Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 02.10.1975, Blaðsíða 5
—Spánskt réttlæti - jafnvel ríkisstjórn íslands ofbýður Aftökurnar á Spáni eru dæmi um siðlaust ofstæki sem einung- is getur átt sér stað i einræðis- þjóðfélagi. Að visu hafa dauða- dómar viðgengist i lýðræðisrikj- um fram á okkar dag, enda þótt framkvæmd þeirra i reynd telj- ist nú orðið frekar til stórvið- burða. Refsingar eru viður- kenndar i öllum þjóðfélögum heims, sem sjálfsögð tæki til þess að halda uppi lögum og rétti. Um dauðadóma og rétt- mæti þeirra hafa lengstaf verið uppi ýmsar skoðanir og verður ekki lagður dómur á það mál hér. A hinn bóginn hljóta menn að fyllast viðbjóði þegar rikis- valdið tekur sér fyrir hendur að breyta lögum og réttarfari til þess að ná sér niður á óæskileg- um einstaklingum, sem það svo nefnir. Réttaröryggi i slikum þjóðfélögum er ekki til fyrir hinn almenna borgara. Réttlæt- iskennd valdhafanna er það eina sem gildir. MUgurinn verð- ur þvi að beygja sig i auðmýkt fyrir tUlkun valdhafans á rétt- lætinu. Annars getur þetta aum- ingjans fólk átt það á hættu að týna lifi sinu. Siðustu fréttir frá Spáni herma að fylgjendum fasista- stjórnarinnar sé nU farið að vaxa fiskur um hrygg og séu þeir nU farnir að hrópa Uti um götur og stræti að aftökurnar hafi verið framkvæmdar i nafni réttlætisins. Þetta fólk virðist nU láta i ljós undrun og hneyksl- un á þvi að fólk annars staðar i heiminum skuli leyfa sér að mótmæla aftökunum. Þetta sé afskipti af innanrikismálum Spánar. Og vissulega er það rétt. En hvers vegna skyldi frjálst fólk ekki skipta sér af málum eins og þessum, jafnvel þótt það megi teljast afskipti af innanrikismálum? Það sem hér er um að ræða er alþjóðlegt réttlætismál. Það eru einmitt mál eins og þetta sem geta sam- einað alla þá sem berjast vilja fyrir auknum mannréttindum i heiminum. Áhrif þessara mót- mæla segja lika til sin og stuðla að þvi að hreinsa burt hugleysi og manndómsskort sem hrjáir stóran hluta af þegnum hins borgaralega þjóðfélags i dag. Þegar andlegir sleðar á borð við rikisstjórn islands fara að taka við sér i mannUðarmálum á borð við aftökurnar á Spáni, þá er óhætt að segja að þrýstingur- inn hafi náð hámarki. Enginn skyldi þó láta sér detta i hug að þeim sé sjálfrátt, enda eru þeir fulltrUar annarrar kynslóðar, sem byggir réttlætismat sitt og siðareglur á siðfræði miðalda. Ef vikið er aftur að aftökun- um á Spáni er vert að minnast þess, að einungis fimm þeirra dæmdu voru teknir af lifi. Auk þess segir það nokkra sögu að aftökurnar voru framkvæmdar með byssuskotum en ekki eins og venja er á Spáni með kyrk- ingu. Þessar staðreyndir gefa tilefni til að ætla að mótmælin hafi haft nokkur áhrif á valdhaf- ana og að ef til vill muni áfram- haldandi mótmæli geta orðið til þess að þyrma lifi þeirra, sem eftir eru á biðlista aftöku- manna. Lögin sem tóku gildi á Spáni i fyrri mánuði varðandi réttar- höld yfir uppreisnarmönnum og skæruliðum veita stjórnvöldum heimild til þess að afgreiða mál sakborninga á einum degi. Samkvæmt hinum nýju reglum eru ákæruatriðin lesin upp fyrir sakborning og dómara án þess að þörf sé sannana eða vitna i málinu. Að visu hefur sakborn- ingur rétt á verjanda, en ef þessi verjandi er ekki að skapi dómarans, er skipaður nýr verj- andi Ur röðum hersins. Þessi verjandi fær nokkurra klukku- tima frest til að kynna sér máls- atvik áður en hann flytur vörn i málinu. Ef hinn ákærði er dæmdur sekur er refsingin dauðadómur. Annað kemur ekki til greina og Urskurði verður ekki áfryjað. Eftir að Urskurð- urinn hefur formlega verið til- kynntur yfirvöldum ber að framfylgja refsingunni innan 12 klukkutima, ef einræðisherrann ákveður ekki að breyta dómn- um. Það er þess vegna ljóst að lögin gera ábyrgð Francos ein- ræðisherra mjög mikla. Það hefur þvi vakið mikla at- hygli að páfinn skuli hafa for- dæmt aftökurnar en sambandið milli páfastóls og Francos hefur fram til þessa verið talið mjög gott. 1 ræðu sem