Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 12
ICtgefandi: Blað hf. Framkvæmda-
tjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit-
tjóri: Sighvatur Björgvinsson.
tstjórnarfuiltrúi: Bjarni
igtryggsson. Auglýsingar og af-
reiðsla: Hverfisgötu 10 — simar
14900 og 14906. Prentun: Blaða-
rent hf. Áskriftarverð kr. 800.- á
mánuði. Verð i lausasölu kr. 40.-.
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öli Hvöld til kl. 7
laugardaga til kl. 12
HEYRT, SÉÐ OG HLERAÐ
Veöriö
Að sögn okkar góðu
veðurfræðinga mun norð-
vestan kaldi blása á okk-
ur i dag. Búast má við
bjartara veðri eftir því
sem liður á daginn og
einnig mun kólna nokkuð.
Frostið mun verða 4—5
stig.
Gátan
'OÚK/R HLUSW FYLOT EFTlR RftLL mn
'/ fíjmi
r
Fihl
GRoD UF
FftRft HFftfl |
|) 3/L- ÍKj'oíft
Ríföl HLJOB WKK íull OftÐ/ff I F/m
ftULI f/IKiOD f/v/tv
)
L . GPiT
ftNft ■ Sftm TL.
7)£TL /7
MEGUM
VIÐ KYNNA
Gunnar Jóhannsson
skattrannsóknarstjóri, er fæddur
i Reykjavik 1. desember árið
1946. Gunnar hefur búið í höfuð-
borginni alla sina ævi, og býr
hann um þessar mundir i Hóla-
hverfinu i Breiðholti. Foreldrar
Gunnars eru Jóhann Pétur
Einarsson starfsmaöur hjá Agli
Skallagrimssyni, og Sigrún Páls-
dóttir kennari. Gunnar er kvænt-
ur Hrönn Guðrúnu Jóhannesdótt-
ur hjúkrunarkonu, og eiga þau
hjónin tvö börn, einn fjögurra ára
dreng og eins árs telpu. Er við
spurðum Gunnar um nám hans i
stuttu máli, sagði hann.
,,Ég lauk stúdentsprófi úr M.R.
árið 1967, og byrjaði i lagadeild
Háskóla Islands, en þaðan burt-
skráðist ég vorið 1973. Um
atvinnu sina hafði Gunnar þetta
að segja.
„Eftir námið byrjaði ég fyrst
sem fulltrúi i rannsóknardeild við
embætti rikisskattstjóra, en 1.
nóvember siðastliðinn var ég
skipaður d e i 1darstjór i
rannsóknardeildarinnar, og jafn-
framt settur skattrannsóknar-
stjóri i 6 mánuði frá 9. nóvem-
ber.”
Við spurðum Gunnar hvernig
honum likaði starfið, og sagði
hann að sér félli vel við það að
mörgu leyti, en það væri ekki
komin löng reynsla á það. Að lok-
um spurðum við Gunnar
Jóhannsson, hver væru hans
helztu áhuga- og tómstundastörf,
burt séð frá hans hefðbundnu
vinnu, og hann sagði.
«Á skólaárunum var litill timi til
tómstundastarfa, þvi að námið
leyfði i sjálfu sér ekkert slikt
starf. bar sem konan vinnur úti,
þá snúast allar minar frístundir
um heimilið og barnapössun.
Einnig fer mikill timi i starfið,
þannig að það er enginn timi til
tómstundastarfa. Hvaða
tómstundastörf ég kann að snúa
mér að siðar meir, get ég ekkert
sagt um, maður verður að láta
hverri stund nægja sina þján-
ingu”.
SÉÐ: Að Kristnihaldiö hefur ver-
ið sýnt hjá Leikfélagi Akureyrar
15 sinnum fyrir fullu húsi. Hefur
stykkið verið sýnt fimm kvöld i
viku. Þar með hefur Gisli
Halldórsson komið fram i hlut-
verki Jóns Primus 201 sinni.
*
HLERAÐ: Að upp úr félaginu
Land og Saga sem hefur m.a. gef-
ið út fræðslurit um Island, sé nú
að spretta ný ferðaskrifstofa.
