Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 7
NEYTENDASIÐAN á Meðan landsmenn hafa nægilega orku, að næturlagi, na getur ketill inn hagnýtt hana til næturhitunar og þannig sparað stórlega olíukaup, og notkun hans ætti að vera fundið fé fyrir rafveiturnar. )nir - og enn meiri sparnaður gæti verið af öðru næturhitunar srandi fer fram á nýtni katlanna. Þar r. 120 voru katlar af ýmsum gerðum. &a 200 En langmesta athygli vakti ketill, spör- sem nýtir bæði oliu og rafmagn til i árs- upphitunar. Vitað er, að Islend- ingar eiga næga raforku, sem til ilafur engra eða litilla nota fer að húsið, næturlagi. Rafmagnshitun á eiðinu nóttu, þegar nóg orka er fyrir íann i hendi, gæti þvi orðið stórkostlega læling þjóðhagslegt búsilag, ef slik hitunartæki væru fyrir hendi og Rafmagnsveiturnar kæmu til móts við þarfir almennings. Fyrir þær væri það fundið fé og sparaði stórlega dýra oliu. Fjöldi bænda, t.d. kaupir ákveðna tölu, og á ráð á henni daglega. Með þvi að nýta nóttina tij hitunar á miðstöð, myndu þeir geta sparað stórfé. Hér er atriði, sem neytendur ættu að gefa góðan gaum. Grænme tis ttminn Nú er sá árstlmi, þegar hentug- ast og ódýrast er að kaupa nýtt grænmeti. Þeir, sem vilja hafa vaðið fyrir neðan sig, kaupa það gjarna i miklu magni síðla sum- ars eða á haustin og búa um það I frysti. Flest grænrneti geymist vel i frysti — sumt grænmeti má frysta beint, en aðrar tegundir þarf að snöggsjóða áður en gengið er frá þeim i frost. Þá er einnig mikið atriði að velja réttar um- búðir utan um grænmetið i frysti- kistuna þvi gæta verður þess, að sumt grænmeti tekur i sig eða gefur frá sér lyktar- og bragðefni ef ekki er rétt um það búið. Viða i verslunum má fá á stundum bæklinga með uppskrift- um að grænmetisréttum og leið- beiningum um meðferð á græn- meti —m.a. um frystingu á græn- meti — sem Sölufélag garðyrkju- manna og fleiri aðilar hafa gefiö út. Einnig eru leiðbeiningar um þetta iflestum matreiðslubókum. Þá má einnig leita til Leiðbein- ingarstöðvar húsmæðra að Hall- veigarstööum við Túngötu, en stöðin getur gefið ýmsar leiðbein- ingar og tilvisanir i málum sem þessum. Stöðin er opin alla virka daga frá kl. 3—5s.d. —siminn þar er 1-23-35. Skrifstofa Neytendasamtak- anna opnaði aftur í gær Neytendasamtökin eru sá aðili i landinu, sem neytendur helst geta snúið sér til með vandamál sin s.s. eins og kvartanir vegna óeðli- legra viðskiptahátta eða varðandi leiðbeiningar um, hver réttur neytandans sé og hverrar aðstoð- ar hann geti notið til þess að halda rétti sinum. Skrifstofa samtak- anna að Baldursgötu 12 hefur ver- ið lokuð vegna sumarleyfa frá 16. júli sl., en var opnuð aftur i gær, þriðjudaginn 5. ágúst. Skrifstofan er opin frá kl. 10 til kl. 13 árdegis og simanúmer er '2-16-66. RÁÐ FYRIR FRÍSTUNDAMÁLARANN di, þá getur þú lika teiknað. Og þá getur þú e.t.v. málað þér til m. Ef til vill. A.m.k. gætir þú 5 reyna og það eru margir, sem idurs — t.d. i orlofinu. En ætlir turðu að eiga eitthvað af efnivið ? rpent- ikkrar orðið erðu i álara- vik er i færð orðið a s.s. m þú að þú rjaðu rasta, aupa? gði af ess að og tiu i mest hvitt. ■I. Þú . Fáðu rrgult, jlakk, landa ireina glish- red”, kadmiumgrænt, e.t.v. llka krómoxydgrænt, ultramarin (blátt), koboltblátt, moldarbrúnt. A hvað áttu svo að mála? A tex- plötu eða striga. Byrjaðu á tex- plötunni. Hún er ódýrust og þú getur ráðið stærðinni sjálfur. Ef þú velur strigann þá er ódýrast fyrir þig að strengja hann sjálfur á grindina. Grindarlista geturðu sjálfur keypt, sagað niður og sett saman og þegar þú hefur smiðað grindina strengirðu strigann á hana, festir hann niður með stiftum á grindina — festir hann frá miðju og út til hornanna, en ekki öfugt. Smiðshöggið rekurðu svo með þvi að strengja strigann meö fleygum á grindina uns hann er orðinn eins strekktur og trommuskinn. Þá þarftu að kunna litar,,skal- ann”. Á meðfylgjandi mynd er hann sýndur i grófum dráttum. Grunnlitirnir þrir eru rauður, gulur og