Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 5
Svona geta flugfarþegar
auðveldað farangursöryggi
IATA vill koma fram
tilmælum til þeirra 50
milljón farþega, sem
ferðast munu á hinum
alþjóðlegu flugleiðum
mánuðina desember og
janúar, að þeir sýni
samstarfsvilja og liðleg
heit i sambandi við far-
angur sinn. Mundi það
hjálpa mjög mikið við að
minnka þær tafir sem
oft verða vegna vanskila
á farangri, sem þá er
annaðhvort rangt
merktur af farþegum
eða ekki rétt númeraður
18 milljónirnar
dreifðust
Hæsti vinningurinn i 12. flokki
happdrættis Háskóla íslands kom
á miða númer 10750. Trompmið-
inn og tveir miðar til viðbótar
voru seldir hjá Frimanni i
Hafnarhúsinu. Einn miðinn var
seldur i umboðinu i Vestmanna-
eyjum og annar i umboðinu i Þor-
lákshöfn.
Ekki á vegum
öryrkjabandalagsins
öryrkjabandalag Islands hefur
tilkynnt að jólakortasala Fót- og
munnmálara sé ekki á vegum
bandalagsins né aðildarfélaga
þess.
Ófrægingarher-
ferð segja
múrarar
Eftirfarandi ályktun var sam-
þykkt á félagsfundi i Múrarafé-
lagi Reykjavikur, mánudaginn
24. nóvember sl.:
„Félagsfundur i Múrarafélagi
Reykjavikur, haldinn mánu-
daginn 24. nóvember, 1975 mót-
mælir þeirri einstefnu og þröng-
sýni stjórnvalda og annarra
opinberra aðila, að þegar skipað
er i nefndir á þeirra vegum, um
málefni byggingariðnaðarins,
þáséusvo til eingöngu skipaðir i
þær menn úr þrýstihópi lang-
skólagenginna manna, sem
mjög takmarkaða þekkingu
hafa á vandamálum byggingar-
iðnaðarins, og misnotað hafa
þessa aðstöðu sér til ábata, sbr.
frumvarp til byggingalaga og
skýrslu Rannsóknaráðs rikis-
ins.
Fundurinn krefst þess að bet-
ur sé vandað til skipunar svo á-
byrgðarmikilla og kostnaðar-
frekra nefnda, og að skipaðir
verði i þær byggingariðnaðar-
af flugvallarstarfs-
mönnum.
Vill félagið leggja sérstaka
áherzlu á eftirfarandi atriði:
1. Tryggið það að farangur sé
læstur og merktur með við-
komandi nafni og heimilis-
fangi, bæði hið ytra og innra.
2. Við brottför, gætiö þess að far-
angursnúmer séu rétt stiluð á
fyrirhuguðan áfangastað, áður
en hann er fjarlægður og settur
á færiböndin sem flytja hann
siðan Ut I flugvélina.
3. Gætið þess að farangursnúmer
sá áfast við farmiðann og að
hann sýni réttan áfangastað.
Til öryggis, biðjið þá flugvall-
arstarfsmenn um að staðfesta
þetta.
4. Til að forðast tafir fyrir yður
sjálfa(n), gætið þess að far-
angurinn sé ekki yfir þeirri há-
marksþyngd sem leyfileg er I,
menn, sem haldgóða þekkingu
hafa á þeim málum.
Fundurinn fordæmir harðlega
þá ófrægingarherferð sem þessi
óbilgjarni og ábyrgðarlausi,
þrýstihópur hefur haft i frammi
gagnvart byggingariðnaðar-
mönnum, og þó sérstaklega á-
kvæðisvinnumönnum og harm-
ar þátt hinna svokölluðu „hlut-
lausu” rikisfjölmiðla i henni.”
Iðnvogar áfram
úr alfaraleið
1 októbertölublaði Iðnvoga-
tiðinda, sem gefið er út af Iðnvog-
um, félagi fyrirtækja og húseig-
enda i Iðnvogum, er kvartað yfir
þjónustuleysi Strætisvagna
Reykjavikur við þetta hverfi.
