Alþýðublaðið - 05.12.1975, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 05.12.1975, Qupperneq 7
Lakari viðskipta- kjör tylliástæða til launalækkunar Ályktanir Kjaramálaráðstefnu Alþýðusambands íslands t efnahagsmálum hafa árin 1974 og 1975 einkennzt af óðaverðbólgu, stór- felldri skuldasöfnun við erlenda aðila og þenslu rikisútgjalda sam- fara nær stöðugri rýrnun kaupmátt- ar launa og tilraunum stjórnvalda til aðdraga úreinkaneyzlu almennings. Ekki hefur þó verið haldið svo á mál- um, að efnahagsaðgerðirnar, svo sem tvennar gengisfellingar ásamt gengissigi, hækkaðar skattaálög- um, lagaafnám verðlagsbóta á laun, vaxtahækkanir, sérstakar og flóknar sjóðamyndanir til að lækka umsam- in kjör sjómanna og fleiri af li'ku tagi hafi i heild megnað að draga úr verð- bólgunni eða hallarekstri þjóðarbús- ins. Frá þvf er kjarasamningar voru gerðir i febrúar 1974 (1. marz) og til 1. nóv. sl. hefur visitala framfærslu- kostnaðar hækkað úr 262 stigum i 491 stig eða um 87% (sé miðuð við 1. febr. er hækkunin 102%). A sama tima hefur meðaltimakaupstaxti verkamanna (6. taxti Dagsbrúnar e. 1 ár) aðeins hækkað um 46% og al- raennur timakaupstaxti iðnaða- manna (alm. e. 2 ár) um 42% svo dæmi séu nefnd. Kaupmáttarrýrnun , hefur þvi orðið 22—24% og þyrftu viðkomandi laun þvi að hækka um 28—32% til þess að jafna metin og vega upp kjaraskerðinguna, sem orðið hefur á þessu timabili. Raun- veruleg tekjuskerðing verkafólks hefur þó orðið verulega meiri en þessar tölur sýna, þar sem atvinnu- samdráttur hefur leitt til fækkunar vinnustundafjölda á hvern einstak- ling, svo sem skýrslur Kjararann- sóknarnefndar sanna. Verkalýðssamtökin hafa i tvenn- um kjarasamningum á þessu ári reynt eftir föngum að berjast við af- leiðingar óðaverðbólgunnar en ekki fengið rönd við reist nema að hluta til, en kaupmáttur timakaups er nú minni en hann var við gerð bráða- birgöasamninganna i marzmánuði sl. en aðeins örlitiö hærri en hann var við gerð samninganna 13. júni. Kjaramálaráðstefna ASl litur svo á að reynslan af þróun kjara- og efnahagsmála siðustu misserin sanni annars vegar að kjaraskerð- ingin sem orðin er, eigi ekki nema að hluta rætur að rekja til lakari ytri skilyrða þjóðarbúsins, þótt lækkun hafi orðið á verðlagi útflutningsaf- urða og þjóðartekjur minnkað af þeim sökum jafnframt þvi sem verð- lag innflutnings hefur hækkað. Bend- ir ráðstefnan i þvi sambandi á að siðustu 12 mánuðina hefur verðlag innflutnings aðeins hækkað um 8%, en almennt verðlag hefur á sama tima hækkað um a.m.k. 44%, og enn- fremur að þjóðartekjurnar stóðu i stað 1974 en minnka trúlega um 8—9% á árinu 1975. Af þessu tvennu verður að draga þær ályktanir, að óðaverðbólgan og kjaraskerðing verkafólks eigi sér takmarkaða stoð i þessum meðverkandi orsökum, heldur sé að miklu um að ræða hvort tveggja óstjórn i efnahagsmálum og beinar tilraunir til þess að nota lak- ari viðskiptakjör en áður riktu sem tylliástæðu til launalækkana og þar með teknatilfærslu frá verkafólki til atvinnurekenda og fjármálamanna, sem maka krók sinn af verðbólgu- gróðanum á kostnað launastéttanna. 