Alþýðublaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 9
ÁRMANN VANN
Ármenningar sigruðu Þrótt i 1.
deildar keppninni i handknattleik
i Laugardalshöllinni með 17
mörkum gegn 14. Staðan i hálfleik
var 9:8 Ármenningum i vil. Leik-
urinn var mjög jafn lengst fram-
an af, en þegar liða tók á fyrri
hálfleik tóku Ármenningarnir
forystuna og voru eftir það ávallt
yfir. Sigur Ármenninganna bygg-
ist aðallega á yfirveguðu spili,
betri vörn og markvörzlu, ásamt
þvi, að þeir eiga tvo af beztu
hornamönnum landsins, þá Pétur
Ingólfsson og Jens Jensson, sem
voru mjög ógnandi og skoruðu
mörg mörk. Kosturinn við Ár-
mann er annars sá, hversu liðið
er jafnt og sjaldan sjást mikið af
stórum vitleysum, eins og mörg
flhnur lið i deildinni gera sig oft
sek um. Þróttarliðið er allt of ein-
hæft i sókninni og geta þeir ekki
búist við neinum sigrum i vetur,
ef þeirsetja ekki meiri fjölbreytni
i sóknarleik sinn. Spilið byggist of
mikið um einn mann Friðrik
Friðriksson, sem er alltaf marka-
hæstur i leikjum liðsins, en aðrir
ÞRÓTT 17:14
leikmenn ógna litið i sókninni.
Mörk Ármenninga i leiknum
gerðu Pétur Ingólfsson og Jens
Jensson 4 hvor, Hörður Kristins-
son 3, Björn Jóhannesson 2,
Stefán Hafstein, Gunnar Triausta-
son, Kristinn Ingólfsson og Ragn-
ar Gunnarsson eitt hver. Ragnar
Gunnarsson gerði sitt mark beint
úr sinum vitateig svo segja má að
hann hafi ekki aðeins hjálpað Ar-
menningum með góðri mark-
vörzlu heldur einnig i sókninni.
Mörk Þróttar gerðu Friðrik
Friðriksson 6, Bjarni JónSson 4,
Gunnar Gunnarsson 2, Sveinlaug-
ur og Jóhann eitt mark hver.
Víkingur
vann FH
Vikingar sigruðu FH-inga i
Islandsmótinu i handknattleik i
gærkvöldi 24:19. Vikingar léku
þennan ieik mjög vel og gáfu FH
aldrei tækifæri frá upphafi leiks.
N-írland
vann Noreg
Heldur vænkaðist hagur Norður
tra i 3. riðli Evrópukeppni lands-
liða, þegar þeir unnu Norðmenn i
írlandi 3:0 i gærkvöldi. Við sigur
þennan komust þeir upp i 2.
sæti i riðlinum. En von irlands til
að komast i 8. liða úrslitin er þó
litil, þar sem aðeins einn leikur er
eftir i riðlinum, leikur Júgóslaviu
og Norður trlands i Júgóslaviu,
og verða trarnir að vinna þann
leik með minnst tveggja marka
mun. Sá ieikur verður leikinn 19.
nóvember nk.
Danir voru yfir
í hálfleik, en
síðan...
Skotland vann Danmörk i 4.
riðli Evrópukeppni landsliða i
Glasgow i gærkvöldi 3:1. Staðan i
hálfleik var 1:0 fyrir Dani. Á
fimmtán minútum i seinni hálf-
leik gerðu Skotar þrjú mörk.
Kenny Daglish, Bruce Rioch og
Ted MacDougall skoruðu. Við
sigurinn færist Skotland upp i
annað sæti i riðlinum, stigi á
undan Rúmeniu og stigi eftir
Spáni.
Tékkósióvakía-
England frestað
Leikur Tékkaslóvakiu og
Englands, sem fram átti að fara i
gærkvöldi var flautaður af vegna
þoku eftir aðeins 17 minútur. Var
þokan svo slæm, að nær einn
þriðji hluti hinna 45.000
áhorfenda, sem staddir voru á
leikfanginum i Bratislava gátu
aldrei séð knöttinn, frá þvi að
dómarinn Mich Elotti frá Italiu
flautaði til leiks. Reynt verður að
leika leikinn i dag, ef ekki verður
eins mikil þoka og i gærkvöldi.
