Alþýðublaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.10.1975, Blaðsíða 3
Stefnuliés Sigurður E. Guðmundsson skrifar O Spánn á örlagastundu Varla blandast nokkrum manni hugur um það, að þegar andlát Francesco Franco, einvalda á Spáni, ber að höndum mun spænska þjóðin verða stödd á mikl- um timamótum. Enginn vafi er á þvi, að þeirrar stundar hefur mikill fjöldi manna á Spáni og viðar um heim, beðið um langt skeið — hann verður þeim merki þess, að þróun 1 átt til lýðræðislegs stjórnarfars geti nú loks hafizt. En a að visu er jafn- ljóst, að fasistaöflin þar syðra eru föst i sessi og munu vafalaust halda fast um stjórnvölinn — og njóta eflaust til þess stuðnings fasista- og afturhaldsafla á meg inlandi Evrópu og viöar um heim. Athygíi manna hlýtur þvi að beinast mjög að þróun mála á Spáni á komandi tið og telja má vist, að lýðræðisrikin og lýðræðis- hreyfingar i Vestur-Evrópu muni leggja allt kapp á að stuðla að þvi, að lýðræði verði loks endurreist á Spáni. Eg hef áður vakið athygli á þvi, að jafnaðarmenn eru nú langsterkasta stjórnmálahreyfingin i Vestur-Evrópu. Hún hefur látið sig þróun mála i Portúgal miklu skipta upp á siðkastið og á ef til vill rikastan þáttinn i, að fasistar/kommúnistar hafa enn ekki náð völdum þar. Telja má vist, að hún muni nú einnig fylkja sér, beint og óbeint, að baki spænskra jafnaðarmanna og lýð- ræðisaflanna þar eins og jafnaðarmenn hafa raunar ætið gert, i baráttunni við einræðisöflin. A þessu ári hafa birzt nokkrar greinar um spænsk stjórnmál i ny politik, timariti danska Alþýðuflokksins. Hafa þær verið fróðlegar um margt, einkanlega nýleg rein eftir blaðamanninn Halldor igurdsson. Er hún viðtal við Francisco Lopez Real, aðalritara alþjóðamála i PSOE, Sósialistiska Verkalýðsflokknum á Spáni (Partido Socialista Obrero Espanol) og deildarstjóra verkalýðsmála i emræðisrikjum i aðalstöðvum alþjóða- sambands frjálsra verkalýðsfelaga (ICFTU) I Brussel. PSOE er jafnaðar- mannaflokkur, elztur meiriháttar stjórn- málaflokka á Spáni (95 ára gamall) og er aðiliað Alþjóðasambandi jafnaðarmanna (Socialist International). 1 viðtalinu segir Real, að auk PSOE muni Kommúnista- flokkur Spánar (PCE) og Kristilegi Demókrataflokkurinn verða burðar- ásarnir i stjórnmálalifi Spánar, þegar þeir fá á nýjan leik frelsi til starfa. Hann segir kommúnista öfluga jafnframt þvi sem hann telur styrk þeirra mjög of- metinn. Á hinn bóginn viðurkennir hann, að þeir séu öflugastir i verkalýðs- hreyfingunni, sem ekki er þó skipulögð með sama hætti og t.d. hér á landi, heldur sé hún byggð upp af fjölmörgum aðskild- um einingum (las comisiones obreras) er nánast meigi nefna verkalýðsnefndir. Engu að siður séu áhrif jafnaðarmanna mjög sterk innan hennar og heldur hafi dregið úr áhrifum kommúnista þar. Jafn- aðarmenn telur hann tvimælalaust mjög öflugan flokk. I viðtalinu spyr Halldor hann um stefnu PSOE og helztu markmið. Real segir, að flokkurinn krefjist þess, að allir pólitiskir fangar á Spáni verði þegar i stað látnir lausir og án skilyrða. Hann krefjist þess einnig, að spænska þjóðin fái á nýjan leik yfirrað yfir þjóðarauðnum — og á þá sjálfsagt m.a. við eignir þær og auðlindir, sem erlend auðfélög hafa nú hagnýtt um langt árabil. Real segir einnig flokk sinn krefjast þess að innan 12 mánaða fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort ríkið eigi að vera lýðveldi eða konungsriki, að sjálfsögðu berjist PSOE fyrir þvi að lýðveldi verði reist þar i landi. 