Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 1
161. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. Melnic rauf 70 metra múrinn - íþróttir bls. 9 FÖSTUDAGUR 22. ÁGÚST Rltstjórn Siöumúla II - Simi 81866 Harðlína landbúnaðarins - leiðari bls. 5 NEYTENDASÍÐA í opnu blaðsins / Læknum skenktar „láglaunabætur” --GR UNDAR TANGI RÁÐHERRA RANNSAKAR ÚTBOÐS- MÁLIN Nú hefur læknum við sjúkrahús Reykjavikurborgar verið skenkt sama launahækkun og fjármála- ráðuneytið ákvarðaði læknum við rikisspitalana i sumar, eða kr. 13.700 á mánaðarlaun og sam- svarandi hækkun á eftirvinnu. Er þetta samsvarandi launahækkun og náðist á hinum almenna vinnumarkaði i þremur áföng- um, eða 3500 kr. i fyrrahaust, 4900 kr. I vetur og 5300 kr. i sumar. Akvörðun fjármálaráðuneytis- Slæmar horfur hjá byggingar- iðnaðarmönnum Horfur eru á miklum samdrætti i byggingariönaðinum I haust, og eru þeir sem við hann starfa nú mjög uggandi um sinn hag. Benedikt Davlösson, formaður Sambands byggingamanna sagöi: „Astandið verður mjög liklega slæmt 1 byggingariðnaðin- um þegar llður á haustið, og horf- ur þvi Iskyggilegar i atvinnumál- um okkar. Húsbyggingar dragast sifellt saman, svo að helst er að likja við ástandið á árunum fyrir 1970. Þetta er versta skipulag sem hægt er að hafa, þegar skyndiiega er settur svona tappi I allar framkvæmdir. Siöan má bú- ast við, þegar ástandið lagast, að þá verði sprenging og allir yfir- bjóði hvern annan, en það veldur aftur gifurlegri þenslu,” sagði Benedikt. ins um launahækkun til handa læknum við rikisspitalana var einhliða, ekki byggð á kjara- samningum og að sögn Magnúsar Öskarssonar, vinnumálafulltrúa borgarinnar, er eftir að vita hvort læknarnir samþykkja þessa af- greiðslu mála, en þeir höföu látið iljós, aðþeir vildu ekki semja um svo litla launahækkun. Eftir þessa hækkun eru föst mánaðarlaun aðstoðarlækna við sjúkrahús frá kr. 109.667 upp i kr. 136.424, en laun yfirlækna og sér- fræðinga frá kr. 163.516 upp i kr. 181.493. Tilhögun sú, sem viðhöfð var við útboð I byggingu vinnubúöa fyrir Járnblendifélagið, leiddi til þess, að islensk byggingar- fyrirtæki áttu þess ekki kost að taka þátt i tilboðsgerð um það verk, eins og Alþýöublaðiö hefur skýrt frá. i skrifum blaðsins hefur veriö bent sérstaklega á allt of þröng- an framkvæmdatima, þegar til- lit er tekið til umfangs verksins og hins gersamlega óaðgengi- lega skamma tlma til áætlunar- geröar og tilboösgerðar. Alþýðublaðið sneri sér til Gunnars Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, og spurði hann, hvort ráðuneyti hans hefði fjailað um þessar hliðar málsins. „Ég er að skoða þetta mál”, sagði ráðherra, ,,og get ekki sagt neitt annað um það fyrr en þeirri skoðun er lengra komið”. Skrif Alþýðublaösins um þetta mál hefur að vonum vakiö mikla athygli, þar sem vinna við frumaöstöðu til fram- kvæmda viö byggingu þessarar stóriðju er fyrirfram þannig boðin út, að islendingar koma þar ekki til greina sem verktak- ar, en eins og lesendur muna, er hér i upphafi um að ræða bygg- ingu vinnubúða og aðra frumað- stöðu. I fyrradag komu þeir Asgeir Magnússon, framkvæmdastjóri Járnblendifélagsins, og dr. Gunnar Sigurðsson, stjórnar- formaöur, erlendis frá úr viö- ræðum um framkvæmdirnar. i gær fór svo flugvél á vegum iðnaðarráðuneytisins upp i Hvalfjörö I gær meö sér- fræðinga og meöal annars full- trúa hins breska ráðgjafarfyrir- tækis Parsons LTD, sem sá um gerð útboðsgagna fyrir bygg- ingu vinnubúöanna. Er þess að vænta að öll með- ferð þessa máls verði tekin til rækilegrar endurskoðunar, sér- staklega með hiiðsjón var yfir- lýstri stefnu i þá átt, að is- lendingar sitji að minnsta kosti við sama borð og aörir i eöli- legri þátttöku við framkvæmdir sem áætlað er að kosti á annan tug milljarða króna. Hér er mikið I húfi, þvi að um framhaldið er sennilegt, aö fari nokkuð eftir þvi, versu til tekst um upphafið. Verðmerkingar í alla búðarglugga Deilt um verð- lagsbætur Almennur félagsfundur var I gærkvöld haldinn hjá Flugfreyju- félagi islands, þar sem félögum var kynnt staðan I deilu þeirri, sem