Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 22.08.1975, Blaðsíða 12
Útgefandi: BlaB hf. Framkvæmda- stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Ritstjdri: Sighvatur Björgvinsson. .Fréttastjóri: Helgi E. Helgason. Auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, simi 14906. AfgreiOsla: Hverfisgötu 8-10, sfmi 14900. Prentun: Blaðaprent hf. Askriftarverö kr. 700.- á mánuöi. Verö i lausasölu kr. 40,- KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 r Veórid Sólin lætur undan skýjafari ... Þaö var ansi brátt um sól- skinsglætuna sem heimsótti okkur i tvo daga, en við þökk- um henni samt pent fyrir. Regnsvæöi og skýjabelti sem nálgast okkur frá Grænlandi veröur þess valdandi aö sólin þarf aö láta undan fyrir skýja- fari. Einhver rigning mun svo trúlega fylgja i kjölfariö þegar liöa tekur á daginn. Suöaustankaldi og tiu stiga hiti er dagskipunin i dag hvort sem ykkur likar betur eða verr og þaö sem meira er, kaldinn fer vaxandi eftir þvi sem líður á daginn. Gátan V/TUR SKST ftTIUR STPfíl £%'f V KONR l i msMu 5 E///S mu LOðN' fíR EKK1 !<Wt> fí ÐUR hr'os HL'om FU6L S /TWG/ LE/T L ElKlb SKOTT /Ð f 1 EFU 5 KRIFfí 57bV? V£L'D/ fíLOft OERfí 5 Ærr MEGUM VIÐ KYNNA Alfreð Guðmundssoti/ for- stöðumaður Kjarvals- Staða, er Reykvikingur, fæddur 7. júli 1918. Alfreö útskrifaðist frá Verslunarskóla tslands voriö 1936, en réðst þá til Vinnumála- skrifstofu Rvikur. Alfreð hefur alla sina starfstið unnið á vegum Reykjavikur- borgar að undanteknum tveimur árum, 1940 til 1942, er hann var ráðsmaður eða framkvæmda- stjóri Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Alfreð var skipaður forstöðú- maður Kjarvalsstaða 1. desem- ber 1972 og hefur gegnt þvi starfi brátt um þriggja ára skeið. A siðasta aðalfundi Byggingar- félags verkamanna baðst Alfreð undan endurkjöri i stjórn félags- ins, en þá hafði hann átt sæti i henni i nákvæmlega 30 ár, en hann var um skeið ritari og siðan varaformaður. Flestum Reykvikingum er vafalaust kunnugt um áhuga Alfreðs Guðmundssonar á mynd- list. Jóhannes S. Kjarval var heimilisvinur á heimili Alfreðs og frú Guðrúnar Arnadóttur konu hans allt frá þvi þau hófu búskap, uns þessi jöfur islenskrar mynd- listar hvarf af þessum heimi. ,,Það var nánast fyrir tilviljun að ég kynntist Kjarval”, sagði Alfreð. „Það var árið 1936 að ég hitti hann i Austurstræti og tók hann tali, án þess að ég heföi ver- ið kynntur fyrir honum. En það er skritið, hvernig lifsbrautirnar mótast eftir þvi, hvað gerist og hverjum maður kynnist ungur. Kynni okkar jukust og urðu að vináttu, sem aldrei rofnaði”, sagði Alfreð. Alfreð hafði umsjón með mörg- um sýningum á verkum Jóhannesar S. Kjarvals og siöustu æviár meistararis fylgdist Alfreð. með liðan hans hvern dag. Þar átti meistarinn vin i raun. Um rekstur Kjarvalsstaða sagði Alfreð i samtalinu við Alþýðublaðið, að hann gengi ágætlega. Aðsókn gesta væri mik- il og sömuleiðis væri mikil eftir- spurn eftir sýningaraðstöðu i vesturálmu hússins. Albert benti á að sýning á verk- um Jóhannesar S. Kjarvals