Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 12
alþýðu
Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmda-
stjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit-
stjóri: Sighvatur Björgvinsson.
Kitstjórnarfulltrúi: Bjarni
Sigtryggsson. Auglýsingar og af-
greiðsla: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Blaða-
prent hf. Áskriftarverð kr. 800.- á
mánuði. Verð i iausasölu kr. 40.-.
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
— Ycdrid-------
Gera má ráð fyrir að
hægviðrið, sem rikt hefur
undanfarna daga, vlki
bráölega fyrir dumbungi
og rigningu. 1 dag er
reiknað með austan-
kalda, sólarlausu veöri en
þurru. Ohætt er að segja
aö undanfarnir dagar hafi
verið nokkur sárabót,
eftir svo til sólarlaust
sumar.
Gátan
“V/ £F r/fí
/■/^PL.Z>Ó r, A' IA//V£
5Tául? 3£ TT FO///JD-T L/TuR vfí/?fí 1 L/Ób/Ð 'JvfíLL
1 V
j urt i R -
iinwr /o rpRSK $K£l b
f S
GjlV l 7/? \\ 2 SHYLV fís r/
TQLfí POKH St/Tfí SP/L 8
r L/mu.Q
ZÆ/?Z> SK'/rfí ‘bfím/JL / 7 3
l
BFST up
arnn fiRfíuO droPu/o SnmnL 9
VLTT/
MEGUM
VIÐ KYNNA
Bjarki Elíasson yfirlög-
regluþjónn,
fæddist á Dalvik þann 15. dag
maímánaðar árið 1923. Þar ólst
hann upp og stundaði sitt barna-
og gagnfræðaskólanám. Siðan lá
leiðin i Stýrimannaskólann i
Reykjavik og þaðan útskrifaðist
Bjarki árið 1949.
,,Ég var alla mina unglingstið
mikið á sjó og eftir fjögur ár á
sjónum, eftir lokapróf úr Stýri-
mannaskólanum, má segja að ég
hafi farið beint af togurunum i
lögregluna árið 1953”.
Bjarki hefur nú starfað I lög-
reglunni um 22 ára skeið og og
m.a. á þvi timabili farið til
Bandarikjanna til frekari upp-
fræðslu i lögreglufræðum. Um
breytingar á starfi lögreglunnar á
22 ára timabili, segir Bjarki.
„Geysilega mikil breyting hefur
orðiö á starfi lögreglunnar á und-
anförnum tveimur áratugum og
er það I samræmi við almennar
þjóðfélagsbreytingar. Til að
mynda var bifreiðafjöldi i Rvik.
þegar ég byrjaöi i lögreglunrii að-
eins 5500, en er nú um 50000. Þá
finnst mér samband lögreglu og
hins almenna borgara haf gjör-
breyst til hins betra, og er nú mun
betri samvinna þar á milli, en áð-
ur var. Gott dæmi um það, er við-
mót barna i garö lögreglunnar.
Aður fyrr var lögreglan hálfgerö
grýla i augum barna, en er nú
sem vinur og verndari.”
,,Ég er ánægður með það lifs-
starf sem ég hef valið mér og
fundist sem ég hafi fengið tæki-
færi til að gera ýmsa góða hluti i
minu starfi, svo sem að hjálpa
fólki og aðstoða á margvfslegan
hátt. Þó eru einnig óneitanlega
dökkar hliöar á starfinu, sökum
eðlis þess.”
Bjarki er kvæntur Þórunni Ast-
hildi Sigurjónsdóttur og eiga þau
hjónin eina dóttur. Bjarki á 3 börn
úr fyrra hjónabandi.
Um áhugamál utan hefðbund-
ins starfs: ,,Ég hef notað min
sumarfri mikið til að stunda veið-
ar á sjó og vatni. Ég var t.d. á
sildveiðum á sumrin, þegar sildin
var og hét. Þá fer ég oft til Dal-
vikur og ræ þar út á trillum, auk
þess sem ég stunda silungsveiðar
i ám og vötnum. A veturna uni ég
mér vel, við lestur góðra bóka,”
sagði Bjarki Eiiasson yfirlög-
regluþjónn að lokum.