Kemur þar m.a. fram að yfir
800 manns stunda vinnu i Iðnvog-
um, en engar strætisvagnaferðir
eru i hverfið. Ennfremur er talið
að fólk veigri sér almennt við að
leggja leið sina i hin ýmsu þjón-
ustufyrirtæki þar, vegna skorts á
samgongum. Þetta telja þeir
Iðnvogamenn allsendis ófært, þar
sem fyrirtæki og einstaklingar
tengdir hverfinu greiði jafnmikið
i opinber gjöld til Strætisvagna
Reykjavikur og aðrir ibúar
borgarinnar en fái þar litið eða
ekkert fyrir sitt framlag. Það
skal tekið fram, að leið 2, Grandi-
Vogar hefur viðkomustað i
grennd við hverfið, eða á Lang-
holtsvegi og leið 12, Hlemmur-
Breiðholt, fer framhjá suðurenda
hverfisins og hefur þar viðkomu
sé þess óskað.
1 tilefni af þessu, höfðum við
samband við Eirik Ásgeirsson,
forstjóra Strætisvagna Reykja-
vikur, og hafði hann þetta um
málið að segja: „Það er ekki
grundvöllur fyrir sérstakri
áætlun strætisvagns i þetta
hverfi, þar sem þetta er hreint
iðnaðarhverfi og flest það fólk
sem notar sér þjónustu strætis-
vagna, fer aðeins á milli tvisvar á
dag, eða til og frá vinnu. Sá fólks-
fjöldi sem miðað er við sem lág-
mark, þegar rætt er um grund-
völl fyrir nýrri strætisvagnaleið,
er 2000-2500 manns, og er þá
miðað við íbúðarhverfi, þar sem
þörf er á þessari þjónustu allan
daginn. Ennfremur er tiltölulega
stutt fyrir fólk þetta að fara, bæði
i leið 2 og leið 12, svo ekki er von á
neinni viðbótaráætlun vegna
þessa.”
Svo Iðnvogafólk, ykkur er vist
óhætt að slita skósólunum ennþá
og skokka upp á Langholtsveg
eða annað i leit að strætisvögn-
um.
alþjóðlegu flugi. Treystið ekki
á undanþágur starfsmanna
eða fyrri reynslu i þessum efn-
um. Til öryggis, hafið sam-
band við viðeigandi flugfélag
áður en lagt er af stað, til að fá
uppgefna hámarksþyngd.
5. Ef hið óliklega vill til, að far-
angur er ekki afhentur á-
áfangastað, þá látið viðkom-
andi flugfélagsfulltrúa eða
starfsmann vita án tafar.
Fyrirfram bókað flug ætti að
staðfesta ekki siðar en 72 klukku-
stundum fyrir brottför. Þessa er
ekki krafizt um allan heim, en til
öryggis ættu farþegar að hafa
samband við viðkomandi fiugfé-
lag til að forðast frekari vandræði
vegna vanræksiu á staðfestingu
bókunar.
Bókin sem attir biða eftir
Öldin
okkar
Miimisvei'ð tiðindi
1931-1960
W W _
Oldin okkar
nýtt bindi
Mú birtist þriðji hluti hins vinsæla ritverks ÖLDIN OKKAR
og tekur yfir árin 1951—1960. Eru „Aldirnar“ þá orðnar
átta talsins og gera skil sögu þjóðarinnar í samfleytt 360
ár í hinu lífræna formi nútíma fréttablaðs. Myndir í bók-
unum eru á þriðja þúsund talsins og er í engu öðru ritverki
að finna slíkan fjölda íslenzkra mynda. — „Aldirnar“ eru
þannig lifandi saga liðinna atburða í máli og myndum, sem
geyma mikinn fróðleik og eru jafnframt svo skemmtilegar
til lestrar, að naumast hafa komið út á íslenzku jafnvin-
sælar bækur. Látið ekki undir höfuð leggjast að bæta
þessu nýja bindi við þau, sem fyrir eru.
Öldin er skemmtileg, fróðleg og frábær
Tryggiðykkur eintak meðan tiler
Iðunn
Fimmtudagur 11. desember 1975.
Alþýðublaðið