Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 3
Stefnuliós Sigurður E. Guðmundsson skrifar
GLATAÐUR ARFUR
Þegar alþýðuhreyfingin var að
fæðast fyrir síðustu aldamót
stóðu margar vona- og heilladísir
við vöggu hennar. Meðal þeirra
var hugsjón bindindisins, vitað
er, að margir af frumkvöðlum
verkalýðsfélaganna voru for-
ystumenn i bindindishreyfing-
unni og sjálf voru þau, einkum þó
Bárufélögin, um margt svipuð
skipulagi góðtemplarastúkanna,
sérstaklega varðandi starfshætti
stjórnarmanna.
Margt virðist mér lika benda til þess, að
á fyrstu árum og áratugum hreyfingar-
innar hafi bindindishugsjónin átt sér
sterkar rætur i brjóstum fjölmargra
forystumanna og annarra alþýðusinna og
ég tel, að raunar megi enn þann dag i dag
greina áhrif upphafsins meðal margra
einstaklinga i þessum röðum, sem
komnir eru á efri eða efstu ár. Ekki held
ég að neinn vafi geti heldur leikið á þvi, að
hefði alþýðuhreyfingunni — verkalýðs-
hreyfingunni og Alþýðuflokknum —
auðnast að vaxa og þroskast með þeim
rétta og eðlilega hætti, sem til var
stofnað, hefði bindindishugsjónin orðið
sterkur og áhrifarikur þáttur innan
hennar, til stórbóta fyrir félagsmenn
hennar og fjölskyldur, hreyfinguna sjálfa
og þjóðina alla. öðruvisi fór þó, illu heilli,
sem alkunna er, i þeim brotsjóum
klofnings og sundurlyndis, sem hreyfingin
steytti á hvað eftir annað á fjórða áratug
aldarinnar, skolaði mörgu gullinu fyrir
borð. Meðal þeirra var hugsjón bindindis-
ins, er þá fór forgörðum sem ein af hug-
sjónum alþýðuhreyfingarinnar. Af þvi
sem öðru, er þá fór illa, hefur siðan hlotizt
ómælt tjón.
Margir af beztu foringjum verkalýðs og
jafnaðarmanna, jafnt innlendir sem
erlendir, hafa allt frá upphafi bent á, að
eigi skuli aðeins sótzt eftir efnislegum
gæðum heldur lika og ekki siður eftir
betra og fegurra mannlifi almennt, sem
ætti sér þá rætur i fögru og vönduðu lif-
erni. Varla getur neinn mælt á móti þvi,
að bindindissemier grein á þeim meiði og
i rauninni mjög mikilvægur grundvöllur
fyrir þvi, að lifið megi verða sem flestum
fegurra og hamingjusamara en það vill
þvi miður oft verða, nú til dags. Með iðkun
óhollra nautna — áfengisneyzlu, tóbaks-
reykingum og fiknaefnaneyzlu — eyða
menn stórfé, sem betur mætti nota til
annars, spilla heilsu sinni og fórna oft-
sinnis lifi sinu, löngu fyrir aldur fram.
Eitthvað mun um, að menn telji sig gera
þetta sér til yndisauka, en hér er þó
umfram allt um þjónustu við Mammon að
ræða. Hið alþjóðlega auðvald framleiðir
og selur öll þau fikniefni, sem hér um
ræðir, i gróðaskyni en alþýða manna um
allan heim lætur glepjast og gengur þvi á
hönd.
Eins og áður sagði hefði bindindishug-
sjónin vafalaust orðið sterkur og áhrifa-
rikur þáttur i islenzku alþýðuhreyfing-
unni, hefði henni auðnast að varðveita
einingu sina. bað má m.a. álykta af þvi,
að með systurhreyfingum hennar i
nágrannalöndunum eru bindindissamtök
alþýðu sterkir og öflugir aðilar að alþýðu-
samtökunum og margir af fremstu
forystumönnum verkalýðs og jafnaðar-
manna þar eru ýmist vaxnir upp úr þeim
samtökum eða tilheyra þeim — og eru að
sjálfsögðu bindindismenn. Gæti ég nefnt
mörg nöfn þvi til staðfestingar. Hérlendis
þekki ég einnig jafnaðarmenn, sem telja
algert bindindi á framangreind örvunar-
og fiknilyf vera órjúfanlegan þátt lifsvið-
horfs sins sem jafnaðarmanna.
