Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 6
NY FRAMHALDSSAGA þegar hún lyfti hönd hans til að taka púlsinn. — Segðu mér eitt i einlægni, sagði hann rólega. — Hvað hefur fengið stúlku eins og þig til að leita uppi lif eins og þetta? — Senhor, ég bið yður! Systir Teresa sleppti hendi hans og tók fram hitamælinn. Augu hans eltu hana er hún snerist um i stofunni, lagaði til á náttborði hans, lagaði teppið og opnaði gluggann að- eins meira. — Hvað ertu hrædd við? spurði hann þegar hún sá sig tilneydda til að koma aftur að honum til að taka hitamælinn — Spurningin var einföld, getur þú ekki gefið einfalt svar? — En það er ekki til neitt einfalt svar, senhor. Ég get ekki sagt yður það sem ég ekki veit, senhor.En ég óskaði þessa. Hún gekk hratt til dyra. — Constancia kemur með kvöldmatinn. — Ég er ekki svangur. Farðu ekki! Hann leit til hennar biðjandi augum og hún roðnaði aftur. — Ég verð að fara. — Afhverju? Ertu hrædd við mig? Hann brosti litillega. — Ég gæti þess vegna alveg eins verið kaþólskur prestur. — Það hugsa ég ekki, senhor. — Af hverju ekki? Hún fitlaði óstyrk við slopp sinn. — Þér hegðið yður ekki eins og „faðir”, senhor.Það er eitthvað i augunum yðar, sem ég sé það á. Grá augu hans horfðu glettnislega á hana. — Er það vegna þess hvernig ég horfi á þig? Er það vegna þess að mér finnst hressandi og nærandi að sjá þig? — Senhor! Rödd hennar var nú skipandi, og hann kenndi sektartilfinningar. Hann var farinn að nota þessa ungu, saklausu konu til þess að losna undan hinum nagandi hugsunum sinum, og það var ekki réttlátt, þegar hann tók tillit til þess að hún gat ekki varið sig. — 0, farðu bara, sagði hann. — Ég bið þig afsökunar. Mér þykir leitt ef ég hef móðgað þig. Systir Teresa þagði feimnislega, eins og hún vildi þó hafa sagt eitthvað meira, en svo gekk hún út og lokaði hljóðlega að baki sér. Með snöggri hreyfingu svipti hann teppinu til hliðar, settist upp og setti fæturna á kalt trégólfið. Hann stóð hægt á fætur og beið þannig kyrr smástund þar til slátturinn i höfði hans vegna hinnar óvæntu áreynslu hætti. Svo gekk hann hægum skrefum að glugganum. útsýnið var dásam- legt, og hann velti þvi fyrir sér hvað magasársveikur for- stjóri myndi glaður greiða háa upphæð fyrir að fá að slappa hér af á sjúkrahúsinu i nokkrar vikur I þessu dá- samlega umhverfi. Hann herpti munninn. Hvaðan vissi hann þetta. Var hann hagvanur i heimi viðskiptalifsins, eða hafði hann bara imyndað sér þetta? Hann ýtti höndunum á granna magavöðvana. Nei, hann væri sannarlega ekki með magasár, — ella hefði dr. Ramirez uppgötvað það. Rann- sóknir hans voru það nákvæmar, að honum hefði aldrei yfirsést slikt. Hann andaði hreinu fjallaloftinu að sér djúpum sogum. Sjúkrahúsið var reist i fjallshlið, og neðan við það var brött hlið niður i dalinn. Neðst i dalnum rann á milli mosa- vaxinna kletta. En áhrifamesta sýnin voru hinir snævi þöktu fjallatindar. Hann undraðist hvernig nokkur maður gæti komist lifs af úr flugslysi þarna uppi i þessum isuðu fjallatindum, og honum hraus hugur við tilhugsuninni. En nærgat að lita meira llf. Gamli maðurinn, sem vann i hliðunum fyrir neðan, bjöllurnar um háls geitanna klingdu i fersku morgunloftinu. Allt þetta virkaði svo ró- andi á hann að hann slappaði af. Héðan gat hann séð hversu einfalt lif þetta fólk sætti sig við og hann komst að þeirri niðurstöðu, að öll lifsreynsla væri einhvers virði. Ef til vill var það fáránlegt af honum að leita af svo mikilli á- fergju eftir tengslunum við hiö fyrra lif, sem hlaut aö vera úti I hinum striðandi heimi, þar sem allir voru þjakaöir af pressu hinnar eilifu samkeppni. Hann greip höndunum um höfuð sér þegar verkurinn byrjaði aftur. Hann heyröi umgang fyrir utan dyrnar, og hann bjóst við að þaö væri Constanca á leið til hans með kvöldmatinn. Hann hallaði sér aftur á bak I rúminu, og um leið opnuðust dyrnar og fulloröin kona kom inn með matar- borðið hans. Hun sletti