páfinn hélt yfir hópi pilagrima daginn eftir af- tökurnar sagði hann: ,,Við get- um ekki annað en tjáð yður hversu miklum harmi við erum slegnir yfir þeirri frétt að fimm menn hafa verið teknir af lifi á Spáni. Þetta hefur verið gert þrátt fyrir óskir og bænir manna hvaðanæva Ur heimin- um.” 1 ræðu sinni sagðist páfinn ekki mæla bót þeim afbrotum sem sakborningarnir hefðu gerst sekir um, en þrátt fyrir það væri framkvæmd málsins öll og aftökurnar mikið áfall fyrir þá sem trUa vilja á hið góða i heiminum. Eins og flestir vita er Spánn eitt þeirra landa þar sem kaþólsk trU er mjög rótgróin og má þvi ætla að orð páfa hafi vakið mikla athygli i landinu. En fasistastjórnin virðist þó ekki ætla að láta neinn bilbug á sér finna. 1 dag er efnt til meiri- háttar fundarhalda i Madrid, þar sem Franco sjálfur mun stiga i pontuna til að réttlæta gerðir sinar. En ef til vill eiga þessar aðgerðir eftir að vekja spönsku þjóðina af svefni. Kóreumálið fyrir SÞ á næstunni Það er löngu yfirlýst stefna rikisstjórnanna i Norður- og Suður-Kóreu að landið verði sameinað undir eina stjórn, en ekki hefur þvi marki verið náð þrátt fyrir yfirlýstan vilja beggja aðila. Skipting Kóreu i tvöriki á rætur að rekja til loka siðari heimstyrj- aldarinnar, en þá var Kórea undir yfirráðum Japana, og hafði bUið við það i 40 ár. Eftir uppgjöf Japana skipulagði þjóðfrelsis- hreyfingin byltingarráð um allt landið og komu fulltrUar þeirra saman til ráðstefnu i Seul sem ákveða skyldi um framtið landsins, og mynduðu þau rikis- stjórn fyrir landið allt. Norðurhluti landsins var þegar á valdi Sovétmanna og i sept. tveim dögum eftir stofnun rikis- stjórnarinnar gengu bandariskir hermenn á land i suðurhlutanum. Næsta skref er það að Banda- rikjamenn koma á fót ráði, þar sem áttu sæti KóreubUar, en margir þeirra höfðu haft sam- vinnu við Japani meðan á her- náminu stóð. A sama tima og leppstjórnin er mynduð i suður- hlutanum, náðu Sovétmenn svip- uðum yfirráðum fyrir norðan, en þeir héldu sig algerlega að tjalda- baki, og þvi var engri hernaðar- stjóm komið á laggirnar þar, en þess var þó gætt að kommUnista- flokkurinn hefði töglin og hagld- irnar. Norður-Kóreanska stjórnin tryggi sér völdin með þvi m.a. að skipta helmingi alls jarðnæðis i landinu meðal jarðnæðislausra bænda. Svipuð áform voru á stefnuskránni fyrir sunnan en af skiptingu varð aldrei. A þennan hátt var landinu skipt i tvo hluta með ólik hagkerfi, án þess að vilji þjóðarinnar kæmi fram I málinu. Þessi munur hag- kerfanna kemur enn skýrar i ljós ef efnahagsþróunin. sem siðar varð, er skoðuð. S-Kórea hefur byggt upp fullkominn iðnað fyrir fé sem fengið er frá Bandarikja- mönnum og Japan og erlendir auðhringar eiga greiðan aðgang að hráefnum og til þess að reisa verksmiðjur i landinu, og flytja þeir á þann hátt út geysimikið fjármagn. A hinn bóginn hafa þeir fyrir norðan byggt upp sinn iðnað og hagkerfi innan frá að mestu og eignarhald á fram- leiðslutækjunum er i höndum landsmanna sjálfra. Frá fyrstu tið hafa herir land- anna tveggja staðið gráir fyrir járnum við landamærin og mikil spenna hefur verið rikjandi bæði þar og I öllum samskiptum rikjanna. Eins og ofan greinir hefur ekki skort á það að báðir aðilar telja kóreönsku þjóðinni best komið sem einni heild, en báðir aðilar hafa sett leiðirnar að þvi' marki ofar takmarkinu sjálfu. I yfirlýsingu utanriksiráðherra Suður-Kóreu frá 27. júni sl. er afstaða stjórnar hans skýrð. Þar er ságt, að allt kapp skuli lagt á að viðhalda vopnahlSinu sem samið var um i júli 1953. Fallist er á að S.Þ. láti af stjórn á hlutlausa beltinu á landamær.um rikjanna, gegn þvi að allir aðilar vopna- hléssamkomulagsins tryggi að friður haldist. Við erum tilbúnirtil viðræðu um þetta atriði hvar og hvenær sem er. Þá er það álit látið i 1 jós að trygging friðarins sé nauðsynlegur áfangi ti samein- ingar skagans. Stjórn S-Kóreu hefur óskað aðildar fyrir hönd beggja rikjanna að S.