væri opin hvern einasta dag vikunnar nema mánudaga. Allir sem þang- að leggja leið sina fá ókeypis að- gang og sýningarskrá. HEYRT, SÉÐ TEKIÐ EFTIR i leiðara Alþýðu- mannsins á Akureyri, að skrif VIsis um Isl. landbúnað hafi alls • ekki verið skaðvænleg bændum. Þau hafi sett landbúnaðarmál i brennipunkt, vakið umræður og umhugsun um þessa atvinnugrein henni til gagns. SÉÐ: t fréttatilkynningu frá Flugleiðum h.f., að Knattspyrnu- samband íslands, Flugfélag tslands og Loftleiðir gangast fyrir hópverð islenskra knattspyrnu- unnenda á landsleikina i Evrópu- bikarkeppninni viö Frakka i Nantes 3. september og við Belga i Liege 6. september. Ferðin kostar 49.500 krónur auk flugvallargjalds. * SÉÐ: t ýmsum hinna islensku fjölmiðla undanfarnar vikur, kynningargreinar um útibú fjöl- þjóðlega IBM auðhringsins á tslandi — þar sem þjónusta og tækni þessa fyrirtækis er hafin til skýjanna, meðan islensk fyrir- tæki, sem bjóða upp á samskonar tækni, en hafa ekki enn fjárhags- legt bolmagn til að keppa við erlenda auðhringa, berjast i bökkum og virðast ekki vekja nokkra athygli samlanda sinna. Þjóðernisrembingur er slæmur — en eðlilegt ætti þó að teljast, að landinn sitji við nokkurn veginn sama borð og erlendir auðhringar. * HEYRT: Að Færeyingar og aðrir útlendingar, sem komið hafa til tslands með m.s. Smyrli með bila sina, undrist, að viökomustaður ferjunnar á tslandi skuli ekki vera fremur Þorlákshöfn en Seyðisfjörður. OG HLERAÐ KOMIST AÐ RAUN UM. Að maður, sem drekkur eina flösku af vodka á dag greiðir fyrir brjóstbirtuna 1,2 milljónir á ári, eða 100 þúsund kr. á mánuði. — Að hjón, sem reykja hvort um sig pakka á dag, brenna 140 þúsund krónum á ári. — * SÉÐ: 1 Alþýðumanninum segir, að stjórn Framkvæmdastofnunar rikisins muni væntanlega halda einn af fundum sinum á Akureyri i byrjun næsta mánaðar. Er ætlun stjórnarinnar — að sögn Alþýðu- mannsins — að ræða ýmis mál við Fjórðungssambandið, þingmenn kjördæmisins og visast ráða menn bæjar- og sveitarfélaga i kjördæminu auk ýmissa framkvæmdaaðila. * Er KRISTINN FINNBOGA- SON, framkvæmdastjóri Timans, hluthafi I „Nýja Visi”? — Hefur ÓLAFUR JÓHANNESSON, formaður Framsóknarflokksins og formaður blaöstjórnar Timajis, óskað eftir þvi, að könn- un veröi gerö á tengslum KRIST- INS FINNBOGASONAR viö aöstandendur „Nýja Visis”? ÖRVAR HEFUR 0RÐIÐ „Til sólarlanda! — En hvað varð um kjara- skerðinguna?” Þetta var fyrirsögn leiðara Morgunblaðsins i gær. Þar segir, að „þær tölur, sem lagöar hafa verið fram um kjaraskerðingu og kaupmátt, verði I sjálfu sér ekki véfengdar og eru vafalaust réttar miðaö við þær forsendur, sem þær byggja á. En sú staðreynd verður heldur ekki véfengd — heldur ritstjóri Morgunblaðsins áfram — að I ár fara fleiri tslendingar til sólarlanda heldur en i fyrra...” Siöan heldur ritstjórinn áfram: „Þessar miklu ferðir til sólarlanda benda ótvirætt til þess, að kaupmáttur almennings sé almennt miklu meiri en tölur sýna og menn hafa viljað vera láta...” Oft hafa birst sviviröi- leg skrif i honum Mogga, einkum um blessaða