Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 1
alþýðu 241. TBL. - 1975 - 56. ARG. bRÍdcEDð LAUN ÞEGASÍÐA í opnu bíaðsins FlMMTUDAGUR 11. DESEMBER Ritstjórn Siðumúla II - Simi 81866 Getraunaspáin fyrir næstu viku Sjá i'þróttir bls. 9 HEY SÉD HLE BAKSIÐA Er Kjarvalsstaða- deilan að leysast? Einhver hreyfing virðist vera komin á Kjarvalsstaðadeiluna frægusemöllumerkunnug, en nú um langan tima hefur stór hluti myndlistarmanna þessa lands, neitað að sýna verk sin i glæsileg- um húsakynnum Kjarvalsstaða. Er ástæðan deilur er komu upp á milli fulltrúa borgarstjórnar i stjórn Kjarvalsstaða og fulltrúa myndlistarmanna. Deilurnar stóðu fyrst og fremst um það hvort ljá ætti einstökum umdeild- um listamönnum aðstöðu til sýn- ingar á Kjarvalsstöðum eður ei en brátt snerust deilur upp i deilur um hlutföll, á milli mynd- listarmanna og borgarinnar i stjórn hússins. Nú um nokkurn tima hefur litið gerzt I málinu og hefur borgar- stjórn upp á sitt einsdæmi stjórn- að starfssemi hússins. Nú hillir hins vegar undir lausn á þessari deilu. Sú málamiðlunartillaga hefur komið upp að jöfn hlutföll verði á milli myndlistarmann- anna og fulltrúa borgarstjómar, en oddamaður i stjórninni verði siðan listamaður úr einhverri annarri listgrein en myndlist. Báðir aðilar eru sammála um þessa lausn, en nú stendur deilan um það hver eigi að tilnefna þennan oddamann. Félag is- Islandsflug SAS tvöfaldast næsta sumar lenzkra myndlistarmanna vill að Bandalag Islenzkra listamanna tilnefni hann, en borgin vill að fulltrúar myndlistarmanna og fulltrúar borgarstjórnar i stjórn Kjarvalsstaða komi sér saman um það I sameiningu hver þessi 7. maður i stjórninni verði. Skipan stjórnarinnar virðist þó ljós. Myndlistarmenn fá 3menn, borg- aryfirvöld sina 3 og siðan mun 7. maðurinn verða listamaður úr annarri listgrein en myndlist. Samningaviðræður standa nú yfir oger niðurstaðna að vænta úr viðræðunum innan skamms. Er vonandi að þess verði ekki langt að biða að Kjarvalsstaðir verði fullnýttir af öllum okkar beztu myndlistarmönnum. —Bræla hjá Bretunum „Við fengum þær fréttir hjá bæjarstjóranum á Seyðisfirði, Jónasi Hallgrimssyni, að sézt hafi þrjú dúfl I firðinum um 30 til 40 metra frá landi, og bað hann Landhelgisgæzluna að kanna þau nánar. Kvað hann duflin ekki vera ósvipuð bobb- ingum, og segist hann halda að þau séu úr kafbátagirðingu frá striðsárunum. Mun landhelgis- gæzlan senda sprengjusérfræð- inga sem hjá henni starfa á vettvang, og kanna þetta mál nánar,” sagði Jón Magnússon talsmaður Landhelgisgæzlunn- ar, er Alþýðublaðið hafði sam- band við hann seint i gærkvöld. Sagði hann ennfremur að dufl frá striðsárunum væru alltaf að finnast öðru hvoru, svo og þau njósnadufl sem fundist hafa ekki alls fyrir löngu. Er við spurðum Jón um á- standið á miðunum, sagði hann að ekkert hefði verið um átök, þar sem um átta vindstig væru á miðunum við NA-horn landsins. en þar halda allir togararnir sig um þessar mundir. Fjtildj brezku skipanna er 49, og geta ekki nema stærstu togaramir veitt i þessu veðri. Að sögn Jóns erú nú herskip og dráttarbátar við landið. Eru það freigáturnar Brighton, Falmouth, og Galatea sem er nýkomin. Eru þessi skip um 2400 tonn að stærð. Hin skip- in eru: Polaris sem er 897 tonn að stærð, Star Aquarius 774 tonn, Euroman 1182 tonn, en það var hann sem sigldi á varðskip- ið Þór á dögunum, Lloydsman 1998 tonn og Othello 1113 tonn. Einnig er spitalaskipið Miranda á miðunum, en það er 1462 tonn að stærð. Þrjú dufl fundust „Eins og málin standa i dag, er áætlað að SAS fljúgi fjórar ferðir i viku til Islands á næsta sumri, og er það helmings fjölgun frá þvi, sem var i fyrrasumar,” sagði Birgir Þórhallsson, forstjóri SAS i samtali við Alþýðublaðið. „í fyrrasumar flaug Boeing 727 þota Flugfélags Islands á vegum SAS tvær ferðir i viku, Kaupmanna- höfn — Keflavik — Nassasuak (Grænlandi), og sömu leið til baka. 1 sumar verður þessum ferðum framhaldið, en nú mun Boeing 727 i eigu SAS sjá um Is- land — Grænlandsflugið. Þar að auki mun DC 9 vél SAS fljúga tvisvarí viku, Kaupmannahöfn — Bergen — Keflavík og sömu leið til baka.” Birgir sagði að erfitt væri þó að fullyrða endanlega um, hvernig þessum málum yrði háttað i sumar, en að öllu óbreyttu yrði fyrirkomulagið, eins og hann hefði áður lýst. Þá sagði Birgir að nú stæðu yfir umræður á milli SAS og Flugleiða um þessi mál, svo sem fjölda ferða SAS og