Alþýðublaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 4
heimurinn okkar Alþjóðakvennaáriö 1975 er að verða ár „horfinna eiginkvenna” i Bandarikjunum. Bandariskir einkalögregiumenn segja, að fyrst nú sé fjöldi þeirra kvenna, sem stinga af, hærri en eiginmannanna. Þúsundir kvenna flýja að heiman vegna vonbrigða I hjónabandi. Fyrir fimmtán árum voru hlut- föll milli karia og kvenna 300 á móti einni konu eftir þvi sem citt stærsta einkalögreglu- mannafyrirtæki Bandaríkjanna segir. ,,í fyrra stungu fleiri konur af I fyrsta skipti heldur en karlar — ætli við fáum ekki helmingi fleiri þetta áriö, segir for- maðurinn, Edward Goldfather. „Konur kvarta i slvaxandi mæli um, að þær séu aðeins „þrælar á heimilinu”, og að „enginn kann að meta mig”. Brandeis, sem er einkarann- sóknarmaður I Virginíu, segir: „Konurnar vilja yfirleitt ekki fá skilnað. Þær vilja vera virtar sem konur. Brotthlaup þeirra að heiman er lokaúrræðið til að vckja athygli á sjálfum þeim.” Hann segir ennfremur: „flestar þeirra kvenna, sem hverfa að heiman hafa verið giftar i meira en tiu ár og þeim finnst eiginmaðurinn og börnin fá að lifa sinu eigin lífi, meðan þær eru hlekkjaðar við elda- vélina. Þær stinga af og vonast til þe ss að verða bcðnar um að koma aftur heim.” Nicholas Beltrante I Washing- ton segir, að þessar konur þrái ekkert heitara en að fara aftur heim Stundum skilja þær eftir skiiaboö, sem gætu auðveldaö eiginmanninum að finna þær Þær hringja af hótelum, skilja eftir heimilisfang, þegar þær fá sér lánskort, eða skrifa heim. Goedfather segir: „Fyrst hrlfast þær af frelsinu, en Ijóminn fer fljótlega af og þær verða jafnlltið hrifnar af ein- manaleikanum eins og hjúskaparlifinu. En sé eigin- kona ákveöin, getur hún horfið, ef hún vill.” Flestar eiginkvenna undirbúa hvarf sitt vel, en fáeinar gera þaö aö óhugsuöu máli. Það snjóaði i febrúar, þegar Jackson Wright og Matha kona hans, 36 ára, óku um Lincoln-göngin til New York, en neyddust til að nema staðar til að þurrka af bllgluggunum. Wright þurrkaði meðan konan hans notaði tækifærið til að stinga af undir þvi yfirskyni, að hún ætlaði að þurrka af aftur- rúðunum. Hún var horfin, þegar hann leit upp. Það hefur hvorki sézt tangur né tetur af henni slðan. 1975 SEM JtR EIGIHKVENNANHA NVERFA? ifiíh iii iniii lUHl Elgur á suðurleið VtN: Náttúruskoðendur i Austurriki hrifust af fréttinni um elginn, sem kom út úr kuldanum. Hann sástfyrst við landamæri Tékkóslóvakfu fyrir rúmri viku, fór þaðan til Austur-Póllands, synti yfir Dóná og óð yfir Austurriki. Walter Heutmayer, skógar- vörður, sá þennan tveggja ára elg við Stey. Hann læddist eins nálægt dýrinu og unnt var ásamt aðstoðarmanni sinum og þeir svæfðu dýrið með svefn- skotum. Síðan settu þeirelginn upp á bilpall og fóru með hann til dýragarðsins i Grunau, en þar var hann settur i dýrabúr, sem girt var með 2 og 1/2 metra girðingu. I dögun var elgurinn þó horfinn. Hann stökk yfir girðinguna og sást siðar á suðurleið. Eftir þetta hefur verið erfiðara að ná i hann en „Rauðu Akur- liljuna”. Eins og stendur eru skiptar skoðanir i þessu máli. Sumir segja, að sjálfsagt sé að fanga dýrið og flytja það i dýra- garð, áður en veiðimenn særi það eða það lendi fyrir bil. Aðrir halda þvi fram, að rétt séað láta dýrið i friði og vona að önnur dýr fylgi i kjölfarið og elgurinn eigi aftur beitiland i Austurriki en elgsdýr hafa verið útdauð þar i þúsund ár. Hvað storkinn varð okkar? SKÓLASTJÓRA i Hamborg leiddist að sjá nemendur hanga iðjulausa og rangla um i friminútum, svo hann lét skólann festa kaup á 100 smátennis-settum og lét vera til frjálsrar ráðstöfunar i friminútum. Og ncmcndurnir'tóku tilbrevtingunni fegins hugar, og strax mátti sjá i hverjum friminútum tugi nemenda i framhalds- skólanum sökkva scr niður i leik —og koma hressari og rjóðari til timanna þegar hringt var inn að nýju. Sovét -A-Þýzk. Búlgaría " 1 'Y'—| | Ungverjal. STARFANDI STÚLKUR Rúmenia Danmörk og Island Bretland Allir þorpsbúar grunaðir um morð BELGRAD: Lögreglan áleil fyrst, að Milenko Karadzin, 56 ára þorpsstjóri I litlu serbisku þorpi, hefði orðið fyrir slysi, þegar hann fannst látinn af sár- um i djúpum skurði. En við rannsóknina kom ýmislegt i ljós, sem nú hefur orðið að stórmáli. Að morðmáli. Það er ekki nóg með það, að skellinaðra Milenkos hafi fundiztóskemmd á nálægu engi, heldur sýndi krufning, að meiðslin voru af völdum bar- efla, en ækki