I góm þegar hún varð þess áskynja að hann hafði farið fram úr rúminu, talaði eitthvað óskiljanlegt á sinni eigin tungu og hristi höfuðið þegar tá hans kræktist I siðan náttserkinn. Óendanleg þreyta og veikleikatilfinning gagntók hann og hann hné útkeyrður niður I rúmið. Constancia gekk raunamædd leiðar sinnar og hann glefs- aði áhugalaus i matinn. Feitt kjötið á disknum vakti enga lyst hjá honum, svo hann fletti utan af banana og beit I hann. Stuttu siðar opnuðust dyrnar, og það kom honum ekkert á óvart aðsjá dr. Ramirez á þröskuldinum. Hann bjóst við að Constancia hefði ekki þagað lengi yfir þvi að hann hafði laumast úr rúminu. Ramirez gekk inn i stofuna hægum skrefum og lokaði dyrunum að baki sér. — Þér verðið að gera yður það ljóst, að það er yður sjálfum fyrir bestu að halda yður i rúminu, senhor... — Já,já,ég veitþað.Hannhreyfðihöndina órólega eftir koddanum. — En mér leiðist, dr. Ramirez. Skiljið þér það? Mér leiðist! Hvað hef ég verið hér lengi. Hve marea daga? Þér gerið yður ekki grein fyrir þvi hve lengi ég er búinn að liggja hérna. Hve dagarnir erulangir, — og é< hef ekkert að lesa. Engan að tala við. Ég bara ligg hér og stari upp i loftið. — Það var óheppilegt að það skuli ekki finnast neinar enskar bækur hér á bókasafninu. En ég vildi óska að þér væruð ekki svona óþolinmóður. Yður fer dagbatnandi, og nú er hitinn orðinn svo að segja enginn. Þér eruð að sjálf- sögðu nokkuð lasburða ennþá, en ég myndi halda að á morgun væri yður óhætt að setjast upp nokkurn tima og. sitja við gluggann... — Hvenær ætlar einhver að gera eitthvað I þvi að reyna að komast að raun um hver ég er? Hann andvarpaði. — Þaðer verið að rannsaka málið, senhor. Yfirvöldin... — Ovtil fjárans með þau! Hann kreppti hnefana, en svo rann honum jafnskjótt reiðin þegar höfuðverkurinn ágerðist. O, þessi nagandi sársauki... Ramirez beit i vörina. — Senhor, ef það er eitthvað, sem ég gæti gert til að reyna að hressa upp á minni yðar, þá myndi ég ekki sitja á þvi. En ég er ráðþrota. Það er ekkert, hvergi sýnilegur neinn þrýstingur á heilann, engin likamleg skýring sjáanleg, sem gæti valdið minnisleysinu, og þess vegna ekkertsem mælir gegn þvi að á morgun eða einhvern næstu daga komi það af sjálfu sér. En ég hef orðið vitni að tilfellum sem þessu áður. Þegar likaminn er farinn að hressast og ná sér að nýju, þá kemur minnið aftur. Hann hafði lokað augunum, en nú leit hann á lækninn og sagði rólega: — Ég veit það. Fyrirgefið mér, ég veit að þér gerið yðar besta. Ramirez veifaði höndunum á dæmigerðan suðrænan hátt. — Þér eigið ekki að biðja mig afsökunar, sagði hann. — Ég veit nákvæmlega hvernig yður liður, en þér megið bara ekkistigafram úr rúminu án leyfis. Þér gætuð dottið l~”----------------------------- I , Htvarp Föstudagur 22. ágúst a 7.00 IUorgunútvarp- Veðurfregnir kl 7.00, 8.Í5 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og fosustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnannakl. 8.45: Jóna Rúna Kvaran les söguna „Alfinn álfakóng” eftir 1 Rothman (5). Tilkynningar kl. 8 9.30. Létt lög milli atriða. Spjallaó við bændur kl. 10.05. Morgunpopp kl. 10.25. Morgun- tónlcikarkl. 11: Zemel-kórinn i Lundúnum syngur Gyðinga- lög/Homero Francesch leikur á pianó „Variations serieuses’’ op. 54 eftir Mendelssohn/Jascha Heifetz og RCA Victor hljómsveitin leika „Skoska fantasiu” op. 46 eftir Max Bruch. S 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til- i kynningar. J 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til- kynningar. i: 13.00 Við vinnuna. Tónleikar. g 14.30 Miðdegissagan: ,,í Rauðár- dalnum” cftir Jóhann Magnús Bjarnason örn Eiðsson les (18). “ 15.00 Miðdegistónlcikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). a g *m rnm wm mm ummmmammm 16.25 Popphorn 17.10 „Lifsmyndir frá liönum tima” eftir Þórunni Elfu Magnúsdóttur. Höfundur les (4). 18.00 ,,Mig hendir aldrei neitty stuttur umferöarþáttur i umsjá Kára Jónassonar. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál.Helgi J. Hall- dórsson flytur þáttinn. 19.40 Húsnæöis- og byggingarmál Ölafur Jensson sér um þáttinn. 20.00 Frá tónlistarhátiöinni íPrag í vor. Pavel Stephan og Smetana-kvartettinn leika Pianókvintett i A-dúr op. 81 eftir Antonin Dvorák. 20.35 Vakningin á Egilsey-Séra Kolbeinn Þorleifsson flytur þriöja og siöasta erindi sitt. 21.05 Kórsöngur, Svend Saaby kórinn syngur þjóölög frá ýms- um löndum. 21.30 Útvarpssagan: ,,Og hann sagöi ekki eitt einasta orö” eftir Ileinrich BöllBöðvar Guð- mundsson þýddi og les ásamt Kristinu ólafsdóttur (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir íþróttir 22.40 Afangarv Tónlistarþáttur i umsjá Ásmundar Jónssonar og Guðna Rúnars Agnarssonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dag- skrárlok. Sjónvarp FÖSTUDAGUR 22.ágústl975 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.35 Tökum lagið. Breskur söngvaþáttur, þar sem söng- sveitin „The Settlers” flvtur iétt lög. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 21.00 1 Nýja-lslandi. Kvikmynd, sem Sjónvarpið gerði i ná- grenni Winnipeg-borgar sum- arið 1967.1 myndinni eru meðal annars viðtöl við nokkra Vest- ur-íslendinga. Umsjónarmaður Markús örn Antonsson. Fyrst á dagskrá 29. des. 1967. 21.30 Skálkarnir. Breskur saka- málamyndaflokkur. Chas. Þýöandi Kristmann Eiðsson. 22.25 Dagskrárlok. — Kokkurinn hefur lofað ókeypis miðdegis- verði í fundarlaun fyrir sfíftönnina hans.... Brauð og go FYLGIST MEÐ VÖRUVERÐINU Verðlagsstjóri sendir frá sér auglýsingar um hámarksverð á innlendum vörum og öðrum þeim vörum, sem ekki fylgja daglegum sveiflum á erlendu gengi og heimsmarkaðsverði, jafnóðum og verðlagsnefnd og rikisstjórnin samþykkja verðhækkanir. En auglýsingar þessar vilja fara framhjá fólki, og er þvi nauðsyn- legt að rifja upp gildandi há- marksverð öðru hvoru til þess að auðvelda neytendum að taka sjálfir þátt i verðlagseftirlitinu — þeim tilhagsbóta. A siðustu neyt- endasiðu birtum við gildandi há- marksverð á fiski, nýjum, hert- um og söltuðum, og nú höldum við áfram og birtum að þessu sinni nýjasta verðið á brauðúm. Fólki skal bent á að klippa út þessa verðlista og geyma þá, jafnvel taka þá með i innkaupaferðina, ef einhver ágreiningur kemur upp um verð. Rúgbrauð, óseydd, 1500 gi Franskbrauð, 500 gr..... Heilhveitibrauð, 500 gr .. Vinarbrauð, hvert stykki Tvibökur, pr. kg......... A öli og gosdrykkjum gi á það áfallinn flutningsk Maltöl, 1/3 liter flaska ... Hvitöl, 1/3llterflaska ... Sódavatn, 25 cl. flaska ... Sódavatn, 19 cl. flaska ... Sinalco, 25 cl. flaska... Appelsin, 25 cl. flaska.... Appelsin, I9cl.flaska.... Grape fruit, 25 cl. flaska . Grapefruit, 19cl.flaska . Sitrón, 25cl. flaska.... Sitrón, 19cl.flaska..... Ginger Ale, 25 cl. flaska.. Ginger Ale, 19 cl. flaska.. Hi-spot, 25 cl. flaska.. Hi-spot, 20 cl. flaska.. Tonic Water, 20 cl. flaska Spur Cola, 30cl. flaska ... Spur Cola, 25 cl. flaska... Spur Cola, 17cl. flaska ... Pepsi Cola, 25 cl. flaska . Pepsi Cola, 19 cl. flaska . Coca-cola, 30cl. flaska.. Coca-cola, 19cl.flaska.. Polo, 25 cl. flaska..... Seven up, 20 cl. flaska .. Mirinda, 25 cl. flaska ... Walash, 25cl. flaska\ ... Valash, 25cl. flaska, syki Pommac, 25 cl. flaska .. Fresca,30cl.flaska .... Orange, 25cl.flaska, syk iif PLASTPOKAVERKSMiOJA Slmar 82639 — 82655 Vatnagðröijm 6 Box 4064 — Raykjavfk Ókeypis þ|ónusLa Klokkaöar auglýsingar erulesendum Alþýöublaösins að kostnaöarlausu. Kynniö ykkur L ES E N D AÞ JoN USTUNA á blaösiðu 11. ö Hafnarfjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasimi 51600. Birgir Thorberg málarameistari simi 11463 Onnumst alla málningarvinnu — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun Hreinsum fíólfteppi og húsgögn I heimahúsum og íy rirtækjum. Krum meft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BiRGIR 82296 40491

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.