Alþýðublaðið - 06.08.1975, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Qupperneq 5
jóðanna er mikil prn viTSriíSnir innhrnt na valdníðslu Fátækt er þar mikil, enda þótt landið eigi langa sögu i tengslum við Bretland. Stjórnarhættir landsins eru, að vestrænni fyrirmynd og stjórn skipulag allt miðast við það, að tryggja frelsi einstaklingsins. Atburðir þeir, sem gerst hafa i Indlandi, nú fyrir stuttu, hafa án efa vakið mikla furðu um allan heim. t fyrsta lagi þóttu það miklar fréttir, þegar dómur féll i alvarlegu máli gegn Indiru Gandhi, þar sem hún var ásökuð um tiltekin embættisafglöp. Ekki fer hjá þvi, að dómurinn gegn Indiru Gandhi og reyndar sú staðreynd, að forsætisráð- herra landsins var ákærður, beini huganum að þeim stór- kostlegu misferlum sem upp komust i Bandarikjunum og urðu til þess að forseti Banda- rikjanna varð að láta af störfum. Þær fréttir, sem stans- laust berast um meiriháttar njósnir og glæpi innan banda- risks stjórnkerfis hafa vakið hryllingi um allan heim, ekki sist meðal þeirra, sem berjast fyrir almennum mann- réttindum og frjálsu þjóðfélagi. Ýmsan lærdóm má draga af þessum málum, bæði i Indlandi og i Bandarikjunum. t báðum tilvikum er ljóst að þjóðarleið- togar og háttsettir og valda- miklir embættismenn hafa gerst sekir um embættisafglöp og glæpi. t báðum tilvikum er stjórnskipulagi þannig háttað, að opinber gagnrýni er leyfð og dómsvaldið er óháð og sjálfstætt gagnvart framkvæmdavaldinu. En það er einmitt hér, sem skilur um framhaldið, að þvi er varðar Indland og Bandarikin. I hinu fyrr nefnda landi, Indlandi, voru lýðræðislegir stjórnar- hættir raunverulega afnumdir, forystumenn stjórnarand- stöðunnar fangelsaðir og þingið gert óvirkt. Það verður þó að segja Bandarikjamönnum til hróss, þrátt fyrir allt, að stofn- anir stjórnarfarsins standa á föstum grunni og almennings- álitið i landinu ber það greini- lega með sér að réttarfarið nær allt til æðstu embættismanna þjóðarinnar og stjórnmálafor- ingja, að forseta meðtöldum. Vissulega er gild ástæða til þess að óttast um réttarfar og mannréttindi i löndum þriðja heimsins, þar sem fáfræði kemur i veg fyrir virka þátttöku almennings um dagleg málefni. En þegar virt lýðræðisriki, eins og Indland og Bandarikin opinbera slika svivirðu, sem þar hefur gerst, er ekki að undra þótt trú manna á réttaröryggi i lýðræðisrikjum fari að dofna. Engin-mun halda þvi fram, að stjórnarhættir vestræns lýð ræðis séu fullkomnir, en for- svarsmenn almennra mann- réttinda og frelsis eru þó þeirrar skoðunar, að lýðræðisfyrir- komulagið sé, þrátt fyrir allt, það skásta, sem stjórnlaga smiðir hafa komið upp með til þessa. Að visu hlýtur mann- legur breyskleiki og misferli að henda menn, án tillits til stjórnarhátta eða þjóðfélags. En þegar heilt stjórnarkerfi verður svo siðferðilega sjúkt, að helstu forystumenn og leiðtogar eru viöriðnir innbrot, og njósnir um nánustu samstarfsmenn og eru jafnvel þátttakendur i þvi, að skipuleggja meiriháttar skemmdarverk, mannrán og jafnvel morð, þá hljóta alvar- lega hugsandi menn, að fara að óttast um framgang réttlætisins i heiminum. Þvi miður sjáum við i kring um okkur allt of mikið af öfgum. Dæmin frá Indlandi og Banda- rikjunum eru sterk og átakan- leg. Það er þvi knýjandi þörf fyrir siðferðislega endur- vakningu og umburðarlyndi i samskiptum milli þjóða og á milli einstaklinga, á milli stjórnenda og þeirra, sem stjórnað er. Ofbeldið er aldrei skynsamlegt, enda þótt það virðistoft á tiðum réttlætanlegt. En það er einmitt oft óskynsam- leg og hrokafull afstaða stjórn- enda, sem kallar yfir sig ofbeldisaðgerðir. Réttaröryggi og frelsi er það, sem vestrænar lýðræðisþjóðir hafa i rikum mæli fram yfir þjóðir þriðja