Alþýðublaðið - 06.08.1975, Side 10

Alþýðublaðið - 06.08.1975, Side 10
HREINSKILNI SAGT óvönduð skrif t sunnudagsblaði Þjóðviljans frá 27. júli tekur Ólafur R. Einarsson sér fyrir hendur að gera einskonar „sögulegt” yfirlit yfir samskipti Islendinga við er- lent vald á liðandi öld, eða frá þeim tima, sem núverandi flokkaskipun var i deiglu og fullmótuð. Þar ber, aö sjálf- sögðu margt á góma. Hér verður, að þessu sinni staðnæmzt við framslátt Ólafs um afstöðu Alþýðuflokksins til skilnaðar við Dani og stofnunar lýðveld- isins. ólafur Einarsson segir berum orðum, að Alþýðuflokkurinn hafi verið „dragbitur” á lýðveldisstofnunina 1944! Ég geri ráð fyrir, að i orðið dragbitur sé lögð venjuleg merking, sem sé hamla til meinsemdar, og mun miða við þann skilning i eftirfarandi athugasemdum. Rétt þykir i upphafi, að rifja upp aðal- atriði úr sambandslögunum frá 1918 varðandi hugsanlega uppsögn á þeim lögum. Þar segir: Rikisþing og Alþingi geta, hvort um sig, eftir árslok 1940 krafist endurskoðunar sambandsiag- anna. Verði nýr samningur ekki gerður innan 3ja ára, getur hvort rikið fyrir sig samþykkt, að samningurinn sé úr gildi fallinn. Þetta ákvæði virðist skera greinilega úr um það, að tilskilinn er þriggja ára frestur frá uppsögn annars- hvors aðila. Við hernám Danmerkur 9. april 1940 hlutu íslendingar að taka i sinar hendur bæði konungsvald og meðferð utanrikis- mála, sem Danir höfðu haft með hönd- um þar til. Var um það enginn ágrein- ingur. Næsta skrefið á braut sambands- slita verður svo að telja ályktun Alþing- is frá 17. mai 1941 um stofnun lýðveldis á íslandi jafnskjótt og sambandí við Dani yrði slitið. Þessi boð fengu Danir þrem dögum siðar um sendifulltrúa Islands i K.höfn. Af ofannefndu er fullljóst, að hinn tilskyldi 3ja ára frestur gat ekki runnið út fyrr en 20. mai 1944, ef hafa ætti sambandslögin i heiðri. Sú furðulega kenning, að Islendingar þyrftu ekki að binda sig við sáttmálann frá 1918, vegna þess að Danir hefðu „vanefnt” sinn hluta hans, skaut upp kollinum og fékk hljómgrunn ýmissa. Dapurleg sagnfræði Að þessu stóð auðvitað Sósialistaflokk- urinn og hluti af Sjálfstæðisflokknum, þar á meðal aðalforingjar hans. Alþýðu- flokkurinn snerist öndverður gegn þess- ari kyndugu kenningu, enda leit og litur flokkurinn svo á, að öllum, ekki sizt smárikjum beri að standa við gerða samninga og hlita fullum lögum og rétti. „Vanefnd” Dana var á engan hátt þeirra sök, þar eð þeir voru troðnir járn- hæl herja Hitlers og áttu einskis úrkosta um umsvif erlendis. Þegar frá leið söns- uðust lika hinir svokölluðu „hraðskiln- aðarmenn” á þá afstöðu, sem Alþýðu- flokkurinn hafði mótað, nema auðvitað Sósialistaflokkurinn, sem engu tauti varð við komið. Hér skal ekki getum leitt að þvi, hvað olli þeirri þráhyggju. Hinsvegar er rétt að benda á, að á Al- þingishátiðinni 1930, sömdu Norðurlönd- in um, að þau skyldu leggja öll ágrein- Eftir Odd A. Sigurjónsson ingsmál i gerðardóm og hlita úrskurði hans auðvitað. Af þessum orsökum hefði vel mátt búast við, að ef Islendingar virtu ekki löglega gerða samninga, gætu Danir krafizt slikrar gerðar. Hefði þá fyrsta ganga lýðveldisins verið ill, að ekki sé mikið sagt. Fyrir afstöðu og at- beina Alþýðuflokksins fór svo lýðveldis- takan fram eftir fyllstu lögum, að aflok- inni glæsilegri þjóðaratkvæðagreiðslu 20.