Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 6
LAUNÞEGAMÁL
Brúarmálunin endar
með ósköpum
Fimmtudagsleikritið i út-
varpinu i kvöld hefst klukk-
an 20.25, og er að þessu sinni
flutt leikrit eftir ungan
Breta, Tom Stoppard. Leik-
ritið heitir á frummálinu
,,Albert’s Bridge” en heitir
,,Albert á brúnni.”
Alþýöublaðiö hafði samband við
þýðandann, Olgu Guðrúnu, og spurðist
fyrir um höfundinn og leikritið.
„Höfundurinn Tom Steppard er ung-
ur Breti sem hefur skrifað f jölda leik-
rita bæöi fyrir svið og útvarp. Hann
hefur hlotið viðurkenningu i sinu
heimalandi sem hæfileikamaður á
þessu sviði og eru mörg verk hans nú
sýnd i London. Annars veit ég ekki
nógu mikið um æviferil og helstu
frægðarverk þessa manns, til að geta
haft það eftir. Þetta útvarpsleikrit er
fyrsta og eina verk Steppard’s sem
flutt hefur verið hér á landi.”
Um sjálft verkið sagði Olga : „Þetta
er dálitið „absúrd verk”, en það fjall-
ar um ungan mann sem tekur heim-
spekipróf i háskóla. Eftir háskóiapróf-
Það væri ósatt að halda því
fram að dagskrá Ríkisút-
varpsins í dag sé eitt herlegt
safn skrautfjaðra. í fljótu
bragði virðist að fátt sé hval-
reki þar í. Þetta virðist mörg-
um kynlegt því í kvöld er ekk-
ert sjónvarp og gera má ráð
fyrir að margir fleiri opni út-
varpstækin sin en ella. Því
skyldi maður ætla að sómi og
metnaður væri lagður í dag
skrárgerðina fyrir fimmtu-
dagskvöld. Þess ber þó að gæta
að margir klúbbar og félaga-
samtök halda sínar samkomur
á fimmtudagskvöldum. Að
reyna að halda uppi félags-
starfsemi önnur kvöld hefur
reynst erfitt vegna þeirrar
samkeppni, sem sjónvarpið
veitir. Eitt sinn var um það
rætt að dagskrárgerðarmenn
sjónvarps yrðu að gæta varúð-
ar með að hafa dagskrána ekki
of hnýsilega, því allt félagslíf
á landinu gæti, ef ekki væri
gætt varúðar, orðið að sögu-
legri minningu og mun ýmsum
hafa runnið kalt vatn milli
skinns og hörunds.
Getur það verið að hljóðvarpið sé að
halda inn á þessa braut eða hvað?
Ef við litum á dagskrána i dag,
fimmtudag 2. okt., virðist fátt eitt bita-
sætt. Fastir liðir eins og venjulega er
megnið af þvi, sem boðið er uppá. Það
er ekki fyrr en kl. 20.00 sem rofa tekur
til. Þá leika þær Elin Guðmundsdóttir
og Helga Ingólfsdóttir á tvo sembala,
ið tekurhann sér það verk fyrir hend-
ur að mála brú eina mikla. Hann hefur
8 ár til að ljúka við að mála brúna, en
hún á öll að vera i silfurlit. Málun
brúarinnar endar með ósköpum, sök-
um þess að gerð voru mistök i
„planeringunni”. Annars er ekki vert
að rekja söguþráð leikritsins of náið,
en erfitt er að flokka verk þetta undir
einhverja sérstaka stefnu i leikritun.
Hlustendur verða að hlusta á leikritið
með opnum huga og draga siðan þann
lærdóm af leikritinu sem þeim per-
sónulega finnst markverðastur, en
ekki hlusta á leikritið eftir einhverjum
fyrirframákveðnum farvegi.
Sumir hafa litið á þetta verk sem
ádeilu á einstaklingsframtakið, en þó
er i verkinu ákveðin samúð með flest-
um þeim karakterum” sem á jörðinni
búa. Leikritið er á köflum bráðfyndið
og engum ætti aðleiðast fyrir framan
útvarpið, þann klukkutima sem flutn-
ingur leikritsins stendur yfir”, sagði
Olga Guðrún Arnadóttir að lokum.