Don Givens á
„skotskónum”
írland vann Tyrkland i 6. riðli
Evrópukeppni landsliða i gær-
kvöldi með 4 gegn engu. Q.P.R.
leikmaðurinn Don Givens gerði
öll mörk Ira i leiknum, þrjú i fyrri
hálíleik og eitt i þeim siðari. Don
Givens hefur nú skorað átta mörk
fyrir tra i keppninni af 11. Við
sigur sinn i leiknum hefur irland
tekið forystuna i riðlinum, með 8
stig, en litil von er þó á þvi að þeir
komistáfram, þarsem Sovétrikin
eru aðeins einu stigi á eftir og
eiga eftir tvo leiki heima gegn
Sviss, og á útivelli gegn Tyrk-
landi.
íþróttir
Fleiri félög fara að láta
að sér kveða á toppnum
Siðasti getraunaseðillinn var
hvorki betri né verri hjá spá-
mönnum Alþýðublaðsins en
verið hefur. Helgi Danielsson,
Sigurjón Olafsson og Sunday
Express voru efstir og jafnir
með alls 7 rétta, Siðan kom
Eyjólfur Bergþórsson og
Observer með 6 rétta. Sunday
Mirror, Suðurnesjatiðindi,
Hermann Gunnarsson, Gunnar
Sigurðsson og Stefán Eiriksson
höfðu allir 5 rétta, og Sunday
Times rak svo lestina að þessu
sinni með 4 rétta. Við skulum
vinda okkur strax i 11.
getraunaseðilinn og sjá hvort
ekki náistnú árangursem nægir
til vinnings i getraununum.
Bingham-West Ham X.
Flestir spá sennilega West
Ham sigri i þessum leik þar sem
það er nú i einu af þremur efstu
sætum deildarinnar. En þess
verður þó að gæta að
Birmingham er langt frá þvi að
vera auðunnið og kæmi það alls
ekki á óvart, þótt það færi með
bæði stigin út úr þessari viður-
eign, þar sem það er á heima-
velli. Væri þó ekki sanngjarnt
gagnvart West Ham aðdáend-
um að spá liði þess ósigri gegn
Birmingham, sem er í einu af
neðstu sætum deildarinnar.
Jafntefli er þvi meðalvegurinn,
enda liklegast að þessi leikur
endi þannig, og þá markajafn-
tefli.
Burnley-Stoke 1.
Burnley hefur vegnað mjög
vel i leikjum sinum undanfarið
og nokkuð langt er nú siðan það
tapaði siðast. Liðið er þó nokkuð
neðarlega i deildinni, en þar
sem keppnin i ár virðist ætla að
vera mjög jöfn er ekki alveg að
marka, þegar sagt er i hvaða
sæti liðin eru, þvi einn sigur get-
ur t.d. hækkað lið um mörg
þrep, ef þannig stendur á. Bæði
iiðin hafa mjög góða leikmenn
innan sinna vébanda og er þvi
nokkurn veginn vist að leikur
þessi verði jafn og skemmtileg-
ur þar sem sóknarleikurinn
verður hafður i hávegum. Það
er ekki ósennilegt að Burnley
fari með bæði stigin út úr þess-
ari viðureign þvi það leikur á
heimavelli, en menn gera sér oft
ekki grein fyrir þvi hversu mik-
ið það hefur að segja.
Coventry-Q.P.R 2.
Miðlandafélaginu hefur geng-
ið mjög slælega að undanförnu,
eftir dágóða byrjun á keppnis-
timabilinu. Heimavöllur virðist
ekki heldur hafa hjálpað liðinu
við að hala inn stig þvi það hefur
aðeins unnið einn leik i Coventry
af sjö. Það fær nú liðið^sem álit-
ið er að hafi beztu framlinu-
mönnunum i ensku 1. deildinni á
að skipa, Q.P.Ryi heimsókn, og
ætti ekki að hafa möguleika á að
stöðva þá. Coventry má samt
ekki alveg afskrifa gegn Q.P.R.