—23. maí 1944 og samþykkt Alþingis 16. og 17. júni sama ár. Óþarft er að minnast frekar þess merkisatburðar, eða væri ekki, ef ofsi Sósialistaþing- manna hefði ekki leitt þá til að bletta þá virðulegu samkomu með auðu atkvæða- seðlunum við forsetakjörið. Hér hefur verið stiklað á stóru um þetta mál, vfigna rúmleysis. Hitt á að vera ljóst, að afstaða Alþýðuflokksins var ekki af- staða neins „dragbits”. Hún var afstaða að hlita fullum lögum og standa við gerða samninga með öllu. 1 ljósi þess verður sleggjudómur Ólafs R. Einars- sonar að teljast litt sæmandi þeim, sem vill vera heiðarlegur sagnfræðingur, og vekja algera furðu hjá afkomendum Ara fróða. Sem betur fer er sagnfræði okkar þó ekki enn sokkin svo djúpt, að telja að söguna megi segja og skrifa eft- ir geðþótta, hvorki valdsmanna, eða officera lægra stanz. Slikar aðfarir er bezt að láta þeim eftir, sem hirða meira um imyndaðan stundarhag, en að hafa það sem sannara reynist. fclk Söngvarinn Sammy Davies jr.hefur ákveðið að halda sig fjarri stjórnmálum i fram- tiðinni. Ástæðan er sú, að hans sögn, að hann var stuðningsmaður Nixons i kosningunum 1972 — og „Watergate hefur nagað mig siðan”, sagði hann. Celeste, hin 35 ára gamla eiginkona kvikmyndaleik- stjórans John Houston sem er helmingi eldri, hefur nú óskað skilnaðar frá manni sinum á þeirri forsendu að þau séu ósamrýmd og muni alltaf verða. Hún bað um smá vasapeninga að skiln- aði, milljón á mánuði i fastar greiðslur. Celeste er fimmta eiginkona Johns, sem þriðji maður hennar. er Fimm flugfreyjur Continent- al Airways flugfélagsins i Chicago hafa nú höfðað mál gegn fyrirtæki sinu og krafist þess að það breyti auglýs- ingatextum sinum. Þær segja að texti auglýsinganna sé oft harla tviræður og það leiði til þess að þær verði oft og iðulega fyrir áreitni og kynferðislega nærgöngulir farþegar láti þær ekki i friði, þannig að stundum geti þær ekki unnið skyldustörf sin. Meðal auglýsingatexta CA var texti undir svohljóðandi fyrirsögn: „FLY THE PROUD BIRD WITH THE GOLDEN TAIL” Þar sem BIRD getur i ensku máli jöfnum höndum þýtt fugl og stúlka, þá þótti þetta liklegt til mistúlkunar. Ekki sist þar sem jafnan fylgdi auglýsing- unni mynd af ungri og þokkafullri flugfreyju. ☆ Anne Pohtamo, 19 ára gömul ljósmyndafyrirsæta frá Finnlandi, var á dögunum kjörin Ungfrú Alheimur i Salvador, höfuðborg E1 Salvador, úr hópi fagurra fulltrúa 70 rikja. Hin nýja al- heimsungfrú ,er græneygð auk þess að hafa öll hin „réttu” mál, að mati dóm- enda, — og helsta áhugamál hennar er að geta orðið hag- fræðingur. Þegar þar að kemur á hún máske eftir að slást i lið með Helen Saapp- ilo, konunni, sem