'Þá' kretjist ilokkurinn þjóðnýtingar bankakerfisinsogstóriðaðarins og muni i þeim efnum ganga mun lengra en jafn- aðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum, semt „þörfnumst við stúðnings skandinavisku jafnaðarmannaflokkanna við málstað okkar, það er ljóst”, segir hann. Og i lokin segir hann einnig, að ástandið á Spáni (greinin er rituð i mai/júni) sé mjög óljóst og óöruggt — má þá nærri geta hvernig það er nú og verður á næstunni. En i öllu falli muni hinir ungu stjórnniálamenn flokkanna (sjálfur er hann 62 ára) marka stefnuna og ráða ferðinni. Það lætur vitaskuld að likum, að i dag geturenginn maður getið sér til um þróun mála á Spáni á næstu vikum, mánuð- um og árum. Svo mikið virist þó vist, að furst i' stað muni fasistaöflin leit- ast við að fara áfram með völd i landinu, sem jafnvist má telja, að lýð- ræðisleg stjórnmálaöfl muni ekki sætta sig við til neinnar lengdar. Sú barátta, sem þá hlýtur að koma til sögunnar, verður vonandi með friðsam- legum hætti, þótt þvi miður sé hæpið að telja það fullvist. En væntanlega kemur síðan i ljós, að öflugustu stjórn- málahreyfingar Spánverja (þó að fasist- um undanskiidum, sem Real teiur ekki með hér að framan) hafa dregið nokkurn lærdóm af þróun mála i Portúgal undan- farið — og er þá hvað mikilvægast að kommúnistar hafi gert það, eins og raunar ýmsar fréttir hafa bent til. Verði raunin sú, sem Real telur, að jafnaðar- menn, kommúnistar og kristiiegir demókratar verði aðalflokkar hins frjálsa Spánar, er komið mynztur, :sem fróðlegt verður að sjá hvernig stendur að myndun meirihlutastjórnar i landinu. En ekki er óliklegt að hún verði rótæk vel, þvi að mörgu þykjast menn sjálfsagt þurfa að breyta á betri veg eftir svo langt stjórnartimabil fasista. Og liklegt má þá einnig telja, aðharðar^kjótar og róttækar breytingar af hennar hálfu framkalli hatramma andstöðu fasista og annarra hægriafla. Má þvi ætla, að sviptivinda- samt verði i landinu, sem i Portúgal, a komandi mánuðum og árum. En svo er að sjálfsögðu oft þegar nýir timar fara i hönd og menn vilja sópa feysknu spreki á brott. Nýtt og betra þjóðfélag fæðist ekki átaka- iaust, hvorki á Spáni né annars staðar. En allirlýðræðissinnar hljóta að gera sér eindregnar vonir um, að lýðræðið taki nú senn um stjórnvölinn i landinu, hvað sem öðru liður. # O C Skemmtilegar skákir í gær Baráttugleði skákmannanna á svæðamótinu i skák virðist vera að færast mjög aukana. I gær- kvöldi fórnuðu menn i 4 skákum af 7, tvær stóðust, ein fórnin stóðst ekki og ein fór i bið, en það var skák Friðriks Ölafssonar gegn Englendingnum Hartston. Staðan i þeirri skák er mjög tvi- sýn, en Friðrik er þó talinn hafa betri stöðu. Annars urðu úrslitin i gærkvöldi þessi. Ribli vann Timman Liverzon vann Van den Broeck Poutiainen vann Zwaig Ostermeyer vann Björn og Murray vann Laine. Parma og Jansa gerðu jafntefli, en skák Friðriks og Hartston fór i bið. Hamman sat hjá. Liberzon og Ribli eru nú efstir með 5 1/2 vinn- ing hver. Flugvallarskattur á innanlandsleið- um felldur niður? Upphaflega var ráðgert að flug- vallargjald það, sem samþykkt var á Alþingi 26. april s.l., yrði aðeins innheimt til loka