1 öðru lagi að kjaraskerðingin er miklum mun meiri en nemur sam- drætti þjóðartekna, sem þó er stærri en þurft hefði að vera, ef rétt hefði verið á málum haldið. Enn virðist reynslan sanna, að hefðbundin barátta fyrir kauphækk- unum til að jafna metin gegn óða- verðbólgu hvað þá til að bæta lifs- kjörin, sé ekki einhlit aðferð, hversu nauðsynleg sem hún þó er. Jafnhliða kaupgjaldsbaráttunni verði þvi að ráðast með öllu afli gegn orsökum verðbólgunnar og hemla hana a.m.k. að þvi marki, að hún verði hér ekki meiri en gerist i viðskiptalöndum okkar. En til þess að þetta megi verða og að þannig verði lagður grundvöllur að varanlegum árangri kjarabóta og kjaraverndar er óhjá- kvæmilegt að tekin verði upp ger- breytt og heillavænlegri stefna i efnahagsmálum, en nú hefur verið fylgt um skeið. Grundvallaratriði slikrar nýrrar stefnumótunar i efna- hagsmálum þurfa að mati kjara- málaráðstefnunnar að verða: 1. Tryggð sé full atvinna. 2. Launakjör almennings verði bætt og sá kaupmáttur, sem stefnt er að tryggður með raunhæfu fyrir- komulagi. Lægstu kauptaxtar verði hækk- aðir sérstaklega. 3. Ráðstafanir verði gerðar til að halda dýrtíðaraukningu innan á- kveðinna marka, t.d. 10—15% á ári. Til að ná framangreindum grund- vallarmarkmiðum verði m.a. gerðar eftirfarandi ráðstafanir: 1. Áherzia verði lögð á að nýta til fulls framleiðslugetu þjóðarinnar og auka á þann hátt þjóðarfram- leiðslu og þjóðartekjur. Sérstaklega verði lagt kapp á að auka útflutningsframleiðslu og framleiðslu, sem sparar eriendan gjaldeyri. 2. Tekin verði þegar i stað upp að- haldssöm stjórn i gjaldeyrismál- um og komið i veg fyrir óþarfa gjaldeyriseyðslu jafnt i innflutn- ! ingi sem öðrum greinum. Settar verði reglur um tima- bundnar takmarkanir og/eða breytingar á aðflutningsgjöldum á innflutningi á vörum, sem ekki geta talizt nauðsyniegar. Strangar reglur verði settar til að koma i veg fyrir undanskot gjaldeyris og allir undantekn- ingalaust skyldaðir til að skila, strax og hægt er, gjaldeyri fyrir útflutning, umboðslaun og þjón- ustustörf. 3. Dregið verði úr rekstrarútgjöld- um rikissjóðs og ótimabærum framkvæmdum rikisstofnana en þess þó gætt, að nauðsynlegar framkvæmdir og félagsleg þjón- usta verði ekki skert. Hagur lifeyrisþega verði i engu skertur. 4. Skattalögum og reglugerðum verði breytt þannig, að fyrirtæki beri eðlilegan hluta af skattbyrð- inni. Fyrningum verði breytt og það tryggt að einstaklingar sem hafa með höndum atvinnurekstur greiði ávallt skatta af persónuleg- um tekjum sinum. Eftirlit með söluskattsinnheimtu verði aukið. Samtimaskattur verði tekinn upp svo fljótt sem kostur er á. 5. Vextir verði lækkaðir nú þegar og áherzla lögð á að bæta lánakjör framleiðslufyrirtækja. 6. Þjónustugjöld opinberra aðila verði ekki hækkuð á samnings- timanum. 7. Allar sjálfvirkar verðlagshækk- anir verði úr gildi numdar þar á meðal á hvers konar þjónustu og búvörum. Lög og reglur um verð- lagsákvæði og verðlagseftiirlit verði endurskoðuð með það fyrir augum að ná sterkari tökum á þróun verðlagsmála. Hámarksverð verði sett á sem flestar vörur og breytingar háðar markaðsathugunum og athugun- um á afkomu fyrirtækja. 