Leikendur i leikritinu eru alls 13, en
með aðalhlutverk fara Hjalti Rögn-
valdsson, Gisli Alfreðsson og Bessi
Bjamason. Leikstjóri er Þórhallur
Sigurðsson.
fjögur verk eftir jafnmarga höfunda.
Þessi dagskrárliður er frá tónleikum,
sem haldnir voru i Skálholti á liðnu
sumri. Það er tvennt, sem gerir þenn-
an lið forvitnilegan. Slikir tónleikar
sem þessir eru fátiöir á landsbyggð-
inni og sembal, undanfari pianósins,
er hljóðfæri, sem sjaldan heyrist i hér-
lendis, hvort sem er á tónleikum eða i
útvarpi. Auk þess eru listakonurnar is-
lenskar.
Á eftir þessum lið kemur fimmtu-
dagsleikritið, og skal leiklistardeildin
njóta sannmælis að hún velur oft á tið-
um verk til flutnings, sem forvitnileg
eru islenskum áheyrendum, sem horfa
nærfellt i viku hverri á ameriskar eft-
irstriðsáramyndir i sjónvarpi sinu.
Næst siðasti dagskrárliðurinn ber
nafnið „Létt tónlist á siðkvöldi” og til
þess að laða augnþreytta Islendinga
til að hlusta, er þess getið að frægir
pianóleikarar leika rómantiska tónlist
i eyru þeirra, sem hllstaáður en þeir
gefa sig draumunum á vald. EI.
Vtvarp
Fimmtudagur
2. október
7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir
kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl.
7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl),
9.00 og 10.00. Morgunbæn kl.
7.55. Morgunstund barnannakl.
8.45: Sigrún Sigurðardóttir les
„Disu og söguna af Svart-
skegg” eftir Kára Tryggvason
(2). Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða. Við sjóinn kl.
10.25: Ingólfur Stefánsson ræð-
ir við Tómas Þorvaldsson i
Grindavik. Morguntónleikarkl.
11.00: Concertgebouw-hljóm-
sveitin i Amsterdam leikur
Spánska rapsódiu eftir Ravelj
Bernard Haitink stj. Janos
Starker og Sinfóniuhljómsveit
Lundúna leika Sellókonsert i d-
moll eftir Lalo, Stanislaw
Skrowaczenski stjórnar/ Artur
Rubinstein og Sinfóniuhljóm-
sveitin i St. Louis leika „Nætur
i görðum Spánar” eftir Manuel
de Falla; Vladimir Golsch-
mann stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Til-
kynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Til-
kynningar. A frivaktinni Mar-
grét Guðmundsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.30 Miðdegissagan: „Dagbók
Þeódórakis” Málfriður Einars-
dóttir þýddi. Nanna ólafsdóttir
les (22). Einnig les Ingibjörg
Stephensen ljóð eftir Þeódó-
rakis og flutt er tónlist við þau.
15.00 Miðdegistónleikar Ingrid
Haebler leikur Pianósónötu i a-
moll op. 42 eftir Schubert.
Jacqueline Du Pré og Stephen
Bishop leika Sónötu nr. 5 i D-
dúr fyrir selló og pianó eftir
Beethoven.
16.00 Frétir. Tilkynningar. (16.15
Veðurfregnir). Tónleikar.
16.40 Litli barnatiminn Finnborg
Scheving fóstra sér um þáttinn.
17.00 Tónleikar.
17.30 Mannlif i mótun Sæmundur
G. Jóhannesson ritstjóri rekur
endurminningar sinar frá upp-
vaxtarárum i Miðfirði (5).
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar
19.35 Svipastum á Suðurlandi Jón
R. Hjálmarsson fræðslustjóri
ræðir við tvo Þykkbæinga,
Sigurbjart Guðjónsson oddvita
og Ingva Markússon, formann
búnaðarfélagsins.
20.00 Frá sumartónleikum i Skái-
holti Elin Guðmundsdóttir og
Helga Ingólfsdóttir leika á tvo
sembala. a. „Foi; two virgi-
nals” eftir Farnaby. b. „A
verse for two to play” eftir
Carlton. c. ,,A fancy for two to
play” eftir Tomkins. d. Svita
fyrir tvo sembala eftir Cou-
perin.