Aðalhvatamenn að stofnun ferða-
skrifstofunnar eru Vigdís Finn-
bogadóttir leikhússtjóri, Björn
Þorsteinsson sagnfræðingur og
Þorleifur Þórðarson. Hefur félag-
ið undir forystu þessa fólks sótt
um ferðaskrifstofuleyfi hjá við-
komandi ráðuneyti, og er svars
að vænta bráðlega.
*
SÉÐ: Gamla menn rekur minni
til að ákveðið hafi verið að sömu
laun skyldu greidd fyrir sömu
vinnu hvort sem um er að ræða
karl eða konu sem vinnur verkin.
Víða er svo komið að þetta er virt
i raun, annars staðar ekki. Karl-
peningurinn fann sér einfalda og
slungna leið til að fara i kringum
þetta ákvæði.
1 stað þess að brjóta það opin-
berlega, þá voru búin til ný nöfn,
eða önnur nöfn sett á þau störf
sem karlmenn vinna og ber að
greiða betur. Alþekkt dæmi um
þetta er að kona sem vinnur á
skrifstofu er kölluð skrifstofu-
stúlka, en karlmaður sem vinnur
sömu störf og konan er kallaður
fulltrúi, og þó hann vinni nær ná-
kvæmlega sömu störf, þá eru
launin mun hærri, stöðuheitið
segir til um það.
1 greinargerð þeirri sem fylgdi
fjárhagsáætlun Reykjavikur-
borgar kemur mismunun kynj-
anna glöggt fram, t.d. i listanum
yfir starfsfólk SVR.
Konur veljast til starfa i lægri
launaflokkum en karlar i þeim
hærri.
Starfslið aðalskrifstofu SVR.
Aðalskrifstofa
01 Laun
28. lfi. forstjóri
19. lfl. skrifstofustjóri
10. lfl. gjaldkeri
8. ifl. skrifstofustúlka
6. lfl. skrifstofustúlka
5. lf. farmiðasala
4. lfl. aðstoðarstúlkur
Hér á eftir fara úrklippur úr
greinargerðinni sem sýna áð mis-
mununin fer þannig fram að kon-
ur fá lægra launuð störf en falla i
skaut karla.
Starfslið á skrifstofu Vatnsveit-
unnar:
Reiknað er með kaupi vatns-
veitustjóra, skrifstofustjóra, 2ja
verkfræðinga, tæknifræðings,
tveim stúlkum til vélritunar og
almennra skrif stofustarfa,
þ.á.m. sima- og talsöðvargæzlu,
ræstingarkonu og afleysinga
vegna sumarleyfa.
Kjarvalsstaðir:
Fastráðið starfsfólk:
1 I 20. lfl. forstðumaður
2 i 4 lfl. skrifstofustúlkur i hálfu
starfi
2 14. Ifi. vaktmenn I hálfu starfi
2 i 1. lfl. gæzlukonur i hálfu
starfi
Skjalasafn borgarinnar:
Við safnið starfa eftirtaldir
starfsmenn:
1 I 20. lfl. borgarskjalavörður
3 1/2 i 7. lfl. aðstoðarstúlkur.
0RVAR HEFUR 0RÐIÐ
Það er ekki oft, sem Al-
þýðublaðið telur ástæðu
til þess að fara nokkrum
viöurkenningarorðum um
ráðherrana i núverandi
rikisstjórn. Þó verður
ekki annað sagt, en að
þeir Ólafur Jóhannesson
og Matthfas A. Mathiesen
hafi staðið sig nokkuð vel
i sjónvarpsþætti Eiðs
Guðnasonar sl. þriðju-
dagskvöld. Að visu viku
þeir sér undan að svara
ýmsum veigamiklum
spumingum eins og oft
vill verða háttur stjórn-
málamanna og litlu urðu
hlustendur nær eftir þátt-
inn, eins og einnig oft vill
verða um slika þætti, en
sé frammistaða ráðherr-
anna dæmd eftir „sviðs-
framkomunni” þá fengu
þeir félagar, einkum þó
Ólafur Jóhannesson, mun
betri einkunnir, en þeir
tveir ráðherrar, sem sið-
ast komu fram i sjón-
varpinu — Einar Agústs-
son og Gunnar Thorodd-
sen i sjónvarsþætti um
landhelgismálið.