árekstrar, og innvortis meiðsli flest af völdum sparka. Allir fullorðnir karlmenn i þorpinu liggja undir grun, en i Sentiga eru 240 ibúar, og þá ekki sizt þorpsstjórinn, Branko Boskovic, 62ja ára að aldri. Borkovic og Karadzin hafa verið á öndverðum meiði allt frá þvi að hafið var að ræða um nýjan þjóðveg frá Belgrad til Split. Brautin verður að liggja um annað hvort þorpið og báðir voru mennirnir ákveðnir, að þeirra þorp yrði fyrir valinu. Þvi urðu þeir óvinir. Ákvörðun Báðir menn beittu öllum tiltækum ráðum hjá Sam- göngumálaneytinu i Belgrad og lögðu málavöxtu fyrir tiltæk ráðuneyti. Seinna leit út fyrr, að Boskovic og Sentiga-þorpið hefðu sigrað. En daginn eftir hið dularfulla morð, gat að lesa i dagblöðum i Belgrad, að þjóðvegurinn ætti ekki að leggja um Sentiga. Ibúarnir i Katela héldu þetta hátiðlegt, sem einkasigur, en þorpsbúar i Sentiga mótmæltu ákaft. Þá varð til sú blóðhefnd, sem á eftir að standa i mörg ár. Lögreglaner sannfærð um, að þorpsbúar i Entiga hafi lagt gildru fyrir þorpsstjórann og barið hann til bana. Það verður þó erfitt að sanna það mál. Hver einasti maður i Sentiga hefur a.m.k. þrjár fjar- vistarsannanir. Hann kom hvergi nálægt morðstaðnum. Átökin — ekki Atökin á Norður-trlandi hafa nú verið eitt helzta fréttaefni heimsblaðanna um langt skeið. Að vísu koma hlé á milli en svo gýs upp úr á ný. Frásagnir fréttamanna af þessum átökum hafa gegnum árin mótað það al- menningsálit og þann skilning að hér sé fyrst og fremst um að ræða átök, trúarlegs eðlis, milli mótmælenda og kaþólskra. Mætti þvi halda að hér væri um að ræða óútkljáðar trúar- bragðadeilur frá 17. öld. í sam- ræmi við þessa skýringu fær svo almenningur þá hugmynd að mótmælendur og kaþólskir séu ennþá að berjast um skilgrein- ingu á orðum Bibliunnar og að brezka stjórnin og herinn séu á þönum við að stilla til friðar. Ekkert er þó fjarri sanni en að deilurnar i Norður Irlandiu séu trúabragðadeilur eins og svo margir virðast halda. Þessar deilur eru auðvitað fyrst og fremst pólitiskar i eðli sinu og nátengdar sjálfstæðisbaráttu fólksins og þvi pólitiska ástandi, sem gjarnan kemur upp milli nýlendna og nýlenduveldis. öldum saman fram til 1921 réðu Bretar yfir Irlandi, enda voru ibúar landsins að lang- mestu leyti innflytjendur frá Bretlandi. Enda þótt trland hafi lengst af verið skilgreint sem hluti af Bretaveldi, var Irland i raun og veru miklu fremur ný- lenda, samkvæmt þess orðs merkingu, enda var yfirstjórn landsins algerlega utan við stjórnsýslukerfi Stóra Bret- lands. Andstaðan gegn brezkum yfirráðum óx með árunum og á siðari hluta 19. aldar var svo komið að þrir fjórðu þeirra rúmlega 100 þingmanna, sem írland sendi til brezka þingsins voru ákveðnir aðskilnaðar- menn. Árið 1914 samþykkti brezka þingið að veita írlandi heimastjórn, en vegna heims- styrjaldarinnar fyrri varð ekk- ert úr framkvæmdum. Þegar hér var komið skarst fyrst verulega i odda, þvi enn var stór hópur ibúanna sem alls Norðmenn halda fundi um hafréttarmál Evensen, hafréttarráðherra Noregs er nú i heimsókn i Bret- landi, þar sem hann ræðir við breska ráðamenn um fiskveiði- lögsöguna. Hann sagði það skoð- un norsku rikisstjórnarinnar að einhliða útfærsla landhelginnar væri óheppileg og þeir mundu forðast slikar aðgerðir i lengstu lög. Á hinn bóginn, ef önnur riki færðu út landhelgina einhliða, yrðu Norðmenn ef til vill að gera slikt hið sama. Ráðherrann sagði að norska stjórnin hefði ekki til- búnar endanlegar tillögur i land- helgismálum, en sagði þó að norska stjórnin hefði áform um 200 milna efnahagslögsögu. Evensen sagði að þessi heim- sókn hans til Bretlands væri gagngert farin til þess að ræða um landhelgismálið og mundi hann næstu daga ræða við fleiri þjóðir um sama efni. I næstu viku er gert ráð fyrir að hann hafi fund með sjávarútvegsráðherra Sovétrikjanna og verður sá fund- ur væntanlega haldinn i Osló. Þá sagði ráðherrann að fundur yrði haldinn i Paris dagana 7—10 nóvember i Brussel 12. nóvem- ber, Haag 14. nóv. og að lokum verða svo viðræður við Vest- ur-Þjóðverja 18. nóvember og Pólverja 20. nóvember. Evensen sagði að viðræður við Norður- landaþjóðirnar yrðu teknar upp siðar. Að endingu sagði ráðherr- ann, að hann teldi óliklegt að hægt væri að ná endanlegu samkomu- lagi um þessi mál fyrir hafréttar- ráðstefnuna á næsta ári. Alþýðublaði_> Fimmtudagur 30. október 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.