Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT
Hvenær fyllist mælirinn?
Varla leikur á tveim tungum, að eitt-
hvert óhugnanlegasta fyrirbæri nútim-
ans er neyzla eitur- og fiknilyfja. óþarft
er að eyða löngu máli i, að rifia udd bar-
áttu varða laganna viö glæpahringi,
sem einkum kappkosta að dreifa og
selja allskonar eiturlyf Hér er, sem oft
ast um að ræða óvenjulega fjárvon, ef
það heppnast að flytja, og auðvitað á ó-
löglegan hátt, varninginn milli upp-
runastaðar og til neytenda. Stjórnvöld
allra siðaðra landa telja það knýjandi
nauðsyn, að berjast með öllum tiltækum
ráðum móti þessum ófögnuði. Og komist
upp um þá ógæfumenn, sem að innflutn-
ingi og dreifingu standa, liggur að von-
um þyngsta réfsing við.
En eðli þessa máls er, að neytendur,
sem eru fyrir alvöru orðnir ánetjaðir,
mynda einskonar tryggingarfélag, ef
svo mætti að orði komast, til þess að
halda hlifiskildi yfir ósómanum. Sá
háttur er bezta haldreipi glæpalýðsins,
sem rakar saman fé á ógæfu þeirra, sem
orðnir eru háðir eitrinu. Hvernig á-
standið i þessum málum er hér á landi,
skal ósagt látið, ef bera á saman við það
sem gerist annars staðar. Hlutfallslegt
mat á þvi liggur utan þessa sviðs. Það er
þó öruggt, að töluverð brögð eru að
smygli og tilraunum til smygls á eitur-
lyfjum til Islands. Þar koma áreiðan-
lega ekki öll kurl til grafar, hvernig sem
verðir laganna streitast gegn og oft með
góðum árangri.
Fyrir nokkrum árum gerðust þau
undur, að nemendur i einni af æðstu
menntastofnunum landsins gáfu út blað,
sem beinlinis hvatti til hassneyzlu og
gaf mjög greinagóða lýsingu á þvi, hver
„dásemd” væri að hafa slikt um hönd!
Einn kennari skólans, meira að segja
prestlærður maður, lét sig ekki muna
um, að gerast ábvrgðarmaður að þessu
blaði! Menn skyldu nú ætla, að yfirvöld
skóla hefðu gripið hressilega i taumana.
En, hvað skeði? Bókstaflega talað ekki
neitt! Það var engu likara en að þetta
þætti hin ágætasta latina! Að minu mati
var hér um að ræða bæði háskalegan og
svivirðilegan hlut, og ég gat ekki orða
bundizt, en rakti þetta i blaðagrein, en
árangurslaust. Ekki hvarflaði að nein-
Eiturbyrlarar
um að taka undir, — jafnvel þó málið
væri reifað á æðstu stöðum.
Sannarlega er engin furða, þótt ungu
fólki finnist fátt um, að verið sé að
skipta sér af öðru eins og þessu, ef yfir-
völdunum verður ekki á að bregða
blundi! En vikjum nú að öðru.
Um nokkurt skeið hafa verið uppi á-
kveðnar grunsemdir um, að til væru
læknar, sem gæfu út lyfseðla á allskonar
fiknilyf og vimugjafa. Það hefur samt
reynzt ákaflega erfitt að komast til
botns i þvi máli. Ef ég man rétt, hefur
verið veruleg tregða á af hálfu yfir-
valda, sem gætu skorizt i leikinn, að
gera þessa hluti lýðum ljósa. Mér virðist
þetta einkum hafa birzt i þvi, að lyfseðl
ar eða afrit af þeim, hafa sannarlega
Eftir Odd A. Sigurjónsson
ekki legið á lausu. Vera má að einhverj
ar lagaklásúiur standi hér i vegi. Um
það skal ég ekki fullyrða. En ef svo er,
hlýtur að vakna alvarleg spurning.