8. Opinberir starfsmenn fái fullan og óskoraðan samningsrétt um laun sin með sömu réttindum og skyldum og aðrir launþegar. Bændur hafi einnig fullan samn- ingsrétt um sin launakjör. 9. Niðurgreiðslum á vöruverði inn- anlands verði breytt i greiðslur, sem miðist við fjölskyldustærð. 10. Lifeyrissjóðakerfið verði endur- skoðað i nánu samráði við samtök launafólks með þvi markmiði að sjóðirnir og almennar tryggingar geti veitt öidruðum og öryrkjum eðlileg eftirlaun. Allir lifey rissjóðir veiti hliðstæðar bætur eftir þvi sem frekast verði við komið. Undirbúin verði stofnun lifeyris- sjóðs allra landsmanna. 11. Hraðað verði undirbúningi og framkvæmd yfirlýsingar fyrrver- andi rikisstjórnar frá febrúar 1974 um félagslegar ibúðabyggingar. Verðtrygging húsnæðislána um- fram hóflegt vaxtalágmark verði afnumin. 12. Fólki, sem býr i sinni einu eign- aribúð, sem keypt hefur verið eða byggð af eiganda á siðastliðnum 5 árum, skal innan tiltekinna marka gefinn kostur á að breyta lausaskuldum sinum i föst lán, sem veitt verði með hagstæðum kjörum. Þá skal þvi fóiki einnig heimilt að minnka við sig hús- næði, án þess að söluhagnaður verði skattlagður. 13. Bætur þeirra bótaþega almanna- trygginga, sem telja verður lág- launafólk verði i engu skertar og samráð haft við verkalýðshreyf- inguna um breytingar á almanna- tryggingakerfinu. 14. Þegar ekki er lengur þörf á inn- heimtu sérstaks söluskatts til Við- lagasjóðs verði söluskattsinn- heimtan lækkuð sem þvi gjaldi nemur. Fallið verði frá ráðger.ðri 800 millj. kr. lækkun á tollum um næstu áramót vegna EFTA og Efnahagsbandalagssamninga. Af hálfu verkalýðssamtakanna lýsir kjaramálaráðstefnan þvi yfir, að samtökin muni taka fullt tillit til þess við gerð nýrra kjarasamninga á næstu vikum, hvort stjórnvöld og at- vinnurekendur vilji i reynd taka upp framangreind stefnumið og fram- kvæma þau i samráði við verkalýðs- hreyfinguna eða hafna þeim og þar með þeim grundvelli, sem verka- lýðssamtökin geta hugsað sér að byggja á frið á vinnumarkaðinum á allra næstu timum. Fari svo mót eðlilegum vonum ráðstefnunnar, að framangreindri \stefnu verði hafnað, hlýtur verka- lýðshreyfingin að svara slikri synjun með þvi eina úrræði, sem henni er þá eftir skilið að beita samtakamætti sinum af fyllstu hörku til að endur- heimta þegar i stað með beiníim kauphækkunum a.m.k. jafngildi allrar þeirrar kjaraskerðingar, scm skjólstæðingar verkalýðssamtak- anna hafa mátt þoia á þessu og si. ári. Kjaramálaráðstefnan telur nauð- synlegt við ríkjandi aðstæður að verkalýðsfélögin mæti atvinnurek- endum og rikisvaldi i þeim kjara- samningum sem nú standa fyrir dyr- um sem ein órjúfandi heild hvað snertir meginatriði samningsmál- anna, en jafnframt að sérkröfur og sérmálefni hljóti viðeigandi meðferð einstakra félaga eða landssam- banda. Þvi ákveður ráðstefnan að kjósa 18 manna viðræðunefnd og henni til samráðs, halds og trausts baknefnd eftir nánari ákvörðun ráðstefnunnar. Er nefndum þessum falið að haga svo störfum að viðræður um nýja kjarasamninga geti hafizt hið fyrsta, og að þær stefni að þvi að niðurstöður geti legið fyrir svo fljótt sem aðstæð- ur frekast leyfa. PI.1SÍJIM llF PLASTPOKAVERKSMfOJA