20.25 Leikrit: „Albert á brúnni”
eftir Tom Stoppard Þýðandi:
Olga Guðrún Árnadóttir. Leik-
stjóri: Þórhallur Sigurðsson.
Persónur ogleikendur: Albert:
Hjalti Rögnvaldsson. Fraser:
Gisli Alfreðsson. Fitch: Bessi
Bjarnason. Kata: Guðrún
Alfreðsdóttir. Formaðurinn:
Valur Gislason. Georg: Ævar
Kvaran. Móðirin: Þóra Frið-
riksdóttir. Faðirinn: Arni
Tryggvason. Aðrir leikendur:
Valdemar Helgason, Pétur
Einarsson, Jón Aðils, Randver
Þorláksson og Klemenz Jóns-
son.
21.25 Strengjakvintett i G-dúr op.
77 eftir Antonin Dvorák
Dvorák-kvartettinn og Franti-
sek Posta leika.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöidsagan:
„Rúbrúk” eftir Paul Vad Þýð-
andinn, Úlfur Hjörvar, les (23).
22.35 Létt tónlist á siðkvöldi
Frægir pianóleikarar leika
rómantiska tónlist.
23.25 Fréttir i stuttu máli. Dag-
skrárlok.
Er enginn metnaður
til lengur hjá
Ríkisútvarpinu?
Erindi Guðjóns B, Baldvinssonar um daginn og veginn, flutt í útvarp 8. september s.l.
Menntun verður ekki sannur
máttur nema manndómur fylgi
Gott kvöld:
Vika er liðin af siðasta orlofs-
mánuði þessa árs og þvi munu
færri þeir sem eiga eftir að taka
orlof sitt. Samt er ekki úr vegi að
eyða nokkrum tima til að minna á
umtalsverð atriði, sem snerta or-
lof. Leiðinlegt að til skuli vera
fólk, sem skilur ekki orðið orlof
fyrr en það er skýrt með öðru
orði, sumarfri, sem er bæði
lengra og leiðinlegra.
Löggjafinn hefir ákveðið lág-
marksorlof, og ákveðið að aðeins
skuli telja virka daga sem orlofs-
daga. Lög um orlof er vitnisburð-
ur um baráttu stéttarfélaganna
fyriraukinni hvild, jafnframt við-
urkenning á þvi að þjóðfélagslega
sé eðlilegt og hagkvæmt að vínn-
andi fólk eigi samfelldan hvfldar
tima. Þjóðfélagslegar aðstæður,
þ.e. annars vegar skortur á skiln-
ingi á nauðsyn þessarar hvildar,
hinsvegar hversu dýrt er að lifa,
þ.e. erfitt að láta endana ná sam-
an i búreikningunum, valda þvi
að löggjöf þessi er mjög brotin.
Fólk vinnur i orlofstima sinum.
Og ekki nóg með það, heldur lit-
ilsvirðir fólk löggjöf þessa, sem
sett er til að vernda heilsu þess,
með þvi að vinna I sama starfi
eða starfsgrein fyrir venjulegu
dagvinnukaupi. Engum getur þó
blandast hugur um að orlofsdag-
arnir eru með ákvæðum löggjafar
jafnvirtir öðrum lögbundnum og
umsömdum helgi- og fridögum.
Þetta er skuggi, sem ennþá
hvilir yfir þeim sólskinsblettiðar
menningar, sem hér er rætt um,
En þvi miður þetta eru ekki einu
skuggarnir. Við eigum islending-
ar mjög margt ólært um það
hvernig sé best að nota tómstund-
irnar. Þess sjáum við mýmörg
dæmin heima jafnt og erlendis,
þarsem landinn erá ferð. Bakkus
konungur hnýtir snæri sinu uppi
alltof marga, og tekur af þeim öll
völd á sviði hugsunar og vel-
sæmis, spillir heilsu og eyðilegg-
ur áhrif hvildar.
Það vandamál ræðist ekki frek-
ar nú.
