Alþýðublaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 1
210. TBL. - 1975 - 56. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. OKTOBER Ritstjórn Sföumúla II - Sfmi 81866 ÞÆR STINGA AF Á KVENNAÁRI HEIMSMYND Á blaðsíðu m 4 og 5 Átökin á N-írlandi - sögulegt yfirlit Sólarneyzlan: 600 milljónir króna í vetur Flugleiðir hf. og ferðaskrif- stofur ráðgera alls 47 hópferðir á timabilinu okt. 1975 til april 1976. I þessar ferðir komast um 5700 manns, ef öll sæti seljast. Ef miðað er við þær pantanir og bókanir, sem þegar eru komn- ar, er ekki óliklegt að svo verði. Heildarkostnaður við þessar ferðir er lauslega reiknaður 608,5 milljónir króna, og er þá miðað við að ferðalangarnir taki fullan gjaldeyri og komi með þann varning til landsins, sem leyfilegt er að taka með sér án þess að greiða þurfi tolla. Sundurliðuð litur þessi upphæð þannig út: Fargjöld og uppihald......... gjaldeyrir................... vinkaup...................... tóbak ....................... sælgæti...................... isl. pen. (1500kr. á mann.... Verð mæti annars varnings (hámat-k 8000 kr. á ncf)..... Ti' viðbótar þessari upphæð verða ferðalangarnir að greiða hver um sig kr. 2500 i flugvallar- skatt, og gerir það um 14 millj. króna. Kostnaðurinn verður þvi rúmar 622 milljónir króna. Til skýringar við töfluna hér að ofan skal þess getið, að lið- irnir vinkaup og tóbak eru þannig reiknaðir, að gert er ráð fyrir þvi að af þeim 5700, sem i þessar ferðir fara séu 5100, sem náð hafa þeim aldri að mega koma með þessar vörur til landsins. Hafa ber i huga að á timabilinu okt. til april eru allir skólar starfandi, þannig að minna er um að yngra fólk sé á ferðinni, en á öðrum árstimum. Upphæðirnar eru reiknaðar þannig, að gert er ráð fyrir þvi að allir (5100) taki með sér þann skammt, sem leyfilegt er, og miðað er við það verð, sem fengist fyrir vörurnar i ÁTVR. Þetta er að gerast meðan sér- fræðingar segja að landið sé að verða gjaldþrota, ráðuneyti taka fyrir innflutning á litasjón- ........373.20 milljónir króna ....... 137.00 milljónir króna ..........26.10 milljónir króna ..........9,78 milljónir króna ..........8.00 milljónir króna ..........8,55 milijónir króna ...... 45,60 milljónir króna Samtals 608,53 milljónir króna vörpum og fleira i þeim dúr. bað er augljóst að almenningur tekur ekki mark á þessu eða þá að fólk herðir sultarólina í öðru efni en þessu. A það má benda að sú upphæð, sem fer til þess- ara úmræddu ferða er heldur lægri en þarf til að kaupa til landsins þann tækjabúnað, sem þarf til að hefja litaútsendingar sjónvarps og er það haft eftir sérfræðingum á þvi sviði. Frys tihúsin loíta í kvöld Nær öll hraðfrystihús á Suð- vesturlandi hafa sagt upp starfsfólki sinu og ætla að hætta starfsemi nú þegar ef ekki tak- ast samningar við fulltrúa rikis- valdsins. Frystihúsaeigendur segja að afurðalánin nægi ekki til að borga hráefni og vinnu- laun og þvi sé algjörlega von- laust að halda þessum rekstri á- fram. Uppsagnir starfsfólks i sumum frystihúsum hafa þegar tekið gildi, enda var fólkinu sagt upp á fimmtudag fyrir viku. Forstjóri frystihúss sem Al- þýðublaðið ræddi við i gær- kvöldi sagði að á Suðvesturlandi skiptist aflinn þannig, að húsin fengju nær eingöngu slæmar tegundir, þ.e. ufsa og karfa Viðmælandi Alþýðublaðsins sagði, að frystihúsin á Suðvest- urlandi væru komin i algjört greiðsluþrot. A sama tima og afurðalánin nægðu ekki til að greiða hráefni og vinnulaun, væri komin meiri harka i við- skiptabankana og þar væri ekki hægt að fá eðlilega fyrir- greiðslu. Það þyrftu að koma hærri lán á þessar fisktegundir, ufsa og karfa, og viðskiptabank- ar