Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 4
Níu daga friðarmessa í Englandi
Nú stendur fyrir dyrum
heljar mikil hátiö í Eng-
landi, þar sem kjör-
orðinGLEÐI, ÁST og
FRIÐUR eiga að sameina
þátttakendur í 9 daga sam-
félagi. Staðurinn, sem val-
inn hef ur verið til þessarar
hátíðar er smáþorpið
Watchfield í Englandi,
sem aðeins hefur 280 íbúa.
Gert er ráð fyrir að hátiðar-
gestir muni verða um 20.000 tals-
ins, mestmegnis unglingar eða
eins og fólkið i Watchfield segir,
hippalýður, sem á eftir að setja
allt á annan endann i þessu frið-
sama sveitaþorpi. Strax eftir að
staðurinn hafði verið valinn tóku
þorpsbúar sig til og mótmæltu
harðlega, en þaö dugði ekki til og
nú eru unglingarnir farnir að
ALÞIÓÐLEG
VðRUSÝNING 1975
INTERNATIOHAL FAIR =f=
REYKJAVlK- ICELAND
Landsmenn,
litið inn
hjá
Jórunni
I dag klukkan 6 opnum við Alþjóðlegu vöru-
sýninguna Reykjavik '75 í Laugardalshöll.
Þessi sýning er sú stærsta og f jölbreyttasta
sem haldin hefur verið á (slandi frá upp-
hafi vega. 610 framleiðendur sýna fram-
leiðsluvörur 24 þjóða í 124 sýningardeildum
á 8000 ferm. sýningarsvæði, i höllinni
sjálfri, i tjaldskála og á útisvæði. Segir
þetta ekki nokkuð um umfang sýningarinn-
ar? Við treystum okkur ekki út i nánari
upptalningu eða sundurgreiningu á vöru
flokkum hér, en vekjum athygli á því að
sjón er sögu rikari.
NOKKUR ATRIOI TIL ATHUGUNAR!
Vinningurinn i dag er 5 manna ævintýra-
ferð um Breiðafjörð með Flugfélaginu
Vængjum. Flogiðtil Stykkishólms, snæddur
hádegisverður á veitingahúsinu Nonna og
siðan4tima sigling um Breiðafjörð. Flogið
til baka um kvöldið.
Tiskusýningar:
Tískusýningar með nýju sniði verða tvisvar
á dag alla daga vikunnar (nema á sunnu-
dögum). I kvöld sýna sýningarsamtökin
Karon og Modelsamtökin kl. 8.45.
Opnunartimi:
Sýningin verður opin virka daga f rá kl. 3 til
10 og frá 1.30 til 10 um helgar. Svæðinu lok-
að kl. 11.
Gestahappdrætti:
Frumlegt gestahappdrætti, þar sem ferða-
vinningur verður dreginn út daglega, og
aðalvinningurinn, 14 daga ferð fyrir tvo til
Bangkok með Útsýn, verður dreginn út i lok
sýningar.
Verð aðgöngumiða:
Verð aðgöngumiða á sýninguna er 350 krón-
ur fyrir fullorðna og 100 krónur fyrir börn.
Foreldrar athugið, að börnum innan 12 ára
aldurs er óheimill aðgangur að sýningunni
nema i fylgd með fullorðnum.
streyma til þorpsins og hátiðin
virðist ætla að fara af stað eins og
áformað hafði verið.
Um það bil 400 lögregluþjónar
munu verða til taks á staðnum til
þess að fylgjast með þvi að þessi
hátið friöarins fari siðsamlega
fram.
t fyrra var samskonar hátið
sett af stað i námunda við Wind-
sor Kastala, skammt utan við
heimili drottningar. Þetta var
reyndar gert i óleyfi og voru þá
5600 lögregluþjónar sendir á vett-
vang til þess að leysa upp sam-
kunduna. Þarna urðu heljarmikl-
ar ryskingar og slösuðust um 50
manns en um 200 voru settir undir
lás og slá.
Reynslan frá þvi i fyrra varð
svo til þess að ráðamenn féllust á,
að unglingarnir fengju að halda
sina hátið i friði og án þess að
angra hennar konunglegu hátign
drottninguna. Þorpsbúar i
Watchfield verða svo að biða og
sjá hvað setur og treysta þvi, að
hátiðargestir trufli ekki um of ró
þeirra. En eins og haft var eftir
einhverjum þorpsbúa, þá erum
við allir dauðhræddir við af-
leiðingarnar.
