Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Blaðsíða 4
Vegna sumarleyfa verður verkstæði okkar lokað frá 5. ágúst til 18. ágúst n.k. Reynt verður að sinna nauðsynlegustu smáviðgerðum á þessu timabili. Bilaborg h.f. Borgartúni 29. Evropuraðið til handa kennurum til að sækja námskeið I Sambandslýð- veldinu Þýskalandi á timabilinu ágúst 1975 til janúar 1976. Námskeiðin standa að jafnaði i eina viku, og eru ætluð kennurum og öðrum er fást við framhaldsmenntun kenn- ara. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á þýsku. Umsóknir skulu hafa borist Menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 15. ágúst. Nánari upplýs- ingar og umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 31. júlí 1975. Laus staða Umsóknarfrestur um stöðu kennara i efnafræði og stærðfræði við fjölbrautar- skólann i Flensborg i Hafnarfirði, sem auglýst var laus til umsóknar i Lögbirt- ingablaði nr. 44/1975, er framlengdur til 15. ágúst 1975. Laun skv. launakerfi starfsmanna rikis- ins. Umsóknir, ásamt itarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir umræddan tima. — Um- sóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Mennta mála rá ðuney tið, 28. júli 1975. Evrópuráðið handa kennurum til að sækja stutt námskeið í Austurriki á timabilinu september 1975 til april 1976. Náskeiðin standa aö jafnaði i eina viku, og eru ætluð kennurum i iðnskólum og tækniskólum, og þeim er fást við menntun slikra kenn- ara. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á þýskri tungu. Umsóknum skal skilað til menntamálaráöuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. ágúst. Nánari upplýs- ingar og umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið, 31. júli 1975. Starfsmaður óskast að vöruafgreiðslu vorri i haust. Starfs- reynsla æskileg. Umsóknir sendist fyrir lok ágúst. Skipaútgerð rikisins. Gjaldkeri Starf gjaldkera hjá Rafveitu Hafnarfjarð- ar er laust til umsóknar. Laun samkvæmt kjarasamningi Hafnar- fjarðarkaupstaðar við Starfsmannafélag Hafnarfjarðarkaupstaðar. Umsóknum, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal skila fyrir 23. ágúst nk. til rafveitustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um starfið. Rafveita Hafnarfjarðar. Abyrgð lýðræðisþ á tímum öfga og Fátt er það, sem haft hefur eins mikil áhrif á gang heims- málanna siðasta áratuginn eins og vaxandi styrkur þriðja heimsins. Frumstæð þjóðlönd og undirokaðar nýlendur hafa hrist af sér margra alda fjötra og áþján og sett á stofn sjálfstæð þjóðfélög. Sameinuðu þjóöirnar, sem settar voru á stofn við lok heimstyrjaldarinnar siðari, urðu sá vettvangur, sem sköpuðu grundvöll fyrir form- legri og pólitiskri viðurkenningu þessara nýju rikja. Enda þótt margt megi segja Sameinuðu þjóðunum til hnjóðs, munu flestir þeirrar skoðunar að af- skipti þeirra af alþjóðmálum og alþjóðasamskiptum hafi orðið til þess að treysta formleg vinnubrögð á alþjóðavettvangi. Sú staðreynd, að mikill fjöldi þeirra rikja, sem öðlast hafa sjálfstæði á siðustu árum, viðurkennir ekki lýðræðislega stjórnarhætti nema að tak- mörkuðu leyti, hlýtur að vekja nokkurn ugg um framtið þessarar stóru alþjóðlegu stofn- unar, semi grundvailaratriðum byggir á almennum mann- réttindum og frelsi einstak- lingsins til orðs og athafna. Engum blandast þó hugur um að frumforsendur lýðræðis hljóta ávallt að