Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 1
191. TBL. - 1975 - 56. ARG. FlMMTUDAGUR 2. OKTÓBER Ritstjórn Síöumúla II - Slmi 81866 — A HLERAfl BAKSÍÐA Urslit Evrópuleikja í | gærkvöldi. Sjá nánar | íþróttir á bls. 8 og 9 | BRIDGE bls. 4 LAUN ÞEGASIÐA í opnu blaðsins Upd komast svik um síðir Rannsóknarlögreglan kom i gær upp um eins árs gamalt ávisanamisferli. Upp um misferl- iðkomst þannig, að hjá rannsókn- arlögreglunni var piltur sem lög- reglunni þótti ekki ósennilegt að hefði getað verið viðriðinn ávis- anamisferli frá þvi i nóvember i fyrra. Þeir tóku rithandarsýnis- horn af piltinum og viti menn, við samanburð kom i ljós að rithönd- in var sú sama og á ávisunar- eyðublöðunum sem fölsuð höfðu verið. Viðurkenndi kauði glæpinn og tilgreindi annan, Þeir segjast hafa útvegað sér ávisanahefti, og er enn ekki ljóst með hvaða hætti það var, siðan útfyllt innistæðulausar ávisanir, 3 talsins að upphæð 130 þús. og framselt þær i banka, þannig að þeir opnuðu bankabækur með þeim. Siðan fóru þeir beinustu leið og tóku peningana út úr úti- búum viðkomandi banka. Þennan leik tókst þeim að leika tvisvar, og áskotnaðist kr. 77.500, en i þriðja bankaútibúinu brást þeim bogalistin, þvi að þeir höfðu gleymt þvi tiibúna nafni, sem þeir höfðu skrifað fyrir bankabókinni. Þeir hafa örugglega haldið sig óhulta fyrir lögreglunni af þess- um glæp, þegar annar þeirra var kallaður fyrir rannsóknarlögregl- una út af alls óskyldu og mein- lausu máli i fyrradag. En eins og áður sagði hafði lögreglan alls ekki gleymt þessu máli og lét nú til skarar skriða, og náði að nappa þessa tvo ávisanafalsara, sem voru báðir um 20 ára gamlir. Bílverðið rokkar um 172 þús. kr. Þar sem gengi islensku krón- unnar hefur verið mjög breytiiegt að undanförnu hefur verð á dýr- ari hlutum sveiflast til og frá um umtalsverðar upphæðir. Þannig má nefna sem dæmi, að á dag! þegar sænska krónan var i hæstu verði i ágúst kostaði venjulegur Volvo af De Lux gerð 172 þúsund- um króna meira heldur en þegar krónan var lægst i september. Þessar öru sveiflur hafa það i för með sér, að menn geta „grætt” eða „tapað” tugum eða hundruðum þúsunda á nokkrum vikum. Fer þaðallt eftir þvi hvort krónan okkar stfgur eða sfgur gagnvart erlendum gjaldmiðlum. En það er gagnstætt venjunni þegar nýir bflar LÆKKA um hátt i tvö hundruð þúsund krónur á mánaðartima eða svo. KYNNINGARFUNDIR BSRB VIÐA UM LAND Atvinnuöryggi opinberra starfs- manna ekki hið sama „Þetta er i fimmta sinn, sem fundir verða haldnir að tilhlutan BSRB viðsvegar um land, til að kynna það, sem bandalagið hefur á prjónum”, sagði Kristján Thor- lacius, form. BSRB við blaða- menn i gær. „í þetta sinn eru fundir fjórskiptir”, hélt hann áfram, „svæðafundir, félaga- fundir i Rvik og nágrenni, vinnu- staðafundir og sameiginlegir fundir kennara. Kröfur BSRB eru, að bandalagið fái fullan og óskoraðan samnings- og þar með verkfallsrétt. A þessum fundum verður leitað eftir skoðunum fundarmanna um verkfalls- réttinn, með leynilegri atvkæða- greiðslu. Þess verður gætt, að enginn geti greitt atkvæði, nema einu sinni, enda er okkar skoðun, að atkvæðagreiðslan verði að vera traustvekjandi.” Aðspurður um samstöðu verkalýðs- hreyfingarinnar með BSRB, kvaðst hann vonast eftir henni, enda væru meginrök BSRB þau sömu og rök verkalýðshreyf- ingarinnar fyrir verkfallsrétti hennar. Þetta hefur verið baráttumál BSRB frá upphafi „Aðspurður um, hvort rikis- starfsmenn vildu láta eitthvað af núverandi réttindum, gegn þvi að fá verkfallsréttinn, s.s. ævi- ráðningarkjör eða verðtryggingu lifeyris, svaraði formaður svo: „Starfsöryggi er alls ekki hið sama nú og var. Tekið er að semja um ráðningar með 3ja mánaða uppsagnarfresti. En um verðtryggingu lifeyris er það að segja, að slikt hefur okkur ekki komið i hug. Við viljum þvert á móti stefna og styðja að, að allir landsmenn fái sina lifeyrissjóði og áður verðtryggða. „Fram kom á fundinum, að þvi færifjarri, að þó verkfallsréttur fengist og honum yrði beitt, ætti hann að ná til starfshópa, sem veittu nauðsyn- lega þjónustu i hjúkrun og slysa- tilfellum. Kjarasamningar opin- berra starfsmanna fara nú til sáttasemjara og náist ekki samningar innan mánaðar, eiga þeir að ganga til Kjaradóms. Ekki taldi form. BSRB