Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 12
Ctgefandi: Blaö hf. Framkvæmda stjdri-.Ingólfur P. Steinsson. Ritstjóri Sighvatur Björgvinsson. .Fréttastjóri Helgi E. Helgason. Auglýsingar Hverfisgötu 8-10, simi 14906 Afgreiösla: Hverfisgötu 8-10, simi 14900. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarverð kr. 700.- á mánuði. Verð I lausasölu kr. 40.- KÓPAVOGS APÓTEK Opiö öll kvöld til kl. 7 ! Laugardaga til kl. 12 SENDIBILASrÖOIN Hf rVeðrió leiðinni hingað til okkar hér á höfuðborgarsvæðinu. 1 gær komst hitinn i Reykjavik upp i 17,3 stig, og eru það mestu hlýindi á sumrinu hér. I stað smálægðanna, sem legið hafa suð-vestur af land- inu er nú komin stór lægð um 1000 kilómetra suður af ís- landi. Veldur hún hlýrri suð- austan og austan átt. Evrópu- loftið er einkum komið frá Bretlandseyjum, en sá munur á þvi þar og hér, að hérna njótum við rakans, sem það tekur i sig á leiðinni yfir hafið, og er þvi ekki hægt að fortaka einhverja útkomu. En sem áður segir. Von er á betra veðri með loftinu, sem hefur verið að leika hitabylgju i Norður-Evrópu að undan- förnu. Gátan SlíTRW>/3/RTA □ 8/ET/R v/Ð / , HftR/ NU bftm bKBV'l BB/NR HREyf /ST 5/vAL N/NCt ufí KRftfT uRir/rt Tftulftbl l ÍÝRfí D/L //vV HROKt H/K /rv/V l'/th efn/ VRYKK VfíN/Ð P 1 2 1 B/NS WRuT mr?0 5T»R! \2t/"S l □ ri V MEGUM VIÐ KYNNA Guðmundur Hafsteinsson veðurfræðingur, sem byrj- aði að segja okkur frá veðrinu i sjónvarpinu á sunnudagskvöldið erþritugur Reykvikingur, fæddur 1. april 1945 og lauk stúdentsprófi árið 1965. Siðan hélt hann til náms i veðurfræði i Osló og lauk prófi þaðan árið 1973. A meðan Guðmundur var við nám vann hann á Veðurstofu Islands i Reykjavik á sumrin, og hefur verið þar starfandi siðan hann lauk námi, eða i tvö ár. Guðmundur er kvæntur Þór- hildi Sigurðardóttur, og eru þau barnlaus. — Jú, það kemur fyrir að ég gái til veðurs i fristundum, sagði Guðmundur, þegar hann var að þvi spurður hvort hann ætti sér önnur áhugamál en veðrið. — Annars hef ég mikinn áhuga á allskonar útilifi og er stundum kallaður sportidiót vegna þess að ég er upp um fjöll og firnindi sumar og vetur, þegar ég á fri- stundir. Ég hef alltaf haft áhuga á náttúrufræði og valdi veðurfræð- ina þar úr, þótt ég geti varla sagt, að það sé orsakasamband á milli þess og útivistaráráttu minnar. — Hvaða starf annað heldurðu að þú vildir stunda, annað en að gera veðurspár? — Eg hef nú litið hugleitt það, en stundum hefur mér dottið i hug að gerast bóndi i sveit. — Hvernig leið þér þegar þú sagðir veðurfregnir i fyrsta sinn i sjónvarpinu? — Mér leið ágætlega. Ég bjóst alveg við að sleppa lifandi frá þessu, en þó fannst mér dálitið asnalegt að standa þarna og ein- blina á öll þessi tæki. En þetta venst eins og annað. OKKAR A MILLI SAGT Svipur Reykjavikur mun breytast við nýja miðbæinn austur af Hlið- unum ... Þar mun m.a. risa á horni Miklubrautar og Kringlumýrar- brautar Hús verslunarinnar, 13 hæða skýkljúfur, sem Verslunarbank- inn mun eiga þriðjung i ... Arkitektarnir Ingimundur Sveinsson og Einar Þorsteinn Asgeirsson eru að teikna húsið, og eru vonir um, að það risi fyrir árslok 1977, að þvi er Þorvaldur Guðmundsson (i Sild og fisk) sagði á aðalfundi bankans, en hann er þar stjórnarformaður. Erlendir hagfræðingar hafa löngum sagt, að engin þjóð geti varðveitt ómengað lýðræði við meira en 20% verðbólgu, eins og dæmin sanna, t.d. i Suður-Ameriku og Grikklandi ... Skyldi tsland geta afsannað þessa kenningu? Það er þvi miður augljós togstreita milli stjórnarflokkanna f landhelgismálinu og virðast Sjálfstæðismenn staðráðnir I að eigna sér málið ... Heimsókn Geirs Hallgrimssonar til London og viðræður hans við Harold Wilson og fleiri valdamenn án al- varlegs sa mráðs við Framsóknarmenn var glöggt dæmi þessa ... Þetta minnir á viðtöl ólafs Thors við Harold Macmillan á sinum tima, sem sjáifstæðismenn notúðu til að halda fram, að ólafur hefði leyst málið, en þáverandi utanríkisráðherra, Guðmundur I. Guðmundsson, hvergi komið nærri ... Nú tekur Geir enn meir af utanrikismálunum I sfnar hendur, er hann situr toppráðstefn- una i Helsinki, meðan Einar Agústsson rabbar við Vestur-ls- lendinga i Kanada. TOGARAKAUPUM virðistsfður en svolokið í þessari umferð ... Þeir siöustu, sem keypt hafa skuttogara I Noregi, eru Haraldur Böðvarsson &Co.