Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 9
íþróttir
Bobby Charlton..... hætti hjá
Preston i gær.
Charlton
hættir hjá
Preston
- eftir ákvörðun
félagsins að selja
aðal markaskorara
liðsins
t gær sagöi Bobby Charlton af
sér sem framkvæmdarstjóri hjá
enska 3. deildarliöinu Preston
North End eftir deilur viö
stjórnarformenn liðsins.
Stjórnin vildi setja markskor-
arann Mike Elwiss á sölulistann
vegna slæms fjárhags, en
Charlton sagöi nei. t gær var svo
samþykkt á stjórnafundi aö
Elwiss skyldi settur á sölulistann
— og Bobby var þá fljótur að
segja af sér.
Charlton réöst til Preston fyrir
þrem árum og var liöiö þá í 2.
deild. I fyrstu gekk vel, en þegar
að liöa tók á keppnistimabiliö fór
aö halla undan fæti og aö lokum
féll liöiö i 3. deild.
1 fyrra tók Charlton fram skóna
og byrjaði aö leika meö liöinu, en
þrátt fyrir þaö gekk ekki of vel og
liöinu tókst ekki aö vinna sæti sitt
i 2. deild aö nýju.
Það má þvi segja aö ákvöröun
stjórnarfundarins sé einskonar
vantraust á störf Bobby
Charltons hjá félaginu.
Knattspyrnu-
sýning hjá
Benfica
— og heimamenn komu
ekki við boltann
langtímum saman
Portúgalska kanttspyrnuliöiö
Benfica er um þessar mundir i
keppnisferö I Astraliu. 1 gær-
kvöldi lék liðiö sinn fyrsta leik i
feröinni viö Victoria á Olympiu-
leikvanginum i Meibourn.
Leiknum lauk meö öruggum
sigri Benfica 2:0 og segja tölurn-
ar lítið um gang leiksins.
Portúgalirnir sýndu algjöra yfir-
buröi i leiknum og var þaö aðeins
frábærri markvörslu markmanns
Victoria að þakka að mörkin urðu
ekki miklu fleiri. Astrali-
mennirnir voru aðeins áhorf-
endur að leiknum langtimum
saman og komust ekki með
tærnar þar sem Portúgalirnir
höfðu hælana i knattleikni.
Föstudagur 22. ágúst 1975
Umsjón: Björn Blöndal
Melnik rauf 70 metra
múrinn á móti í Zurich
Góður árangur í mörgum greinum
- sérstaklega í spretthlaupunum
Faina Felnik frá Sovétrikjunum
setti heimsmet i kringlukasti
kvenna á alþjóöamóti I frjáls-
iþróttum sem fram fór i Zurich,
Sviss á miövikudagskvöldiö. Þá
kastaöi hún kringlunni 70.20 m og
bættieldra met sitt sem var 69.90
m — um 30 sentimetra. Er hún
fyrsta konan i heiminum sem
rýfur 70 m múrinn.
Mjög góður árangur náöist I
mörgum greinum á mótinu og má
þar nefna 100 m hlaup karla og
220 yarda hlaup kvenna. í kvenna
hlaupinu varö Renate Stecher frá
Austur-Þýskalandi fyrst á nýju
Evrópumeti — 22.70 sek, en fyrri
methafinn Irena Szewinska frá
Póllandi varö önnur — fékk
timann 22.87 sek. Eldra met
hennar var 22.8 sek.
Mikið fjör var i 100 m hlaupi
karla, enda saman komnir allir
bestu spretthlauparar heims.
Mikil taugaspenna rikti I byrjun
— þrjú þjófstört, þar af átti Heinz
Busche V-Þýskalandi tvö og var
dæmdur úr leik.
Fyrstur I hlaupinu varö Steve
Riddick USA á 10.05 sek sem er
besti timi sem náöst hefur I ár.
Annar varö Steve Williams USA á
10.08 sek, þriöji Valery Borsov
Rússlandi 10.16 sek, fjóröi Pietro
Nennea Italiu á 10.23 sek, fjóröi
James Gilkes Gana á 10.43 sek og
fjóröi Jean-Marc Wyss Sviss á
10.49 sek. Of mikill meövindur
var i hlaupinu.
I 200 m hlaupinu hefndi Steve
Williams fyrir sig og sigraði
örugglega — fékk timann 20.24
sek. Riddick varö annar á 20.31 og
Gilkes þriöji á 20.42 sek. Siðastur
varð Karl Honz frá Vestur-Þýska
landi fékk timann 21.68 sek.
John Walker Nýja-Sjálandi olli
nokkrum vonbrigöum I 1500 m
hlaupinu — hann var sýnilega
þreyttur eftir hlaupiö i
Stokkhólmi daginn áöur — tók lif-
inu rólega og lét sér nægja annaö
sætiö. Fyrstu varö landi hans Rod
Dixon á 3:40.37 sek, en timi
Walkers var 3:40.60 sek.