febrúar- mánaðar 1976. I fjárlagafrum- varpi rikisstjórnarinnar er hins vegar boðið að gjaldtaka þessi verði framlengd allt næsta ár, og ekkerthefur heyr-zt frá rikisstjórn inni um að breytingar séu fyrir- hugaðar á gjaldtökunni. Þetta segir Sighvatur Björgýinsson, þingmaður Alþýðuflokksins, i frumvarpi til laga um breytingu á umræddu flugvallargjaldi. I frumvarpinu segir ennfremur: Frumvarp þetta er flutt I þeim tilgangi að sú breyting verði gerð á ákvæðum laga um innheimtu flugvallagjalds, að eftirleiðis verði gjaldið aðeins innheimt af þeim farþegum, sem fara frá tslandi til annarra landa, en gjaldtakan verði felld niður i innanlandsflugi. Er hér um réttlætismál að ræða, þar sem Reykjavik er sameiginleg þjónustumiðstöð fyrir allt landið og er aðeins þar hægt að fá ýmsa f rettaþraðurinn Dagsími til kl. 20: 81866 Kvöldsími 81976 nauðsynlega þjónustu sem allir landsmenn þarfnast. Þá er það alkunna, að þvi fjær Reykjavik, sem fólk býr, þeim mun meira verður það að notfæra sér þjónustu flugfélaga til og frá Reykjavik. Innheimta flugvallar- gjalds af farþegum i innanlands- flugi verður þvi i raun og veru samnefndur dreifbýlisskattur, sem á að leggja niður. Ómannúðleg meðferð á háhyrningum „Það er hreint hörmulegt að heyra um meðferðina á háhyrningnum. Þetta er svo ómannúðleg meðferð, að mig skortir hreinlega orð til að láta vanþóknun mina i ljós. Hins vegar munum við i dýra- verndunarfélaginu halda fund annað kvöid þar sem við munum fjalla um þetta leiðindamál, „sagði Svanlaug Löve stjórnar- meðlimur i Dýraverndunarfélagi Reykjavikur i samtali við Alþýðublaðið i gær, Eins og flestum er kunnugt þá var enn einu sinni fangaður lifandi háhyrningur á miðunum fyrir suðaustan land, en frakkinn Roger de La Grandiére hefur heitið nokkrum milljónum króna fyrir lifandi háhyrning, sem komið er með til Hornafjarðar. Margar tilraunir hafa verið reyndar til að koma háhyrningum lifandi til Horna- fjarðar, en dýrin hafa ætið drepist innan skamms tima. Hins vegar tókst að koma háhyrningi lifandi til Hafnar i Hornafirði i fyrradag, en við svo illan leik að stórsá á skepnunni og samkvæmt fyrir- mælum læknis á staðnum var þvi háhyrningnum lógað. „Mér finnst þessi meðferð á dýrinu fyrir neðan allar hellur,” sagði Svanlaug,” og ég tel peráónulega að þeir menn sem fara svona með saklaus dýr, geri sér ekki grein fyrir þvi hve mikið þeir niðurlægja sjálfa sig. Að lokum sagði Svanlaug Löve: „Sá aðili sem lógaði dýrinu á Homafirði hringdi i okkur i gær- kvöldi og benti okkur i dýra- verndunarfélaginu á þá illu meðferð sem háhyrningarnir hafa orðið fyrir. Ég geri ráð fyrir þvi að þessi meðferð á dýrinu striði gegn dýraverndunarlögum, þó ég sé ekki nægilega vel að mér i lögunum til að geta fullyrt þar neitt um. Litasjónvörpin orðin leyfisvara Sala litsjónvarpstækja varð skammvinn sæla hjá innflytj- endum þeirra, þvi i gær ákvað viðskiptaráðuneytið að fram- vegis verði innnutningur þeirra háður leyfum. Þetta er að sjálfsögðu gert til að hamla þvi að fólk taki út sparifé og kaupi tækin áður en þau hækka öllu meira i verði. Rikið hefur sem sé tekið að sér að hafa vit fyrir fólki með þvi að leyfa útsendingar i lit, en stöðva eða takmarka innflutning mót- tökutækja. Vilja loforð um ný launaj af nréttislög Stjórn Sambands Alþýðuflokkskvenna skorar á samninganefndir