heimsins. Þar eru lýðræðislegir stjórnarhættir og persónufrelsi litils metin. Stjórnmálabarattan einkennist af tortryggni og öryggisleysi. Afleiðingin er ofbeldi á ofbeldi ofan. Það er þessvegna mikið i húfi að vestrænar lýðræðis þjóðir standi vörð um þau mannréttindi, sem þær hafa lagt grundvöll að. 1 baráttunni fyrir sósialisma hafa Jafnaðarmenn i löndum Evrópu lagt á það mikla áherslu, að nauðsynlegt sé, að ræða öll mál af hógværð og umburðarlyndi. Jafnaðarmenn fordæma öfgar og ofbeldi en leggja þess i stað áherslu á skynsemi, hógværð og umburðarlyndi i samskiptum milli þjóða og einstaklinga. Dæmin frá Indlandi og Banda- rikjunum hljóta að verða öllum lýðræðissinnum alvarleg áminning. Fóstureyðingar erlendra kvenna í Bretlandi settar undir eftirlit? í fréttaskeyti frá London er greint frá þvi að um 60 þúsund konur frá öðrum löndum en Bret- landi, gangist árlega undir fóstureyðingu þar i landi. Lög um fóstureyðingu voru samþykkt i Bretlandi 1967 og var tilgangur þeirra, m.a. sá að koma i veg fyrir það, að fóstureyðingar væru framkvæmdar við ótilhlýðilegar aðstæður. Framkvæmd þessara laga hefur nú verið gagnrýnd og hefur breska lögreglan óskað eft- ir þvi við heilbrigðisráðuneytið, að harðari reglur vérði þegar i stað settar um framkvæmd fóstureyðinga i landinu. Sérstök áhersla er lögð á, að dregið verði úr ásókn erlendra kvenna. Sagt er að mikill fjöldi einstaklinga i DANIR MÓTMÆLA SILDARKVÓTA Þúsundir flótta- manna flýja blóðbaðið í Angóla Riflega 2000 flóttamenn hafa flúið blóðbaðið og ógnirnar i Angola og farið til Suðvestur-Af- riku. Nákvæm tala flóttafólks er ófáanleg, þar sem eingöngu er að styðjast við upplýsingar flótta- fólksins sjálfs. Sumir þeirra tala jafnvel um að allt að 20.000 manns séu nú á flótta. Flóttafólkið er allt hvitir menn, einkum Portúgalir, og þeir fara aðeins með helstu eigur sinar i úttroðnum bilum sin- um, einkabilum og vörubilum. Frá Suðvestur-Afriku fara þeir til Suður-Afriku en þaðan munu þeir væntanlega fara flugleiðis heim til Portúgal. Danir munu mótmæla þeim úr- skurði Norðaustur Atlatnshafs fiskveiðinefndarinnar, að setja kvóta á veiðiheimild þeirra i Norðursjó og á Eystrasalti, sagði Poul Dalsager, sjávarútvegsráð- herra Dana I gær. Hann sagði fréttamönnum eftir rikisráðsfund i gær, að Danir myndu óska eftir þvi að fá kvóta sinn stækkaðan. Danir myndu hins vegar setja ýmsar hömlur á sildveiðar á þessum svæðum, stöðva slldveiðar til verksmiðju- vinnslu og setja veiðibann i þrjá mánuði frá og með april mánuði næstkomandi. Bretlandi hafi atvinnu af þvi að koma erlendum konum á fram- færi við lækna, sem framkvæmi fóstureyðingar við algerlega óviðunandi aðstæður. Algengt er að þessar ófrisku konur greiði 300 pundfyrir aðgerðina, sem aðeins tekur nokkra klukkutima: Eftir það verða konurnar algerlega að sjá um sig sjálfar. Sérstök þingnefnd hefur gert tillögu um að framkvæmd fóstur- eyðinga I landinu verði endur- skoðuð ogsömuleiðis að allar þær stofnanir,sem rétt hafi til þess að framkvæma fóstureyðingar verði skrásettar. Einnig hefur nefndin gert tillögu um, að tiltekið hámarksgjald verði ákveðið vegna fóstureyðinga, og að viðun- andi aðstaða sé fyrir hendi fyrir konurnar, eftir að aðgerðin hefur verið framkvæmd. Talið er lik- legt að miklar umræður spinnist á ný um þetta mál. URUUSKAKIGtUKlB KCRNF.LÍUS JQNSSON SKÓLAVOROÚSUUd 8ANKASIR4II6 18600 MongólarsendaKmverjum tóninn Alþýðulýðveldið MongóIIa, sem liggur á milli Sovétrikjanna og Kina og er dygg málpipa Sovétrikjanna I deilu þeirra við Kinverja, hefur nú sakað Kinverja um aðhafa vingast viö vesturveldin til að öðlast tækni- þekkingu og kjarnavopn, sem þeir muni beita I baráttunni gegn hinum sósialistiska heimi. Þctta kemur