Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 17.05.1975, Blaðsíða 13
aRflMBQLT i; 11M' 11 ;>, -i. <i t ii i:; «■ plötu þeirra félaga, og ber hún heitir Oldsmobile, og er gefin út af Polydorfyrirtækinu i Sviþjóð. Hún er hin áheyrilegasta þó ekki sé hér um frumlega tóniist að ræða frá hendi þeirra. Helst ætla ég að hún flokkist undir það sem kailað er þungtrokk, og virðast þeir undir nokkrum á- hrifum frá bandarisku hljóm- sveitinn.i Lynyrd Skynyrd. Hljóðfæraleikur er i heildina góður, og söngur ágætur. En þá vantar sem sé fyrst og fremst ferskleika þann og frumleika, sem myndi skipa þeim framar I röð góðra hljómsveita. Þá er út- setning þeirra á Sprengisandi Kaldalóns langt frá þvi að vera sérstök eða eins góð og hjá Peli- Vikivaki halda hér hljómleika í sumar Sænsk-Islenska hljómsveitin Vikivaki mun koma hingað til lands á næstunni og halda nokkra hljómleika. Hljómsveit- in er skipuð fjórum ungum mönnum, þrem tslendingum og einum Svia. tslendingarnir heita Hans Gislason, er leikur á gitar og planó auk þess að syngja, Jón Gislason, er spilar á trommur og syngur, og Steinar Árnason sem leikur á bassann. Sviinn Christer Modin spilar á gitar. Ferð þeirra félaga hingað er á vegum Demants. Brambolt hefur undir höndum nýjustu can. Annars eru mörg þokkaleg lög á plötunni. Væntanlega fá- um við að heyra betur i. þeim, þegar þeir koma hingað i sum- ar, en nánar verður skýrt frá allri tilhögun hljómleikahalds þeirra I næsta Brambolti að öll- um iíkindum. Stuðmenn í hljóm leikaferð um gjör- vallt ísland Stöðvið pressurnar, stöðvið pressurnar, seinkið blaðinu, ég þarf að koma inn svakalegri frétt... Sirrý G... nei heyröu þessi kom I siðustu viku, nú man ég... Hin heimsfræga hljómsveit Stuðmenn er væntanleg til fósturjarðarinnar með Concorde-þotu Club 32 I júli. Strax að loknum fagnaðar- fundum meö vinum og vanda- mönnum, og eftir að hafa kysst langömmur slnar á Búðardal munu þeir efna til blaðamanna- fundar á Akraborginni, sem stödd verður milli lands og eyja, skipstjóri verður Á. Johnsen, heiðursgestir verða tónhyrn- ingar sem munu hafa allt á hornum sér eins og áður og slást við menntskælinga. Vin og vif verður á staðnum, Sörli I LBB mun blanda landa af sinni alkunnu snilld. En biðum við, ég gleymi aðalfréttinni i öllu kjaft- æðinu og gleöjist nú gumar og flottpæjur um land allt. Stuðmenn ætla sem sé i lands- reisu mikla um miðjan júli, eða þar upp úr, ásamt Jakobi Magnússyni og hljómsveit. Mikill undirbúningur hefur verið að þessu hljómleikaferöa- lagi, og mun Demant sjá um framkvæmdina. Til dæmis má nefna, að Stuðmenn hafa neitað að spila á stöðum sem rúma minna en tiu þúsund manns vegna hættu á að aðdáendur troðist undir. t alvöru talað, i þessari ferð munu þeir félagar koma vfða við og skemmta landslýð með nýjum og gömlum slögurum. Það sem vafalaust mun koma mönnum mest á óvart verður fiutningur þeirra á lögum af nýrri stórri plötu, sem koma mun út um svipað Ieyti. Að loknum flutningi Stuðmanna munu Jakob Magnússon og fé- lagar leika fyrir dansi. 