Þ., sem áfanga að endanlegum mark- miðum sameiningarinnar. Afstaða Norður-Kóreumanna kom fram í ræðu Forseta landsins Kim II Sungs, sem flutt var 23. júni 1973, og fara meginatriðin hér á eftir. Til þess að auka tengslin milli rikjanna og hraða friðsamlegri sameiningu, er nauðsynlegt að draga Ur vigbúnaði og minnka spennuna sem rikir. Einnig er nauðsynlegt að hefja margháttuð samskipti milli rikjanna á sem breiðustum grundvelli. Fólki Ur öllum stigum þjóðfélagsins skal gert kleyft að vinna að sam- einungunni. Stofnun sambands- rikis i nafni eins lands er mikil- vægur áfangi að settu marki. Norður-Kóreumenn telja hag landsins betur komið með þvi að spyrnt sé móti aðskilnaði og að hefja beri samstarf á sviði utan- Framhald á 11. siðu. Rödd jafnaðarstefnunnar Stöðugar fregnir af morðtilræðum við Banda- rikjaforseta vekja óhug manna um allan heim. Ástandið i Bandarikjunum virðist vera orðið þannig, að um leið og einstaklingur verður fræg- ur þá sé hann i stöðugri lifshættu. Sálsjúkir of- beldismenn sitja þá um hann við svo til hvert hans fótmál. Stjórnmálamennirnir virðast vera i hvað mestri hættu. Frægur bandariskur stjórnmála- maður virðist vera uppáhaldsskotskifa ofbeldis- sjúkra samborgara sinna. Af þeim, sem nú eru taldir koma helst til greina sem frambjóðendur til forsetakjörs, er einn lamaður af völdum skot- árásar tilræðismanns, annar, sem misst hefur bræður sina báða af völdum skotárása og svo forsetinn sjálfur, sem nú siðast hefur verið lagt fé til höfuðs likt og hann væri ótindur glæpamað- ur. Bandariskt samfélag virðist vera orðið sál- sjúkt af ofbeldi. Sumar bandariskar stórborgir eru orðnar eins og vigvöllur. Menn þora vart að ganga þar um götu nema um hábjartan daginn og þar er lifshættulegt að virða ókunnuga við- lits. Venjulegir, löghlýðnir borgarar eru komnir á flótta út úr borgunum og þær fregnir, sem ber- ast út um heiminn af viðbrögðum yfirvalda, bera þess merki, að hreint styrjaldarástand riki á milli þeirra annars vegar og botnfallsins i hinu bandariska samfélagi hins vegar. Ofbeldi gegn ofbeldi. Þeir uggvænlegu hlutir, sem eru að gerast i Bandarikjunum þar sem heil þjóð virðist vera að ganga af göflunum er ekki vandamál, sem er afmarkað við Bandarikin ein. Reynslan hefur' sýnt, að Bandariki Norður-Ameriku er það riki, sem fyrst upplifir ýmsa þá atburði — góða eða illa — sem siðar eiga eftir að gerast hjá þeim þjóðum, sem búa við svipuð lifsskilyrði og svip- aða stjórnarhætti og sú bandariska. Þvi hljóta i- búar landa i Vestur-Evrópu að spyrja sjálfa sig með ugg og ótta hvort fyrir þeim eigi að liggja að upplifa svipað ofbeldisástand og rikt hefur nú um nokkurt skeið i Bandarikjunum. Er ástandið þar það, sem okkar biður? Hvað getur banda- riska þjóðin gert til þess að koma i veg fyrir, að ofbeldishneigðin leggi tilveru hennar hreinlega i rúst? Hvað eiga menn i Vestur-Evrópu að gera til þess að varna þvi, að það, sem nú er að gerast i Bandarikjunum, komi yfir þá með áþekkum hætti i framtiðinni? Vissulega ber mönnum að hafa það hugfast, að það eru helst fréttir af hinum óhugnanlegu atburðum, sem berast frá Bandarikjunum á öldum ljósvakans. Mikill meginþorri banda- risku þjóðarinnar lifir eðlilegu og heilbrigðu lifi — lifi, sem ekki þykir „fréttnæmt” i sama mæli og ofbeldisverkin. En það er engu að siður stað- reynd, að þeim atburðum, sem lýsa sjúku hug- arfari, fer sifellt fjölgandi. Það getur ekki þýtt annað, en að eitthvað mjög alvarlegt sé að i sjálfu samfélaginu. Þar skorti ekki aðeins hlýðni við lög og rétt heldur jafnframt mannleg- ar tilfinningar, skilning, samúð og virðingu fyrir mannslifum. Það er freistandi fyrir löghlýðinn góðborgara að gefast hreinlega upp við að leita að meininu og lækna það — láta sér nægja að slá skjaldborg um sig og sina og láta allt annað sigla sinn sjó. En hversu mörg samfélög i sögu mannkynsins hafa ekki hrunið til grunna vegna slikrar af- stöðu? Fimmtudagur 2. október 1975 Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.