Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 5
TOEHINDUSTANTIMÉÍ
Victor Juhasz, The New York Times
ER INDLAND
AÐ VERÐA
FASISTARÍKI?
í síðustu þingkosn-
ingum á Indlandi fékk
Kongressf Iqkkur Indiru
Gandhi sterkan meiri-
hluta. Flokkurinn hefur
um langt skeið verið mjög
sterkur og það svo mjög/
aðsegja má, að hann hafi
getað farið sínu fram að
eigin geðþótta.
1 reynd hefur Indland þannig
verið eins-flokks þjóðfélag, bæði
á landsvisu, sem og i stjórnum
hinna einstöku fylkja landsins.
Indiru hafa, þar af leiðandi
verið flestir vegir færir, til þess
að koma á þeim þjóðfélags-
umbótum sem hana fýsti. Með
hliðsjön af þeirri sterku póli-
tisku stöðu, sem Indira hafði i
landinu, liggur einnig ljóst fyrir,
að hún þurfti alls ekki, að gripa
til þeirra neyðarráðstafana,sem
hún gerði gegn stjórnarand-
stöðunni.
1 alþjóðasamskiptum hefur
virðing Indlands verið hátt
skrifuð allt frá þvi landið varð
sjálfstætt. Indland hefur þannig
verið eitt af virtustu lýðræðis-
rikjum heims, þar til fyrir
nokkrum vikum. Nú hefur Ind-
land skyndilega tapað þessari
stöðu og virðing Indiru á
alþjóðavettvangi hefur á einu
andartaki hrapað niður i núll.
Indira hefur reynt að halda
þvi fram, að neyðarástand það,
sem hún hefur komið á, muni
aðeins standa um skamma hrið.
Flestir munu þó efast um að
auðvelt muni að setja hina póli-
tisku klukku á ný. Fangelsanir
pólitiskra andstæðinga og
þvingunarlög gegn dómstólum
landsins stuðla svo sannarlega
ekki að þvi, að efla réttarvitund
fólksins eða virðingu þess fyrir
stjórnvöldum. Eitt virðist þó
liggja ljóst fyrir og. það er, að
sambandið milli Indverska
Kongressflokksins og lýðræðis-
flokka annarra landa hefur
rofnað, eða breyst mjög veru-
lega.
Forystulið Kongressflokksins
og þó sérstaklega hinn látni
faðir Indiru Gandhi, Jawar-
harlal Nehru, meðan hans naut
við, hafa lengst af haldið uppi
stjórnmálabaráttu i anda
lýðræðissósialisma. A nýlendu-
timanum, meðan Indland var
enn hluti af breska heims-
veldinu hafði flokkurinn náin
tengsl við breska Verkamanna-
flokkinn og sem lýðræðis-
sinnaður sósialistaflokkur var
Indverski Kongressflokkurinn
meðlimur i Alþjóðasambandi
Jafnaðarmanna.
En timarnir hafa breytst og
örlög Indverska Kongress-
flokksins hafa orðið slik, að
Jafnaðarmenn um allan heim
hljóta að fyllast hryllingi yfir
þvi, sem þar hefur nú gerst.
Alþjóðasamband Jafnaðar-
manna hefur ávallt reynt að
hafa áhrif i þeim löndum, þar
sem almenn mannréttindi og
lýðfrelsi hafa verið fyrir borð
borin. Þannig hefur Alþjóðasam-
bandið reynt að hafa áhrif á
fasistastjórnir ýmissa landa,
með það fyrir augum að vernda
einstaklinga, sem beittir hafa
verið pólitiskri kúgun og ofstæki
vegna skoðana sinna og
athafna.
Enda þótt einræðið láti yfir-
leitt ekki að sér hæða, ef svo má
að orði komast, hefur Alþjóða-
sambandi Jafnaðarmanna þó
tekist að vernda fjölmarga ein-
staklinga frá kúgun og ofstæki i
löndum eins og t.d. Chile, Spáni
og Portúgal. Þannig hafa
fasistaleiðtogar á borð við
Pinochet, Franco og Salazar
orðið við þeirri ósk Alþjóðasam-
bandsins að leyfa fulltrúum
þess, að ræða við pólitiska fanga
og hafa milligöngu um eitt og
annað varðandi málefni þeirra.
Alþjóðasambandinu hefur
aldrei verið synjað um þessa
starfsemi. Hún hefur, þrátt
fyrir allt, verið viðurkennd af
örgustu fasistastjórnum.
En nú hefur skyndilega orðið
breyting á þessum hlutum. Og
hver hefði trúað þvi að það væri
hið gamla og áður virta
lýðræðisþjóðfélag, Indland, sem
segði stopp. En sú er einmitt
raunin á. Alþjóðasamband
Jafnaðarmanna hefur óskað
eftir þvi, að fá að heimsækja
Jayaprakesh Narayan, sem nú
situr i fangelsi i Indlandi vegna
pólitiskra skoðana sinna og
baráttu gegn spillingu i landinu.