Um það er vitaskuld engum blöðum að
fletta, að áfengis- og tóbaksneysla hefur
gert mikinn usla i lifi islenzkrar alþýðu
um langan aldur. Áfengið hefur lagt fleiri
alþýðufjölskyldur i rúst en tölu verður á
komið og gert miklum fjölda annarra
ómælanlega bölvun. Fyrir því hafa fallið
margir beztu synir og dætur þeirra, fyrr
og siðar, löngu fyrir aldur fram. Tóbaks-
neyzlan hefur lika löngum spillt lifi og
heilsu mikils fjölda alþýðumanna og lagt
þá marga i gröfina miklu fyrr en ella hefði
orðið. Alþýðuhreyfingin ætti því að telja
sér skylt að snúast gegn vágesti þessum
og skera upp herör gegn honum, svo mik-
illi bölvun og svo miklu tjóni, sem hann
hefur valdið i liði hennar. Hún ætt að gera
sér grein fyrir þvi, að áfengis- og tóbaks-
neyzlan er ein af mörgum tangarsóknum
auðvaldsins gegn liði hennar, sú, sem
leikur lausari hala innan hennar, en
nokkur önnur. Furðulegt er, að alþýðu-
hreyfingin skuli una þvi, svo þegjandi og
hljóðalaust, að lifi og heilsu alþýðufjöl-
skyldnanná skuli spillt með svo 'sam-
felldum og stórfelldum hætti, sem raun
ber vitni. Alþýðuhreyfingin, sem vinna
vill að meiri lifshamingju og fegurra lifi
alþyðu manna og raunar þjóðarinnar
allrar, þarf lika að starfa að þvi á þessu
sviði. A þessu sviði sem öðrum þarf hún
að heyja þá baráttu til sigurs. Ein af þeim
heillaóskum, sem vinir hennar vilja færa
samtökum hennar á sextugsafmælinu
hinn 12. marz á næsta ári, verður áreiðan-
lega sú, að hún dusti rykið af þessari
föllnu hugsjón og hefji öfluga baráttu
fyrir framgangi hennar, til heilla félags-
mönnum sinum og fjölskyldum þeirra og
raunar þjóðinni allri.
© ©
f rettaþraðurinn
Dagsími til kl. 20: 81866
Kvöldsími 81976
Samtök án stjórnar
Þúsund
milljóna
lán í USA
Siðastliðinn miðvikudag undir-
ritaði Gunnlaugur Pétursson,
borgarritari, i New York fyrir
hönd Reykjavikurborgar og Hita-
veitu Reykjavikur lánsamning að
fjárhæð 6.500.000 dollara, eða lið-
lega þúsund milljónir Islenskra
króna.
Lánið er tekið vegna hitaveitu-
framkvæmda i Reykjavik, Kópa-
vogi, Garðahreppi og Hafnarfirði.
Lán þetta var boðið út á banda-
riskum fjármagnsmarkaði meðal
valinna aðila — að þvi segir i
fréttatilkynningu frá skrifstofu
borgarstjóra — að fengnu
samþykki Seðlabanka íslands og
viðskiptaráðuneytisins. Lánið er
án rikisábyrgðar.
Lánveitendur eru The Aetena
Casualty and Surety Company,
The Western Saving Fund Society
of Philadelphia og United Arab
Emirates Currency Board.
Lánið er til 12 ára, en er afborg-
unarlaust I þrjú og hálft ár.
Vextir eru 11,5%.
Nýtt verð
á síld
Verðlagsráð sjávarútvegsins
ákvað á fundi sinum i gær, að lág-
marksverð á sild, veiddri i reknet
frá byrjun reknetaveiða til 15.
september 1975, til frystingar i
beitu, skuli vera: kr. 31.00 hvert
kiló.
Verðið er miðað við sildina upp
til hópa komna á flutningstæki við
hlið veiðiskips.
Verðákvörðun á sild til söltunar
var visað til yfirnefndar.