HEYRT, SÉÐ
HEYRT: Að hugmyndir um að
framleiða fitusnauða mjólk á ís-
landi — en slik mjólk er viöast
hvar annars staðar á boðstólum
fyrir þá, sem vilja fara varlegai
neyslu dýrafitu — strandi á þvi,
að þá muni smjörfjallið fara enn
hækkandi, og nógu slæmt hefur
verið að koma þvi út i þeirri hæð,
sem það hefur náð til þessa.
LESIÐ: 1 „Fiskaren” frá 29.
september s.l., að norska rikis-
stjórnin hafi i bígerð tillögu um að
veita 82 millj. norskra króna i
styrki til sjávarútvegs i Noregi á
siðasta fjórðungi yfirstandandi
árs. Meginhluta styrksins á að
nota i verðbætur á fiski.
FRÉTT: Að samgönguráðherra,
Halldór E. Sigurðsson hafi i gær
farið vestur á firði til þess að
skoða Djúpveginn nýja. Vegurinn
var endanlega opnaður siðsum-
ars og er talið, að hann geti stytt
aksturstima milli Isafjarðar og
Reykjavikur um allt að tveimur
klst.
LESIÐ: 1 ,, Húsfreyjunni”, Tima-
riti Kvenfélagasambands Is-
lands, að einhver óheppilegasta
matargerð á kartöflum frá nær-
ingarfræðilegu sjónarmiði sé að
steikja þær i feiti (franskar
kartöflur). Við þá matreiðsluað-
ferð rýrnar C-vitaminmagnið i
kartöflunum um 90%, B2 vita-
minið hverfur nær alveg og
kartöflurnar innihalda eftir steik-
inguna 35-40% feiti i stað vatns,
sem gufað hefur burtu úr þeim.
HEYRT: Að þegar mest hefur
gengið á i netaveiðum á Breiða-
firði nái samanlögð lengd neta-
trossanna frá tslandi til Skotands.
Það er þvi varla nema fiskur og
fiskur á stangli, sem sleppur inn
fyrir netagirðingarnar.
0G HLERAÐ
TEKIÐ EFTIR: 1 kvikmyndinni,
sem sjónvarpið sýndi frá Alls-
herjaþingi S.Þ. er Einar Agústs-
son, utanrikisráðherra, flutti
ræðu sina, að flest sæti i salnum
voru auð. Skyldi þetta vera gert
af virðingarleysi við Islendinga,
eða er það vani sendinefnda hjá
S.Þ. að mæta svo illa á fundum
Allsherjarþingsins?
LESIÐ: Forystugrein i 8. tbl.
timaritsins „Frjáls verslun” þar
sem hvatt er til þess að leyfa
bruggun og sölu bjórs á Islandi.
Er þetta til marks um, að ný sókn
i bjórmálinu sé hafin? Hyggst
Pétur Sigurðsson, alþm., til
hreyfings enn á ný með bjórfrum-
varpið?
SÉÐ: Að búið er að krota rimla á
glerið I gluggum nýja Sjálfstæðis-
hússins. Hvort skyldu þeir eiga að
tákna innilokun eða útilokun?
ER ÞAÐ SATT:
að útgefendur Dagblaðsins hafi
þegar fest kaup á prentsmiðju er-
lendis frá, sem staðsett verði I
húsi kexverksmiðjunnar Esju, —
og þar verði Vikan enn fremur
prentuð og hugsanlega nýtt
morgunblað?
ÖRVAR HEFUR ORÐIÐfcd
Stór hópur skattgreið-
enda i tveimur byggðar-
lögum — Bolungarvik og
Borgarnesi — hefur risið
upp til mótmæla við ó-
réttláta niðurjöfnun opin-
berra gjalda. Ibúarnir
hafa snúið sér til skatta-
yfirvalda og spurst fyrir
um, hvað valdi þvi, að
ekkert samræmi sé á
milli skattlagningar á
einstaklinga annars veg^
ar og eyðslu þeirra og út
gjalda hins vegar. Hvern-
ig stendur á þvi, að á
sama tima og sumt fólk
er að kikna undir byrði
opinberra gjalda eru aðr-
ir skattlausir þótt vitaö
sé, að þeir siðarnefndu
eyði i sig og sina jafnvel
margföxdu fé á viö hina?
