Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 2
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Þingið sent heim Menn hafa sjálfsagt velt þvi fyrir sér, hvernig á þvi standi, að rikisstjórninni lá svo reiðinnar ósköp á að senda Alþingi heim fyrir helgina. Fjöldi stjórnarmála liggur þó enn eftir óafgreidd- ur og þar á meðal stórmál eins og hafnaáætlunin, sem lögformlega var skylt að af- greiða á þessu þingi, en rik- isstjórnin lét leggja til hlið- ar. Allt hefur að sjáifsögðu sinar skýringar og einnig sú ákvörðun rikisstjórnarinnar að losa sig við þingið i snar- hasti. Þeir, sem gerst þykj- ast vita, fullyrða, að ástæðan sém.a. sú, að rikisstjórnin sé búin að láta undirbúa ýmis mál, sem hún ætli sér að af- greiða án afskipta Alþingis — m.a. með bráðabirgðalög- um. Þannig er þvi spáð, að i skrifborðsskúffum ráðherr- anna i stjórnarráðinu liggi nú þegar fullfrágengin bráðabirgðalög vegna tog- aradeilunnar, þar sem verk- fall sjómanna verði leyst upp með lögum og þeir látnir sæta gerðardómi. Er fleira á ferðinni? Ýmislegt fleira kann einn- ig að leynast i pokahorninu hjá rikisstjórninni — i myrk- asta afkimanum I hærusekk ihaldsstjórnarinnar. Það hefur t.d. vakið athygli manna, sem fylgjast vel með, að mikið hefur verið að gera allra siðustu daga i þeim stofnunum, sem fjalla um fjármál þjóðarinnar. Kannski er óvæntra tiðinda von úr þeirri átt innan skamms? Kannski er það önnur ástæðan til viðbótar fyrir þvi, aö stjórninni þótti svo ákaflega nauðsynlegt að reka þingið heim sem allra, allra fyrst — frá hálfkláruð- um verkum? Þá má einnig eiga von á þvi, að áður en langt um lið- ur verði tilkynnt um tals- verðar verðhækkanir á ýms- um þýðingarmiklum neyslu- vörum — t.d. landbúnaðaraf- urðum. Vitað er, að stjórnar- flokkarnir hafa þingað tals- vert um þau mál upp á siö- kastið og ekki verið á eitt sáttir um, hversu langt ætti að ganga. Sjálfsagt leysa þeir þau deilumál sin með sama hætti og jafnan áður — á kostnað launafólks og neyt- enda i þjóðfélaginu. Ýmsra tiðinda kann þvi að verða von á næstunni, þótt undir eðlilegum kringumstæöum ætti nú að vera hafinn sumarorlofstimi i pólitikinni. —SB FRAMTÍÐARSTAÐUR SKÓLANS ÓÁKVEÐINN SKÚLINH f „En hvernig taka svo börnin þvi, að fara frá foreldrum og heimili og i skóla? ” „Min reynsla er”, segir Svan- hildur”, að þau sætti sig vel við það og séu fijótlega furðu jákvæö. Satt best að segja hefur þeim ekki verið sýnd mikil virkt áður á þessu sviði, þrátt fyrir alla hugsanlega umönnun foreldra að öðru leyti. Hvað sem foreldrar vildu annars gera, hafa þau fæst aðstöðu eða kunnáttu sem sérhæft fólk hefur aflað sér. Það fer saman.aðþjálfa þarf börnin bæði llkamlega og andlega, og hvorug hliðin má án annarrar vera eigi árangur að nást.” „En hafi þið þá sjúkraþjálfara eða eru einhverjir hér lærðir i þeim fræðum?” „Við fáum sjúkraþjálfara tvis- var i viku, sem leiðbeinir okkur, já, beinlinis setur okkur fyrir um viðhald þeirra æfinga, sem hún hefur á gangi. Eins höfum við gert tilraun með að virkja for- eldra, buðum þeim hingað í haust sem leið i dagsveru. Þar skortir nefnilega á, að geta ekki haft stöðuga þjálfun allan ársins hring. Hugsum okkur t.d., að full- „Við vitum ekki hver framtíð þessa skóla verður”, sagði Svan- hildur Svavarsdóttir, forstöðu- kona og skólastjóri i Reykjadal i Mosfellssveit, við blaðið i gær. „Rætt er um”, hélt hún áfram, ,,að flytja hann ef til vill í nýja deild I Hlfðaskólanum i Reykja- vik, en ákvörðun um það hefur ekki veriðtekin. Hér hafa verið 10 börn f vetur. Þau eru hér fimm daga vikunnar og heima um helg- ar. Þetta eru þroskaheft börn á ýmisskonar stigum og aldri, og aðallega hreyfingarheft. „Að- spurð um hve lengi skólinn hefði starfað og hvernig aðstæður væru til sliks rekstrar og ennfremur á vegum hvers eða hverra, svaraði Svanhildur svo: „Skólinn var stofnaður 1969 á vegum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, var þá fyrsti skólinn þeirrar tegundar. Nú ber rikis- sjóður kostnað af starfseminni enda er hér um að ræða skóla- starfsemi fyrst og fremst, þó það renni einnig i öðrum farvegi vegna likamslegs ástands nem- endanna. Segja má, að aðstaðan sé sæmileg, þótt ýmislegt skorti. Þetta er t.d. á einni hæð, sem starfið fer fram. Að öðru leyti má segja, að það valdi nokkrum vandkvæðum, hvað við erum fjarlæg borginni, þó það hafi lika sina kosti. En sú skoðun vinnur á, að börnin þurfi að hafa sem mest samneyti við heilbrigða jafn- aldra.” ur vilji er fyrir hendi hjá börnun- um aö matast sem mest sjálf. En það vill nú fara svo að önnum kafnar mæður taka heldur þann kostinn að hjálpa til af gömlum vana og umhyggju. Niðurstaðan úr ýmsu þessu getur orðið tog- streita hjá barninu, sem seinkar fyrir. En fyrst og fremst er þó timabilið, sem líður milli skóla- dvalanna, sem á rikan þátt i vandkvæðum. Þjálfunin mætti aldrei niður falla. Um árangurinn af veru þeirra má nér sjá vinnu þeirra að margháttuðum verk- efnum.” Og þegar litið var yfir sýning- una, sem upp var sett i skólanum verður að segja, að þar mátti margt vekja mestu furðu af þvi, sem þessi þroskaheftu börn höfðu afrekað. Máske er það þó mest gleðiefni að vera sér þess meðvit- andi, að hér er unnið með árangri að uppbyggingu þessara minnstu bræðra og systra. HEIMSÖTTUR REYKJADAL |,_. % r___________________v g. útvarps og I ....................... * k I Hafnartjaröar Apótek' $ I A\V &. sinnvarnsviiSírprftir Ö f1 ií- Áfgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: % Upplýsingasími 51600. 30 s I ©s sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aðra. SJÖNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — simi 11740. ÞAÐ B0RGAR SIG AÐ VERZLA f KRON duaa í ClflEflBflE /ími 84400 Laugardagur 17. mai 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.