vera menntun og efnahagslegt sjálfstæði. í löndum þriðja heimsins rikir enn almenn fátækt og fáfræði, enda þótt mörg þessara rikja eigi miklar auðlindir og ónýtta efnahagslega aðstöðu. Við slikar aðstæður er ekki óeðlilegt þótt stjórnarfarsleg uppbygging Breski forsætisráðherrann Harold Wilson kvaðst i gær hafa sagt Leonid Brésnef á fundinum i Helsinki, að hann liti á framtið Portúgal sem mælikvarða raun- verulegrar afslökunarstefnu austurs og vesturs. Wilson kvaðst hafa átt fund verði með nokkuð öðrum hætti en i þeim rikjum, þar sem alþýðufræðsla og almenn mann- réttindi hafa mótað þjóðfélags- þróunina i aldaraðir. 1 þessum löndum hefur viðast hvar veriö lögð mikil áhersla á efnahags- lega uppbyggingu og hafa hinar voldugari þjóðir heims lagt þar mikla og margvislega aðstoð af höndum. Stórir hópar manna og kvenna úr löndum þriðja heimsins hafa á siðustu ára- tugum sótt menntun sina til Bandarikjanna, Bretlands, Frakklands og Sovétrikjanna og viðar. Þetta fólk streymir nú til baka til sinna fyrri heimkynna til þess að takast á við þau margþættu vandamál, sem þar biða óleyst. Viðast hvar hefur megináhersla verið lögð á upp- byggingu atvinnulifsins og út- með portúgalska forsetanum Fransisco da Costa Gomes meðan á Helsinkifundinum stóð og hafa tjáð honum áhyggjur sinar af þróuninni i Portúgal. Hann kvaðst hafa lagt mikla áherslu á að komið yrði á lýðræði þar i landi. rýmingu fátæktar. Onnur við- fangsefni, svo sem menntun og læknisþjónusta hafa þvi miður orðið að biða betri tima. Engum blöðum er um það að fletta, að félagslegar aðstæður i þessum löndum eru mjög ólikar þvi, sem þekkist i háþróuðum og iðnvæddum menningarlöndum heims, eða i hinum siðmenntaða heimi, sem svo hefur verið nefndur. Indland er eitt af stærstu og fjölmennustu löndum heims. FORD 0G MIKI A FUNDI Ford, forseti Bandarikjanna og Takeo Miki, forsætisráðherra Japans, héldu með sér fund i Hvita húsinu i Washington D.C. tæpri klukkustund eftir að þeir komu til landsins úr Evrópuför- inni. Talið er að forsætisráð- herramir muni f jalla um öryggis- mál Suður Kóreu og orkumálin almennt en japanskur iðnaður byggir mjög á innfluttri oliu. Japanir óttast mjög hækkað verð á oliu á heimsmarkaði og er gert ráð fyrir að forsætisráðherra Japans, leggi mikla áherslu á ráöstefnu helstu oliuframleiðslu- landa og iðnaöarlanda heims, til þess aö halda oliuverði niðri. Varðandi öryggismálin er greint frá þvi að ráðgjafar Fords i utanrikismálum leggi mikla áherslu á, að Bandarikin veiti Suður-Kóreu hverja þá aðstoö, sem með þarf, til þess að verjast árás frá Norður-Kóreu. FORD ANÆGÐUR MEÐEVRÓPUFÖR Gerald Ford hefur latið i ljós mikla ánægju með för sina til Evrópu, sérstaklega með ráðstefnuna i Helsinki. t frétt frá Hvíta húsinu segir að forsetinn hafi flutt þann meginboðskap á ráðstefnunni i Helsinki, aö áhugi Bandarikjamanna á friði I heiminum sé enn hinn sami og áður. A þeim 10 dögum, sem forsetinn var i Evrópu heimsótti hanneinnig, auk Finnlands, Vestur Þýskaland, Rúmeníu og Júgóslaviu. Forsetakosningar fara fram i Bandarikjunum á næsta ári og má telja vist að för Fords til Helsinki og annara landa Evr'ópu muni hafa nokkur áhrif á afstöðu bandariskra stjórnmálamanna til frammistöðu forset- ans i Evrópuförinni. Wilson áhyggjufullur o Miðvikudagur 6. ágúst 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.