Viðbrögð skattyfir-
valda eru mjög lærdóms-
rik fyrir margra hluta
sakir. Skattstjórinn á Isa-
firði svaraði þvi einfald-
lega til, að svona væru
lögin — þetta vildi Al-
þingi! Þetta er fráleit og
viðurstyggileg afsökun.
Mismununin byggist að
sjálfsögðu á þvi, að þeir,
sem bera ekki skatta I
samræmi við eyðslu sina,
fara i kring um þau lög
sem Alþingi setur. Og það
er eitt af hlutverkum
skattstjóra og skattayfir-
valda að reyna að koma i
veg fyrir, að slikt sé gert.
Þeir eiga að hafa aðstöðu
til þess að gera það. Þeir
eiga að hafa aðstöðu til
þess að kalla þá fyrir sig,
sem þeir gruna um
græsku, og láta þá skýra
út hvernig þeir geti gert
eina krónu i framtöldum
tekjum að fjórum eða
fimm, þegar kemur að
einkaeyðslu þeirra. Aö
skjóta sér á bak viö að Al-
þingi vilji að menn sviki
undan skatti er út I hött.
Að slikar yfirlýsingar
skuli koma frá yfirmönn-
um skattakerfisins, sem
jafnframt eiga að hafa
„skattalöggæslu” með
höndum vekur þá spurn-
ingu, hvort yfirleitt sé
hægt að treysta þeim til
þess að gæta þess að
skattalög séu haldin hver
svo sem þau eru.
Það kann að vera rétt —
og er það raunar — að
skattakerfið á tslandi er
meingallað, enda hefur
Alþýðuflokkurinn fyrstur
islenskra stjórnmála-
flokka lagt fram tillögur á
Alþingi um algera kerfis-
breytingu skatta. En það
leysir þó ekki „varðmenn
kerfisins” — skattstjóra
og skattalögreglu — und-
an þeirri skyldu sinni að
reyna að framkvæma þau
lög, sem i gildi eru. Sé um
það að ræða, að auðugur
eða efnaður maður sleppi
við að gjalda réttlátan
skatt, þá eru þessi lög
brotin. Viti skattstjóri af
þvi og hafist ekki að, þá
vanrækir hann embættis-
skyldu sina. Þá van-
rækslu afsakar hann ekki
með þeim furðulega hætti
að segja, að allt sé þetta
löggjafanum að kenna.
FIMM á förnum vegi
.
Eru Islendingar löghlýðnir?
Guðbjörg Júliusdótt'ir þroska-
þjálfi. „Það tel ég vera. Ég
byggi þá skoðun mina á þvi að
þjóðfélagið er i heild ágætt eins
og er þó gera mætti strangari
kröfur til einstaklinga þar á
meðal yfirvalda og rikisstjórnai
sem eiga aö hlita lögum eins og
við, alþýða manna.
ólafur Grlmsson verkamaður.
„Nei, það erum við ekki. Við
gerum allt sem við getum til að
brjóta reglur, bæði visvitandi og
án vitundar. Það eru allir lands-
menn undir þessa sömu sök
seldir.
Jóhann Jóhannsson strætis-
vagnastjóri. „Nei, ekki mjög og
mættum vera hlýðnari í þeim
efnum. Ég tel mig vera varan
við fjölda lögbrota I samskipt-
um minum við fólk.”
Emil Arason útstiliingarmaöur
„Við erum framúrskarandi lög-
hlýðnir, ef skattaframtal er þar
frádregið. Dómsvaldið dregur
fram meginhluta lögbrota, en
hins vegar er erfitt að dæma um
hvar við erum helst brotlegir,
nema auðvitað við skattafram-
tal.
Rut Arnadóttir húsmóðir. „Nei,
ég mundi ekki segja það. Tölur
hjá hinu opinbera um afbrot og
lögbrot segja allt aðra sögu. Þó
finn ég ekki beint til þess i um-
gengni við fólk, að það brjóti
lög.”