Harður árekstur varð milli
tveggja bifreiða frá gosdrykkja-
verksmiðjunni Sanitas i gær, á
Hofsvallagötu til móts við
Viðimel.
Onnur bifreiðin, Volkswagen
Dagana 7; og 9. ágúst s.l. var
haldið á Laugarvatni tólfta mót
norrænna rafverktaka og var
þetta fjölmennasta mót nor-
rænna rafverktaka, sem haldið
hefur verið, en samtals var tala
mótsgesta 318. Flestir þátttak-
endanna komu frá Noregi eða
123, frá Danmörku 70, frá Finn-
andi 45, frá Sviþjóð 44, en Is-
lensku þátttakendurnir voru 36.
Allt frá þvi fyrir siðari heims-
styrjöldina hafa norrænu raf-
verktakasamtökin haft með sér
samstarf. Þetta samstarf er á
margan hátt óvenjulegt, þar
sem fyrir þessu samstarfi er
engin sérstök stjórn, skrifstofa
er engin og engin sérstök gjöld.
Engu að siður er þetta samstarf
nokkuð fast i forminu, haldin
eru almenn mót fyrir rafverk-
taka (NEM) þriðja hvert ár, til
skiptis á Norðurlöndunum, en
árin á milli eru haldnir smærri
fundir, svokallaðir NEPU-fund-
ir, þar sem formenn og fram-
kvæmdastjórar hittast, ræða
ýmis mál og skiptast á upp-
lýsingum.
Þátttaka islenskra rafverk-
taka i þessu samstarfi hófst I
reynd árið 1964, er fyrsti
NEPU-fundurinn var haldinn
hér á landi, en slikur fundur var
aftur haldinn hér 1971. En I ár
var röðin komin að lslandi að
halda almennt rafverktakamót.
A mótinu, sem sett var af for-
sendiferðabifreið, skemmdist
mikið og ökumaður hennar
meiddist á fæt.
Areksturinn varð með þeim
hætti, að bifreiðarnar voru á leið,
manni Landssambands is-
lenskra rafverktaka, Kristni
Björnssyni, fluttu m.a. erindi
dr. Gunnar Thoroddsen,
iðnaðarráðherra, og prófessor
Gisli Jónsson. 1 erindi sinu fjall-
aði dr. Gunnar Thoroddsen um
samstarf Norðurlanda innan
Norðurlandaráðs og framtiðar-
áætlanir á þeim vettvangi, svo
og um innlendan iðnað, orkuöfl-
un o.fl. GIsli Jónsson fjallaði um
orkunýtingu með tilliti til húsa-
hitunar.
A dagskrá mótsins voru m.a.
þessi málefni:
1. Eftirmenntun rafviFkja i
Danmörku og samvinna
Norðurlandanna á þvi sviði.
2. Greinargerð frá alþjóðamóti
rafverktaka I Paris I júni
1975.
3. EDB-bókhalds- og reikninga-
skiptamiðstöðvar.
4. Almennir söluskilmálar á
raflagnaefni.
5. Tungumálavandamál i sam-
bandi við norræna upp-
lýsingastarfsemi.
6. Innbyrðis þróun starfs-
greinarinnar.
7. Ný löggjöf varðandi sænskan
vinnumarkað.
Auk þess var I umræðuhópum
rætt um ýmis dagleg rekstrar-
vandamál rafverktakafyrir-
tækja.
Mótsstjóri var Páll Þorláks-
son, rafverktaki.
sin i hvora áttina, eftir Hofsvalla-
götu og sveigði sendiferðabifreið-
in til vinstri, i veg fyrir hina, sem
var vörubifreið af Ford gerð, með
þeim afleibingum að bifreiðarnar
rákust harkalega saman.
Sýkill í
kjötinu og
grjónunum
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknar sem gerð hefur verið á
mat þeim sem snæddur var I
Laugardalshöllinni þann ellefta
ágúst siðastliðinn, og olli vægri
matareitrun fjölda fólks reyndust
eftirtalin matvæli innihalda
sýkla:
Kjötréttur (matarleifar),
hrisgrjón (soðin).