fékk þvi framgengt, að Sameinuðu þjóðirnar helguðu þetta ár réttindamálum kvenna, en hún er lögfræðingur, og full- trúi Finnlands hjá Samein- uðu þjóðunum. Anne Póhtamo. Raggi rélegri Mallf! Ég er búinn að mála öll svefn' ^herbergin... baðherbergið og eld- húsið... Pabbi þinn er ekki sá i.llra laghent Bíérin Fjalla-Fúsri HflSKÓLABÍO Simi 22140 Moröið á Trotsky Stórbrotin frönsk-itölsk lit- mynd um hinn harmsögu- lega dauðdaga Leo Trotsky. Aðalhlutverk: Itichard Burton, Alan I)elon, Rony Schneider. Leikstjóri: Joseph Losey. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Síðasta sinn. TtiNflBÍÓ Simi :! 11K2 Mazúrki á rúmstokknum CMAZURKA CPÁ SENGEKANTEN arets festligste, ole S0|,O"! morsomste Garde' og "frækkeste” Blr,"u T““ J Axel Strabye lystspil Karl Stegger Karl Stegger Paul Hagen m m.ll „Mazúrki á rúmstokknum” var fyrsta kvikmyndin i „rúmstokksmyndaseri- unni”. Myndin er gerð eftir sögunni „Mazúrka” eftir danska höfundinn Soya og fjallar á djarfan og skemmtilegan hátt um hold- leg samskipti kynjanna. ISLENZKUR TEXTI. Aöalhlutverk: Ole Soltoft, Birthe Tove. Endursýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö yngri en 16 ára. Sföasta sinn. NÝJA BÍÓ Slmi 11546 Slagsmálahundarnir Eo*Bear\£ ...and fhafainf hay/ Sprenghlægileg ný itölsk- amerisk gamanmynd með ensku tali og tSLENZKUM TEXTA, gerð af framleið- anda Trinity myndanna. Aöalhlutverkiö leikur hinn ó- viðjafnanlegi Bud Spencer. Sýnd kl. 5, 7 og 9. KÓPAVOGSBfO SI Bióinu lokað um óákveðinn tima. TROLOFUNARTflRINGAR Fljót afgreiðsla. Sendum gegn póstkröfu GUÐM. ÞORSTEINSSON gullsmiður, Bankastr. 12 Gleymid okkur einu sinni - og þið gleymid þvi alarei f LAUGARASBH Þau Stephen Boyd, Jean Se- berg, James Mason og Curt Jurgens eru starfsménn Interpols Alþjóða leyni- þjónustunnar og glima við eiturlyfjahring sem talin er eiga höfuöstöövar I Pakistan. Bönnuö innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 11 Breezy >ier ncrne ís Breezv. i -V: 'f Breezy heitir 17 ára stúlka sem fór.að heiman i ævin- týraleit, hún ferðast um á puttanum m.a. verðurá vegi hennar 50 ára sómakær kaupsýslumaður, sem leik- inn er af William Holden. Breezy er leikin af Kay Lenz. Samleikur þeirra I myndinni er frábær og stórskemmti- legur. Myndin er bandarisk litmynd, stjórnuð af hinum vaxandi leikstjóra Clint Eastwood. Sýnd ki. 9. SUÐRWUBÍÓ ö-ni Nunnan frá Monza ANNK HKVW(M)I) ANJ’ONIO SABA’I’O f.f.b. ^ASTMANCOlOB Ný áhrifamikil Itölsk úrvals- kvikmynd i litum með ensku tali. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. HAFNARBÍÖ Simi 15444 JQHN MARIR:. RÖBBY 1H0M AS BENSON: Spennandi og mjög óvenju- legur „Vestri” um piltinn Jory og erfiðleika hans og hættuleg ævintýri. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuð innan 16 ára. Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11. SAFNAST ÞEGAR SAMAN Hreint táSland fugurt lund LANDVERND © Miðvikudagur 6. ágúst 1975

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.