Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 9
Evrópuleikir. Fyrsta umferð,
seinni leikir
Úrslit i Evrópukeppni meistaraliöa i gærkvöldi:
Dinamo Bucharest (Rúmenia) — Real Madrid (Spáni) 1:0., Real
vann samanlagt 4:2.
Dinamo Kiev (Sovét.) — Olympiakos Piraeus (Grikkl.) 1:0, Kiev
vann samanlagt 3:2.
Fenerbahce (Tyrkl.) — Benfica (Portugal) 1:0, Benfica vann 7:1
samanlagt.
Magdeburg (A-Þýskalandi) — Malmö FF (Sviþjóð) 2:1. Þar sem
markatalan var jöfn 3:3 voru vitaspyrnukeppni látin ráða, sem Malmö
vann.
Hajduk Split (Júgóslavia) — Fl. Valletta (Malta) 3:0, Split vann 8:0
samanlagt.
Viking Stafangri (Noregi) — Molenbeek (Belgiu) 9:1, Molenbeek
vann samanlagt 4:2.
Palloseura (Finnl.) — Chorzow (Póllandi) 2:2, Chorzow vann 7:2
samanl.
Bohemians (írlandi) — Rangers (Skotlandi) 1:1, Rangers vann 5:2
samanl.
Bayern Munchen (V-Þýzkal.) — Jeun^ese’dsch (Lux) 3:1, Munchen
vann 8:1 samanlagt.
Derby County (Engl.) —Bretislava (Tékkóslóvak.) 3:0, Derby vann
8:1 samanlagt.
Derby County (Engl.) — Bratislava (Tékkóslóvak.) 3:0, Derby
kemst þvi áfram á hagstæðari markatölu 3:1. Bourne eitt og Lee (2)
gerðu mörkin.
Zurich (Sviss) — Ujpest Dozsa (Ungverjal.) 5:1. Samanlagt I báðum
leikjum varö 5:5, en Dozsa komst áfram á marki gert á útivelli.
Wacker Innsbruck (Austurrlki) — Mönchengladbach (V-Þýskal.)
1:6. Mönehengladbach vann 7:2 samanlagt.
Psv Eindhoven (Hollandi) — Linfield (N-lrlandi) 8:0, Eindhoven
vann samanlagt 10:1.
St. Etienne (Frakkl.) — KB (Danmörk) 3:1. St. Etienne vann 5:1
samanlagt.
Juventus (Italiiu) —Sofia (Búlgariu) 2:0. Italarnir unnu samanl. 3:2.
Urslit I Evrópukeppni bikarhafa i gærkvöldi:
ZWICKAU 8A-Þýskalandi) — Panathinaikos (Grikklandi) 2:0.
Zwickau heldur áfram með mrakatöluna 2:0.
Anorthosis (Kýpur) — Ararat (Sovét.) 1:10 Ararat heldur áfram
með markatöluna 10:1.
Boavista (Portugal) — Spartak Trnava (Tékkóslk.) 3:0, Boavista
vann samanlagt 3:0.
Stal Rzeszow (Pólland) — Skeid (Oslo) 4:0, Pólska liöið vann 8:1
samanlagt.
Slavia Sofia (Bulgaria) — Sturm Graz (Austurriki) 1:0, Graz vann
3:2 samanlagt.
Djurgaarden (Sviþjóð) —Wrexham (Wales) 1:1, Wrexham vann 3:2,
samanlagt.
WestHam (Engl.) —Reipas (Finnl.) 3:0. West Ham vann samanlagt
5:2, Robson, Holland og Jennings gerðu mörk West Ham.
FC den Haag (Hollandi) — Vejle (Danmörku) 2:0, Haag vann 4:0
samanl.
Anderlecht (Belgiu) — Rapid Bucharest (Rúmenia) 2:0. Anderlecht
vann 2:1 samanlagt.
Aletico Madrid (Spáni) — FC Basel (Sviss) 1:1. Madrid vann 3:2
samanlagt.
Úrslit 1 U.E.F.A. keppninni:
Stal Mieler (Póllandi) — Holbæk (Danmörku) 2:1,
Stal Mielec vann samanlagt 3:1.
Slask Wroclav (Póllandi) — Gais (Sviþjóð) 4:2,
Slask vann samanlagt 5:4.
Eskisehirespor (Tyrkl.) — Levski Spartak (Búlgariu) 1:4,
Spartak vann samanlagt 7:1.
