Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 8
 7^ • — Vk — K i •k < £ A Æ \ HEIMASIGRAI LAUGARDAGINN? Getraunaþjónustan Sjöunda leikvika getrauna er á laugardaginn. Sá seðill virðist vera auðveldari en siðasta laugardag, en þá gekk ekki vel hjá spámönnum okkar. Helgi Danielsson var efstur með 7 rétta. Sigurjón Ölafsson varð annar með 5 rétta, siðan komu Gunnar Sigurðsson 4, Eyjólfur og Stefán 3 og Hermann Gunnarsson með 2 rétta. Ensku sunnudagsblöðin voru yfirleitt öll fyrir ofan spámennina en nú hyggja þeir á hefndir. Arsenal — Manchester City 2 Arsenal vann þennan leik i fyrra 4:0 og myndu þvi menn ætla að þeir myndu einnig vinna þennan leik. Arsenal átti mjög lélegan leik siðasta laugardag gegn Tottenham en City aftur á móti góðan leik gegn Man. United. Það hlýtur þvi einhvern timann að koma að þvi að svo gottlið sem Manchester City er, vinni á útivelli, en þeir hafa innan sinna vébanda einhverja þá bestu leikmenn sem enska knattspyrnan hefur. Menn eins og t.d. Rodney Marsh og Colin Bell Tueart og Watson en þeir tveir siðast nefndu keypti liðið frá Sunderland. Birmingham .City — Sheffield United 1 Birmingham virðist vera að ná sér á strik siðan Freddy Goodwin hætti sem fram- kvæmdarstjóri liðsins. Þeir töpuðu að visu á útivelli siðasta laugardag — ef útivöll má kall^ þvi Aston Villa er aðeins örskammt frá St. Andrew’s — gegn Aston Villa, en ættu samt að vinna neðsta íiðið I deildinni, Sheffield United, sem ekkert viröist geta gengið rétt fyrir. T.d átti United allan leikinn gegn Norwich siðasta laugar- dag en töpuðu samt 0:1. Heima- sigur ætti að vera nokkurn veginn öruggur. Coventry City — Burnley 1. Coventry vann góðan sigur gegn Leicester City siðasta laugardag 3:0 og ætti við það að aukastsjálfstraustaftur eftir að þeir töpuöu tveimur leikjum i röð á heimavelli þar á undan. Annars virðist á leikjum Coventry liðsins að þeir eigi mjög misjafna leiki, geti unnið hvaða lið sem er, en svo aftur á móti tapað leikjum sem búist er við að þeir vinni. Burnley er i mikilli lægð og virðist þetta annars ágæta lið vanta einhvern neista til þess að stiga upp töflu- stigann. Coventry ætti að vinna leikinn en Burnley getur lika átt góða leiki. Hart barist I leik West Ham og Manchester City. A myndinni sjást Dennis Tuert 215.000 punda leikmaður City, sem félagið keypti frá Sunderland, og Biliy Bond fyrirliði Lundúnaliðsins. Báðir leika með sinu liði I heimsborginni á iaugardaginn. West Ham gegn Everton og Man. City gegn Arsenal á Highbury. Derby County — Ipswich X Derby hefur nú hlotið 12 stig og er i efstu sætum. Það mætti þvi ætla að þeir ynnu leikinn auðveldlega gegn Ipswich á Baseball Ground I Derby á laugardaginn. En undirritaður hefur mikla trú á Anglia-liðinu og telur að þeir nái að merja jafntefli gegn liði Dave MacKey þótt svo að flestir munu setja heimasigur á þennan leik. Suður-Afrikumaðurinn — en hannernúað visu orðinn enskur rikisborgari — Colin Viljonn er enn ekki byrjaður að leika með Ipswich en það stendur jafnvel til aðhann leiki á laugardaginn og þá er vist að hið skemmtilega Ipswichlið fer i gang. Jafntefli eða heimasigur. Leeds United — QPR 1 Leeds er að flestra mati ekki eins sterkt lið og þeir hafa verið undanfarin ár, en eru samt ennþá góðir. Lundúnaliðið QPR tapar þarna sfnum fyrsta leik enda vilja Leeds-leikmennirnir hefna ófaranna siðan i fyrra en þá vann QPR 0:1. Flestir álita sennilegt að QPR sem hefur á að skipa einu besta liði Eng- lands tapi ekki fyrir Elland Road-liöinu en hefndir frá þvi I fyrra verðæ ofarlega i leik- mönnum Leeds, og þvi munu þeir verða fyrsta liðið á Bret- landseyjum i ár til að leggja þetta skemmtilega sóknarlið af’ velli. Heimasigur. Liverpool — Wolver- hampton Wanderers 1. Þessi leikur getur varla farið nemaá einn veg. Liverpool-liðið er mun sterkara en Wolves sem álitið er að hafi aldrei verið eins slakt siðastliðin 10 ár. Þar er mestu um kennt að Bill McGarry framkvæmdarstjóri hafi enn ekki tekist að fylla skarð framherjans stóra frá Norður-lrlandi, Derek Dougan, sem lagði skóna á hilluna i vor. Heimasigur ætti að vera nokkurn veginn öruggur. Manchester United — Leicester City 1 Old Trafford-liðið stendur sig mjög vel um þessar mundir, já, meira segja mun betur heldur en æstustu