Alþýðublaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Tóinahljóð Fjármálaráöherra vor hefur nil upplokið sinum munni og haldið venju- bundna fjárlagaræðu. Þar hefur, að sjálfsögðu komið fram útlistun hans á ástandi i þjóðarbúskapnum og einnig ráðleitni við að lagfæra eymdar- ástandið, sem hann og hans félagar hafa kallað yfir þjóðina. Hér er ekki tóm til að rekja þessa langloku að ráði, enda furðulegt hve mikla mælgi hann virðist þurfa til þess að segja ekkert bitastætt. Nokkur dæmi mætti nefna. Svo virðist þó, sem Matthias sé ekki alveg ráða- laus. Það kemur nefnilega fram, að „aðalatriðið sé, að ná tökum á vanda efnahagslifsins”! Skarplega athugað! En þvi miður minnir þetta óþægilega á gamansöguna um karlinn og folann. Karlanginn var búinn að eltast við ljón- styggan fola daglangt og naut þar við aðstoðar vinnumanna. En hvernig sem að var farið, skrapp folinn jafnan úr höndum þeim. Loks að kvöldi dags settist gamli maðurinn örþreyttur á þúfu og blés mæðinni. En hann hafði ekki lengi hvilzt er hann spratt á fætur svo segjandi: ,,Ég kann ráðið, piltar. Það er ekkert annað en að taka helvitið og hnýta upp i hann snæri”! Matthias situr nú á sinni þúfu og veit, hvers þarf, en hvernig á að bera sig að framkvæmd- inni, er verri saga! Að þessu sinni ber fjárlagafrum- varpið óvenjulegan svip. Það er nefni- lega byggt þannig upp, að reiknað er með liðum, sem eiga enga stoð i lögum enn sem komið er. Enginn veit á þessari stundu, hvort öruggt sé, að þingfylgi fáist fyrir þeim fyrirhuguðu lögum eða lagabreytingum, sem hér þurfa til að koma. Vissulega hafa stjórnarflokk- arnir nægilegt afl á þingi til þess að koma fram hvaða löggjöf sem þeim þóknast, ef samstaða næst þar um. En með hliðsjón af venjulegum, og raunar að sumu leyti mannlegum viðbrögðum þingmanna, þegar skerða á hlut kjör- dæma þeirra, sýnist harla liklegt, að einhverjir i liðinu verði fremur ófúsir á að rétta upp hendur til stuðnings við ýmsar hugdettur fjármálaráðherra. Enn má benda á, að nú eru 6—7 vikur til stefnu, til þessað koma áfram nauðsyn- legum lagabreytingum og lögum, auk „Vélstrokkað tilberasmjör” fjárlagafrumvarpsinssjálfs. Þegar þess er svo gætt, að frumvörpin hafa ekki séð dagsins ljós, er hætt við að kapphlaup við timann standi nokkuð tæpt. Við skulum segja, að það komi engum á óvart sultarhljóðiðsem einkennir bæði þetta afkvæmi ráðherrans og málflutn- ing. Það er bara samhljómur i sinfóniu annarra stjórnvalda um þessar mundir. Lakara er tómahljóðið i raunhæfum endurbótaaðgerðum. Við getum fallizt á, að það eigi að vera bjarghringur að nlðast á li'fsafkomu aldraðra, sjúkra og öryrkja. En einmitt þarna á að skera stærstu sneiðina af, miðað við fjárlög fyrri ára. Við getum fallizt á, að ýmis- legt hafi gengið úrskeiðis i lögum um og Eftir Odd A. Sigurjónsson framkvæmd á lánasjóði námsmanna áður og þar þurfi breytingar til að koma. En við getum ekki fallizt á, að fyrirvaralaust sé skertur hagur þeirra jafn geypilega og nú er gert og fyrirhug- að. Við getum samþykkt, að grunn- skólalögin hafi verið flan. En fyrst þau eru staðreynd, er erfitt að samþykkja, að einmitt nú þegar á þvi veltur, að koma i framkvæmd þeim þætti sem flestir virðast sammála um, að réttlæti helzt þeirra tilurð — verknámið, séu fjárframlög niður skorin. 1 heild má segja, að fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi svipi mest til þeirrar smjörtegundar, sem seiðkonur fyrri tima framleiddu, tilberasmjörsins. Það var fengið með þvi að láta tilberana sjúga ær og kýr nágrannanna og gubba siðan i strokk tilberamæðranna. Það hafði þá eiginleika, að ef dreginn var kross i skökuna, varðhún að froðu einni. Færðar hafa verið að þvi nokkrar likur, að vel gæti svo farið, að einhverjum- máske ekki svo fáum samherjum gæti dottið I hug, að draga „kross” i þessa sköku Matthiasar. Fari svo, er hætt við að sömu verði örlög f járlagafrumvarps- ins og tilberasmjörs fyrri alda, það verði að froðu. Ekki veit ég, en aðstæður sýnast fyrir hendi, þó i þessu falli sé um að ræða „vélstrokkun”, þar sem kerl- ingarnar handstrokkuðu áður. k‘lk Auðmaðurinn Solsjenitsyn Hann er orðinn milli, hann Solsjenitsyn. Hann er búinn að græða um það bil 25 mill- jónir (norskra króna) á bók- um sinum og ritverkum, sið- an honum var visað úr heimalandi sinu, Sovétrikj- unum, fyrir nokkrum árum. En peningarnir hafa ekki leyst vandamál hans, nema siður sé. Hann er orðinn full- saddur