Napoli (ítaliu) — Torpedo Moskva 1:1,
Torpedo vann samanlagt 5:2.
Vasa Budapest (Ungverjal.,) — Voest Linz (Austurríki) 4:0, Vasa
vann samanlagt 4:2.
Dunav Russe (Búlgaria) — Roma (Italiu) 1:0, Roma vann 2:1 sam-
anlagt.
HJK Helsingi (Finnl.,) — Hertha Berlin (V-Þýskal.) 1:2, Hertha
vann samanlagt 6:2.
Dynamo Dresden (A-Þýskal.,) — Armata Tirgu (Rúmenia) 4:1,
Dresden vann 6:3 samanlagt.
Red Star Belgrad (Júgóslav.) — Universitatea Craiova (Rúm) 1:1,
Red Star vann 4:2 samanlagt.
Vaalerengen Oslo — Athlone Town (Irlandi) 1:1, Athlone vann 4:2
samanlagt.
AEK Aþena (Grikkl.) — Novi Sad (Júgóslavia) 3:1, AEK vann 3:1
sarrOnlagt.
Aston Villa (Engl.) — Antwerpen (Belgiu) 0:1, Antwerpen vann 5:1
samanlagt.
Ipswich Town (Engl.) — Feyenoord (Holland) 2:0, Ipswich vann 4:1
samanlagt. Mörk Ipswich gerðu Wymark og Wood.
Galatasaray (Tyrkl) — Rapid Vin (Austurriki) 3:1, Galatasaray,
vann 3:2 samanlagt.
Avenir Beggen (Luxemborg) — FC Porto (Portugal) 0:3, Porto vann
10:0 samanlagt.
Hamburg Sv (V.Þýskal.) — Young Boys (Sviss) 4:2. Hamborg vann
4:2 samanlagt.
Ajax (Hollandi) — Glentoran (N. írlandi) 8:0. Ajax vann 14:1 sam-
anl.
A.C. Milan (Italiu) — Everton (Engl.) 1:0. Milan vann 1:0 samanl.
Gruges (Belgiu) — Ollympique Lyon (Frakkl.) 3:0. Bruges vann 6:4
samanlagt.
B 1903 (Danmörku) — Köln (V-Þýskal.) 2:3. Köln vann 5:2 samanl.
Barcelona (Spáni) — Salonica (Grikkl.) 6:1. Barcelona vann 6:2
samanlagt.
Marseilles (Frakkl.) — Carl Zeiss Jena (A-Þýskal.) 0:1. Zeiss vann
4:0 samanl.
Honved (Ungverjal.) —Bohemians (Tékkósl.) 1:1. Honved vann 3:2
samanl.
Sporting Lisabon (Portugal) — Sliema Wanderers (Möltu) 3:1.
Sprting vann 5:2 samanl.
San Sebastian (Spán) — Grasshoppers (Sviss) 1:1. Sebastian vann á
marki skorað á útivelli.
Ali gegn eiginkonunni
Framhjáhald Muhamed Ali á Filipseyjum vakti heimsathygli, og
eiginkona hans fór þaðan i fússi heim til Bandarikjanna. Teiknarinn
Keith Waite hjá Sunday Mirror sá einvigið i þessu ljósi.
„Nú er hann búinn að vinna Frazer, og næst er að mæta eiginkonunni.”
Mismunurinn á áhuga- og
atvinnumennsku kom í Ijós
þegar Celtic vann Val 7:0
Valsmenn voru gersamlega
yíirspilaðir af frábæru liði Celtic,
sem sýndi nú allt aðrar og betri
hliðar á sér heldur en hér heima, i
Evrópukeppni bikarhafa á Park-
head i Glasgow i gærkvöldi. Já,
nú voru Celticmenn allir aðrir en i
Reykjavik og skilur maður vel
hvers vegna þetta fræga lið er dáð
um, ekki aðeins Skotland, heldur
einnig alla Evrópu. Þeir léku
Valsmenn oft á tiðum mjög grátt i
leiknum, einkum þó i fyrri hálf-
leik, en þá gerðu þeir fimm mörk.
I siðari hálfleik fóru þeir sér öllu
rólegra, bættu þó tveim mörkum
við, þannig að þegar flautað var
til leiksloka sýndi markataflan
sjö mörk gegn engu marki Vals-
manna.
