli, sem er útburðarmál, er undirritaður flutti fyrir fógetarétti Reykja- vikur i april 1974, var ágrein- ingsefnið m.a. það, hvort van- skil á leigugreiðslum frá þvi i desember 1973, kr. 3.800,00, fyrirframgreiðslu fyrir árið 1974, kr. 45.600.00 og greiðslur eftirstöðva leigu fyrir mánuðina janúar, febrúar, mars og april 1974, kr. 22.800,00 væri nægileg útburðarástæða. Af hálfu gerð- arþola var þvi m.a. haldið fram, að vanskil væru ekki veruleg. Þar við bættist, að verðtrygg- ingarákvæði i húsaleigusamn- ingi frá 1965 voru sögð óheimil, nema með sérstöku samþykki AÐGERÐA ER ÞÖRF, og þess skal getið að allar millifyrirsagnir og letur- breytingar í endurbirt- ingu þessarar greinar eru gerðar af ritstj. Alþ.bl. Seðlabanka Islands skv. ákv. laga nr. 71/1966. Skömmu fyrir munnlegan flutning málsins i héraði „deponeraði” gerðarþoli kr. 66.500,00 greiðslu, sem gerð- arbeiðandi taldi greiðslu á van- skilum til 31. mars 1974, þ.m.t. fyrirframgreiðsla á hluta af leigu allt árið 1974. Var héraðs- dómur byggður á þessu hvoru tveggja og talið, að gerðarbeið- andi væri ekki svo vanhaldinn i skiptum sinum við gerðarþola að fallast bæri á útburð. Máls- kostnaður var felldur niður. Málið var tilbúið til munnlegs flutnings við yfirtökudag mála i Hæstarétti I byrjun júni 1974, og var leitaö eftir þvf við forseta réttarins að fá málið flutt fyrir réttarhlé. Þvi var vinsamlega tekið, en ekki varð af aðgerðum. ■■■■■■■■■■■■■! ■■■■■■■■■■ I BREIÐHOLTI III nýtt útibú að Völvufelli 21. íbúar í Breiðholti III þurfa því ekki lengur að sækja bankaviðskipti sín í bæinn. Þeir geta sparað sér tíma og fyrirhöfn með því að beina viðskiptum sínum til okkar. Opið 9.30-12,13-16 og 17-18.30. LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT. Iðnaóarbankínn Völvufelli 21 Breiðholti III Sími 74633. Laugardagur 17. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.