af okkar peninga- þjóðfélagi, enda þvi vanast- ur að lifa i fámenni og um- gangast fólk, sem ckki hugs- ar svo mikið um þessa heims gæði og peninga. Um tima var Solsjenitsyn helzt að hugsa um að ganga i klaustur, en einhverra hluta vegna varð ekkert úr þvi og nú er hann aftur kominn til Sviss, ásamt fjölskyldu sinni. Solsjenitsyn er um þessar mundir að ljúka við bók um útlegð Lenins i Sviss, fyrir byltinguna 1917. ** Ali kjaftaskur Hann Muhammed kappinn Ali heldur áfram að gefa út yfirlýsingar og vekja athygli á sér og sinum málefnum. Sú nýjasta i þessum langa hala yfirlýsinga frá Ali, varðar nýleg kaup hans á enn einni krá I Florida. En eins og margir eflaust vita, er það helzta fjárfesting hans um þessar mundir, að sanka að sér veitingakrám. Og alls staðar er sömu sögu að segja. Enginn hvitur maður fær aðgang að veitingahús- um Alis, og þeir skulu bara reyna og þá... segir Ali og horfir ögrandi á menn. Raggri rólegri VAfísTU A4 EÞf7R N\AíVfft tU a-Ð TKOfA af’/írVco>')*/«, É<J í(KiÉáA n&T-n... Fjjalla-Fúsri Alþýðublaöið Bíóín IÁSKÓLABIÓ iim^UO^ Caroline Lamb Listavel leikin mynd um ástir Byrons lávaröar og skálds og eiginkonu eins þekktasta stjórnmálamanns Breta á 19. öld. Leikstjóri: Robert Bolt. Tónlist eftir Richard Rodney Bennett, leikin af Filharmón- iusveit Lundúna undir stjórn Marcus Dods. tSLENZKUR TEXTI. Frábærir leikarar koma fram i myndinni m.a. Sarah Miles, Jon Finch, Richard Chamber- lain, John Mills, Laurence Oliver o.m.fl. Sýnd kl. 5. Þetta er mynd fyrir alla^ekki sist konur. Tónleikar ki. 8,30. AUGARASBÍÓ sim~ ZÁCHÁRIÁH COLOH <;p -3E£- Ný Rock Western kvikmynd, sú fyrsta sinnar tegundar hér- lendis. í myndinni koma fram nokkrar þekktustu sem uppi eru i dag m.a. Country Joe and The Fich og The James Gang og fl. Aðalhlutverk: John Rubinstein, Don Johnson, Elvin Jones, Dough Kershaw. Bönnuö börnum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Harðjaxlinn HÁRD NEGL TOMAS MILIAN ýfW'fc CATHERINE SPAAK 4^14. ERNEST BORGNINE MMmm NERVEPIRRENOE SKILDRING 11 01 HAROE ORENGES CPGBR. fSBk OERSlAR PUBIIKUM Sýnd kí. 11. lAFHARBÍÓ Slmi 16444 > Meistaraverk Chaplins: SVIflSLJÓS Hrifandi og skemmtileg, eitt af mestu snilldarverkum meistara Chaplins og af flest- um talin einhver hans bezta kvikmynd. Höfundur, leikstjóri, aöal- leikari: Charli Chaplin, ásamt Clarie Bloom, Syndey Chaplin. ISLENSKUR TEXTI Hækkaö verö. Sýnd kl, 3, 5.30, 8.30 og 11. Ath. breyttan sýningartima. IÝIA ÖÍÓ Slmi 1154«:. Sambönd i Salzburg rTHE SAIZBURGH tslenzkur texti Spennandi ný bandarisk njósnamynd byggö á sam- nefndri metsölubók eftir Helen Mclnnes, sem komiö hefur út I islenzkri þýöingu. Aöalhlutverk: Barry Newman, Anna Karina. Bönnuö innan 14 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Bönnuö börnum ÓNABÍÓ slmi 31183 TOMMY Ný, brezk kvikmynd, gerö af leikstjóranum Ken Russell eftir rokkóperunni Tommy, sem samin er af Peter Towns- hend og The Who. Kvikmynd þessi var frumýnd i London i lok marz s.l. og hefur siöan veriö sýnd þar viö gifur- lega aösókn. Þessi kvikmynd hefur allstaöar hlotiö frábær- ar viðtökur og góöa gagnrýni, þar sem hún hefur veriö sýnd. Myndin er sýnd i stereo og meö segultón. Framleiöendur: Robert Stig- wood og Ken Russell. Leikendur: Oliver Reed, Ann Margret, Roger Daltrey, El- ton John, Eric Clapton. Paul Nicholas, Jack Nicholson, Keit Moon, Tina Turner og The Who. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.15. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum yngri en 12 ára. Hækkaö verö. Kaupið bílmerki Landverndar Hreintl tí?Bland I fagurt I land I LANDVERND Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustíg 25 STWRHUBÍÓ simi .8336 tSLENZKUR TEXTI. Hörkuspennandi ný itölsk- amerisk sakamálamynd i lit- um um miskunnarlausar hefndir. Aöalhlutverk: Henry Silva, Richard Conte, Gianni Garko, Antonia Santilli. Bönnuö börnum. UftObSKAHlWlPW KCgNELjliS- JQNSSOhí sw)L*w»i!úsm;S' HANKASIRjf II e Laus störf við Alþýðublaðið Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út í eftirtaldar götur Reykjavik: Bakkavör Sævargarðar Melabraut Vallarbraut Miðbraut Melahverfi Nesvegur Gerðin Skólabraut Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sími 14900 hefur opið pláss fyrir hvern sem er HORNIÐ sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþyðublaðsins, Síðumúla 11, Reykjavík Hringið í Fimmtudagur 30. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.