Indira Gandhi hefur neitað full-
trúum Alþjóðasambandsins um
heimild til þess að ræða við
Narayan i fangelsinu eða ræða
um málefni hans við ráðamenn.
Svar hennar við þessum til-
mælum Alþjóðasambandsins
er, að slik heimsókn væri gróf-
leg afskipti af innanrikismálum
Indlands. Það virðist þvi liggja
nokkuð ljóst fyrir að Indira
Gandhi ætlar sér að framfylgja
svæsnustu fasistaaðgerðum tli
þess að tryggja völd sin i land-
inu.
Rödd jafnaðarstefnunnar
|alþýðu|
Harðlína lllFÍffii
landbúnaðarins...
Tveir mánuðir eru liðnir siðan verkalýðs-
hreyfingin undirritaði kjarasamninga við við-
semjendur sina. Á þessum tveimur mánuðum
hefur öll sú kauphækkun, sem samið var um,
verið aftekin með beinum verðhækkunum, sem
rikisstjórnin hefur lagt blessun sina yfir, og
með 12% vörugjaldinu sem svo er nefnt, en er i
reynd ekkert annað en dulbúin gengislækkun.
Ekki liður á löngu, uns nýtt landbúnaðarverð
verður ákveðið, og af gamalli og biturri
reynslu vita launþegar, að með gildistöku nýs
búvöruverðs er að öllu jöfnu höggvið harkalega
að kjörum þeirra og neytenda yfirleitt.
Á siðasta vori gaf rikisstjórnin ákveðin fyrir-
heit um, að hin afgamla og úrelta skipan verð-
lagsmála landbúnaðarins yrði tekin til endur-
skoðunar. Lýsti forsætisráðherra þvi yfir með-
an á samningaviðræðum aðila vinnumarkað-
arins stóð, að þeir fengju aðild að nefnd þeirri,
sem að þessari endurskoðun skyldi vinna. En
yfirlýsing forsætisráðherra um þetta efni hefur
reynst eins og margar aðrar yfirlýsingar nú-
verandi rikisstjórnar aðeins innantóm orð.
Engin merki sjást þess, að stjórnarflokkarn-
ir hafi að nokkru breytt um stefnu i landbúnað-
armálum. Á þeim vettvangi eru Sjálfstæðis-
flokkurinn og Framsóknarflokkurinn nánast
eins og samvaxnir tviburar.
Að undanförnu hafa menn orðið vitni að þvi,
að landbúnaðarmál eru i augum forystumanna
Sjálfstæðisflokksins heilagar kýr. Um þær skal
ekki fjallað opinberlega. Fremur létu þessir
menn annað aðalmálgagn sitt, Visi, springa i
loft upp og ráku ritstjóra þess frá blaðinu en
leyfa þar opinskáar umræður um þennan mik-
ilvæga þátt islenskra þjóðmála.
Þó að tiltölulega mjög litill hluti vinnuaflsins i
landinu sé bundinn i landbúnaði, snertir þessi
þáttur atvinnumálanna engu að siður hvert
einasta mannsbarn i landinu, enda eru fram-
leiðsluvörur landbúnaðarins meðal mikilvæg-
ustu neysluvara almennings. Þess vegna eru
fjárfestingarmál, lánamál og verðlagsmál
landbúnaðarins, svo nokkuð sé nefnt, siður en
svo neitt einkamál bændasamtakanna, heldur
er hér um að ræða sameiginlegt hagsmunamál
allra þeirra, sem landið byggja.
Það er alls ekki vansalaust, hve samtök
bænda hafa sýnt mikla eindæma harðfylgni við
gömul og úrelt sjónarmið á undanförnum árum
og er þó ljóst, að ekki eru allir bændur sam-
mála þeirri harðlinu, sem fylgt hefur verið.
Það er sannfæring flestra Islendinga, að
þrátt fyrir harðbýli landsins sé mögulegt að
stunda með skynsömum hætti búrekstur á ís-
landi, og íslendingar geti verið sjálfum sér
nógir að mestu um landbúnaðarvörur. Einnig
eru langflestir sammála um, að gera mætti
landbúnaðinn miklum mun fjölbreyttari en
hann er nú.
En niðurgreiðslurnar og hið flókna verðlags-
kerfi er þegar orðinn margfaldur dragbitur á
þjóðfélaginu og bitnar það bæði á bændum og
neytendum.
Útflutningsbætur á islenskar landbúnaðar-
vörur, sem seldar eru til annarra landa, eiga
sér vægast sagt hæpnar forsendur. A siðasta
ári námu þær hartnær 1.000 milljónum króna.
Hefði ekki verið meiri skynsemi i þvi, að þessir
fjármunir hefðu runnið til þess að styrkja is-
lenskan landbúnað sem atvinnugrein, sem rek-
in væri i samræmi við nútima kröfur og þá öld,
sem við nú lifum?
o
Föstudagur 22. ágúst 1975