Ýmis samtök launþega hafa
reist orlofsheimili, stærstu laun-
þegasamtökin hafa eignast eigin
ferðaskrifstofu, hvorttveggja
framtakið þarft og þakkarvert.
En betur má ef duga skal.
Ferðalögum fylgir nauðsyn
þess að búa sig að heiman ekki að
eins i þeim skilningi að vita nokk-
uð um land og þjóð, sem á að eyða
orlofinu með, heldur og einföld-
ustu hagnýt atriði um óhjá-
kvæmileg viðskipti férðamanns-
ins við banka, verslanir, sam-
göngufyrirtæki o.s.frv. Ein á-
stæðan til þess að á þetta er
minnst, er dæmi um ferðamann,
sem skipti gjaldeyri sinum hvað
eftir annaö hjá vixlara sem tók
20% eða fimmtung i þóknun, og
dró enga dul á þennan viðskipta-
máta sinn.
Stærstiskugginn sem hvilir yfir
á þessu sviði, erþó sá að ekki eiga
allir möguleika á orlofi. Húsmæð-
urnar, sem annast barnagæslu
á heimili sinu, hvort heldur er i
sveiteða i þéttbýli, hafa ekki enn-
þá tækifæri til að njóta orlofs á
sama hátt og launþegar. Þessum
skugga þarf að eyða sem fyrst.
Þegar ég minnist á þetta misrétti,
sem er opinbert og mörgum ráða-
manni orðið ljóst, kemur mér i
hug annað misrétti eða aðstöðu-
munur, sem enn er algengur.
Fjölskyldan fer i orlofshús til
dvalar um helgi i vikuti'ma eða
lengur og heimilið er sett upp á
nýja staðnum með öllum heima-
venjum eftir þvi sem tækifæri
býður, þar með talið að húsmóð-
irin fær að elda matinn og annast
sin venjulegu heimilisstörf eftir
aðstæðum, meðtalið að taka á
móti gestum, sem nær alltaf ætl-
ast til sömu fyrirhafnar og sið-
venja er að húsmóðir annist við
gestakomur á Isl. heimilum. Hvar
er orlof hm? Heiðarlegar undan-
tekningar sanna aðeins regluna.
Ætla mætti að á kvennaári, sem
iiðið er nær að hausti, hefðu kom-
ið fram hagnýtar tillögur um úr-
bætur i orlofsmálum húsmæðra,
Orlofslögin eru
viðurkenning á
því að þjóð-
félagslega sé
eðlilegt og hag-
kvæmt að vinn-
andi fólk eigi
samfelldan
vinnutíma
ef svo er, hefir það farið framhjá
mér. Ljóst er að slikar tillögur
krefjast könnunar á aðstæðum og
umtalsverðra breytinga á sam-
búðarháttum þegnanna. Enda er
það mála sannast að jafnrétti
kvenna i þjóðfélaginu, bæði inn-
byrðis og gagnvart körlum, bygg-
ist á breyttum hugsunarhætti.
Meðan karlmenn trúa þvi t.d.
að vinnuafköst konunnar i ýms-
um störfum séu minni en karla,
fjarvistir þeirra taki fleiri daga
o.s.frv.,þá er ekki von á mikilli
breytingu um þátttöku kvenna i
hinum ýmsu atvinnugreinum. Og
lagasetningar hrökkva skarnmt,
það hefir reynslan sýnt áþreifan-
lega.
Mikið er talað um launamis-
mun, nauðsyn barnaheimila,
jafnari aðstöðu til menntunar
o.s.frv. Rétt er að skjóta þvi hér
inn að jöfnun á aðstöðu til mennt-
unar er ekki neitt sérmál kvenna,
þar er eigi siður um að ræða mis-
mun milli byggðarlaga og mis-
mun vegna fjárhagsaðstöðu. En
hvenær munu koma barnaheimili
i sveitum, dagheimili fyrir börn
sveitakonunnar til þess að hún
geti unnið úti, geti tekið sitt orlof
og sótt skemmtanir utan heimilis,
allt eru þetta kröfur i þéttbýli.
