Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 9
Rússarnir nokkuð frá sínu besta — en voru samt yfirburðamenn Ekki unnu rússnesku frjálsiþróttamennirnir stór afrek á sinn mæli- kvarða á fyrri degi 50. Meistaramóts íslands i gærkvöldi. En þeir höfðu samt mikla yfirburði yfir islenzku keppendurnar þó þeir næðu ekki sinu besta. Fyrsti íslandsmeistarinn varð Erna Guðmundsdóttir KR. Hún var eini keppandinn i 100 m grindahlaupinu og tók lifinu létt, hljóp á 16.8 sek. Næsta grein var spjótkast kvenna og þar varð Arndis Björnsdóttir Breiðabl. fyrst, kastaði 33.76 m önnur varð Maria Guönadóttir HSH, kastaði 33.10 og þriðja Svanbjörg Pálsdóttir 1R, kastaði 31.76 m. Hreinn Halldórsson var öruggur sigurvegari I kúluvarpi, kastaði 18.61 m, sem er nýtt meistaramótsmet. Annar varð Guöni Halldórsson HSÞ, kastaði 16.41 m og þriðji varð Óskar Jakobsson ÍR, kastaði 15.90 m. í 400 m grindahlaupi karla voru tveir keppendur, en annar hætti i byrjun og eftir það var enginn til að ógna Hafsteini Jóhannssyni .Breiðablik, sem hljóp á 61.7 sek. Lilja Guðmundsdóttir fór „létt” með 800 m hlaupið — varð lang- fyrst á 2:15.5 og hljóp mjög skemmtilega. önnur varð Ragn- hildur Pálsdóttir, Stjörnunni hljóp á 2:20.1, og þriðja varð Svandis Sigurðardóttir KR á 2:32,4 min. Þegar hér var komið sögu var farið að færast fjör i hástökk karla. Elias Sveinsson varð fyrsti Islendingurinn til að stökkva 2 mi ár og á þeirri hæð byrjaði Rússinn Kiba. Hann hélt svo áfram allt upp i 2.13 m, en feldi þrivegis 2.18m. Eftir keppnina sagði Kiba að brautin væri allt of hörð fyrir sig — hann vildi hafa hana mýkri. Þetta er vallarmet, en eldra metið var 2.09 m setti 1970 af Finna. Elias varð svo annar, stökk 2 m. Þeir Karl West Fredriks en og Hafsteinn Jóhannesson stukku báðir 1.95 m. Mikið fjör var i 800 m hlaupi karla og mikið keyrt. Enda fór það lika svo, að sjö af hlaupurun- um hlupu undir tveim minútum. Agúst Ásgeirsson IR, varð fyrstur á 1:55,9 min, Jón Diðriksson UMSB varðannará l:56,5min og Júiius Hjörleifsson IR þriðji á 1:57,1 min. Erna Guðmundsdóttir KR hafði mikla yfirburði i 200 m hlaupinu, hljóp á 25.7 sek og Ingunn Einars- dóttir varð önnur, hljóp á 26.4 sek. Óskar Jakobsson 1R sýndi það að hann er orðinn öruggur með 70 metrana og kastaði 71.34 m, sem er nýtt mótsmet. Annar varð Snorri Jóelsson ÍR kastaði 63.28 m. I kúluvarpi kvenna varð Katrin B. Vilhelmsdóttir hlutskörpust, kastaði 10.43 m, en Halldóra Ingólfsdóttir var ekki langt á eftir, kastaði 10.23 m. Keppnin i 200 m hlaupi karla var mjög skemmtileg og mátti „Konungur” spretthlauparanna Bjarni Stefánsson KR sætta sig við annað sætið á eftir Ar- menningnum unga, Sigurði Sigurðssyni, sem hljóp á sinum besta tima — 21.8 sek sem er nýtt drengjamet. Bjarni fékk timann 21.9 og Vilmundur Vilhjálmsson varð fjórði á 22.0 sek. I langstökkskeppninni höfðu Rússarnir mikla yfirburði, Schubin stökk 7.56 m og Sinitschin varð annar með 7.27 m. Friðrik Þór Óskarsson varð þriðji stökk 6.86 m. Keppendur i 5 km hlaupinu voru tveir, og þar varð Jón H. Sigurðsson meistari, hljóp á 16:14.7 min Þórdis Gisladóttir IR varð hlut- skörpust i hástökki kvenna, stökk 1.64 m og önnur varð Maria Guðnadóttir HSH, stökk 1.58 m. IR sigraði i báðum boðhlaupun- um, i 4x100 m boðhlaupi karla á 45.0 og i kvennaboðhlaupinu á 50.6 sek. Mótinu verður haldið áframi kvöld-kl. 19:00. Sinichkin.....varð annar I langstökkinu, en það er ekki hans sérgrein. t kvöld keppir h ann hinsvegar I sinni grein — þristökki. Enginn komst með tæmar þar sem Kiba hafði hælana I hástökkinu þó hann væri nokkuð frá sinu besta. NÚ TÓKST ALLT HJÁ JÓHANNESI SÝNDI STÓRLEIK OG SKORAÐI EINA MARK LEIKSINS ÞEGAR CELTIC SIGRAÐI ENGLANDSMEWARANA DERBY „Stundum gcngur allt hjá manni, og stundum ekki neitt”, sagði iandsliðsfyrirliðinn Jó- hannes Eðvaldsson eftir landsleik islands og Rússlands á dögunum. Og ættu allir sem til þekkja að vita i hvaða tilefni hann mælti þessi orð. A laugardaginn gckk hinsvegar allt upp hjá Jóhannesi, en þá lék Jóhannes Eðvaldsson.....sýndi stórleik með Celtic á laugardag- inn og var mun heppnari i þeim leik, en gegn rússunum á dögun- um. hann með skoska, iiðinu Celtic gegn sjálfum Englandsmeistur- unum DerbyCounty.Leikurinn fór fram i Glasgow á heimavelli Celtic, að viðstöddum rúmlega 50 þúsund áhorfendum sem hvöttu sina menn óspart i leiknum og fögnuðu þeir Jóhannesi innilega þegar hann skoraði fyrir Celtic snemma i seinni hálfleik, með þrumuskoti frá vitateigshorni I byrjun leiksins lék Jóhannes stöðu tengiliðs, en eftir að hann hafði skorað markið var hann færður aftar og fékk þá m.a. að erfiða hlutverk að gæta mark- skorarans mikla Roger Davies. Davies hefur verib mörgum varnarmanninum erfiður og hef- ur jafnan verið markhæstur þeirra Derby-manna. En hann átti ekki sjö dagana sælay gerði Jóhannes hann algjörlega óvirk- an og átti Davies aldrei mögu- leika gegn honum. t skosku blöðunum er mikið skrifað um Jóhannes og að Celtic megi fyrir enga muni missa af þessum frábæra leikmanni. Segja þau að Jóhannes falli m jög vel inn i liðið — og ekki þurfi að kenna honum neitt. Jóhannes hefur enn ekki skrifað undir samning en búist et við, að af þvi verði i þessari viku. Þá fengu islenskir áhorfendur að öll- um likindum að sjá islenskan at- vinnumann leika gcgn löndum sinum, þegar Valur mætir Celtic á Laugardalsvellinum 16. september s.k. Miðvikudagur 6. ágúst 1975 I o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.