Meðan á leiknum stóð var
grenjandi rigning og völlurinn
svo blautur að Sigurður Dagsson
sagði eftir leikinn að hann hefði
aldrei leikið á eins hálum velli og
þekkir hann þó sitt af hverju frá
Laugardalsvellinum. Strax á 7.
minútu leiksins skoraði Jóhannes
Eðvaldsson fyrsta mark Celtic
gegn sinum gömlu félögum. Það
kom upp úr frisparki. Gefið var
inn i vitateig Valsmanna, vinstri
útherjinn Wilson nikkaði til
Búbba, sem tók knöttinn á lofti og
lyfti honum laglega yfir Sigurð.
Stuttu siðar skoraði svo besti
maður vallarins, Kenny Daglish
annað mark Skotanna með
skalla. Var þetta mark mjög
glæsilegt þvi hann fleygði sér
fram eftir fyrirgjöf og náði að
sneiða knöttinn i horn, algjörlega
óverjandi fyrir Sigurð i marki
Vals. Á nær sömu minútu skoraði
svo Jóhannes mark, sem var
dæmt af vegna þess að talið var
að hann hafi snert boltann með
hendi. Á 29. minútu skoruðu svo
Celtic menn sitt þriðja mark. Það
gerði Pat McCluskey úr vita-
spyrnu, sem dæmd hafði verið á
Sigurð Dagsson, þegar hann
fleygði sér fyrir fætur Wilson og
hélt honum. Harry Hood gerði
fjórða mark Celtic með skotir,
eftir góða fyrirgjöf frá McGrain.
Þremur minútum siðar skoraði
svo Dixie Deans fimmta markið
eftir grófleg varnarmistök hjá
Valsmönnum. Rétt eftir þetta
mark átti Jóhannes Eðvaldsson
glæsilegt skot af löngu færi, en
Grimur Sæmundsson náði að
skalla af marklinu.
Celtic leikmenn fóru sér ekki
eins geyst i siðari hálfleik enda
komnir með gott forskot eftir
þann fyrri. Þó bætti Tommy
Callaghan við markatöluna fljót-
lega eftir að leikurinn hófst að
nýju. Hann lék á 3 til 4 leikmenn
Vals og skaut þrumuskoti af um
15 metra færi, óverjandi fyrir Sig-
urð Dagsson. Um það leyti var
Albert Guðmundssyni skipt inn á
fyrir Ingibjörn Albertsson. Stóð
Albert sig mjög vel og kom hann
einna best Valsmanna frá leikn-
Um siðustu helgi léku V-Þjóð-
verjar og Svisslendingar lands-
leik i handknattleik. Leikurinn fór
fram i Basel i Sviss og sigruðu V-
Þjóðverjar 19:12.. eftir að staða i
um. Harry Hood gerði svo sjö-
unda mark Glasgow iiðsins og
annað mark sitt i leiknum, þegar
langt var liðið á siðari hálfleik.
Eins og fyrr segir var mikill
munur á liðunum og sást greini-
lega munurinn á atvinnumönnum
og áhugamönnum. Þegar áhuga-
mannaliðin leika ekki varnarleik.
eins og Valur gerði i gærkvöldi.
þá finnst manni þetta vera ósköp
eðlilegur munur á áhuga- og at-
vinnumennsku. Valsmenn hafa
nær allt að þvi eins góða knatt-
meðferð en þeir hafa ekki eins
gott leikskipulag og likamsstvrk-
leika á við hina.
Þar með er þátttöku Vals-
manna i Evrópukeppni lokið að
þessu sinni en hver veit nema þeir
standi sig betur næst enda eru
margir efnilegir strákar i liðinu.
Þeir voru i alla staði til sóma i
gærkvöldi og aldrei sást það fara i
taugarnar á nokkrum leikmann-
anna þótt þeir ættu við ofurefli að
etja.
Jóhannes Eðvaldsson var að
vonum mjög ánægður eftir leik-
inn og sagði ,,að það hafi komið i
ljós sem ég lofaði eftir leikinn i
Reykjavik. við myndum vinna á
Parkhead'.
hálfleik hafði verið 9:5. Þrátt
fyrir þennan sigur er langt frá þvi
að Þjóðverjarnir séu ánægðir
með þessi úrslit. þvi Sviss — liðið
þótti lélegt.
V-Þjóðverjar unnu Sviss 19:12
Fimmtudagur 2. október 1975
Alþýðublaöið £