Ef það er i sannleika ætlun fólks
að kvennaárið verði annað og
meira en faguryrtar ræður,
nefndaskipanir án markmiða og
misjafnlega beiskar blaðagrein-
ar, þá þarf að taka sambúðar-
hætti þjóðfél. til gagngerðrar
rannsóknar, og þá fyrst og fremst
fjölskyldumálin, heimilin. Með
þvi skipulagi sem nú er á hlutun-
um, og þó einkum með þeim úr-
elta hugsunarhætti og vana-
bundna framferði sem rikir um
slöðu kvenna i þjóðfélaginu mun
skammt miða f áttina til jafn-
ræðis.
Það fæst ekkert með þvi að kon-
an fái rétt og aðstöðu til að vinna
þau verk, sem ætluð hafa verið.
karlmönnum og helguð þeim, það
þarf ekki siður að kenna karl-
mönnum að inna af hendi þau
verk, sem ætluð hafa verið og
helguð konunni.
í öllu moldviðri orða og álykt-
ana, sem upp er þyrlað á kvenna-
ári þá hefir litið verið minnst á
móðurhlutverkið sem slikt, litið
verið rætt um líffræðilegan mun
kynjana, sem veldur hlutverka-
skiptum þeim, sem gilt hafa.
Tækni timanna og þekking öll
hnigur að breytingu á þeirri' skip
an, þeirri breytingu ber að hraða,
en gæta þess að án alls efa er
móðurhlutverk konunnar stærra i
sniðum þyngra á metunum en svo
að það béri að meta stjórn þunga-
vinnuvéla eða lögfræðistörf
hærra að gildi frá sjónarhóli
framþróunar og menningar.
Það er eftirtektarvert skref,
sem stigið var á- afmælisfundi
Stéttarsambands bænda, þegar
samþykkt var aðild eiginkvenna
bænda að þeim samtökum eða
liklega öllu heldur opnuð leið inn I
búnaðarfélögin. Gott dæmi um
rikjandi lágkúru hugsunar að
þetta skuli ekki orðið veruleiki
löngu fyrr. A ekki húsmóðirin
helming eigna? Tekur hún ekki
fullan þátt i vinnubrögðum til að
halda búskapnum gangandi?
Hvers vegna ætti hún ekki að vera
þátttakandi i stéttarfélaginu? En
m.ö.o. hversu margar konur
fylgjast meö rekstri og afkomu
búsins? Hversu margar eiginkon-
ur á landinu skrifa undir skatt-
framtöl eiginmanna sinna, eftir
að hafa farið yfir það, fylgst með
búreikningum og gerð framtals?
Hvernig er háttað kennslu, sem
fram fer i þeim skólum sem
kenndir eru við og ætlaðir konum
eingöngu, a.m.k. fram undir
þennan dag? Hefir þeim og er
beim kennt hver sé réttur þeirra
og skylda til að fylgjast með fjár-
hag heimilisins? Hvernig skatt-
framtal hefir margháttuð áhrif á
gang persónumála, m.a. við frá-
fall og við hjónaskilnaði.
Ég finn að enn hefi ég nálgast
tamt umhugsunarefni sem sé
hversu skólanám virðist fjarlægt
daglegu lifi, en sleppum þvi að
sinni.
Ein samþykkt Stéttarfél.
bænda var áskorun á stjórn þess
að athuga nú vel og rækilega
hvernig tryggja megi kvenfélög-
um i sveitum Iandstekjustofna.
Alla hluti ber að athuga að sjálf-
sögðu, en hvernig er með sjóð
Stéttarsambandsins, er hann ekki
sameign kvenna og karla sem
þau bú reka, er leggja sjóðnum
tekjur? Eiga ekki konurnar inn-
eign i þeim sjóði? Annars liggur
það orö á að konum bregðist
aldrei bogalistin um fjáröflun, sjá
t.d. slysavarnafél. kvenna ,
kvenf. safnaðar.
Samþykktin um félagsrétt
kvenna að bændafélögum þykir
sjálfsögð og koma ekki fram von-
um fyrr, en hvað þá um eiginkon-
ur þeirra, sem mynda stéttarfé-
lög launþega? Er þeim gefinn
kostur á að fylgjast með starfi fé-
laganna sem æskilegt og raunar
nauðsynlegt er? Kemur ekki
þarna ennþá einn veikur hlekkur
á upplýsinga- og fræðslukerfi
okkar?