laun- þegasamtakanna — þar á meðal samninganefndir ASI, BSRB og SIB — að gera það að skilyrði fyrir nýjum kjarasamningum i haust, að rikis- stjórnin gefi ótvirætt og öruggt loforð fyrir þvi, að þegar verði hafizt handa um endurskoðun á núgildandi launajafnréttislögum, er kvenna- samtökin i landinu fái fulla aðild að, og lögfest verði siðan i vetur eða vor. Sambandsstjórnin hvetur önnur kvennasamtök i landinu til að sameinast um þetta mál og fýlgja fast eftir kröfunni um launajafnrétti, verði framangreindri áskorun eigi sinnt. Samband Alþýðuflokkskvenna S tj órnmálaf lokkarnir bókhaldsskyldir ? Verða stjórnmálaflokkar bókhaldsskyldir við liknarfélög i framtið- inni? Eyjólfur Konráð Jónsson hefur flutt á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á bókhaldslögum þess efnis, en samkvæmt frumvarpinu verða stjórnmálaflokkar framtalsskyldir, þó svo þeir séu skattfrjálsir — og jafnframt verður sett þak á skattfrelsi einstakra gjafa eða fram- laga til flokkanna. Engar hefðir brotnar segir verkfræðiskrifstofan Við teljum að hér hafi engin hefð verið brotin og að farið hafi verið eftir reglum sem almennt eru viðurkenndar” sagði Stefán örn Stefánsson sem rekur verk- fræðiskrifstofu undir eigin nafni, en hún annaðist útboðið i svartoliu- og lýsistankana i Neskaupstað sem fjallað var um i Alþýðublaðinu i gær. „Ég sagði það á fundinum þegar tilboðin voru opnuð, að mér þættu þau öll of há. Einnig bar ég það undir tilboðsaðila hvort þeir vildu að gerð yrði bréflega grein fyrir þvi að öllum tilboðum væri hafnað. Svarið sem ég fékk við þvi var neit- andi. Það sem næst gerist i málinu er þetta. útboðið var brotið upp þannig, að hægt var að bjóða i einn, tvo eða þrjá tanka ef tilboðsaðilum byði svo á að horfa. Okkur þótti að óvissa vegna veðurs væri of stór kostnaðarliður i framkomnum tilboðum. Við höfðum samband við þá tvo aðila sem lægst tilboð höfðu átt og sögðum þeim að hægt yrði að vinna allt að 750 klst innanhúss við smiðina, þannig að óvissa vegna veðurs yrði ekki til þess að valda töfum við smiðina. Að sjálfsögðu var þetta einnig tekið inn i kostnaðar áætlunina sem lá fyrir, og við það lækkaði hún nokkuð. Astæðan til þess að ekki var haft samband við fleiri tilboðsaðila, ereinfaldlega sú að þeirra tilboðvoru þaðhá aðekki kom til greina að þeim yrði tekið, þó þau yrðu lækkuð sem næmi þvi að óvissa af völdum veðurs yrði nær engin. Annar aðilanna mat þessa breytingu á forsendum það mikils, að hann lækkaði sig verulega. Þessi aðili var Sigurður Söebech og fékk hann þvi verkið. Hinn aðilinn, Véltak hf., taldi sig ekki geta lækkað tilboðið nema til jafns við upphaflegu kostnaðar- áætlunina. En eins og áður sagði, var hún lækkuð, vegna þess að of jnikið tiilit var tekið til óhagstæðra veðurskilyrða. Þetta seinna tilboð Véltaks hf. var ekki bréflegt heldur munnlegt. Það segir einnig sina sögu um fyrri tilboðin og reyndar einnig þá samninga, sem gerðir voru við Sig. Söeb., að þeir aðilar, sem nú eru við verkið, gengu inn i samninga hans, án þess að þeir breyttust i nokkru og eftir þvi, sem ég veit bezt, eru þeir harð- ánægðir með þá. Þessir menn eru vanir tankasmiði og mér er sagt að þeir hafi af þessu ágætar tekjur” sagði Stefn örn að lokum. Fimmtudagur 30. október 1975. Alþýðublaðið o

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.