Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 5
(Jtgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Ingólfur P. Steinsson Ritstjóri: Sighvatur Björgvinsson Fréttastjóri: Helgi E. Helgason Augiýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Afgreiðslustjóri: örn Halldórsson Ritstjórn: Siðumúla 11, simi 81866 Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, slmar 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarverö kr. 700.00 á mánuöi. Verö I lausasölu kr. 40.- MENGUN HUGAFARSINS Um þessar mundir er Þjóðleikhúsið að hefja sýningar á einu helsta snilldarverki i leikbók- menntum heimsins, Þjóðniðingnum eftir Henrik Ibsen. Leikritið er skrifað fyrir tæplega einni öld, en á ekki minna erindi við nútimamanninn en þá kynslóð, sem uppi var fyrir siðustu alda- mót. Einn mesti leikritahöfundur, sem nú er uppi, Arthur Miller, hefur lagað verkið að að- stæðum okkar tima án þess auðvitað að gera i þvi nokkrar efnisbreytingar, og er leikritið flutt hér i gerð hans. Læknir i smábæ i Noregi kemst að þvi, að við bæinn eru heilsulindir, sem gætu orðið að miklu gagni við lækningar. Byggð er heilsuverndar- stöð og blómgast hagur bæjarfélagsins mjög af þeim sökum. Bróðir læknisins er bæjarstjóri, og njóta báðir mikillar hylli, ekki aðeins fjölmiðla, heldur alls almennings. En læknirinn kemst að þvi, að vatnið i heilsulindunum er mengað. Hann reynir að hefta mengunina, en tekst ekki. Þá vill hann stöðva rekstur heilsuverndarstöðv- arinnar. Bæjarstjórinn, bróðir hans er á annarri skoðun. Bæjarfélagið á allt undir þessum rekstri. Valdamenn i bænum, þeir sem á nú- timamáli eru kallaðir „kerfið”, reynast á öðru máli: Hagsmunir bæjarbúa er mikilvægari en grunur læknis um hættu af mengun. Og ritstjór- ar blaða bæjarins eru sömu skoðunar, bæði i- haldssamir og hógværir blaðamenn og róttækir gagnrýnendur þjóðfélagsins i heild. En hags- munir bæjarfélagsins eru þeim öllum aðalatriði. Þess vegna á auðvitað að þagga niður i lækn- inum. Þegar hér er komið verður lækninum ljóst, að til er enn alvarlegra vandamál en mengun heilsulinda vatnsins. Það er mengun hugar- farsins. Hver vinur hans af öðrum bregst honum, bróðir hans, fyrri samherjar hans i baráttu fyrir heilsubót og bættum kjörum. í nafni almennra hagsmuna og til þess að valda ekki vandræðum ber að þegja. Læknirinn verður hrópandi i eyðimörk. í þá tæpa öld, sem þetta leikrit hefur verið leikið, hefur sú hefð skapast, að læknirinn tekur sér gerfi einhvers, sem ákærir þjóðfélagið vegna rangsleitni. Hér leikur lækninn einn fremsti leikari íslendinga, Gunnar Eyjólfsson. Ekki getur það farið fram hjá neinum, að hann hefur tekið þann kost að leika lækninn I gerfi so- véska rithöfundarins Soltsénitsins. Hann er val- inn sem imynd hrópandans i eyðimörkinni, mannsins, sem berst gegn mengun hugar- farsins, fyrir réttlæti og tjáningarfrelsi, gegn of- beldi valdhafa, þótt þvi sé beitt i nafni rétt- mætra hagsmuna, fyrir nauðsyn frjáls orðs og heiðarleika. Henrik Ibsen mun hafa samið þetta leikrit vegna mikillar gagnrýni, sem siðasta leikrit hans, Afturgöngurnar, hafði hlotið. Ibsen taldi almenningsálit einskis virði. Aðalatriði væri, að til væru einstaklingar, sem vissu hvað þeir vildu, hefðu örugga samvisku og kjark til þess að fylgja henni. Hin fræga fullyrðing hans um að meirihlutinn hafi alltaf rangt fyrir sér, var ef- laust sett fram i hita umræðunnar um