þvi það hefur stundum náð
þokkalegum leik og gæti þvi
alveg eins vaxið ásmegin gegn
Q.P.R. á Highfield Road á
laugardaginn. En útisigur er þó
sennilegustu úrslitin.
Derby Country Country
— Leeds Ctd. 1
Þessi leikur er erfiður, þar
sem Leeds hefur oft vegnað vel
gegn Derby á Baseball Ground.
En Derby ætti þó að sigra Leeds
liðið að þessu sinni, þvi það er
nú álitið vera með eitt bezta
liðið i deildinni að þessu sinni og
eru þeir ófáir sem spá þvi sigri i
1. deildinni i ár, annað skiptið i
röð. Heimasigur er liklegastur
en geta verður þess að tveir af
beztu leikmönnum Derby, þeir
Todd og McFarlandi léku
erfiðan leik með enska lands-
liðinu i Tékkóslóvakiu i gær-
kvöldi, og getur það haft eftir-
köst.
Everton-Leicester 1.
Everton er mun sigurstrang-
legra i þessum leik og er það
næstum öruggt að það sigrar i
leiknum. Liðið vann Wolves á
útivelli siðasta laugardag, en
Leicester tapaði fyrir Totten-
ham á heimavelli sama dag.
Leicester hefur ekki unnið leik
til þessa og ætti þvi varla að
byrja á þvi að sigra gott
Everton lið á Goodison Park i
Liverpool. Heimasigur er lik-
legastur.
Ipswich-Aston Villa 1.
Ipswich er mun sigurstrang-
legra i þessum leik enda á
heimavelli. Liðið virðist ekki ná
þeim árangri sem vitað er að
það getur þvi i liðinu eru margir
ungir og efnilegir leikmenn,
eins og t.d. Kevin Beattie, Wy-
mark, Johnson, Osborne og
fleiri. Það hefur þó náð sæmi-
legum árangri á útivelli en virð-
ist skorta herzlumuninn til þess
að vera i efstu sætum. Þetta
hlýtur nú að fara að koma hjá
þeim og ættu nýliðarnir i deild-
inni, Aston Villa, að vera fyrsta
hindrunin á þeirri leið. Heima-
sigur er lang-liklegastur.
Manch. Utd.-Norwich
1.
Það ætti ekki að valda neinu
rifrildi þegar merktur er 1 á
þennan leik enda hafa iþrótta-
fréttaritarar ensku pressunnar
keppzt um að hæla Manchester
United. Vörn Old Trafford-liðs-
ins verður þó að gæta marka-
kóngsins Ted MacDougall mjög
vel ef það ætlar að vinna góðan
sigur, því það má aldrei sleppa
auga af þessum marksækna
leikmanni. Manchester-liðið
gerir þó ekki þá skyssu og ætti
þvi að vinna þennan leik nokkuð
örugglega.
Middlesbrough —
Liverpool. 1
Lið Jack Charltons vann
Liverpool i fyrra á Ayresome
Park leikvanginum i
Middlesbrough 1:0. Það er svip-
að að styrkleika núna og ætti þvi
ab eiga mikla möguleika á að
vinna þennan leik, þótt svo að
Liverpool sé mjög gott lið.
,,Boro” er mjög sterkt heimalið,
er það þvi megin ástæðan fyrir
þvi að 1 er merktur við þennan
leik. En hitt er annað mál að
Liverpool með knattspyrnu-
snillingana Kevin Keegan og
Steve Highway i broddi fylk-
ingar ætti alveg eins að geta náð
jafntefli, en útisigur er frekar
óliklegur.
Newcastle-Arsenal. 1.
Það er erfitt að sækja
Newcastle-liðiðheim, þvi það er
mjög sterkt á St. James Park.
Oft er sagt um Newcastle-liðið
að það sé nánast annað lið þegar
það leikur á heimavelli en þegar
það leikur á útivelli. Arsenal
hefur vegnað vel i siðustu leikj-
um liðsins og er það þvi alltaf
smá möguleiki að það nái jafn-
tefli, þótt liklegra sé að
Newcastle vinni.
Sheff. Utd.-Nanch. City
X.
