Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 6
••••••*••••••■••••■«•••••••••••••••••••••• Sir William Stephenson, einhver stórbrotnasti afreksmaður af íslenskum ættum, serrf uppi hefur verifl H. HHtiwirj Hjíe I ^ýllafi iKitliU Pilutur DULARFULLI76 ! KANADAMAÐURINN «••••••••«••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• krata, Robert E. Hannegan, til að ræða við hann. Hvor um sig tjáði Peargon, hversu mikils forsetinn mæti hugrekki hans, og bætti við, að þótt þeir hefðu deilt um ýmislegt á liðnum tímum, væru hættumar nú of miklar, til þess að smávægilegur persónukritur mætti verða málstaðn- um til baga. Pearson varð harla ánægður, og eftir það barðist hann af kappi fyrir Roosevelt og fjórða kjörtímabilið. Þótt Pearson bærist talsvert af hernaðarlega mikilvægum upplýs- ingum óbeint frá skrifstofu Stephensons í New York, varð árangurinn ekki sambærilegur við skiptin við Winchell. Pearson neitaði ekki aðeins að heimila nokkrum manni að skrifa dálk sinn fyrir sig, heldur vildi hann oft ósveigjanlegur viðhafa eigin túlkun í sambandi við upplýsingar, sem hann fékk. Ekki var heldur mögulegt að koma í veg fyrir, að hann birti við og við talsvert af andbrezku efni. Slík skrif, oft mjög ofsaleg, bárust honum frá heimildarmönnum eins og Leahy flotaforingja, sem farið hafði frá Vichy til að verða formaður herforingjaráðs Roosevelts forseta, John J. McCloy aðstoðarhermálaráðherra og öðrum. Pearson birti þetta ekki af því, að hann væri fjandsamlegur Bretum. Hann var það ekki. Hann birti þetta af því, að þetta voru „glænýjar“ fréttir — til dæmis, þegar McCloy sagði honum, að hann (McCloy) teldi, að Bretar tefðu af ásettu ráði, að stofnað væri til annarra vígstöðva — og enginn gat komið í veg fyrir, að Pearson gerði þetta. Á hinn bóginn var hann talinn ofan af að birta margt, sem hefði verið Bretum í óhag. Sannað var, að margt af því var ósatt eða ónákvæmt, og Pearson sinnti því þá ekki. Hann var fenginn ofan af að nota mikið af því á þeim grundvelli, að það mundi verða til tjóns fyrir sambúð Breta og Bandaríkjamanna og þar af leið- andi sameiginlegt styrjaldarátak þeirra. Þótt Pearson vílaði ekki fyrir sér að birta heimildarlausar fréttir, varð hann samt ævareiður, þegar Stephenson tókst að rjúfa upplýsingaþjónustu hans. En Pearson varð þess aldrei áskynja, hvemig að var farið eða hver gerði það. Nú er óhætt að skýra frá nánari atvikum í sambandi við það. Þetta hófst 25. júlí 1944, þegar Pearson birti í dálki sínum meiri- hluta trúnaðarbréfs frá William Phillips, reyndum stjómarerindreka, sem hafði verið varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, síðan sendiherra þeirra á ítaliu og loks sérstakur sendimaður forsetans í Indlandi. I bréfinu, sem skrifað hafði verið í Nýju Delhi í apríl 1943, og var stílað til forset- ans, en afrit sent Cordell Hull, segir sendimaður álit sitt á Indlandi, og var þetta enginn skemmtilestur, sízt fyrir Breta. Að sögn Phillips rikti algert sinnuleysi og deyfð á Indlandi, þar væri hver höndin upp á móti annarri og menn úrræðalausir, meðan van- traust og óbeit á Bretmn færi í vöxt, svo og vonbrigði varðandi Banda- ríkjamenn. Bretum hefði tekizt fullkomlega sú stefna að „halda lokinu á“ og ráða niðurlögum hverrar hreyfingar meðal Indverja, sem ætla mætti, að stefndi að sjálfstæði. Hvarvetna