Aftur- göngurnar. En lýsing hans á lækninum, mann- inum, sem aldrei gafst upp i baráttunni fyrir þvl, sem hann taldi rétt, — ávallt var trúr sam- visku sinni, er eitt af snilldarverkum heimsbók- menntanna. GÞG. alþýðu i h i i M/s „Tor Anglia” 2.500 TDW 23 sjóm. Fyrsta skip Tor Line byggt 1966. Flytur farþega og vörur milii Gautaborgar, Immingham og Amster- dam. (Jtgeröarfélagiö Salén á 75% og nýlega keypti Transatlantic f Gautaborg 25% Tor Line af Hollendingum. Nú er skipastóllinn 9 stórar farþega og bílferjur, sem einnig taka vörur og tvær bætast viö á þessu ári og næsta. Þær munu rýma yfir 1200 farþega hvor auk mörg hundruö bíla og ro/ro-vöru. Ganghraöi veröur 26 sjóm. Jón Steingrímsson, stýrimaður: VERUBULGUHÖMLUR? Þaö er ánægjulegt að lesa fall- ega og myndskreytta grein Óttars Möller forstjóra, sem heldur á málum 12000 hluthafa Eimskipa- félagsins. Þar vantar litið heið- skíru og nóg af blámóðu fjarsk- ans. En þegar loftvogin stendur hátt er oft hætt við þoku. Ég álit að nokkrir þokubakkar hafi slæðst þarna inn á myndina og þá setjum við ratsjá af nýjustu gerð i gang. Það sem blasir við á skermin- um er færeyska skipið „Smyrill”. Það dugir ekki að segja að það sé „litil ferja” á borð við m.s. „Esju” og „Heklu” þegar það kemur i ljós að það tek- ur margfalt fleiri bila og farþega en hinn horfni „Gullfoss”. Það er oft mjótt á metunum hvað kallast ferjur eða farþega- skip. Það ber ekki á öðru en að forstjórinn telji „Gullfoss” i flokki stóru linuskipanna, sem sigldu um N-Atlantshaf. Þarna var þokan orðin nokkuð þykk en við gefum lögskipuð þokumerki og siglum með minnkaðri ferð. Þegar hætt er á þoku er árið- andi að hafa góða staðarákvörð- un. Hættumerki komu fyrir mörg- um árum og mætti minna á um- mæli italska fjármálaráðherrans, sem fræg urðu. Þegar hið glæsi- lega farþegaskip „Raffaello” var orðið of dýrt i rekstri, taldi hann að ódýrasta aðferðin til að losna við það væri að sigla þvi á haf út og sökkva þvi. Nú eru farþega- skip ítala öll til sölu og eru að hætta ferðum hvert af öðru. Astandið er svipað i öðrum lönd- um og má geta þess að bæði „Gripsholm” og „Kungsholm” fara senn að hætta siglingum. (Það er giskað á að Rússar geri góð kaup I farþegaskipum.) Hvorki Sviar né aðrar þjóðir eru af baki dottnar þótt þessi grein farþegaflutnings leggist niöur. Eins og ég benti á i fyrri grein minni, nefndi ég sem dæmi Tor Line, sem er i örum vexti, farþega-og vöruflutningar hafa aukist gifurlega á þessum árum siöan stungið var uppá að sökkva „Raffaello”. Óttarr má kalla þetta allt sam- an ferjur, sem sigla yfir Norður- sjó og á milli Skotlands, Færeyja, íslands og Noregs. Þetta eru sömu siglingaleiðir og „Gullfoss” sigldi þótt menn kjósi að kalla hann farþegaskip. Það er vist ekki I verkahring hins virðulega Eimskipafélags að reka ferjur. Sama dag og undirritaður las grein óttars, birtist frétt i Morg- unbl íðinu um að „Smyrill” flytti bifreið frá Noregi til íslands og til Noregs aftur fyrir liðlega 20 þús- und kiónur en Eimskipafélag ts- lands t yðist til að gera það fyrir 190 þúsund krónur. Slðastliðið ár, þegar bilainn- flutningur var hvað mestur i sögu landsins hlýtur Eimskip, eftir þvi að dæma að hafa sett met i verð- bólguhömlum. Þá þáðu þeir að- eins tæpa $500 fyrir flutning á Jón Steingrlmsson, sjómaöur, höfundur þessarar greinar hef- ur um margra ára skeiö veriö stýrimaöur og skipstjóri á sænskum miililandaskipum. Hann