Það er nánast stórfurðulegt
hversu illa Sheffield liðinu
gengur um þessar mundir, en
það hefur innan sinna vébanda
marga mjög góða leikmenn eins
og t.d. Tony Currie,Alan Wood-
ward, svo einhverjir séu nefnd-
ir. Það er eins og einhver álög
fylgi liðinu. Félagið er langt frá
þvi að vera svo lélegt eins og
stig þess gefa til kynna i dag, en
liðið hefur aðeins hlotið 3 stig.
Það hlýtur að fara að koma að
þvi að það hreppi fleiri stig og
gæti það alit eins unnið
Manchester Citý á laugardag-
inn. Leikurinn getur þó allt eins
farið á alla þrjá vegu, en jafn-
tefli er meðalvegurinn og
merkjum þvi X hér!
Tottenham-Wolves 1.
Woives er illa statt um þessar
mundir og er talið að langt sé
siðan þeir hafi verið eins lélegir
og þeir eru núna. Tottenham er
miðlungslið og ætti þvi mestu
möguleikarnir að verða heima-
sigur. Þvi hefur lika alltaf
vegnað vel gegn Wolves á
siðustu árum bæði á útivelli og
heimavelli. Heimasigur likleg-
astur.
Luton Town-Bristol
City. 1.
Bristol-liðinu hefur vegnað
mjög vel i leikjum sinum i 2.
deildinni i ár og er það mál
manna að það fari upp i 1. deild
að ári komanda. Það tapaði þó
óvænt fyrir W.B.A. á heimavelli
i siðustu viku og missti við þann
ósigur forystusætið i deildinni til
Sunderland. Luton er eins og
Bristol eitt af beztu liðum
deildarinnar en vantar herzlu-
muninn til þess, að vera á
toppnum. Það er þó gott á
heimavelli og á þvi möguleika á
að sigra Bristol-liðið á laugar-
daginn.
Getraunaþjónusta Al])ýðublaðsins
Síöustu 8 Leikir sömu lið. cn ^
útileikir síðustu 8 árin £ p
Síðustu
8 heima
JTTJVVVJ Birmingham
VJJJVJTV Burnley
TJVJTTTJ Coventry
JTVVVVVV Derby County
JTTVVVJV Everton
VTJVVVTJ Ipswich
VWJVVJV Man .United
JVVWJJV Middlesbrough
VTJVVVJV Newcastle
VJTTTVTT Sheffield United
VVVJJTJJ Tottenham
West Ham TTYJJJVT
Stoke City JVJTVTVV
Q.P.R. TTVJJJTT
Leeds United JTVJVTVJ
Leicester TJTJTTJJ
Aston Villa VJTTTJJT
Norwich VTTJJTVT
Liverpool VTTVJTJJ
Arsenal TTJVJTJT
Man.City VJ TTTTVJ
Wolves TTJTTTTT
I X X X -
- 1-----
---12 1
II --X
1-------
111X1
2---X
1X2X1
XIX XX
-IX 2 X
- 2 X XX
2 X X 2 X
2X1 11
-----XI
1 X X 11
--1 IX
1X1 XI
X 2 X 2 2
X 2 1 11
4-> 4-> £
cn £ • 'O 3
cn £ C ■ u c • C-H
O) cn o rrt u u £ i—1 SAM—
U o 6 3 7S c vO
pH £ xo Oý 0> t4 •r—) iALo
X -H o QJ 3 ■H pi 4-> • 1 X 2
ta íh s CO co o CO
2 X X 1 2 2 2 1 X X 2 6 4
X X 2 1 X X 1 X 1 1 4 6 2
2 2 X X 2 2 2 X 2 2 n 5 7
X 1 1 1 1 1 X 2 1 1 7 3 2
1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 C C
1 1 1 1 1 1 1 1 X 1 lo 2 C
1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 12 C 0
X 1 2 2 2 X 1 1 X 1 5 4 3
1 1 1 1 X 1 X 1 X 1 8 4 0
2 2 1 1 2 2 2 X 2 X 2 2 8
1 1 1 1 X 1 1 X 1 1 lo 2 C
VJVVTJJV Luton Town
- Bristol Ciy TTrVJJVV
---1X21-
1 .2 X X ‘1 2
2 2 111
5 25
Fimmtudagur 30. október 1975.
Alþýðublaðið