Hversu margir koma úr gagn-
fræðaskóla og vita ekki að til eru í
landinu félög launþega, sem
fjalla um kaup og kjör fyrir selda
vinnu? Þeir eru ótrúlega margir,
sem vita ekkert eða næsta litið
um þessi samtök. Jafnsnar þáttur
og stéttarfélög launþega eru i
þjóðfélaginu skuli ekki talin um-
talsverð i skólakerfinu, það er
mikill skortur á nauðsynlegri
undirbúningsmenntun, ágalli i
fræðslukerfinu, sem ber að af-
nema nú þegar.
Sannast sagna virðist sem litið
fari fyrir þvi að frætt sé um sam-
ábyrgð i þjóðfélaginu, frekar ýtt
undir einstaklingskenndina. Og
svo hneykslast boðberar sjálfs-
hveeiunnar á þvi að hinn sterki
meðal launþegasamtakanna
hrifsar til sin það sern honum
þóknast.
Ráðandi hugsunarháttur eín-
staklingshyggjunnar er sá, að
þeim beri forréttindi, sem valist
hefir til trúnaðarstarfa innan
þjóðfélagsins, innan sveitar á lög-
gjafarsamkundu, innan almenra
félaga. Við þekkjum þennan
hugsunarhátt frá fornu fari, þeg-
ar húsbændunum var skammtað
beturog betra en hjúunum, þegar
sveitarlimirnir voru hraktir og
kvaldir við rýran kost.
Misréttið breytist með breytt-
um sambúðarháttum, það er
„lúmskt” sem kallað er, þvi að
mannleg náttúra er sjálfri sér
næst, og ódyggðirnar blæðast i-
smeygilega inn i mannlifið.
Ættum við kannski að láta und-
an þessari meinsemd i mannlegri
náttúru? Er kannske rétt að
leggja árar I bát, og hætta að trúa
á sigur hins góða? Mannlegra er
að snúast öndverður við upp-
lausninni;berjast gegn misrétti og
spillingu eigingirninnar með trú á
kærleiksboðun kristninnar og
annarra helztu trúarbragða
mannkynsins, að ógleymdum
ýmsum mannbótastefnum og
stofnunum. Það erekki ýkjalangt
siðan löggjafarþing okkar upp-
götvaði að hæstaréttardómarar
landsins nutu lifeyris auk fullra
launa er þeir létu af starfi þegar
náð var tilskildum starfsaldri eða
aldri. Það lá við að talsvert
fjaörafok yrði á alþingi yfir þessu
hneyskli sem auðvitað var verk
löggjafans. Og hæstaréttardóm-
urunum var kippt burtu úr lifeyr-
issjóði, enda ekki ástæða til
kannski að laun þeirra hækkuðu,
þegar starfi var hætt.
angarnir
En ekki voru þetta nú einu
þegnarnir, sem nutu meiri hlunn-
inda en almennt gerist, þegar
þeir láta af störfum. Arið 1965
voru sett tvenn lög um eftirlaun.
Fyrir hverja haldið þið? Ein-
hverja utangarðsmenn i' þjóðfé-
laginu? Nei.ekki alveg, þau voru
um eftirlaun alþingismanna og
um eftirlaun ráðherra.
Allir munu telja sjálfsagt að
þessir launþegar þjóðarinnar
njóti eftirlauna, þó að misjafn-
lega sé til þeirra unnið, þá er svo
um aðra launþega er eftirlauna
njóta.
Hvað veit fólk,
nýútskrifað úr
skóla, um
stéttarfélög
launþega?
Hitt þykir mörgum undarlegt
að þessir umboðsmenn fólksins
skuli ætla sér annan og meiri rétt
en aðrir lifeyrisþegar hafa, sem
unniðhafa hjá þvi opinbera, riki
eða sveitafélögum. Alþingismað-
urinn á rétt á eftirlaunum er
nema 60% af þingfararkaupi eftir
20 til 25 ára þingsetu, aðrir opin-
berir starfsmenn þurfa að greiða
iðgjöld i 30 ár til að njóta eftir-
launa er nemi 60% af kaupi. Eft-
irlaunaréttur opinberra starfs-
manna er þvi 2% af launum fyrir
hvert greiðsluár, þ.e. starfsár.
