Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 8
 KANADAMAÐURINN mæli Belmonte majór var flæktur í máliS. Háifu þriðja ári síðar jöfnuðu Þjóðverjar metin að nokkru, þegar þeir hjálpuðu við undirbúning her- foringjabyltingar, sem velti Penaranda forseta og stjóm hans úr stóli 20. desember 1943, og varð þá forseti Alberto Villarroel majór, þótt nýja Bólivíustjómin stæði áfram með bandamönnum vegna áhrifa Bandaríkj- anna. Þótt Belmontebréfsins væri ekki aflað samkvæmt ströngustu heiðar- leikareglum, verður að dæma þetta atvik af árangrinum. Að líkindum var girt fyrir byltingu með þessu, og víst er, að það orsakaði brottvikn- ingu þýzka sendiherrans og handtöku f jölda hættulegra manna og undir- bjó jarðveginn fyrir ráðstefnu Bandalags Ameríkuríkja í Ríó sex mánuð- um síðar, þegar Bólivía og átján önnur Suður-Ameríkuríki slitu stjóm- málasambandi við möndulveldin og tóku höndum saman um vamir álf- unnar — „tóku ákvörðunina, sem bjargaði einingu nýja heimsins,“ eins og Sumner Welles komst að orði. 6. Næsta meiri háttar aðgerð Stephensons í Suður-Ameríku bar þann árangur, að starfsemi L.A.T.I.-flugfélagsins var stöðvuð. Fyrri hluta stríðsins var Brazilía endastöð einnar mikilvægustu sam- gönguleiðar möndulveldanna til Vesturheims. ítölsku L.A.T.I.-flugvélarn- ar, sem liéldu uppi reglubundnum ferðum milli Evrópu og Brazilíu, fluttu þýzkan og ítalskan stjórnarpóst, sendimenn, leyniþjónustumenn, dem- anta, platínu, mika, kemisk efni, áróðurskvikmyndir og bækur. Brazilíu- stjóm hafði enga löngun til að hindra þessar flugferðir. Einn af tengda- sonum Brazilíuforseta var aðaltækniforstjóri flugfélagsins og margir aðrir brazilskir áhrifamenn höfðu hag af áframhaldandi lendingarheimild fé- lagsins. Þrátt fyrir mótmæli utanríkisráðimeytisins í Washington seldi bandarískt olíufélag L.A.T.I. eldsneyti. L.A.T.I. myndaði í rauninni stærsta skarðið í hafnbann Breta. Fyrir bragðið var „Stjórn sérstakra aðgerða“ (S.O.E.) í London einkar umhugað, að eitthvað róttækt væri gert í mál- efnum félagsins, og Steplienson fékk fyrirmæli þar að lútandi. Hann og ráðunautar hans í New York ákváðu að koma á framfæri við Brazilíustjórn óhróðursbréfi, sem liti út svo sem það hefði verið skrif- að af einhverjum valdamanni í aðalskrifstofu L.A.T.I. á Italíu til starfs- manna fyrirtækisins í Brazilíu, og leiddi til þess, að heimild félagsins til að halda uppi flugferðum yrði felld niður. Starfsmenn Stephensons í Brazilíu hófust þegar handa, og eftir fáeinar vikur tókst þeim að ná í bréf frá forstjóra L.A.T.I., Aurelio Liotta hershöfðingja, í aðalstöðvum félagsins í Róm. Um leið og þeir sendu bréf þetta til New York, lögðu þeir til, að falsbréfið yrði stílað til aðalforstjóra fyrirtækisins í Brazilíu, Vicenzo Coppola flugforingja. Sérfræðingar M-stöðvarinnar gátu líkt nákvæmlega eftir pappírnum, bréfhausnum og ritvélarletrinu, sem Liotta hershöfðingi notaði. Til allr- ar hamingju hafði M-stöðinni tekizt að afla sér dálítilla birgða af hálm- kvoðupappír, sem fáanlegur var í Norður-Ameríku og var mikilvægt skil- yrði við þessa framkvæmd. Líkt var eftir leturupphleypingunni með smá- sjárnákvæmni, og ritvél var endursmíðuð til að koma nákvæmlega heim við vélræna galla vélarinnar, sem ritari hershöfðingjans hafði skrifað upp- haflega bréfið á. Falsbréfið var síðan samið á ítölsku, ljósmyndað á smáfilmu og hún send aðalstarfsmanni Stepliensons í Rio. Það var dagsett 30. október 1941 í aðalskrifstofu L.A.T.I. í Róm. „Enginn vafi getur leikið á, að ístru- maginn litli (il grassocio) sé að lenda í vasa Bandaríkjamanna,“ átti Liotta hershöfðingi að hafa skrifað, „og að einungis harkalegar aðgerðir af hálfu hinna grænu vina okkar geta bjargað landinu. Eftir viðræður þær, sem samstarfsmenn okkar í Berlín áttu við fulltrúa sinn í Lissabon nýlega, hafa þeir ákveðið að láta til skarar skríða sem skjótast.