Auk þess reyndust vera sýklar i
skurðarbretti, sem notað var við
matargerðina.
Sýklar þeir, sem hér um ræðir,
voru I öllum tilvikum Clostridium
perfringens, og er þetta i annað
skipti svo vitað er, að sýkill þessi
hafi valdið matareitrun I Reykja-
vik.
Clostridium perfringens er al-
gengur i jarðvegi, saur manna og
dýra, lélegu vatni og viðar, og
verður helst vart I hráu kjöti.
Fyrstu einkenni matareitr-
unarinnar meðal þátttakenda á
kristilegu stúdentamóti i Laugar-
dalshöll, varð vart milli kl. 2 og 3
aðfaranótt 12 átúst. Astandið fór
siðan versnándi, og milli kl. 5 og 7
um morguninn höfðu um 1000
manns veikst. Helstu einkenni
eitrunarinnar voru kviðverkir
ásamt miklum niðurgangi.
A kristilegu stúdentamóti i
Laugardalshöll varð vart milli kl.
2 og 3 aðfaranótt 12 ágúst.
Astandið fór siðan versnandi, og
milli kl. 5 og 7 um morguninn
höfðu um 1000 manns veikst.
Helstu einkenni eitrunarinnar
voru kviðverkir ásamt miklum
niðurgangi.
Mál þetta hefur verið sent
sakadómara til frekari meðferð-
ar með það fyrir augum að fá
upplýst með hvaða hætti
umræddur matur hafi skemmst.
Attanákeyrsla
I gærdag ók piltur á vélhjóli
aftan á kyrrstæðan bil innan
girðingar á Gelgjutanga i
Reykjavik.
Pilturinn marðist nokkuð á fót-
um og öxl, en var talinn óbrotinn.
Bifreiðin skemmdist ekkert, en
vélhjólið dældaðist nokkuð og
framlukt brotnaði af þvi.
Alfreð Flóki
í Bogasal
Hinn kunni dráttlistarmaður,
Alfreð Flóki, mun opna sýningu á
verkum sinum á laugardag kl. 14.
Er þetta áttunda einkasýning
hans hér i Reykjavik, og sýnir
hann nú sem fyrr i Bogasalnum.
Sýningunni lýkur sunnudaginn 31.
ágúst.
Alfreð Flóki er fæddur i
Reykjavik árið 1938. Hann gekk i
Handiða-og Myndlistarskólann i
Reykjavik (1954—1957), og Lista-
akademiuna i Kaupmannahöfn
(1958—1962).
Flóki hefur dvalið langdvölum i
Danmörku og hefur hann haldið
þar margar einkasýningar, nú
seinast i Gallerie Passepartout i
Kaupmannahöfn. Auk þess hefur
hann tekið þátt i mörgum sam-
sýningum, m.a. i New York.
Rostock, Stokkhólmi og
Danmörku. Þá hefur honum verið
boðið að sýna a.m.k. 20 verk á
alþjóðlegri súrrealistasýningu.
sem opnuð verður i Chicago 1.
okt. næstk.
Meirihluti verkanna i Boga-
salnum er frá þessu ári, nokkrar
frá ’74 og örfáar frá ’73. Það telst
til nýjunga, að nokkrar teikn-
inganna eru litaðar.
Þegar Alþýðublaðið ræddi
stuttlega við Alfreð Flóka, kvaðst
hann hafa dvalist hérlendis siðan
i nóvember á siðasta ári, og eru
þvi flestar myndanna á sýning-
unni gerðar hér. Ekki kvaðst
hann verða fyrir neinum sérstök-
um áhrifum hér heima, nema ef
vera skyldi frá þeim fllabeins-
turni, er hann hefði lokað sig inn I.
Þá má geta þess, að i tengslum
við sýninguna verður gefin út
bók, sem heitir „Rauða og svarta
bókin”. Hefur hún inni að halda
ljóðabálk eftir ólaf Hauk
Simonarson með teikningum eftir
Alfreð Flóka. Verður hún gefin út
i takmörkuðu upplagi, eða 300
eintökum, og seld á sýningunni.
Harður árekstur á Hofsvallagötu
Föstudagur 22. ágúst 1975