Sfcnar 82A39-8245S VBfnagörfeum 6 Bo* 4064 - Raykjavík Pipulagnir 82208 Tökum að okkur alla pipulagningavinnu Oddur Möller löggildur pipulagningameistari 74717. Hafnarliar&ar Aputek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30" 'Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsing^simi 51600. Birgir Thorberg: málarameistari simi 1146 Onnumst alla í málningarvinnu " — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Meyvant á Eiði. Jón B. Pétursson skráði, örn og örlygur. Minninga- bækur eru oftast for- vitnilegar. Ef vel tekst til eru þær sterkur tengiliður fortiðar við nútiðina og bregða ljósi yfir aðstæður og við- brögð við þeim, sem eru næsta ólikar þvi sem uppvaxandi fólk á hverjum tima mætir. Þetta á ekki sizt við þegar litrikir menn með margháttaða lifs- reynslu að baki kveða sér hljóðs. Hér talar maður, sem úr blárri bernsku man þegar þessi öld gekk i garð og hefur lifandi og vakandi tekið þátt i vexti og viðgangi þjóðarinnar og fram- sókn til breyttra og bættra tíma, sem örugglega verður talið aðall og einkenni þessarar ald- ar. Hann hefur horft á höfuð- borgina vaxa úr litlum bæ i stóra borg á okkar visu og sann- arlega ekki ætið með hendur i vösum. Þarna er margs að minnast og máske saknar les- andinn þess helzt, þrátt fyrir allt, að ekki er tiundað fleira en raun er á, þvi áreiðanlega er ýmislegt i pokahorninu, sem vert væri að kynnast nánar. En öllu eru auðvitað takmörk sett. Frásögn Meyvants er einkar ljós og lifandi, laus við alla til- gerð, sem honum er sýnilega ekki i brjóst lagin. 1 þessu hafa skrásetjari og höfundur náð einkar vel saman og virðist sem hinn fyrrnefndi hafi kappkostað að halda frásagnarstil viðmæl- anda sins. Hér er heldur ekki um samtalsbók að ræða. öll bókin ber á sér þann blæ, að rétt og satt sé skýrt frá, eins og Meyvant hefur á hverjumtima metið málið frá sinu sjónar- homi. Það er mikill og góður kostur, þegar þess er gætt að fjöldi manna lifs og liðinn er leiddur fram i sviðsljósið. Dómar um menn og málefni Frásagnir Meyvants á Eiði meðal nýrra bóka á jólamarkaði Litríkur maður kveður sér hljóðs Af nýjum bókum eiga heldur ekki að vera i sniði likræðna, sem tiðast sýna að- eins aðra hlið persónunnar, sem ihlut á. Þar er heldur ekki vegið úr launsátri nafnlausra um- sagna. Fjöldi mynda frá gam- alli tið prýðir bókina og er að þeim hinn mesti fengur fyrir alla, sem hafa ánægju af að virða fyrir sér það sem var. Freistandi væri að minnast á ýmsa kafla en þess er ekki kost- ur. Skrásetjari hefur unnið hér gott verk þó ekki sé allskostar gallalaust, en hnökrarnir eruþó fáir umtalsverðir. Það væri þá helzt hin eymdarlega rassbaga, sem nú tröllriður mörgum ,,i þann tið”, furðulegt málfars- skoffin, sem mætti snarlega hverfa úr heiminum. Agúst. Stefán Júliusson (Iðunn). Það mun varla leika á tveim tungum að þessi skáldsaga Stefáns Júliussonar verði talin i hópi ádeilusagna, að minnsta kosti öðrum þræði. Hér er „kerf- ið” og pólitisk umsvif valda- manna uppistaðan. Verður ekki sagt, að lýsing á þeim aðförum sé á neinn hátt heillandi, en mun þó þvi miður hafa við ærin rök að styðjast. Þetta verður enn ljósara