Hversvegna er þá ekki öllu sliku rutt úr
vegi? Hér kemur til kasta heilbrigðislyf-
irvalda, landlæknis og heilbrigðisráð-
herra. Og meðal annarra orða. Hvers-
vegna sættir læknastéttin sig við, að
slikur orðrómur geti þróast, væri hann
ósannur?
Hversvegna sker ekki allur þorri
lækna, sem við trúum að séu saklausir
hér af, beinlinis upp herör, til þess að
hreinsa stéttina af öðru eins? Hvi mega
ekki nöfn þeirra seku koma i dagsljósið?
Það er sannarlega ekki neitt hégóma-
mál, sem varðar æru læknastéttarinnar.
Aldrei verður vist fyrir það girt, að i
einstökum starfsstéttum finnist vand-
ræðamenn, sem hika ekki við að láta
ginnast af fé. En með þvi að halda hlifi-
skildi yfir þeim, eru menn að gerast
samsekir. Fregnin um hinn óhugnan-
lega fund umbúða undan vimugjöfum,
ætti að nægja til þess, að loksins verði
snúizt hart við og þessi starfsemi stöðv-
uð. Eiturbyrlarar i liki alþjóðaglæpa-
hringa er vissulega óhugnanlegt fyrir-
bæri. En hvað má þá segja um eitur-
byrlara i liki þeirra, sem á sinum tima
hafa svarið eið Hippokratesar?
fðlk
„Nei,
Sonny.
Ég
meinti
ekkert
með
þessu”
Hann er svo sem ekkert
augnayndi á þessari mynd,
hann James Caan, einn af
nýjustu sjarmörunum i
Hollywood. Myndin af hon-
um er úr nýjustu myndinni
hans Rollerball, sem á að
gerast árið 2018.
Meðal frægra mynda sem
kappinn hefur leikið i, ber
hæst stórmyndina Guðfaðir-
inn, en þar lék hann hlutverk
Sonny, elsta sonarins. James
segir:
Það er einkennilegt hvað
sumt fólk á erfitt með að
gleyma þeim persónum sem
maður leikur á hvita tjald-
inu. Eftir að byrjað var að
sýna Guðföðurinn, tók ég
þátt i golfmóti, til styrktar
fötluðum börnum. Þar sá ég
náunga nokkurn vera að
kássast uppá eldri mann. Ég
missti stjórn á mér og áður
en ég vissi hafði ég skellt
drjólanum um koll. Ég
skipaði honum að standa á
fætur og slást eins og manni
sæmdi. En drjólinn lá bara á
jörðinni og emjaði: Nei,
Sonny, ég meinti ekkert með
þessu. Nei^Sonny. Ég varð
alveg rasandi hissa. Drjólinn
hélt greinilega að ég væri
einhver Mafiudeli.
Raggí rólcgi
FJalla-Fúsi
BÍÓÉIt
Leðkhúsðn
IÁSKÓLABÍÓ llmi 22140'
Myndin, sem beðið hef-
ur verið eftir:
Skytturnar fjórar
Ný frönsk-amerisk litmynd.
Framhald af hinni heims-
frægu mynd um skytturnar
þrjár, sem sýnd var á s.l. ári,
og byggöar á hinni frægu sögu
eftir Alexander Dumas.
Aöalhetjurnar eru leiknar af
snillingunum: Oliver Reed,
Richard Chamberiain, Micha-
el York og b'rank Finley.
Auk þess leika i myndinni:
Christopher Lee, Geraldine
Chaplin og Charlton Hcston,
sem leikur Richilio kardinála.
ISLENZKUR TEXTI.
Sýnd kl. 5 og 9.
Karlakór Reykjavikur
kl. 7
llÝIA BÍÓ Slmi 11546:
Mennog ótemjur
Legends
Díe
20ih century fox
COLOR BY DELUXE
ÍPGl-SS-
Allsérstæö og vel gerö ný
bandarisk litmynd. Fram-
leiöandi og leikstjóri: Stuart
Millar.