að ástæða hefði verið til að taka afstöðu til þeirrar óskar rikisnefndar, að gefa 3ja mánaða frest, sem rikis- nefndin óskaði eftir, enda væri enn mánuður til stefnu. Fundahöld munu nú hefjast viðsvegar um land, alls á 23 stöðum, frá og með föstudeginum 3. okt. og til mánudags 13. okt. Mun verða getið um fundarstaði hér i blaðinu eftir þvi. Lóðir verði ávallt auglýstar: Leyfjsveitingu til Ármanns- fells frestað A fundi borgarstjórnar i dag verða lóðamál til umræðu svo og Armannsfellsmálið umtalaða. Björgvin Guðmundsson leggur til, að framvegis verði sá háttur tekinn upp við lóðaúthlutanir, að ávallt verði auglýst eftir umsækjendum. Skuli sú regla gilda bæði við úthlutun lóða undir ibúðarhúsnæði og atvinnuhús- Ferðum fjölgar BIÐIN eftir Breiðholtsvagnin- um verður ekki eins löng i vetur og hún hefur verið, þvi SVR hef- ur ákveðið að bæta þjónustuna við Breiðholtsbúa með aukinni tiðni hraðferða milli Breiðholts og miðbæjarins á vinnutima. En meðan veðrið er jafn milt og þessa dagana skiptir biðtiminn ekki svo miklu máli — það má tylla sér og kveikja í sigarettu -------LOKAR SILFUR- TUNGLIÐ? Borgarráð hefur mælt gegn þvi að veitingahúsið Silfurtunglið fái framlengingu á vínveitingaleyfi, Fyrir fundi borgarráðs á þriðjudaginn lá fyrir bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þar sem itrekuð er beiðni um um- sögn borgarráðs, en svar hafði ekki borist við samsvarandi bréfi sem sent var borgarráði fyrr i sumar. En nú tók borgarráð sem sagt af skarið og mælti gegn erindinu. 20 árekstrar! ;t blíðunni og siðsumarssólinni i fyrradag urðu alls 20 árekstrar. t gær var þessi tala nokkru lægri, en þó allt of há, ef tekið er mið af þessum góðu 'akstursskilyrðum. Lögreglan tjáði okkur að árekstrar væru ótrúlega algengir I veðri, eins og verið hefur undan- farna daga og ennfremur, að þegar rigning og dimmviðri, kemur á eftir bliðu sem þessari, fjölgar árekstrum mjög fyrst I stað, en siðan komist eðlilegt ástand aftur á. Þá munu flestir árekstrar, sem eiga sér stað, gerast i hádeginu eða um sexleyt- ið á daginn. næði. Tilgreina skuli i auglýsingu hvaða lóðir komi til úthlutunar hverju sinni og ekki vikið frá þessari reglu nema algjör sam- staða sé umþað i borgarráði. Þá leggja þeir Sigurjón Pétursson og Kristján Benedikts- son fram tillögu um að borgar- stjórn kjósi sjö manna nefnd, er hafi það verkefni að gera tillögur til borgarráðs og borgarstjórnar um lóðaúthlutanir. Skuli kjör- timabil nefndarinnar vera það sama og borgarstjórnar. Ennfremur leggur Kristján Benediktsson til, að á meðan rannsókn Ármannsfellsmálsins standi yfir skuli borgarstjórn ekki gefa út byggingarleyfi til félags- ins um framkvæmdir á hinni umdeildu lóð. Jafnframt leggur Kristján til, að ekki verði tekið við frekari greiðslu á gatnagerð- argjaldi fyrir umrædda lóð fyrr en rannsókn málsins sé að fullu lokið og niðurstöður liggi fyrir. 1 greinargerð Kristjáns segir m.a.: „Ekki verður séð á þessu stigi málsins, hve langan ti'ma sú rannsókn kann að taka og hvenær niðurstöður hennar liggja fyrir. Þá má fastlega gera ráð fyrir, að borgarfulltrúar telji sig þurfa að fá eitt og annað upplýst frekar. eftir að rannsókn sakadóms er lokið. Sú varð a.m.k. reyndin varðandi mál, sem borgaryfir- völd visuðu til sakadóms á s.l. ári”. Segir Kristján Benediktsson að óeðlilegt verði að teljast, að bygg- ingarframkvæmdir hefjist á lóðinni meðan málið sé i rann- sókn. Spánn í bann! Stjórnir ASl og BSRB hafa samþykkt svohljóðandi áskor- un: „Alþýðusamband isiands og Bandalag starfsmanna rikis og bæja skora á alla félaga sina að leggja niður alla þjónustu sem varðar samskipti og sa mgöngur við Spán, þar á meðal afgreiðslu flugvéla og hvers konar störf i því sambandi, svo og alla póst- og simaþjónustu. Askorun þessari cr ætlað að taka gildi klukkan 12 á hádegi á rnorgun, fimmtudag, og gilda til kl. 24 næstkomandi föstudag. Þessa aðgerð ber að skoða sem mótmæli islenskra laun- þegasamtaka gegn hryðjuverk- um spænsku einræðisstjórnar- innar á verkalýðssinnum og frelsisunnendum á Spáni.” Þessi áskorun er liður I al- þjóðlegum aðgerðum gegn spánskum yfirvöldum, og hafa launþegasamtök viða um heim samþykkt samhljóðandi áskor- un.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.