Bretum gekk vel i 400 m hlaup-
unum, I grindahlaupinu varö
Allan Pascoe fyrstur á 48.69 sek,
en Jim Bolding USA varð ann
ar á 49.48 sek. I 400 m hlaupinu
tókst engum að ógna David
Jenkins sem sigraði örugglega.
önnur helstu úrslit I keppninni
uröu þessi: Hástökk Dwigth
Stones 2.23 m annar varð Grigor
iev Sovétrikjunum með 2.17 m.
Stangarstökkið sigraöi Casey
Carrigan USA stökk 5.30 m og
5000 m vann landi hans Frank
Shorter á 13.33.00 sek. Kike Boit
frá Kenya var öruggur sigur-
vegari I 800 m hlaupi — hljóp á
mjög góöum tima — 1:43.79 sek.
í sleggjukastinu bar þaö helst
til tíöinda aö nýi heimsmethafinn
Walter Scmidt varö aö sætta sig
viö annaö sætið, kastaöi 74.36 m —
fyrstu varð Jochen Sachse frá
Austur-Þýskalandi — kastaöi
76.40 m.
Steve Williams til vinstri og Don Quarrie frá Jamaica hafa margar
hildir háð i sumar. t vor var Jamaica maöurinn sterkari, en að undan-
förnu hefur Williams haft vinninginn. Þeir voru meöal keppenda i 200
m hlaupinu.Williams varð fyrstur, en Quarrie varð aö sætta sig við
fimmta sætið — hljóp á 20.51 sek.
Úrslitaleikurinn í
2. deild í kvöld
Þá keppa í Kópavoginum Breiðablik og Þróttur
Úrslitaleikurinn i 2. deild i
knattspyrnu verður leikinn á
grasvellinum i Kópavogi I kvöld.
Þá keppa Breiðablik og Þróttur
og það liö sem fer meö sigur má
teljast öruggt aðhljóta efsta sætiö
i 2. deild.
Breiöabliksmenn eru efstir
þegar tvær umferöir eru eftir
með 22 stig og eiga þeir eftir að
leika viö Þrótt og Selfoss.
Þróttarar eru með einu stigi
minna, 21 stig og eiga þeir eftir að
leika viö Vikinga ólafsvik fyrir
utan leikinn gegn Blikunum i
kvöld.
Takist Blikunum aö sigra i
kvöld, þá leika þeir i 1. deild á
næsta ári, en sigri Þróttarar þá
vinna þeir 1. deildarsætiö.
Það liö sem tapar i kvöld á
samt möguleika á að vinna sæti i
1. deild, þvi búið er að ákveða að
fjölga liöinum i 1. og 2. deild um
eitt og veröur það þvi hlutskipti
liðsins sem verður i öðru sæti aö
leika viö neösta liöið i 1. deild.
Leikurinn hefst kl. 19.30.
ÞRÍR KEPPA Á NM UNG-
LINGA í FJÖLÞRAUTUM
f Finnlandi 30. og 31. ágúst
Stjórn Frjálsiþróttasambands-
ins hefur valið þrjá keppendur til
aö taka þátt I unglingameistara-
móti Norðurlanda i fjölþrautum
sem fram á að fara i Borgaa i
Finnlandi dagana 30. og 31. ágúst
n.k.
Þaö eru Erna Guömundsdóttir
KR sem mun keppa I eldri stúlkna
flokki, Jón S. Þóröarson IR, sem
keppir i eldri piltaflokki. og Þráin
Hafsteinsson HSK, sem keppir i
yngri piltaflokki.
4
Erna Guðmundsdóttir KR....
veröur meðal keppanda i
Finnlandi.
E
Þátttakendurnir og félög þeirra
verða aö mestu aö greiöa kostnaö
feröarinnar, en FRI mun styrkja
feröina aö einhverju leyti.
Fararstjóri þremenninganna
veröur Magnús Jakobsson.
Jafntefli hjá
Juventus og
landsliðs
Rúmenna
Itölsku meistararnir
Juventus léku i gærkvöldi vin-
áttuleik við knattspyrnulands-
liö Rúmena. Jafntefli varð 2:2
og I hálfleik var lika jafnt 1: i.
Rúmenarnir tóku forystuna
strax á 11. minútu, meö marki
Msandu, en Causio jafnaði
fyrir Juventus á 33. mínútu.
Rúmenarnir náðu svo aftur
forystunni á 72 mínútu, með
marki Georgescu, en Italirnir
voru fljótir aö svara fyrir sig
— og Altafini jafnaöi aöeins
tveim minútum seinna.