“ Þar sem þetta gæti leitt til nýrra sérréttinda þýzka flugfélagsins Lufthansa, var Coppola flugforingi hvattur til að gera tafarlausar ráðstafanir, til að afla nýrra vina meðal „grænu mannanna“, og gera það, sem hann gæti, til þess að öll gildandi forréttindi L.A.T.I. væru tryggð undir hinni nýju stjóm. („Gakktu úr skugga um, hvern þeir ætla að gera að flugmálaráð- herra og gerðu beztu ráðstafanir, sem hægt er“). Flugforingjanum var uppálagt að auðsýna staka gætni. j,Brazilíumenn kunna að vera, eins og þú hefur sagt, apaþjóð (una nazione di scimmie),“ sagði að endingu í bréfinu. „en þeir em apar, sem dansa fyrir hvern þann, er kippir í þráð- inn.“ Augljóst var, að með „litla ístrumaganum“ var átt við Getulio Vargas Brazilíuforseta, en „grænu mennimir“ voru Integralistas, andstöðuflokk- Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, sem uppi hefur verið H. Montsomary Hydo i þýBiagu Hersteins Páíssonar DULARFULLI47 BARN GETUR EKKI ORÐIÐ SJ VEGFARANDIFYRR EN UM V E.t.v. munu margir foreldrar segja að þeir hafi séö mörg 5 og 6 ára börn, sem kunna að hjóla og vafalaust er það rétt. En þær niðurstöður, sem þannig fást, eru þvi miður rangar og hættu- legar, jafnt fyrir barnið sem aðra vegfarendur. Það hefur þegar verið minnzt á að barn er fariöað ganga l-2ja ára og er oft óþreytandi á að hlaupa um stofur og ganga. En þrátt fyrir það mun vist enginn okkar setja það i samhengi að barn „sé leikið að nota fæturna” og að barn „sé leikið i umferðinni”. Umferðin krefst meiri kunnáttu en einungis þá, að kunna að setja annan fótinn fram fyrir hinn og halda góðu jafnvægi. Það er ekki reiknað með að barnið nái þeim þroska, að vera sjálfstæður vegfarandi fyrr en það er orðið 10-12 ára. Sama lögmálið gildir með reiðhjól Til þess að geta hjólað þarf hjólreiðamaður að geta haldið jafnvægi, stiga petalana, bremsa o.s.frv. Þetta getur barn lært alveg niður i 4ra ára aldur. Sum börn á forskólaaldri geta jafnvel orðið hréinir snill- ingar á reiðhjól. En mistökin, sem flestir fullorðnir gera er, að þeir likja saman „leiknum hjól- reiðamanni” og „góðum veg- faranda”. Það er tvennt ólikt að vera snillingur á reiðhjól og vera góður vegfarandi. Hvað er hægri og vinstri Við getum tekið eitt dæmi um vanhæfni barns til þess að geta kallast sjálfstæður vegfarandi. Hversu gamalt er barn, þegar það veit muninn á hægri og vinstri? Að vita „hvað er hvað” er nefnilega þýðingarmikið atriði i umferðinni, sá sem ekki veit það er stöðugt i lifshættu. Margir sálfræðingar hafa rann- sakað þetta, m.a. svissnesi sál- fræðingurinn Piaget. Rannsóknir hans leiddu i ljós, að fyrst við átta ára aldur varð vart við þá hæfni, sem til þurfti. Fyrst um 12 ára aldur gátu 75% barnanna leyst allar þrautirnar fullnægjandi. En það eru miklu fleiri van- kantar á hæfni barna sem sjálf- stæðir vegfarendur en að þekkja munínn á hægri og vinstri. Þar Gleymib okkur einusinni ~ og þiö gleymib því alarei í hefur áður verið bent á þætti eins og vanhæfni til að nota sjón og heyrn, smæð barna o.fl. Það ber þvi allt að sama brunni, börn ættu ekki að vera á reiðhjólum i umferðinni