Eftir lOára starf myndu eftirlaun
nema 20% af launum, en þegar
þingmaður á I hlut og hefir þing-
setutima 6—10 ár eða tveggja
kjörtimabila, þá er hans réttur
35% af launum og fyrir 10—15 ára
þingsetu eða þrjú kjörtimabil
nemur eftirlaunarétturinn 50% en
eykst ekki nema um 1% árlega
næstu 5 árin, þó verður ekki séð
hvað gildir fremur fyrir 15 ár, 35
eða 50% eftirlaun. Þessi eftir-
launaréttur helst þó að þingmað-
ur kunni að eiga eftirlaunarétt úr
öðrum sjóðum eða sama sjóði
L.s.r. Vilji svo vel til að alþingis-
maður hafi lika gegnt ráðherra-
störfum, og við vitum að það ber
ærið oft við, þá koma til eftirlaun
fyrirþann tima,sem gegnt er þvi
virðulega og eftirsótta starfi.
Gegni maður ráðherraembætti i
5—8 ár samanlagt er eftirlauna-
réttur hans orðinn 40% af laun-
um, en gegni hann embætti þessu
I 8—12 ár fær hann 60% ráðherra-
launa I eftirlaun. Eftirlaunarétt-
urinn eykst siðan um 2% fyrir
hvert ár fram yfir 12 en þó ekki
lengur en svo að viðkomandi nái
70% launa.
Samkvæmt lögum þessum geta
þeir þegnar þjóðfélagsins, sem
kosnir hafa verið til alþingis i þvi
skyni fyrst og fremst að gæta
hagsmuna og velferðar sam-
þegna sinna, notið eftirlauna úr
lifeyrissjóði starfsmanna rikis-
ins, frá sérdeild alþingismanna
60% þingfararkaups eftir 20 til 25
ára setu. Úr sérdeild ráðherra,
hafi hann verið svo mikilsmetinn
af flokki sinum að sitja i þeim stól
8—12 ár, fengi hann svo 60% ráð-
herralauna og hafi hann svo
gegnt t.d. sýslumanns-eða kenn-
arastarfi hjá rikinu og haldið ó-
skertum launum, einsog gilt hefir
til skamms tima bætast við eftir-
laun vegna þessa starfa allt að
60%, ef greitt hefir verið iðgjald i
30 ár. Við 67 ára aldurinn bætist
svo við að bera heim i pyngju
sinni ellilaunin sin.
Af þessu má ljóst verða að til
eru fslenskir þegnar sem al-
heimta að æfikveldi eftirlaun úr
3-A eftirlaunasjóðum, meðan til
eru þegnar, sem verða að láta sér
nægja ellilaunin ein.
Þetta er bara eitt dæmi um
hvernig menn meta eigin persónu
til launa úr sameiginlegum sjóði,
hvemig sjálfshyggjan leiðir til
þess að mismuna sjálfum sér,
hvemig samstarfshópur alþingis-
manna, sem vill sýna kjósendum
landsins við hvert tækifæri er
býðst sem mestan skoðanamun
og viðtækastan ágreining um
stjérnhætti, getur sameinast inni-
lega um afgreiðslu sinna eigin
hagsmunamála.
Sinnuleysi þegnanna um fram-
ferði umboðsmanna sinna, veldur
miklu um. Ef við, — fólkið i land-
inu — værum vakandi yfir til-
burðum þingmanna, ef við vær-
um vakandi, virkir félagar i sam-
vinnufélögunum.i stéttarfélögum
launþega, i stjórnmálafélögum,
þá gætum við afstýrt ýmsum
handarbakavinnubrögðum kjör-
inna fulltrúa, þ.e.a.s. ef við höfum
tilfinningu fyrir misrétti, lifs-
skoðun sem er andvig hverskonar
sérréttindum en stefnir að jafn-
rétti i þjóðfélaginu, svo ekki sé
minnsta á bræðralag.