al- þýðuna. Og oft hefur gamli Moggi býsnast út í alþýðuna, þegar henni hefur tekist að brjóta af sér hina ýmsu hlekki, sem hún hefur orðið að bera gegnum aldirnar. Nú öfundast Moggi gamli yfir þvi, að venjulegt íaunafólk skuli bregða sér til sólarlanda I sumarfríi. Þeir timar eru nú liðn- ir, að það séu forréttindi fengin i vöggugjöf, að fara I siglingu. Þessari breytingu kann gamli Moggi augljóslega illa. Þess vegna býsnast hann nú yfir þvi, að venjulegt launafólk skuli eyða hluta af sumarleyfi sinu i sólar- löndum. Það er engu likara en gamli Moggi sé orðinn elliær. Veit hann ekki, að launafólk á lögum sam- kvæmt að taka orlof og viö það er miðað, að hluti af launum ársins sé in- mitt varið til orlofs? Veit gamli Moggi ekki, að dýrtið og óðaverðbólga er meiri á íslandi en meira segja I fasistarikj- um eins og Spáni? Veit gamli Moggi ekki, að það kostar minna fé að bregða sér i hálfan mánuð til Spánar á veg- um ferðaskrifstofu en að feröast I jafnlangan tima um fagrar byggðir ts- lands? „Sumarið, sem nú er að liða, er ekkert sumar”, segir fólk i Reykjavikog á suðvesturhorni landsins. Veðrátta hefur verið með eindæmum leiðinleg. Vorið var kalt og sumarið fremur kalt og votviðra- samt. Slikt sumar reyna menn að flýja. Þeir vilja komast i sólina. Þeir reikna Ut, hvað kostar ferðalag til Norðaustur- landsins þar sem sól er að finna. Þeir reikna út hvað kostar ferð til Spánar, t.d. á vegum Alþýðuorlofs. Fyrir flesta verður innan- landsferðin með gistingu og máltiðum verulega miklu kostnaðarmeiri en Spánarferðin. Eru það nokkur undur, þó að fólk velji ódýrari kostinn, suð- rænu sólina, fremur en þá þingeysku, þar sem hin siðarnefnda er dýrari? Mikil þátttaka al- mennings i sólarlanda- feröum á þessu sumri ber þvi glöggt vitni, að launa- fólk reynir að taka sér sumarfri. Vonandi eru þetta merki um, að skilningur hafi gtæðst meðal launafólks á gildi orlofsins. Yfir þvi þarf enginn að býsnast. — PIMM a förnum vegi . Hver er staða konunnar á Islandi? Þorhildur L. Þorkelsdóttir, hús- móðir: — Æ, ég veit varla hverju skal svara. Að vissu leyti er hún dekruð, til dæmis barn- lausar konur, sem láta eigin- menn vinna fyrir sér, en á móti eru svo til dæmis einstæðar kon- ur með börn kúgaðar. — Guörún Marteinsdóttir, nemi: — Konan er þvinguð I þessu þjóðfélagi okkar, eins og þaö er I dag. Henni er gert að lifa inn I ákveöin hlutverk og þorir ekki að~vera hún sjálf. — Anna Harðardóttir, atvinnu- laus: — Æ, ég held aö staða kon- unnar sé svo misjöfn, að ekki sé hægt að skilgreina hana. Konur eru ýmistkúgaöar eða dekraðar og engin ein regla I gildi um þaö. Margrét S i g ur ö a r d ó t tir klinikdama: — Andskotinn, þaö veit ég ekki. Hef ekki nokkra hugmynd um það. Ætli hún sé ekki bara nokkuð góð. Annars er þetta vitlaus spurning. — Maria Guömundsdóttir, hár- greiösludama: — Ég er engin rauösokka. Ég álit alls ekki aö konan sé kúguð I okkar þjóð- félagi. Ætli staða hennar sé ekki bara nokkuð eðlilega I dag. Það held ég. — S mmmmm HOBB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.