bæri mest á brezka heraum, óg 20 þúsund leiðtogar þjóðþingsflokksins væra í fangelsi, án þess að mál þeirra hefðu komið fyrir dóm. Phillips sagði einnig, að erfitt væri að verða var, hvort sem væri í Nýju-Delhi eða annars staðar á Indlandi, nokkurs eindregina vígamóðs gagnvart Japönum, jafnvcl af Breta hálfu. Bretum fyndist frekar, að ábyrgð þeirra væri Indlands megin við Burma- Assam-landamærin. „Ef ekki verður breyting til batnaðar á þessu and- rúmslofti/4 hætti hann við, „verðum við Bandaríkjamenn að bera hita og þunga af væntanlegri herför í þessum hluta heims og getum ekki treyst nema á sýndaraðstoð Brcta í Indlandi.“ Birting þessarar gagnrýni orsakaði talsverða ólgu, og vakti mikla gremju í Bretlandi. Sir Ronald Campbell, sem gekk næstur Halifax í Washington, óskaði þegar viðtals við Cordell Hull, bar fram harðorð mótmæli og óskaði þess, að Bandaríkjastjórn gæfi út yfirlýsingu, þar sem hún lýsti yfir, að hún væri ósammála þeim skoðunum, sem fram kæmu í bréfinu. Síðan fór Campbell, samkvæmt fyrirmælum utanríkisráðuneyt- isins, á fund Eugenes Mayers, útgefanda Washington Post, og bar einnig fram formlega kvörtun við hann. Það var þó til lítils gagns, því að Post var aðeins eitt af 616 blöðum, sem þessi móðgandi grein birtist í, og hafði að auld ekkert vald yfir Pearson. Sendiherrann skýrði samt frá viðtáli sínu við Mayer í leynilegu skeyti til utanríkisráðuneytisins í London. Honum til mikillar undranar var aðalefni þess, sem hann sím- aði til London, endurprentað nákvæmlega í dálki Pearsons fáeinum dög- um síðar. Virtist því svo sem Pearson hefði einhvem veginn náð afriti af skeytinu í brezka sendiráðinu. Þetta var óþolandi ástand. Cordell Hull var staðráðinn í að ganga úr skugga um, hver liefði fengið Pearson bréf Phillips, og brezka sendi- ráðið fór einnig að leita bresta í öryggisbrynju sinni. Jafnframt tók Steplienson til starfa og snemma í ágúst varð hann þess áskynja, að Pearson hafði fengið afrit af bréfinu frá Indverja. Frekari rannsóknir næstu þrjár vikur leiddu í ljós, að maður þessi var indverskur þjóðernis- sinni, Chamal Lal að nafni. Þá var enn óleyst gátan varðandi sendiráðsskeytið. 1 ágústlok fékk Stephenson tilmæli frá London um að veita sendiráðinu alla mögulega aðstoð við rannsóknina, þar sem uppvíst hefði orðið um aðra og alvar- legri leka. Til dæmis hafði Albert B. Chandler, öldungadeildarþingmaður frá Kentucky, getað vitnað í ræðu í öldungadeildinni til nákvæms texta skeytis frá sir Olaf Caroe, ráðherra í utanríkisdeildinni í Nýju-Delhi, til Indlandsmálaráðuneytisins í London, þar sem sagt var, að Phillips væri persona non grata hjá Indlandsstjóm. Áður en vika var hðin gat Stephenson sent sendiráðinu tæmandi skýrslu, þar sem sýnt var fram á, að lekinn væri í Washingtonskrifstofu Indlandsfulltrúa, og vora liinir brotlegu nafngreindir. Fyrir bragðið var Altaf Qadir majór, þriðja ritara í skrifstofu fulltrúans og eldheitum þjóðernissinna, vísað úr landi. Hann hafði tekið skeyti í spjaldskrá skrif- stofunnar traustataki og sent Pearson og Chandler öldungadeildarmannl sem andbrezkan áróður indverskra þjóðernissinna. Birting Pearsons á bréfi Phillips orsakaði að líkindum meiri óþæg- indi á sviði opinberrar sambúðar Breta og Bandaríkjamanna en nokkurt annað atvik af því tagi á stríðsárunum. Eftir upphafleg andmæh Camp- bells sendi Hull forsetanum áUtsgerð á þá leið, að utanríkisráðuneytinu fyndist, að „ógemingur mundi vera að gefa út yfirlýsingu, sem Bretar sættu sig við, þar sem við erum í aðalatriðum sammála þeim skoðunum, sem fram koma í bréfi sendiherrans.