áhangendur félags- ins þorðu að vona fyrir keppnis- tlmabilið. Tommy Docerty framkvæmdarstjóri liðsins virðist hafa þarna ungt og mjög efnilegt lið, sem á eftir ai gera garðinn frægan. Leicester hefur aftur, öfugt við United, staðið sig mun verr en af þeim var búist þótt þeir hafi aldrei verið álitnir munu verða i efstu sætum. Þeir töpuðu mjög óvænt um siðustu helgi fyrir Coventry á heimavelli og verður það að teljast lélegt hjá þeim, alla vega að tapa svo stórt sem raun varð. Þeir hafa ekki ennþá unnið leik og ættuekki að vera búnir að þvi þegar þessi laugardagur er um garð genginn. Middlesbrough — Aston Villa 1. Middlesbrough er að ná sér vel á strik og þá verða þeir ill- stöðvandi, alla vega á heima- velli. Birmingham-liðið á senni- lega litla möguleika gegn þessum baráttujöxlum Jackie Charlton og mega jafnvel þakka fyrir að sleppa með minnsta tap þ.e.a.s. 1:0. Nýliðarnir Aston Villa er ekki gott lið á útivelli eins og við höfum sagt áður og fá megnið að sinum stigum á heimavelli. Heimasigur. Newcastle -----Tottenham 1 Leikur þessara liða i fyrra var mjög skritinn. Newcastle liðið var þá ofarlega i deildinni en Lundúnaliðið var neðarlega og hafði ekki fengið stig út úr mörgum leikjum á undan. Leik- urinn var háður i miklu roki og þegar dómarinn flautaði til hálfleiks hafði Tottenham skorað 4 mörk gegn engu. í siðari hálfleik skoraði svo Norður-liðið 2 mörk en Lundúnaliðið 1, þannig að leik- uririn endaði 5:2. Ekki má þó búast við slikum sigri nú, enda væri það fjarstæð^ þótt allt geti skeð I knattspyrnu . Newcastle er gott heimalið þó þeir bregðist við og við, en ættu ekki að láta Tottenham sleppa með stig frá St. James Park á laugardaginn. Norwich — Stoke X Stokeliðið er að komast á gott skrið i deildinni og með sina snjöllu leikmenn ætti það að ná jafntefli gegn Norwich City sem tapaði illa i deildarbikarnum fyrir Manchester City i vikunni 6:1. Norwich liðið hefur að visu komið á óvart með góðum árangri, það sem af er 1. deildarkeppninni en Stoke á þó góða möguleika, jafnvel á sigri. West Ham — Everton 1 Þessi leikur ætti að geta orðið nokkuð jafn og skemmtilegur og alls óvist hvort Lundúnaliðið sigri i honum þótt það verði að teljast liklegra þegar litið er á stöðu liðanna I deildinni og þeir eru einnig á heimavelli. Liver- pool-liðið er gott varnarlið og þeir eiga jafnvel ágætis mögu- leika á að halda West Ham á 0:0 jafntefli þó svo að heimasigur verði að teljast likíegri. Blackpool — Luton Town X „The Seasiders” eins og Blackpool eru oft kallaðii^þar eð borgin liggur að frlandshafinu og er frægur baðstrandarstaður fyrir norðan Liverpooþ er þokkalegt lið af 2. deildarliði að vera. Vegna þessa ættu þeir að ná jafntefli — og jafnvel sigri — gegn Luton Town sem verður eflaust i baráttunni við að komast aftur upp i 1. deild — en þeir féllu úr 1. deildinni I fyrra eins og menn sjálfsagt muna — að vori. Jafntefli eða heimasigur. SAMTALS: <D t Þ CQ CQ <D B g 'O •r~3 £ p 2 <H o <D •H <tí ci vnJ Síðustu Síðustu 8 Leikir sömu liða <D - CQ ÍH P P-t ' EH CQ £ B Si g <H 0 hQ 'O i—1 *ra 8 heima útileikir síðustu 8 árin rQ 'H os X w cn <D 0 •H C/3 -p 0 W w 1 VVTVTVJJ Arsenal - Manchester City TTVJTTTT 1 1 X 1 2 X 1 1 1 X 1 X i X 2 X i í 2 5 VTJTTJVV Birmingham - Sheffield United TVJJTTTT _ X 1 2 _ 2 1 X 1 1 1 i X í 1 1 i í 1 lo JVTJVJTT Coventry - Burnley rp JTT JTT^' 1 1 X 1 _ _ X 2 1 1 1 X 1 X 1 1 i í 1 9 VVJTWW Derhy - Ipswich Town JJTJJTJT 2 _ 1 1 1 1 1 1 X 1 X 1 X 1 X 1 i í X 6 JJTWTVJ Leeds - Q.P.R. TJTTVJJJ — 1 _ _ _ _ X 2 X X X X 2 1 X X i X 1 3 VVWJWV Liverpool - V/olves rpm'pijjjrTinrp 1 1 X 1 1 1 1 1 1 1 í 1 1 1 X 1 i í 1 lo VVWVJVV Man. United - Leicester City JTTJTJTT X 1 _ _ 1 X 2 _ 1 1 í 1 1 1 1 1 i í 1 11 VVJVWVJ Middlesbrough - Aston Villa WVJTTTJ X X 1 _ _ X X _ 1 1 í 1 1 X 2 1 i í 1 9 JTVTJWV Mev/castle - Tottenham Hotspur TVTTTTTJ 2 X 2 1 1 2 2 2 X 2 í 1 1 1 2 1 X í 1 7 TWTJVW Norwich - Stoke City JTJVJTVJ 1 1 _ 1 X X 1 1 2 1 2 X í X 5 JTTVVWV V/est Ham - Everton TTVJJVTJ X 2 2 2 1 1 1 2 1 X 1 1 1 X 1 X 1 í 1 8 JJVJTVJV 781ackpool - Luton Town VTTTVTVT - - - 2 X 1 2 1 2 1 X X 1 1 1 í X 6 4 1 2 5 7 1 o x 2 4 3 3 2 o o o 1 0 o 2 2 2 o 2 jn Alþýðublaðið Fimmtudagur 2. október 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.