við það, að örðugt er að komast hjá þvi að „þekkja” nokkrar aðaldriffjaðrir kerfisins sem þarna birtast. Söguþráðurinn verður svo enn athyglisverðari fyrir það, að höfundur leiðir að þvi góð og gild rök að jafnvel æðstu valdamenn geta orðið eins og bandingjar á fleka þegar „flokkurinn” sezt að þeim með fullum þrýstingi og beitir purkunarlaust öllum tiltækum ráðum til að sveigja þá af braut sanngirni i mannlegum sam- skiptum .tvafið er svo auðvitað að tizku þessara tima, ástaræfintýri og fullnægingar niðurbældra hvata, sem loksins brjótast Ut og auðvitað með sprengigosi. Um nánari skilgreiningu höfund- ar á þeim athöfnum má liggja milli hluta. Þar getur vist hið ótrúlega eins gerzt eins og hið trúlega. Stundum verður manni á að hugsa likt og Ólafi stúdent, sem prófasturinn var að áminna fyrir miður siðsamlegt liferni og beitti við það mælsku og andagift. „NU það er eins og blessaður prófasturinn hafi reynt þetta allt- saman sjálfur!” Þetta er hressilega skrifuð nU- timasaga, en bætir svo sem ekki miklu við hæð eða breidd þeirra bókmennta nema ef vera skyldi að hún er ekki leiðinlega fram sett. óratoria 74 Guðmundur Daniels- son (Almenna bókafélagið) Þegar Guðmundur Danielsson kvaddi sér fyrst hljóðs sem sagnaskáld, veittu menn þvi at- hygli að hann bjó yfir einstakri veðurvizku. Það var engu likara en i höfði hans væri samansafnað flest eða allt sem trú og hjátrú lið- inna alda hafði saman dregið um veðurfarið, þetta uppáhaldsum- ræðuefni landans. Og það flaut af penna hans i striðum straum — boðaföllum beinlinis. Mikið vatn er til sjávar runnið siðan þeir Grashagabræður komust á legg og auðvitað hefur Guðmundúr sem verðugt barn sinnar aldar tekið sinum myndbreytingum i skáldskap og tjáningu yrkisefna. En þrátt fyrir allt verður flestum á að reika um sviplikar slóðir, að breyttu breytanda — auðvitað. Hér á borðinu liggur nú sagan um einstæða lifsreynslu skáldsins og það er eins og skynja megi „ilm daganna”, sem fyrstu skáldspor- in lágu um. Þannig hlýtur það að vera mikið furðuefni, hve mikið af mannleg- um meinsemdum hafa hrúgast saman i einum likama og hver plágan af annarri tekið við þegar hinni létti. Liklega er hér um að ræða lesningu, sem gæti orðið hentug handbók fyrir kandidata i læknisfræði, sem sendir kynnu að verða hraðsoðnir út á lands- býggðina. Það ræður nú af öllum likum, að ekki var hinn óbundni andi með öllu steingeldur meðan likamlegu þrengingarnar bundu skrokkinn fastan við fletið. Stundum getur lesandinn varla varizt þess að skynja hvernig sálin er að smá- klofna frá likamanum innan um deyfilyfjagjafir og hassreykingar klefanauta og annarra, og margt er eins og talað úr öðrum heimi. En lesandinn andar léttara, þeg- ar Matthias kemur að rekkjunni, rétt eins og Þorgerður i Hjarðar- holti forðum að rekkju Egils. Þá skreppur sálin aftur á sinn stað og er þar vist enn. Þannig sættistskáldið við öriögin, eins og Egill forðum, að minnsta kosti þangað til kemur að næstu hrinu, ef að henni kemur. Eftirþankar Jóhönnu. Vésteinn Lúðviksson (Iðunn). Hér segir frá „ástarsam- bandi” konu, sem raunar hafði fyrr á árum ekki þurft brauðs að biðja i þeim