að liðka til ef forða ætti rekstrarstöðvun. Forsætisráðherra hefur verið sent bréf þar sem ástandið er útskýrt og i dag verður haldinn fundur með fulltrúum frysti- húsaeigenda og rikisstjórnar- innar. Er auðséð að hér verða að koma til skjót viðbrögð ef ekki á að koma til atvinnuleysis hjá þúsundum manna strax á morgun. Hundruð fyrirtækja tekj uska ttsf rjáls! Það væri trúlega öllu nær að birta lista yfir þau fyrirtæki, sem borga tekjuskatt, sem fylgiskjal við þingsályktunartillögu Ragnars Arnalds um endur- skoðun fyrningaákvæða, hámark vaxtafrádráttar og áætluð lágmarkslaun þeirra, sem hafa tekjur- sinar af eigin rekstri. Ragnar lagði þessa tillögu fram á þingi i gær, og henni fylgdi listi yfir þau fyrirtæki, sem ekki greiða tekjuskatt, en hafa þó eitthvert eða umtalsvert aðstöðugjald, en það gjald er tiltekinn hundraðshluti af heildarveltu hvers fyrirtækis. Engu er likara en öll hclztu stórfyrirtæki i Iteykjavik séu undanþegin tekjuskatti á þessu ári og mikill fjöldi smærri fyrirtækja, samtals hátt á fimmta hundrað fyrirtækja. Sem dæmi má nefna H. Bcn., Eimskip, Silla og Valda, Velti og Völund. Hass og amfetamín fyrir 13 í stærsta málinu millj ónir Við rannsókn eins mesta hass- máls, sem upp hefur komist fyrir nokkru, hafa komið i leitirnar rúm sex kiló af hassi og um 40 grömm af amfetamindufti. ,,Við erum að komast á lokastig þessa máls, sem er eitt hið stærsta sem okkur hefur tekizt að upplýsa,” sagði Ásgeir Friðjónsson, fikni- efnadómari, er blaðið innti hann frétta af þessu máli. Milli 20—30 manns hafa verið yfirheyrðir, sem viðriðnir eru þetta mál, og af þeim hafa fimm setið i varðhaldi, en nú er málið að komast á lokastig, og enginn fimmn.enninganna lengur inni. Mál þetta er hið siðasta sem dómstóllinn hefur til meðferðar að sinni — og sem dæmi um um- fang þess má nefna að söluverð þess efnis, sem lagt var hald á, er áætlað hálf þrettánda milljón króna. Litla-Hraun ekki mannhelt „Vinnuhæliðá Litla-Hrauni er strangt til tekið ekki mannhelt, þvl að ef cinhver cinstaklingur vill raunverulega komast héðan út, tekst honum það. Það eru ekki mörg fangelsi, sem eru al- gjörlega mannheld, en ég veit um nokkur I Sviþjóð og þau eru, vegna allra þessa öryggisráð- stafana, mjög ómanncskjuleg og aðstaða fanganna bágborin,” sagði Helgi Gunnarsson, for- stjóri vinnuhælisins á Litla-Hrauni, I samtali við Al- þýðublaðið. „Hins vegar er mjög litiðum þaðað menn reyni að strjúka héðan, það er þá helst að menn fái einhverjar dillur og það detti I þá að reyna að fara. Þótt þeir komist háðan út komast þeir sjaldnast lengra en upp á Selfoss, og þar eru þeir gripnir. En ég vil taka það fram að strákarnir reyna þetta mjög sjaldan, enda vita þeir sem er, aðþeirverða gripnir fljótlega.” Helgi sagði ennfremur að starfsmenn á Litla-Hrauni væru á milli 15 og 20, en vistmenn væru þar núna 44. A vinnuhæl- inu væri pláss fyrir 50 einstakl- inga i einu, en sjaldan eða aldrei væri nýtingin 100%. Nýtingin á Litla-Hrauni væri einna slökust á sumrin, þá að undangengnum sumarfrium hjá dómsvaldinu, en á haustin lagaðist nýtingin, þvi þá væri dómsvaldið komið á fulla ferð að nýju. Við spurðum Helga, hvort margir þeirra, sem nú gistu Litla-Hraun hefðu dvalið þar einhvern tima áður. „Ég gæti gizkað á að 75% af þeim ein- staklingum, sem nú eru á Litla-Hrauni hafi verið þar áður. Töluvert er um það að menn séu látnir lausir héðan eftir nokkurn tima, þá undir ströngum skilyrðum, en þvi miður er það oftast svo að þeir standast ekki skilyrðin og eru því sendir hingað að Litla-Hrauni aftur,”sagði Helgi Gunnarsson að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.