Aöalhlutverk: Richard Wid-
mark, Frederic Forrest.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
.augarásbM stmi^rr
Sugarland
atburðurinn.
Mynd þessi skýrir frá sönnum
atburöi er átti sér stað i
Bandarikjunum 1969.
Leikstjóri; Steven Spieeberg
Aöalhiutverk: Goldie Hawn,
Ben Johnson, Michael Sacks,
William Atherton.
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11,15.
Bönnuö innan 16 ára.
■SHÖRHUBÍÓ Sjrni ,Hk:t6
Vandamál lifsins
iÉINEVER
SANGFOR
ÍSLENZKUR TEXTI.
Frábær og vel leikin ný
amerisk úrvalskvikmynd i lit-
um.
Leikstjóri: Gilbert Cates.
Aöalhlutverk: Gene Hack-
man, Dorothy Stickney,
Melvin Douglas.
Mynd þessi hefur alls staöar
fengiö frábæra dóma.
Sýnd kl. 6, 8 og 10.
KéPAVOGSBfÓ Simi 41985
IBióinu lokaö um óákveöinn
tima.
TRULOFUNARHRINGÁR
Fljót afgreiösla.
Sendum gegn póstkröfu
GUDM. ÞORSTEINSSON
gullsmiöur, Bankastr. 12
I^ÞJÓÐLEIKHÚSIf
STORA SVIÐIÐ
ÞJÓÐNIÐINGUR
laugardag kl. 20.
sunnudag kl. 20.
KARDEMOMMUBÆRINN
sunnudag kl. 15.
FIALKA flokkurinn
Tékkneskur gestaleikur
Frumsýning þriöjudag kl. 20.
2. sýning miövikud. kl. 20.
3. sýning fimmtud. kl. 20.
Ath. Fastir frumsýningar-
gestir njóta ekki forkaupsrétt-
ar á aögöngumiöum.
LITLA SVIÐIÐ
RINGULREIÐ
i kvöld kl. 20,30.
sunnudag kl. 20,30.
Matur framreiddur frá kl. 18
fyrir leikhúsgesti kjallarans.
Miöasala 13,15-20. Simi 1-1200.
^LÉIKFELÍgSi
1 ðfjtEYKJAVÍKURjö
FJÖLSKYLDAN
i kvöld kl. 20,30. — 25. sýning.
SKJALDHAMRAR
föstudag. — Uppselt.
SKJALDHAMRAR
laugardag. — Uppselt.
FJÖLSKYLDAN
sunnudag kl. 20,30.
SKJ ALDHAM RAR
Þriöjudag ki. 20,30.
Aögöngumiöasalan i Iönó er
opin frá kl. 14.
Slmi 16620.
HAFNARBÍÓ w mi 16444
Hammersmith er laus
Elizabeth Taylor, Richard Burton
Peter Ustinov, Beau Bridges in
HAMMERSMÍTF /SOUT
Spennandi og sérstæö, ný
bandarisk litmynd um afar
hættulegan afbrotamann, sem
svifst einskis til aö ná tak-
marki sinu.
Leikstjóri: Feter Ustinov.
ÍSLENZKUR TEXTI.
Bönnuö innan 16 ára.
Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11,15.
ÓHABÍÓ Sími :i1182
Maður Laganna
„Lawman"
Nýr, bandariskur „vestri”
meö BURT Lancasteri aöal-
hlutverki. Burt Lancaster
leikur einstrengislegan lög-
reglumann, sem kemur til
borgar einnar til þess aö
handtaka marga af æöstu
mönnum bæjarins og leiöa
þá fyrir rétt vegna hlut-
deildar i moröi.
Framleiðandi og leikstjóri:
Michael Winner
önnur aöalhlutverk: Robert
Cobb og Sheree North.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuö börnum yngri en 16
ára
Gleymiö okkur
einu sinni -
og þiö gleymiö
þvi aldrei !
Fimmtudagur 2. október 1975