efnum, og geð- klofins elskhuga, sem hún batzt á sinn hátt, þótt lauslegt væri i reipum, og þegar hún verður þess vör, að henni muni e.t.v. vera legið á hálsi fyrir að hafa ekki hamlað þvi, að hann svipti sig lifi i hennar viðurvist, tekur hún að þenkja um, hvað öllu þessu hafi nú eiginlega valdið. Höfundur, sem fylgir henni dyggilega gegnum alla hennar „eftirþanka”, skilur svo við málið, að þar er enga lausn að finna. Það verður þvi ekki með rökum talið að næsta „Jó- hanna” geti af þessu neina lær- dóma dregið á einn eða-annan veg. Kannski er lika erfitt að draga lærdóma af reynslu ann- arra i „ásta”- eða réttara sagt kynlifsmálum. Liklega er ætlazt til, að skoða eigi eftirþanka konukindarinnar sem einhvers- konar átök hið innra. En skelf- ing er þetta allt tekið loppnum höndum. Ekki verður heldur séð, að höfundur hafi þurft að eyða mikilli orku i að hafa upp á söguefninu. Til þess er andinn, sem svifur yfur vötnunum alltof sviplikur þvi sem gerist i „Sönnum sögum” blandað sam- an við Tigulgosann og annað á- lika og hreint ekki á sérlega fimlegan hátt. Sálarfræði II. Sigurjón Björns- son. (Iðunn). Bókinni er ætlað að vera eins- konar handbók uppalenda. Hún hefst, eins og vænta má með þvi að raktar eru kenningar sál- fræðinga og reifaðar nokkuð. Þá er fjallað um ýmsa áfanga mannsæfinnar og koma þar til linurit og myndir til frekari skýringa. Útgefendur fullyrða, að bókin eigi tvimælalaust er- indi til almennings og sé góður fengur uppalendum barna og unglinga. Stefnter að umframframleiðslu á raforku á Norðurlandi Rætt um fjármál Kröfluvirkjunar á Alþingi — Ég gagnrýni það ekki, að i miklar framkvæmdir skuli ráðizt til þess að fullnægja raforkuþörf Norðlendinga, sagði Bragi Sigur- jónsson, alþm., í umræðum um fyrirspurnir hans um Kröflvirkj- un og fleira á Alþingi i fyrradag. — Hitt gagnrýni ég, að eins og nú standa sakir I fjármálum þjóðarinnar þá skuli að þvi er virðist skipulagslaust eytt fé bæði i virkjun Kröflu og I lagningu byggðalinu norður þegar vitað er, að önnur hvor þessara fram- kvæmda ein út af fyrir sig myndi nægja til þess að ná þeim mark- miðum, sem eftir er sótzt. Hér vantar það, að verkefnum sé rað- að i forgangsröð auk þess sem ég óttast, að virkjun Kröflu muni ekki skila þeim árangri, sem menn hafa verið að vonast eftir. Hefi ég raunar fyrir mér i þvi efni frásagnir mjög kunnúgra manna, sem óttast, að þvi máli — Kröflu- virkjun — muni ekki ljúka með þeim hætti, sem til var stofnað. Fyrirspurnir Braga Sigurjóns- sonar til orkumálaráðherra, Gunnars Thoroddson, voru þrjár. Sú fyrsta þeirra fjallaði um Krötlu og spurðist Bragi fyrir bæði um kostnað við virkjunina, hagnýtingu orkunnar og rekstraraðila. I svari ráðherra komu eftirfar- andi upplýsingar fram: Vélabúnaður virkjunarinnar verða tvær túrbinur, sem hvor um sig á að geta skilað 30 mega- watta afii. Ráð er fyrir þvi gert, að hægt verði að taka fyrri vélina i notkun i árslok 1976 og þá siðari á árinu á eftir. Kostnaður er áætlaður 4137 milljónir kr. af framkvæmdum Kröflunefndar og 1706 m.kr. af framkvæmdum Orkustofnunar. Þá mun kostnaður við lagningu háspennulinu til Akureyrar frá Kröflu nema 