Fyrsta alþjóðaráð-
stefna galdramanna
Um það bil 2000 fulltrúar frá
flestum löndum heims munu
sækja alþjóðlega ráðstefnu
galdramanna, sem haldin verður
i Bogota i Koíumbiu nú á sunnu-
daginn.
Upphafsmenn hugmyndarinnar
eru þau Josefina del Villa, 30 ára
skrifstofustúlka, sem að sjálf-
sögðu er göldrótt, og yfirmaður
hennar, hinn 49 ára gamli Simon
Gonzalez, einnig rammgöldrótt-
ur.
Undirbúningur ráðstefnunnar
hefur tekið þrjú ár, að sögn for-
svarsmanna og þó að ýmsir haldi
að hér sé um einskonar leikara-
skap að ræða, þá fullyrða for-
svarsmenn, að hér sé raunveru-
lega um að ræða hávisindalega
ráðstefnu, þar sem heimsfrægir
visindamenn haldi erindi um
para-sálarfræði og hin fjölmörgu
afbrigðilegu fyrirbæri mannlifs-
ins og sjötta skilningarvitið. A
þessari ráðstefnu mæta einnig
mikill fjöldi manna og kvenna,
sem hafa yfir margvislegum dul-
um eiginleikum að ráða, þ.á.m.
hinu svonefnda ESP (Extra
Sensory Perception).
Ýmsir kirkjunnar menn hafa
lýst andúö sinni á þessari ráð-
stefnu en þó er talið að galdra-
mennirnir og seiðkonur ráðstefn-
unnar fái að vera i friði.
í fréttatilkynningu frá Bogota
segir að ráðstefnan sé haldin
skammt frá stað nokkrum, þar
sem galdramenn voru brenndir
fyrr á öldum.
Viðskiptasamband
milli Bandaríkjanna
og Kína
Eftir að Kinverska alþýðulýð-
veldið hlaut viðurkenningu Sam-
einuðu þjóðanna hefur sambandið
milli Kina og Bandarikjanna
farið stöðugt batnandi. Nú hefur
verið ákveðið að 12 manna sendi-
nefnd frá Kina fari i heimsókn til
Bandarikjanna til að kanna
möguleika á viðskiptum af ýmsu
tagi milli landanna. Aætlað er að
sendinefndin fari til Bandarikj-
anna i byrjun næsta mánaðar og
dvelji i Bandarikjunum i 18 daga.
Hópur bandariskra kaupsýslu-
manna fór til Kina i svipuðum
erindagerðum i nóvember 1973.
F erðamannastraumur
til Bandaríkjanna
Ferðamannastraumur til
Bandarikjanna jókst um 5.5
prósent i júnimánuði i ár frá þvi
sem var i sama mánuði i fyrra. 1
þessum eina mánuði komu til
Bandarikjanna rúmlega 53 þús-
und Bretar, um 35 þúsund Þjóð-
verjar og rúmlega 15 ,þúsund
Frakkar, svo nokkuð sé nefnt.
Samt sem áður voru það Japanir
sem urðu fjölmennastir eða alls
rúmlega 65 þúsund talsins i júni-
mánuði einum saman.
Danskur hljómsveit-
arstjóri fórst
Meðal þeirra 126 farþega,
sem fórust með tékknesku flug
vélinni, sem fórst á flugleiðinni
Prag—Damaskus, var danski
hljómsveitarstjórinn Erling
Hoey, ásamt eiginkonu og syni.
Erling Hoey var stjórnandi
Philharmonisku hljómsveitarinn
ár i Irak.
UMBQDIO hf.
Hefur til sölumeðferðar
skuttogara frá einni
þekktustu skipasmiðastöð
i Noregi — til
afhendingar 1976
Útgerðarmenn - skipstjórar
Skuttogari
SÖLUMÖGULEIKAR Á ELDRA
SKIPI í ÞESSU SAMBANDI
Upplýsingar
á skrifstofunni
Klapparstíg 29,
3. hæð,
Sími 28450.
Skipasmíðastöðin hefur kaupanda að fiskiskipi ca. 80-110 feta, ekki eidra en 7 ára
o
Föstudagur 22. ágúst 1975