Stjórnmálaflokkarnir eru orðn-
ir fámennar klikur sérhagsmuna-
fólks. Skrifstofur þeirra hafa á
undanförnum áratugum færst æ
meira i það horf að vera fyrir-
greiðslustofnanir fyrir nánustu
stuðningsmenn. 1 stað þess að
huga að boðuðum baráttumálum,
i stað þess að halda sambandi við
fylgjendur sina, i stað þess að
vinna að lofuðum umbótum, snýst
nú allt um að kaupa fylgi nokk-
urra flokksmanna, sem skákað er
i þær stöður innan samfélagsins,
sem nefndar hafa verið lykilstöð-
ur. Oftlega að visu aðeins veittur
aðgangur að litlum hirslum. svo
að haldið sé likingamálinu.
Þeir sem hafa fengið völd i
hendur, þeir sem hafa öðlast vit
og lærdóm meiri en almenningur,
og eiga af þeim ástæðum kost á
ýmiss konar aðstöðu til meiri
hagsældar en almennt gildir
finnst þeir eiga rétt á meira og
betra olnbogarými i samfélaginu.
Þessi hugsunarháttur samrýmist
mjög vel eigingirninni. og tál-
dregur bestu menn. villir um fyr-
ir þeim á vegi lifsins.
Við sjáum t.d. hroka ýmissa
langskólagenginna manna, og
kannski ber meira á þeim ein-
staklingum, i oþinberu lifi, sem
eiga töluvert af honum. Þessi lær-
dómshroki birtist ekki aðeins i
þvi, að telja sig einan sitja inni
með fræðilega þekkingu. og aðrir
skulu þvi knésetjast. heldur einn-
ig i þvi gildismati, sem þessir
menn leggja á störf sin. Hvar-
vetna þykjast þeir eiga rétt á
hærri launum en aðrir samþegn-
ar þeirra og frumburðarrétt til
starfa.
Menntun verður ekki samur
máttur nema manndómur fylgi,
og manngildi fer ekki eftir
menntun, ekki heldur starfsgeta
eða afk’óst. Og menntun án starfs-
reynslu er áþekk umbúðum án
innihalds.
Þessi rembingur háskólageng-
inna meöbræðra okkar lýsir sér
t.d. á Norðurlöndunum öllum i
þvi, að þeir telja sig ekki geta átt
samleið með öðru vinnandi fólki i
Frh. á bls. 2.
Q.R.'Týú'
Hc/rtp u/Z- 77/ yfý\
\/~?Uka PeLÍ£ut*Xt
ý/fTT, MEi? P<J{
} sKOTTfP
/ GeTuZ.
. /J(-£>S7U<ór( 0 .
tf'6c 7
M9 0
Mastus hF
PLASTPOKAVERKSMHDJA
Sfmar 82439-82455
Vafnagöróum 4
Bo* 4044 - Raykjavlk
Pípulagnir
Tökum að okkur alla
pípulagningavinnu
Oddur Möller
löggiltur
pipulagningameistari.
Hafnarfjarðar Apótek Birgir Thorberg
Afgreiðslutimi: Virka daga kl. 9-18.30 máiarameistari simi 11463
Laugardaga kl. 1012.30.
Helgidaga kl. 11-12 málningarvinnu
Eftir lokun: Upplýsingaslmi 51600. — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn
Teppahreinsun
Hreinsum j>rtlfteppi húsgögn I
heim ahúsum og f\rirtæk jum.
Krum meft nýjar vélar. Góft þjún-
usta. Vanir menn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491
Útvarps.og
sjónvarpsviögeröir
Nylon-húðun
Kvöld og helg-
arþjónusta.
10% afsláttur til
öryrkja og aldr-
Húðun á málmum með
RILSAN-NYL0N II
aöra.
SJÓNVARPS-
VIDGKKDIR
Skúlagötu 26 —
slmi 11740.
Nælonhúíðun h.f.
Vesturvör 26
Kópavogi — simi 43070
Dúno
í GlflEflBflE
/íffli 04900
T-ÞK TTILISTINN 1
T-LISTINN ER
inngreyptur og
þolir alla veðráttu. 1
T-LISTINN A:
útihurðirsvalahurðir ^
hjaraglugga og
veltiglugga
GluggasmiO|an —I
70 S."., 38770