blár og hinar venjulegstu blöndur þessara grunnlita eru grænt, fjólublátt og appelsínu- rautt (orange). Það er svo litill vandi aðblanda aðra milliliti eftir litakortinu — t.d. með þvi að blanda saman tveim „nábúa- litum” og fá út rauðorange, gul- orange, gulgrænt o.s.frv. Gættu þess svo aö nota fáa liti i eitt og sama málverkið. Ýmis mestu listaverk málaralistar- innar eru unnin með ótrúlega fáum litum. Notaðu liti, sem falla vel saman (nema þú viljir undir- strika eitthvað sérstakt með „kontröstum). Þetta er spurning um þekkingu en ekki aðeins til- finningu fyrir litavali. Dæmi um liti, sem eiga vel saman, er „þri- og vita sitt litið af hverju um iiti og tækni. Jafnvel tómstundamálarar geta ekki málað mynd án þess að vita neitt um slika hluti. Og það er þess vegna, sem við höfum fengið tómstundamálara til þess að leiðbeina um alger undirstöðuatriði í örstuttri grein. hyrningurinn” rautt, blátt og gult, eða grænt, fjólublátt og appelsinurautt. Ef litasam- setningin i myndinni er byggð að mestu á þessum „þrihyrningum” litakortsins, þá erhún yfirleitt við hæfi. Litir, sem standa andspænis hvor öðrum á litakortinu (sjá mynd) eru litaandstæður (kon- trastar). Ef þú blandar saman litaandstæðum i áþekku magni, þá færð þú grátt. Þess vegna eru tilótöld litbrigði af gráu. Þú getur deyft lit með þvi að blanda saman við hann dálitlu af andstæðum lit. Það er mikið notað t.d. til þess að fá dýpt I landslagsmálverk. Þá er græni liturinn i fjarska deyfður með þvi að setja svolitið rautt samanvið hann, gulur húsveggur er deyfður og „fjarlægður” með þvi að setja dálitið af fjólubláu saman við gula litinn, en græni skógurinn I fjarska er sýndur með þvi að blanda svolitlu bláu samanvið — vegna blámóðu lofts- ins. Það eru margslags aðferðir við að mála mynd. Þó er liklega óhætt að gefa örfá góð ráð, þvi þau eru sniðin við hæfi byrjenda. Þá er gengið út frá þvi að málað sé myndrænt — þ.e.a.s. landslag, uppstilling eða portrett — en ekki afstrakt. Vandaðu þig við teikninguna, eða „skissuna”. Dragðu útlinur myndarinnar á strigann eða plötuna með þeim grunnlitum, sem þú velur. Gerðu það léttilega og hafðu pensilinn vel vættan i terpentinu. Blandaðu svo litina á lita- spjaldinu. Gerðu litaprufur á pappirssnepla. Dýfðu penslinum i oliu ef þú vilt fá fram feita, skin- andi liti. Skolaðu pensilinn með ter- pentinu milli þess sem þú málar með ólikum litum. Annars verða litirnir hjá þér ljótir. Best er þó að hafa fleiri pensla — jafnvel einn fyrir hvern grunnlit eða aðallita- blöndur. Notaðu hreina liti þar sem þú getur, i stað litablendis. Þannig næst yfirleitt betri árangur. Með einföldum lita- blöndum getur þú svo gefið myndinni meira lif. Það er með málaralistina eins og tónlistina. Vals, sem bara er i hreinum D- dúr og A-samhljómum verður leiðigjarn til lengdar. Hann verður að lifga með þvi að brjóta af og til grunnhljómaröðina. Smurðu ekki litunum of þykkt á til þess að byrja með. Þegar þú hefur hitt á rétta litasamsetn- ingu, þá fyrst getur þú farið að smyrja litunum á eins og þér best lætur. Beittu penslinum ákveðið og liflega. Ekki hræddur við að hreyfa handlegginn. Stigðu nokkur skref til baka af og til og skoðaðu árangurinn. Og hættu svo i tlma, áður en þú ert farinn aö yfirmála myndina. Góða skemmtun. ansarnir X . X / ...og svo biðum við / Truflaðu ekki\ hins hræði- % /„Sr \ 1««» dómsdags... J °N irium — farðu með k VESALINGAR! Alltaf sama sagan — þegar ssif ' v‘ð byrj- M A um aö safna fara þeir ' > burt! Otvarps.og sjónvarpsviðgerðir Kvöld og helg- arþjónusla. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aöra. SJÓNVARPS- VIÐGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. F10 kKsa-\ örJpi\ Kynnió ykkur starf og stefnu Alþýöuflokksins. Simi flokks- skrifstofunnar er 15020. Lei^rei-l ib ! Vinsamlegast leiöréttiö i sima- skránni. Nýi síminn hjá Alþýöublaöinu er 81866. DÚflfl í GlflEflDflE /ími 84900

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.