fram I leiðara i timaritinu Novosti Mongolii (Fréttir frá Mongólíu), sem gefið er útá rússnesku, og barst til Moskvu f gær. Rödd jafnarstefnunnar | alþýðuj Lýðræðinu ógnað Ýmis merki eru þess, að lýðræðið eigi nú í vök að verjast bæði í hinum svonef ndaþriðja heimi og eins i gamalgrónum lýðræðisríkjum. Víða á Vesturlöndum einkennist stjórnmálaþróunin annars vegar af upp- lausn, jaf nvel stjórnleysi, og hins vegar af þreytu og leiða almennings á þeirri þjóðfélagsgerð, sem nefnt hefur vefur verið velferðarríki. I hinum nýfrjálsu ríkjum hafa ógnar- og einræðisstjórnir víðast hvar fest sig í sessi og jaf nvel í ríki eins og Indlandi, sem áður og fyrrum stærði sig af þvi að vera eins konar lýðræðisleg fyrirmynd þróunarríkjanna, hefur grundvallarreglum lýðræðis verið varpað á glæ en einræðishneigðir og pólitísk spilling leidd til önd- vegis. Þróunin i Portúgal er með sama markinu brennd. Lýðræðið á í vök að verjast. Það er ekki nokkur vaf i á því, að sú þróun, sem er að verða í heiminum umhverfis okkur, er válegur fyrirboði. Hér er um að ræða pólitíska afturför, sem er ekki aðeins ógnun við frelsi og mannréttindi, heldur ekki síður ógnun við friðinn í heiminum. Sagan kennir okkur, að slíkt fráhvarf frá lýðræðis- legum og mannúðlegum grundvallarreglum getur verið fyrirboði um mikil átök milli hinna andstæðu afla og þær fórnir, sem áður hafa verið færðar til þess að varðveita lýðræði og frelsi, hafa þá verið unnar fyrir gýg. Lýðræði eins og það, sem við þekkjum og viður- kennum, felur í sér bæði styrk og veikleika. Veikleiki þess er sá, að það veitir einnig þeim aðilum fullt at- hafnafrelsi, sem vilja rifa það niður, qera það tor- tryggilegt og eyða því. Einmitt þess vegna er barátta fyrir lýðræði stöðug barátta. Einmitt þess vegna verða þeir, sem varðveita vilja lýðræðið, stöðugt að standa vörð um það. Ef lýðræðissinnar þreytast á varðstöðu sinni og láta afskipta- og sinnuleysið ná tökum á sér, þá kunna þeir að vakna upp einn morg- unn við það, að frelsið og mannréttindin hafa verið frá þeim tekin. Þessi barátta milli frelsis og ófrelsis, lýðræðis og einræðis, er einnig háð hér á íslandi. Fjölmargar frelsis unnandi þjóðir hafa orðið fyrir því, að heimur þeirra hef ur hrunið í rúst á einu andartaki. Eins gæti farið fyrir okkur, ef við kunnum ekki fótum okkar forráð— ef við látum sinnu- og áhugaleysið ná tök- um á okkur og gef um einræðis- og öfgaöf lum í landi voru ,,frítt spil". Leikreglur sniögengnar Eitt af undirstöðuatriðum þess að varðveita lýð- ræði og virðinguna fyrir þvi er að virða ákveðnar pólitískar leikreglur. Sem dæmi um þetta má nefna, að þegar réttilega kjörnar valdastofnanir í þjóð- félaginu gera með sér frjálst samkomulag um mikilsverð þjóðmál, þá verður að vera unnt að treysta þvi að við samkomulagið verði staðið. Geri t.d. ríkisstjórn samkomulag við verkalýðshreyfingu um lækkun skatta, þá má niðurstaðan ekki verða sú, að í kringum samkomulagið sé farið með því að finna upp á nýjum skatti með nýju heiti og viðsemj- andanum sé síðan gef ið langt nef. Hér er vísvitandi verið að grafa undan lýðræðislegum leikreglum, þvi hvernig má það vera að hægt sé að ætlast til þess, að verkalýðshreyf ingin gangi á ný til samkomulags við rikisstjórn, sem þannig hegðar sér? Svona starfsað- ferðir stjórnvalda eru auðvitað til þess eins fallnar að gera að engu tiltrú fólks á æskilegar málamiðlun- ar- og samkomulagslausnir á viðkvæmum þjóð- félagsvandamálum. Eðlilegar leikreglur eru ekki virtar af þeim, sem undir öllum kringumstæðum ættu fyrst og fremst að leggja sig í líma um að þær séu virtar og viðurkenndar af öllum þjóðfélagsþegn- um. Miðvikudagur 6. ágúst 1975 o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.