fyrr en þau hafa þroska til. A fyrstu æviárum reynum við að vernda þ öllum hættum. Við hindi i að komast of nálægt st tröppum, skærum og hnifum er haldið frá hættuleg meðul eru læi skáp, og við klæðum þai föt i rigningu og kuldafö kalt er o.s.frv. En um barnið fer að kalla á rei er eins og umhyggjs hverfi allt i einu. Án vilja barninu nokkuð il' við undan og barnið 1 sinum framgengt. Jafi niður i 5-6 ára aldur eru gefin reiðhjól. Siðan ei sent út i umferðina, út og vegi til þess að læra er af þeim loforð um „£ sig á bilunum”. Alltof hinna fullorðna lita á börnin sem minni útg sjálfum sér. Manneskjan vex og ] eins og allar aðrar LEIKUR ER BÖRNUM Ekki má gleyma þörfum yngstu ibúanna Allir hljóta að vera sammáia um það, að hollir útileikir eru börnum nauðsyn til andlegs og likamlegs þroska. Crtileikir barna eru og hafa lengi verið vandamál i þéttbýli- Með áukinni umferð, sem óhjákvæmilega fylgir þéttbýlis- kjörnunum, skapast alvarleg hætta fyrir börn að leik, vanda- mál, sem börn i dreifbýli þurfa hins vegar ekki að standa frammi fyrir. Með siaukinni byggð verða möguleikar til leik- aðstöðu barna á óskipulögðu landi innan og utan byggðar sifellt minni. Þessa skerðingu á leikaðstöðu barna verður að bæta upp með fjölbreyttum leik- möguleikum á þar til gerðum leiksvæðum, i hæfilegri fjarlægð frá heimilum þeirra. Ef við hugsum um mikilvægi þess, að börn geti athafnað sig utandyra á þann hátt, sem þeim er eðlilegast, vaknar sú spurn- ing, hvernig forráðamenn barna annars vegar og borgaryfirvöld hins vegar geti á sem beztan hátt fullnægt þessum þörfum barnsins og um leið stuðlað að öryggi þess fyriróhjákvæmilegri umferð og þeim hættum, sem henni eru samfara. Börn að leik og umferð ökutækja geta aldrei farið saman. Það verður að beina leik barnanna inn á þar til gerð svæði og stuðla þannig að aukinni vernd barna fyrir þeim hættum, sem leynast i umferð- inni. En það er engan veginn nægilegt að vernda börnin með þvi að einangra þau frá umferð- inni, það verður einnig að nýta hvert tækifæri, sem gefst, til þess að fræða þessa væntanlegu vegfarendur og kenna þeim að varast hættuna. Rúmlega 100 leikvellir og leik- svæði i Reykjavik 1 Reykjavik eru i dag starf- ræktir 30 smábarnagæzluvellir auk tveggja opinna gæzluvalla. Opin leiksvæði eru 48, spark- vellir og körfuboltavellir eru samtals 30. Einn starfsvöllur er starfræktur i borginni en fyrir- hugað er að setja upp þr já slika velli nú á næstunni. Leikvellir þessir eru allir staðsettir þannig, að Ibúar viðkomandi svæðis eiga greiðan og auðveldan aðgang að þeim. Stefnt hefur verið að þvi að sjá fyrir fjölbreyttum leikmögu- leikum allt árið um kring. Innra starf þessara leikvalla, einkum gæsluvallanna, e felldri endurskoðun með til þess að auka sem r möguleika barna til þro leikja. En þótt borgaryfirvi hafi tekist að mæta ] þörfum borgarbúa i þ efnum þarf þó meira að til. Þörf barnsins fyrir i byrjar mjög snemma fyrstu fjórum árum ba takmarkast athafnasvæð að mestu við næsta ná heimilisins. Það veitir b visst öryggi að vera i sji við heimilið og vita af m eða pabba i nokkurra fjarlægð. Eftir fyrstu fjögur ái athafnasvæði barnsir aukast, forvitnin á að rai örlitið meira af heiminui Barn á þessum aldri er lega úti eitt sins liðs og e: sem það hættir sér lengra dyrum sins heimilis þeii meir nálgast það þá hætt biður þess i umferðinni. Nauðsyn á leikvöllu ibúðarhús Og þá komum við að Laugardagur 17. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.