er búsettur I Keflavik. Hann skrifaöi grein i sjó- mannabiaöiö Viking fyrir nokkru um máiefni Eimskipafé- lagsins. óttarr Möller, forstjóri svaraöi þeirri grein I næsta tölu- blaöi Vikings, en er Jón viidi svara grein óttars fékkst hún ekki birt i Vikingi. Jón hefur beöiö blaöiö aö birta þetta svar, svo þeir sjómenn og aörir, er fylgdust meö greinunum I Vik- ingi, geti fylgst meö áframhald- andi skoöanaskiptum um þau mál, sem þar voru tekin til um- ræöu. bifreið frá Bandarikjunum þegar Japanir, á Færeyjavisu létu sér nægja rúma $200 fyrir þrisvar sinnum lengri leið, frá Tokyo til Reykjavikur. Ef Eimskip notar þá „World Scale 325” til þess að bjarga verðbólgunni, hvað „World Scale” nota þá i þessum tilvikum Færeyingar og Japanir? Óttarr telur að þjónustuhlut- verk Eimskipafélagsins við íslendinga hafi komið i veg fyrir eðlilega þróun félagsins og ,,að draumur íslendinga um að hasla sér völl á erlendum mörkuðum hafi ekki rætst” af þeim sökum. Þetta er ákaflega dapurlegt og ekki hægt að kenna neinni rikis- stjórn um, þvi margar hafa setið að völdum þessi 60 ár félagsins. Það er kannski huggun fyrir hlut- hafana að vita samt að það hafa oft verið kannaðir möguleikar á að smiða eða kaupa oliuskip. Var þvi hætt þegar „Hamrafellið” varð að gefast upp? Það hljóta að hafa verið vöndir menn I rfkisstjóm, sem vildu ekki l'eyfa þeim að fá nægjanlega há flutningsgjöld? Ef einhver reiknaði nú út hvað þjóðin hefur þurft að greiða i erlendum gjaldeyri I öll þessi ár og birti á prenti, þá gæti kannski farið svo að þessir „vondu menn” færu nú að hugsa sig um og leyfðu svo Eimskipafélaginu að fá sér skip til þess að snúa þessu upp i verðbólguhömlur. Þá getur Óttarr og þess i téðri grein, að „roll on, roll off” henti ekki nú sem stendur islenskum aðstæðum. Þetta kemur heim við það sem undirritaður gagnrýndi i fyrri grein og sagði að nauðsynlegt væri að aðlagast þvi kerfi er alls- staðar tiðkaðist erlendis og nefndi i þvi sambandi óhentug skip og gamaldags vöruskemmustein- bákn, byggt fram á hafnarbakka. Annað J grein forstjórans hirði ég ekki að gera athugasemdir við. Þeirsem hafa viðskipti við félag- ið geta sjálfir dæmt um skip, skemmur o.fl. af eigin reynslu. Ein og forstjórinn bendir rétti- lega á, þá er það nú eitthvað ann- að að stjórna skipi eða heilu skipafélagi og er þvi best að hafa hægt um sig. Þótt niðurlagsorð min i fyrri grein hafi verið litt svaraverð, þá vona ég samt að með tilkomu „Smyrils” komi nú smá fjörkipp- ur i Eimskipafélagið. Niðurlagsorð þessarar greinar eru á aðra lund og ég óska gjarn- an að þeim verði svarað. Óttarr,það er rétt hjá þér, ég er fljótur að gleyma og er oft lengi i burtu. Vilt þú þessvegna skýra mér og lesendum Sjómanna^ blaðsins Vikings frá hvar hlut- hafaskrá Eimskipafélagsins ligg- ur frammi og hvort allir hafa ekki aðgang að henni. Hverjir kjósa fyrirhönd Vestur lslendinga fyrir þau bréf er afhent voru Háskóla íslands og hvað voru þau mörg? Er hægt að kjósa I stjóm fyrir hönd framliðinna manna? Það hefur n.l. heyrst að hún sé kosin „að ofan”. Jón Steingrimsson Sjökapteinn. FLOKKSSTARFlÐ HVERS VEGNA? Á fundi F.U.J. að Hótel Esju, þriðjudaginn 20. mai kl. 20.30, mun Baldvin Jónsson svara spurningum fundarmanna um störf sin i Alþýðuflokknum og á vegum flokks- ins. Allt Alþýðuflokksfólk velkomið. Stjórnin. Laugardagur 17. maí 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.