Þaö fer ekkert á milli
mála, að Ólafur
Jóhannesson hefur verið
vaxandi sem stjórnmála-
maður hin siðari ár.
Framan af árum, einkum
á vinstristjórnarárunum,
virtistsvo vera, sem hann
væri að missa tökin bæði
á landsmálasviðinu og
ekki siður á flokki sinum,
en Framsóknarflokkur-
inn hefur jafnan verið
eins-manns-flokkur i
þeirri merkingu, að
flokksformaður á hverri
tið hefur öllu ráðið. Olaf-
ur virtist ekki ætla að ná
þessum tökum lengi vel,
en skyndilega og sjálfsagt
mörgum á óvænt tókst
honum að snúa taflinu svo
i hendi sér, að nú hefur
hann öll völd i flokknum.
Samráðherrar hans úr
Fra msóknarflokknum
eru algerlega undir hans
vilja eins og nær allir
framámenn flokksins,
þær ýfingar, sem voru i
flokknum og þingliðinu
fyrir svo sem eins og
tveimur árum, hafa gufað
upp og^jafnvel forveri
Ólafs i valdastóli, gamla
kempan hann Eysteinn
Jónsson, getur'hvergi
ógnað einveldi ólafs
Jóhannessonar yfir
flokknum. Gamlir
Eysteinsmenn, eins og
Þórarinn Þórarinsson,
reyna nú að koma sér inn-
undir hjá Ólafi. Ólafur
tekur þeim vel, gerir við
þá sæmilega, en er svo
sem ekkert að setja þá i
öndvegið. Og þvi verða
þeir að taka með jafnað-
argeði.
Framsóknarflokkurinn
er nú i mjög erfiðri að-
stöðu. Enginn vafi er á
þvi, að samvinnan við
Sjálfstæðisflokkinn hefur
haft illvænleg áhrif á fylgi
flokksins, einkum kaup-
staðafylgið. Ef Ólafi
Jóhannessyni tekst með
einhverjum ráðum að
spila þannig úr sinum
spilum, að flokkurinn
haldi velli i næstu kosn-
ingum, þá getur hann
horft til langrar setu i
æðsta valdastóli flokks-
ins. Verði flokkurinn hins
vegar fyrir áfalli hefjast
ýfingarnar á ný. Nógir
munu til þess verða, þótt
þeir hafi hljótt um sig
sem stendur.
Hvers konar tónlisi er þér helzt að skapi?
FIMM a förnum vegi
Karen Þorsteinsdóttir, i gesta-
móttöku Hótel Sögu:
Ég hef gaman að allri mögu-
legri tónlist, popptónlist jafnt
sem annarri, en þó finnst mér
Straussvalsarnir einna
skemmtilegastir.
Sigurbergur Þorieifsson, vita-
vörður og hreppstjóri:
Ég hlusta áflesta tónlist, en ég
held mest upp á kórsöng.
Popptónlist og slikri tegund
tónlistar, er ég ekki mjög hrif-
inn af, enda hlusta ég sjaldan á
hana.
Eiin Guðmundsdóttir, banka-
sendill:
Ég hlusta á allt á milli himins og
jarðar, enda á ég plötuspilara,
segulband og útvarp. Sú tónlist,
sem ég hlusta einna mest á, er
rock- og countrytónlist, en
sinfóniur eiga ekki mikið upp á
pallborðið hjá mér.
Ingi Friðgeirsson
matreiðslunemi:
Það er mjög misjafnt, en ég
kann mjög vel við rólega tónlist
eins og t.d. Bob Dylan, en
textarnir skipta miklu máli.
Sinfóniur og slik tónlist er ekki
minbeztahlið, en það má þó vel
hlusta á hana.
Pagbjört ólafsdóttir, biómær:
Ég hlusta yfirleitt á alla tónlist,
sem er vel samin, og vel spiluð,
en popptónlistin er liklega þar
fremst i flokki.