á Akranesi,en fyrirtækið hefur selt tvo af bátum sinum. Enda þótt kirkjunnar menn deili hressilega um þessar mundir, gleyma þeir ekki að ýta við rikisvaldinu, eins og þeir hafa gert öðru hverju um langt árabil ... I siðasta Kirkjuriti segir m.a.: ,,A y'firstand- andi Alþingi okkar brá svo við i fyrsta sinn sennilega i aldaraðir, að enginn prestur átti sæti á Alþingi. Ef til vill er sú staðreynd spegilmynd af minnkandi itökum kirkjunnar i þjóðlífinu.” BSRB — Bandalag starfsmanna rikis og bæja — mun i haust gera herferð með fundahöldum um land allt fyrir verkfallsrétti opinberra starfsmanna ... Fjölmenn nefnd undir formennsku Agústs Guðmunds- sonarundirbýr herferðina og hefur ráðið sér starfsmann, Loft Magnús- son yfirkennara i Hafnarfirði. ÖRVAR HEFUR ORÐIÐ^G Hin hraða þróun Portúgals til kommún- isma er sem kennslubók i stjórnmálum nútimans fyrir Vestur-Evrópu- menn. Frjálsar kosningar hafa sýnt, að kommún- istar hafa sáralitið fylgi, en sámt leggja þeir — i skjóli herforingjaklik- unnar — undir sig fjöl- miðla, stjórnardeildir, fyrirtæki. Þeir eru að koma á kommúnistisku einræði, og fyrirlitning þeirra á vilja þjóöarinnar er augljós. Það er athyglisvert að fylgjast með þvi, hvernig kommúnistaflokkar ann- arra landa bregðast við þessari þróun. Þar skiptir i tvö horn. Sovétrikin hafa stutt kommúnista i Portúgal og ráðist á andstæðinga þeirra, meðal annars jafnaðarmenn og foringja þeirra Soares. Hins vegar hafa komm- únistar á Italiu og sp- ánskir kommúnistar ekki lýst stuðningi við starfs- aðferðir flokksbræðra sinna I Portúgal. Italskir kommúnistar hafa unnið kosningasigur og foringi þeirra, Enrico Berling- uer, lýsir yfir, að þeir séu lýðræðissinnar, vilji fjöl- flokkakerfi, og hann hefur gagnrýnt flokkinn I Portúgal. Foringi spánskra kommúnista, Santiago Carillo (sem býr i útlegð I Parfs) tekur í sama streng og segir, aö aðferðir portúgalskra kommúnista dugi ekki, sósialisminn verði að aðlaga sig lýðræði Vestur-Evrópu. Báðir þessir foringjar og flokkar þeirra hugsa til valdatöku án byltingar og haga þvi seglum eftir vindi. Það gerir Alþýðu- bandalagið hér uppi á tslandi einnig. Það þykist vera lýðræðislegur flokkur og afneitar bylt- ingakommúnisma og ein- ræði. Samt hafa þau furðu- legu tiðindi gerst, að Þjóðviljinn tekur hvað eftir annað málstað portúgalskra kommún- ista og ver gerðir þeirra. Málgagn Alþýðubanda- lagsins er sem sagt á sovétlinunni, en ber ekki við að taka undir afstöðu Italskra og spánskra kommúnista og gagnrýna hið augljósa valdarán i Portúgal. Hér hefur orðið rugl- ingur á linunni. Þjóð- viljinn kemur til dyranna eins og hann er klæddur — kommúnistamálgagn, sem styður valdarán kommúnista gegn vilja portúgölsku þjóðarinnar. FIMM á förnum vegi Hvernig líst þér á ástandið í Indlandi? Sigurður Haraldsson, útgerðar- maður: „Það horfir til bóta, eftir aö búið er að taka afstöðu og stjórnin er að ná tökum á þessu ástandi. Það er eflaust mjög heitt i kolunum þarna, og stjórnin þarf að halda vel i taumana.” Eli Einarsson, glugga- hreinsunarmaður: ,,Ég hef svo litið fylgst með þessum málum, en ég held að henni takist að brjóta á bak aftur alla and- stöðu.” Helgi S. Helgason, nemi: „Mér finnst það vera mjög slæmt. Indira Ghandi segist vera að koma i veg fyrir spillingu, en gerir það með spillingu.” Auðunn Bergsveinsson, raf- virki: Ég hef voða litið hugsað um það, maður þekkir þetta ekki til að dæma um það. Ég er nú ekki hrifin af aðferðum hennar Indiru við að losna við andstæðinga sina.” Arni Jónsson, húsasmiður: ,,Ég hef svo lítið fylgst með þvi, en þetta er einræði, það liggur ljóst fyrir, þegar Indira Ghandi lætur fangelsa menn, fyrir að vera i andstöðu við sig.”

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.