“ Forsetinn var sammála uppástungu Hulls um, að bezt mundi að segja ekkert opinberlega um mál þetta og láta brezka sendiráðið vita það. En Bretar vildu ekki láta máUð niður falla. Þann 8. september 1944 gekk Halifax lávarður á fimd Hulls, sem sagði, að sendiherrann hefði „óskað þess mjög eindregið, að forsetinn dræpi á bréf Phillips á blaðamannafundi, án þess þó að nefna það, og færi lofsamlegum orðum um her Indlands og leiðrétti síðan hvera konar skoðanir, sem menn kynnu að hafa fengið á því, að Bretar veittu ekki aðstoð í styrjöldinni gegn Japan.“ Þótt forsetinn gerði þetta ekki, gaf hann út, á Quebec-ráðstefnunni viku síðar, sameiginlega yfirlýsingu með forsætisráðherra Breta á þá leið, að allar þjóðir, sem þátt tækju í styrjöldinni í Austur-Asíu og Suðaustur- Asíu, hefðu „brennandi áhuga“ á að tefla fram gegn Japönum þeim miklu lierjum, sem þær væru að koma á fót og fylkja. Churchill skrifaði síðar um þetta: „Því fór fjarri, að Bretaveldi vildi svíkjast um þetta verkefni, því að það vildi eiga sem mestan þátt í því. Það var ærin ástæða til þess. Japan var eins hatrammur fjandmaður Bretaveldis og Bandaríkjanna. Brezk lönd höfðu verið unnin í orustum, og við höfðum goldið mikið afhroð.“ Churchill bauð síðan, að aðalfloti Breta tæki þátt í helztu hem- aðaraðgerðum gegn Japan undir yfirstjórn Bandaríkjanna, og þá Roose- velt það hiklaust sem æðsti yfirmaður herafla þeirra. VIIL KAFLI Lokaþáttur í. Auk þess sem mönnum Stephensons tókst að afla upplýsinga í sendi- ráðum Vichy-Frakka og Itala, lánaðist þeim þetta varðandi sendisveitir Japana og Spánverja í Vesturheimi, án þess að uppvíst yrði. Jafnframt héldu aðrir sambandi við ýmsa útlenda flóttamenn, og hjálpuðu þeim við skipulagningu „frjálsra“ sveita til að styrkja mótspymuhreyfingima f löndum, sem fjandmaðurinn hafði hemumið. Einkum hafði B.S.C. náið samstarf við Pólverja, Tékka, Ungverja, Frakka, Austurríkismenn, Norð- menn, Itali, Þjóðverja, Dani, Júgóslava og Hollcndinga, en einnig við spænska lýðveldissinna og Baska. Þrátt fyrir tungumálavandræði og aðra erfiðleika hafði Stephenson trygg sambönd innan japönsku sendisveitarinnar í Washington og við jap- Vtvarp MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 7.00 MorgunUtvarp. Veflur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttirkl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Kristján Jónsson les söguna „Glerbrotiö” eftir Óiaf Jóhann Sigurösson (3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriöa. Kirkjutón- list kl. 10.25: E. Power Biggs leikur meö Colum- bia-sinfóniuhljómsveitinni Orgelkonsert nr. 3 I C-dúr eftir Haydn/ Ursula Buckel, Yonako Magano, John van Kesteren, Jens Flottau, Franz Lerndorfer, Drengja- og Dómkórinn i Regensburg ásamt Sinfóniuhljómsveit útvarpsins i Munchen flytja „Missa Brevis” I B-dúr eftir Haydn. Morguntónleikarkl. 11.00: Filharmoniusveit Lundúna leikur enska dansa eftir Malcolm Arnold/ Kon- unglega filharmoniusveitin I Lundúnum leikur „Svo mælti Zarathustra”, sinfón- iskt ljóö eftir Richard Strauss. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „1 Rauöárdalnum” eftir Jó- hann Magnús Bjarnason. Orn Eiðsson les (6). 15.00 Miödegistónleikar. Vladimir Ashkenazy leikur „Myndrænar etýöur” op. 39 nr. 3—7 eftir Rachmaninoff. Oda Slobodskaya syngur „Sex spænska söngva” eftir Shostakovits, Ivor Newton leikur á pianó. Sinfóniu- hljómsveit Lundúna leikur „Sinfóniu I þrem þáttum” eftir Stravinsky, Colin Davis stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.25 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrir börn yngri en 12 ára. 17.30 Smásaga: „Sættir” eftir Þórarin Helgason. Guörún Asmundsdóttir leikkona les. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 1 sjónmáli. Skafti Harö- arson og Ste’ngrimur Ari Arason sja um þáttinn. 20.00 Pianósónata op. 20 eftir Samuel Barber. Vladimir Horowitsj leikur. 20.20 Sumarvaka. a. Af skáldakyni. Guörún Guö- laugsdóttir ræöir viö Jó- hönnu Guðlaugsdóttur um bróöur hennar Jónas skáld. b. Hofið f Ljárskógum. Hallgrimur Jónsson frá Ljárskógum segir frá. c. Fyt-sta kirkjuferöin min. Guörún Eiriksdóttir flytur. d. Kórsöngur. Söngfélagiö „Gigjan” á Akureyri syng- SjónTarp MIÐVIKUDAGUR 6. ágúst 1975 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Gunniaugs saga orms- tungu. Mýndasaga 1 sex þáttum. 1. þáttur. Teikning- ar geröi Haraldur Einars- son, en söguna les úskar Halldórsson. 20.50 Ljúft er aö láta blekkj- ast. Norski sjónhverfinga- maöurinn Toreno sýnir spilabrellur, og ýmiss konar töfrabrögð og útskýrir, hvernig hægt er aö blekkja áhorfendur. Þýöandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. ur undir stjórn Jakobs Tryggvasonar. Þorgeröur Eiriksdóttir leikur meö á planó. 21.30 Ctvarpssagan: „Hjóna- band” eftir Þorgils gjall- anda. Sveinn Skorri Höskuldsson les (6). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Knut Hamsun lýsir sjálfum sér”. 22.40 Djassþáttur. Jón Múli Arnason kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. (Nordvision — Norska sjón- varpiö). 21.40 Engispretturnar. (Locusts). Ný, bandarisk sjónvarpsmynd. Leikstjórí Richard T. Heffron. Aöal- hlutverk Ron Howard, Ben Johnson, Lisa Gerritsen og Belinda Balaski. Þýöandi Dóra H af steinsdóttir. Myndin gerist á búgaröi i Montana I Bandarikjunum um 1940. Sonur bóndans er nýkominn heim eftir brott- rekstur úr flughernum. Hann þykir hin mesta ætt- arskömm, en lær ’þó aö sýna, hvaö i honum býr, þegar engisprettuplága ógnar afkomu sveitabænda á þessum slóöum. 22.55 Dagskrárlok. Jafnvígur á olíu og rafmagn. Ketill, sem eflaust mikla framtíð fyrir sér, ef rafmagnsveiturnar kon til móts við þarfir neytenda. Stilling olíukynditækja sparar 200 milljc Rafmagn til Framtak vélskólanemenda á liönu vori, undir stjórn og leið- sögn Olafs Eirikssonar kennara, er enn i fersku minni. Þá kom i ljós, að mikið skorti á, að mið- stöðvarkatlar, sem þeir gerðu athugun á á Akranesi, skiluðu fullum afköstum, af margvis- legum ástæðum. Þessi starfs-. hópur vann að stillingu og lagfær- ingum á oliukyntum kötlum með svo góðum árangri, að mikill sparnaður varð af. Þetta hefur nú orðið til þess, að viðskiptaráðu- neytið og samband isl. sveitar- félaga, auk oliufélaganna og með aðstoð frá Háskólanum og Bruna- málasto'fnuninni, hafa beitt sér fyrir námskeiðum, til þess að kenna rétta stillingu oliukatla. Mikill áhugi