510 m. kr. og áætlað- ur kostnaður við byggingu að- veitustöðvar á Akureyri nema 126 m. kr. Rekstur Kröfluvirkjunar verð- ur fenginn i hendur Norðurlands- virkjunar þegar það fyrirtæki tekur til starfa, sem Bragi Sigur- jónsson efaðist um að yrði. Um Orkuþörf Norðlendinga hafa verið gerðar tvær orkuspár. önnur miðuð við rafhitun húsa á Akureyri og yröi þá aflþörf Norð- urlands 67 megawött árið 1977. Samanlagt afl rafveitna á Norð- urlandi (önnur vél Kröflu meðtal- in) næmi þá 58 megawöttum auk þess sem byggðalinan norður myndi þá geta flutt 5 megawött. Siðari orkuspáin er miðuð við hitaveitu á Akureyri og yrði þá aflþörf Norðurlandssvæðisins samtals 56 megawött árið 1977. Um kostnaðinn við störf Kröflu- nefndar upplýsti ráðherra eftir- farandi: 1. Héildarkostnaður við Kröflu- virkjun nam i september s.l. um 1000 millj. kr. 2.. Kostnaður við störf Kröflu- nefndar til októberloka nemur alls kr. 705,9 millj. og laun nefnd- arinnar árið 1974 747 þús. kr. 4. Laun formanns nefndarinnar námu f fyrra kr. 182.160, skrif- stofukostnaður nefndarinnar til septemberloka sl. 1.603 m.kr., að- keypt ráðgjafarþjónusta til sama tima kr. 153 millj. og ferðakostn- aður til sama tima kr. 2.809 millj. Þá spurðist Bragi Sigurjónsson jafnframt fyrir um byggðalinuna til Norðurlands og upplýsti ráð- herra m.a., að áætlað væri, að hún gæti flutt allt að 50 mega- watta orku og kostnaður við hana myndi nema 2000 m. kr. 1 þriðja lagi spurðist Bragi Sigurjónss. svo fyrir um kostnað viö rannsókn og undirbúning Bessastaðaárvirkjunar i Fijóts- dal. Ráðherra upplýsti, að heildarkostnaðurinn næmi nú röskum 136 m .kr. og þar af kostn- aður við vegagerð 35,2 m.kr., við hönnun 34,2m ,kr„ viö hönnun 34,2 m. kr. við rannsóknarboranir 19,6 m.kr. og við vinnubúðir 47,3 m.kr. Steingrimur Hermannsson taldi undirbúningskostnaðinn ega háan og spurði i þvi sambandi, hvort búið væri að taka ákvörðun um vikjun á þessum stað. Ráð- herra svaraði þvi til, að endanleg ákvörðun um það efni hefði enn ekki verið tekin og myndi ekki verða tekin fyrr en fyrir lægju niðurstöður þeirra athugana og rannsókna, sem gerðar hafa ver- ið. angarnir He//v/x/ie /90 ^ X ~ /n/jt/UJ 57T9P /J///V/V &**•'£*£££* s/e/pr/. - ... oú /n£p //i/œj* 77W<S 6/?0v#r// 77U ///9/z/r i/w 7l*t. - DRAWN BY DENNIS COLLINS- gRITTEN MAURICE DODD ^JÍp/vaT - f /Em/t/aee?UA/^ » ~/////vp/s/eas/CPteV pess £//ys /?/9 ) ' - /z/w/v //£*&' s -= ///fUP/p - „ A.i. -.J' '“'NV'tí Teppahreinsun llroinKum gólfteppl og húsgögn I ; heimahúsum og fj rirtækjuni, Erum meft nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. ^ SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 Útvarps.og sjónvarpsviðgeröir Kvöld og helg- arþjónusta. 10% afsláttur til öryrkja og aldr- aftra. SJÓNVARPS- VIDGERÐIR Skúlagötu 26 — slmi 11740. KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR B reiðholti Simi 74200 — 74201 Dúnn ■ GlflESIBflE /ími 64900 T-Þfe-TTILISTINN ;r—-r^—, T-LISTINN' ER L J inngreyptur og c—jn þolir alla veðráttu. 1 tftí T-LISTINN A: útihurðirsvalahuröir hjaraglugga og \ eltiglugga ' igiawUo 20 - Sim, JtJJO

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.