mögulegt samstarf, eins og t.d. sölusamstarf. Þessum viðræðum yrði liklegast lokið eftir um það bil mánuð, og þá ættu þessi mál að liggja nokkuð ljóst fyrir. Hins vegar væri það Ijóst að hvorki Flugleiðir eða ferðamálayfirvöld hér á landi gætu sett höft á áætl- unarflug SAS hingað til lands, ekki frekar en það væri mögulegt gagnvart flugi Flugleiða til Norðurlanda. OLI SELUR FLEIRA EN BLÖÐ VINNUDAGAR Óla blaðasala eru jafnmargir og útkomudagar dagblaðanna — og reyndar fleiri ef frimerki koma út aðra daga. Þvi þótt Óli sé sölukóngur is- lenzkra blaða um alla daga — þá fæst hann við kaupmennsku i fleiri myndum. óli tekur t.d. að sér að útvega mönnum fyrsta- dagsstimplun frimerkja I eins- konar áskrift, og hann hefur iðulega til sölu frimerki og minjagripi ýmiss konar. SIGLT HJA HEIMSKREPPU —EN Gjaldið varhug við bjartsýni um efnahagsbata á næsta ári! SUNNUMÁLIÐ Ráðuneytið aflétt- ir ekki banninu ísiendingar : Sterkasti árgangurinn er frá 1963 SÉRFRÆÐINGAR Efnahags- og þróunarstofnunarinnar, OECD, hafa varað við bjartsýni um efnahagsbata á næsta ári og telja, að þótt efnahagslíf hins vestræna heims hafi að vísu komiztá nokkurn bataveg, þá sé varhugavert að binda of miklar vonir við bata allt næsta ár. Siglt var hjá heimskreppu og það versta ætti að vera afstaðið segja þeir, en benda á að tölur Bandarikjamanna og V-Þjóð- verja um bata á árinu 1976 séu mótaðar af fuilmikilli bjartsýni. Talsmcnn bandariskra stjórn- valda hafa nefnt 7% aukningu þjóðartekna á næsta ári, sem liklegt mark, en OECD sérfræð- ingarnir telja tæp 6% öllu nær lagi. Ennfremur benda þeir á að áætlun Þjóðverja um 3—7% vöxt sé fullhá. Það ætti ekki að nefna meira en 3% aukningu þar. Sérfræðingarnir nefna ekki tölur um hagvöxt og þróun hans i einstökum aðildarrikjum stofnunarinnar öðrum, en tala um að eftir þann samdrátt sem orðið hefur nýverið, megi nú bú- ast við að heimsviðskiptin auk- ist að nýju á næsta ári. Alþýðublaðið hafði samband vift samgönguráðuneytið I gær og ræddi þar við Brynjólf Ing- ólfsson ráðuneytisstjóra um málefni Guðna Þórðarsonar. Brynjólfur var spurður um það hvort rétt væri að ráðuneytið mundi afturkalla aðgerðir sinar gagnvart f erðaskrifstofunni Sunnu, sem svipt hefur verið leyfi. Ráðuneytisstjóri sagði að svo væri ckki. Ekkert hefði komið fram I þvi máli, er gæfi tiiefni til þess að f erðaskrifstof- an Sunna fengi leyfið að nýju. Spurningin væri nu fyrst og fremstsú hvort fyrirtækið verði tekið til skipta og þá hvenær. „Ef það veröur gert er leyfið fallið úr gildi um leið, sam- kvæmt iögunum,” sagði ráðu- neytisstjóri. Hann benti einnig á að þetta væri fyrst og fremst mál kröfuhafanna en ekki ráðu- neytisins. Að visu gæti eitt og annað komið fram I rannsókn málsins fram að 15. janúar, sem gæti hugsanlega haft einhver áhrif á þetta mál. „Við höfum enga löngun til þess að þvælast fyrir Guðna meira heldur en við teljum nauðsynlegt til þess að vernda kúnnana. Ráðuneytissyóri benti á að heimild ráðuneytisins lil þess að pRnmuald'a riLs. 4- í nóvembertölublaði Hagtið- inda eru nýjar tölur um mann- fjölda á íslandi, miðað við 31. des- ember 1974. Kemur þar m.a. fram að fs- lendingar voru þá alls 216.695 að tölu, þar af 109.537 karlmenn og 107.158 konur. ógiftir voru þá 117.322, þar af 62.351 karlmaður og 54.934 konur. 1 hjónabandi voru aftur á móti 86.494, 43.178 karl- menn og 43.316 konur. Mætti ætla af þessum tölum, að eitthvað gengi kvenfólkinu nú betur að detta i „lukkupottinn”, hvernig sem þær svo fara að þvi án karl- mannsaðstoðar. Liklegasta skýr- ingin er þó sú að erlendir karl- menn komi þarna inn i myndina þvi 86 konur eru skráðar sem eig- inkonur varnarliðsmanna. Ennfremur má sjá af tölum úr skýrslu þessari, að fjölmennasti núlifandi árgangur hér á landi er frá árinu 1963, 4.685, en siðan hef- ur dregið úr barneignum, fæstar voru þær árið 1970, 3908, en á sl. ári fæddust hér i kringum 4165 börn. 8.891 er enn lifandi af þeim sem fæddir eru fyrir aldamót, þar af 3.604 karlmenn, en 5.287 konur, svo eitthvað er nú kvenþjóðin lifs- seigari. 12 einstaklingar hafa náð 100 ára aldri eða yfir, þar af 2 karlmenn og 10 konur. Fjölmennasti landshluti utan Stór-Reykjavikursvæðisins er Norðurland eystra með 23.527 ibúa, 11.944 karlmenn og 11.583 konur. Fámennast er á Vestf jörð- um eða 9.929, þar af 6.297 karl- menn og 4.632 konur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.