kom fram viðsvegar um landið, þegar fregnir bárust um framtak og árangur Vélaskólamanna. Hver árlegur sparnaður kann að verða af þessari viðleitni, fer auövitað eftir þvi, hve grandgæfilega verður að verkinu unnið. Oliu- kreppan hefur sannarlega ekki sneitt hjá garði Islendinga. Þórhallur Asgeirsson, ráðu- neytisstjóri i Viðskiptaráðu- neytinu upplýsti, að árið 1972 hefði innflutningur á gasoliu og fuel oliu og benzini numið 1,09 milljörðum, en innfiutningur sömu vörutegunda 1974 5,16 miljörðum. Sérhver tilraun til að spara þessar vörur eru þvi þjóð- hagslega mikils virði og þvi meira, sem hún verður árangurs- rikari, sagði ráðuneytisstjórinn við blaðamenn. „Sveitarfélögin hafa veitt þessu máli hina mestu athygli’! sagði Unnar Stefánsson við sama tæki- færi, úg áhugi manna á málinu er mjög almennur.” „Lauslega er áætlað, að um 4000milljónir króna fari árlega til oliukaupa til húshitunar”, sagði Agúst Karlsson hjá Oliufélaginu. Hann dró nokkuð i efa, að meðal- talsparnaður gæti orðið árlega 10%, þó katlar væru stilltir, en jafnvel þó minna væri, væri lik- legur milljónatuga sparnaður i heild,.Bárður Danielsson, bruna- málastjóri, benti á, að aukið ör- yggi af rétt stilltum og með- förnum kötlum væri erfitt að meta, en fullyrti að um leið og stilling þeirra kæmist i fullkomið lag, myndi hætta á eldsvoðum stórminnka, kæmi það að auki við almennan sparnað. Ágúst Karlsson sló upp dæmi um árlega upphitun einbýlishúss aö stærð 140 rúmm. Hann sagði að talið væri, að 14 1 af oliu þyrfti til að hita upp hvern rúmmetra, miðað við árið. Með núv« verði næmi oliukostnaður k þús. Hér væri þvi um að ræi milljóna sparnað, þó ekki uðust nema 5% af áætlaðr eyðslu (4000 millj. króna). Að lokum leiddi Ö Eiriksson blaðamenn i ketili þar sem kennsla á námsski skal fram fara. Þar sýndi 1 aðalatriðum, hvernig fumm HOLL — Ef þú ert sjáan ef þú getur teiknað, ánægju með olíuiitu haft ánægju af þvi a< gera sér slikt til dur þú að reyna, þá verí Þú þarft nokkrar litatúbu hvað til þess að mála á spjald, tvo-þrjá pensla, te Inu eða „white spirit” og nc tuskur. Tuskurnar geturðu þér úti um sjálfur. Hitt fí verslunum, sem selja listm vörur (Málarinn i Reykja t.d. ein þeirra). Og ef þú „bakteriuna”, þá geturðu þér úti um ýmislegt fleir éins og málaratrönur, se munt fljótlega komast að, getur ekki án verið. En by með það minnsta og ódý sem þú kemst af með. Hvaða liti þarft þú að k Það eru til ótalmörg litbri ollulitum, en þér nægja til þ byrja með svo sem eins i túbur með þeim litum, sem eru notaöir: Titanhvftt eða sink Kauptu stóra túbu af þv munt nota þennan lit mikið. þér svo kadmium-gult, okki sinnober (rautt), krapj rauölitur, sem b með koboltbláu gefur 1 fjólubláa „litartóna”, „en Pliistos liF PLASTPOKAVE RKSMIO JA fc Sfmar 82A39- 82A55 Votnagörðum 6 6o* 4064 - Ifcykjavlk Ókypis þjónusLa Klokkáöar auglýsingar erulesendum Alþýöublaösins að kostnaöarlausu. Kynniö ykkur LESENDAÞJON USTUNA á blaösiöu 11. Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. pláss Hér er laust auglýsingapláss. Hafið samband viö auglýs- ingadeild blaðsins- Hverfis- götu 10 — simi 14906. (iætó 1 hópnn Bætist i vaxandi hóp nýria áskrifenda Alþýöublaösins. Askrift er ódýrari en lausasala — og tryggir blaðið heim á hverjum morgni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.