nú stendur yfir, milli flug- freyja og Flugleiða h.f. Flugleiðir h.f. hafa sent Flug- freyjufélaginu bréf, þar sem félaginu er tilkynnt sú ákvörðun flugfélaganna, að greiða ekki þær verðlagsbætur á laun flugfreyja, sem þær telja sig eiga rétt á, en i viðtali við Alþýðublaðið i gær sagöi Erla Hattlemark, formaður Flugfreyjufélagsins, aðbréf þetta breytti málinu ekkert, enda heföu Flugleiðir visað deilunni til félagsdóms, áöur en það tilkynnti flugfreyjum ákvöröun sina form- lega. Hjá skrifstofu verðlagsstjóra er nú verið að undirbúa viðtæka herferð til þess að koma á verðmerkingum I verslunum. Að sögn Péturs Björns Péturssonar hjá verölagsstjóra er nú beðiö eftir gögnum úr prentun, sem veröa send til kaupmanna út um allt land, en fyrirhugaö er, að herferðin hefjist um næstu mánaðamót. I lögum er heimild til handa verðlagsstjóra til þess aö krefjast þess, að kaupmenn verðmerki allar vörur, sem þeir hafa á boöstólum, og að sögn Péturs Björns hafa eftirlitsmenn embættisins, sem fara daglega i verslanir, m.a. til að kanna þessi mál, orðið var við vissa tregðu hjá sumum kaupmönnum til að verðmerkja. Þó sagði hann, aö i flestum tilfellum séu verðmerkingarnar fullnægjandi. ,,En þetta er ails ekki gert tii þess að fullnægja dauðum lagabók- staf”, sagði Pétur, og benti á að verðlagseftirlitið sé I rauninni i hönd- um fólksins, starfsmenn verölagseftirlitsins séu allt of fáir til að þeir geti annað þvi einir. Þeirra hlutverk er frekar að fylgja eftir kvörtun- um, sem berasÞvegna verðlagsbrota. Einn þátturinn I verðmerkingaherferðinni er einmitt að koma á framfæri verðlistum með hámarksverði þvi á vörum og þjónustu, sem verðlagsstjóri hefur samþykkt. „Hingað til hafa þessir verðlistar verið mjög lltið kynntir og varla nokkrir séö þá aðrir en viö hérna”, sagöi Pétur, og benti á, að mjög skynsamlegt sé fyrir fólk aö hafa slika lista meðferðis til að fylgjast með þvi, að verðlagning sé rétt. „Erum við annars flokks menn?! VERKALÝÐS- ihreyfingin: FER AF STAÐ Viö komum alveg fcreiöanlega ekki til meö aö 'sætta okkur viö aö okkar nenn njóti ekki sama böbúnaðar og aörir starfs- fmenn og þaö veröur ekki liöiö, aö islenskir verka- | menn veröi meöhöndlaöir iriöja _ C3 Jafnvel salernin eru'ckki samcigínleg! ’ STÉTTASKIPTING) Á GRUNDARTANGAC MÓTTÖKUSKILYRÐI í HÁLOFTUNUM ÓVANALEGA GÓÐ Erlendar útvarps- og sjónvarps- stöðvar nást ágætlega Búist er við, að Félagsdómur taki deiluna til athugunar I næstu viku. Opnar í dag t dag kl. 4 opnar i Laugardals- höll Alþjóðlega vörusýningin, sem þar mun standa til 7. septem- bcr n.k. Fjöldamörg fyrirtæki og stofnanir, erlend sem innlend, sýna þar og kynna vörur sinar og þjónustu, og veröur þeirra getið nánar og Itarlega I Alþýðublaöinu næstu daga. „Það eru alveg einstaklega góð móttökuskilyrði i háloftunum núna, og i gærkvöldi náðust á Austfjörðum mjög greinilegar út- varpsstöövar I Finnlandi, Noregi, Sviþjóð og Englandi á FM- bylgju”, sagði Vilhelm Sigurðsson, félagi I Farstöðva- klúbbi Reykjavikur, þegar hann hafði samband viö blaðið i gær. Ennfremur sagðist Vilhelm hafa náð i fyrrakvöld nokkrum erlend- um sjónvarpsstöðvum á skerminn hjá sér, þótt hann hafi ekki við tækið annaö en venjulegt inniloftnct. Þessi sérstöku móttökuskilyrði i háloftunum eru háðar ellefu ára svciflum, sem standa i sambandi viö sólgos. Um siðustu áramót voru móttökuskilyrðin I lág- marki, en eru nú aftur á uppleið. Sagðist Vilhelm eiga von á, að skilyrðin færu nú enn batnandi næstu daga að minnsta kosti á meðan þurrvirði helst, en hann kvaðst hafa hevrt þá tilgátu, að móttökuskilvrðin séu einmitt best þegar þornar eftir langa vætutið. Þá myndast vlxllög I loftinu og stuttbylgjur ná að endurvarpast i stað þess að fara beint út i geim- inn. Þá bcnti Vilhelm á, aö þcgar tilkynnt sé i útvarpi eða sjónvarpi, að erlendar stöðvar trufli útsendingu, sé tilvalið að leita að erlendum stöðvum I út- varps- eða sjónvarpstækjum. Til þess að bæta móttökuskilyrðin má ennfremur setja viö tækin sérstök loftnet eða magnara.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.