1 næsta Brambolt munum vér birta ná- kvæma leiðabók Stuðmanna ásamt viðkomustöðum, auk þess sem við munum greina nánar frá lögum þeim sem verða á stóru plötunni, og gagn- rýna þau, forréttindi sem Brambolt einum veitast. Nokkurn veginn öruggt er, að stóra platan mun ekki heita „Stuð, stuð, stuð”, en hins vegar hefur komið sterklega til greina að skýra hana: ,,Þá riðu hetjur um héruð. Nánar i næsta Bram- bolt. Draumaprinsar hleypa upp Helludansleik Jörfagleði á Hellu siðastliðið laugardagskvöld, nánar tiltekið I Hellubiói. Haukar léku fyrir dansi, en þess i milli tókust menn hressilega á. Heldur er þetta kannske vægt til orða tek- ið, þegar ég fer að hugsa málið, þá logaði allt i slagsmálum. Gróa var á staðnum, og tillti sér rét sisona upp við barinn, eins og Gary Cooper og John Waine i gömlu vestrunum, og sá hvert slagsmálið á fætur öðru, likt og verið væri að renna i gegn úr- valsbitum úr myndum með fyrrgreindum hetjum. Löggur staðarins mega þó eiga það, að þeir stóðu sig i stykkinu og lögðu sitt til málanna, ásamt mömm- um staðarins, ömmum, frænk- um og stjórn kvenfélagsins á staðnum. Er mestu orrahriðinni slotaði, mátti sjá blóðpolla á borðum svo mikla að vöxtum að hægt hefði verið að tappa þeim á flöskur og selja sem bland út I Bloody Mary. Menn deila enn um það, hver átti upptökin, helst kemur til greina bingó- landsliðið úr Sigöldu sem þarna var statt, ásamt mislitum hóp úr bænum. Gifurlega athygli vakti hin prúðmannlega fram- koma nokkurra menntskælinga sem þarna sátu að ölteiti og létu ekki etja sér út i erjurnar fyrr en i fulla hnefana. Bingólands- liðið lét hins vegar alla nær- stadda vera áþreifanlega vara við nærveru sina, þvi að Haukar urðu að spila „Heim i Búðardal hvorki meira né minna en fjór- um sinnum um kvöldið, en i þvi lagi eru eins og alþjóð er kunn- ugt þessar ljóðlinur: ,,Þá er ég vann upp i Sigöldu, meyjarnar mig völdu tilþess að stjórna sin- um draumum”. Afram með bingóið draumaprinsar.... Þá er komin Elton John, munið þið eftir honum? Það er þessi sem treður upp með páfuglsfjaðrir I hausn- um og bleika barta og meö bleik sólgleraugu, og... alveg rétt, hann spilar lika á píanó af mik- illi snilld og syngur. Hann hefur að undanförnu haft mikið að gera við að troða upp á ólikleg- ustu stöðum án pianósins, spila tennis við heimsmeistarann (sem er kvenkyns) og detta i það með John Lennon. Þess i milli rekur hann fyrirtæki sitt, Rocket records af miklum á- huga, og skipuleggur Wembley- hljómleika sina sem við skýrð- um frá fyrir alliöngu siðan. Það er ekki svo ýkja langt siðan sið- asta breiðskifa kom út með hon- um, en nú er ný á leiöinni, og sú ný plata með ber nú ekkert smáræðisnafn, eða: „CAPTAIN FANTASTIC AND THE DIRT BROWN COW- BOY”, og geri aðrir betur. Þetta minnir mig á járnbraut- arstöðina i Wales, en nafnið á henni var lengra en stöðvarhús- ið... En hvað um það, það væri litið stuð ef hún héti bara Elton IX eða eitthvað álika andlaust, enda þarf Elton ekki að hafa á- hyggjur af þvi að plöturnar hans þekkist ekki, bleiki liturinn lýsir langar leiðir. Platan sem er ný- komin út erlendis hefur eins og að likum lætur hlotið misjafna dóma, en engum dettur þó i hug að neita þvi að Elton sé góður, menn velta þvi bara fyrir sér hversu góður, og hvort að pá- fuglsfjaðrirnar séu ekki farnar Elton John að stiga honum til höfuðsins. Hann skipti nýverið um menn i hljómsveit sinni, og mun frum- raun þeirra verða á Wembley. Gróa á Leiti o Laugardagur 17. maí 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.