Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 7
EVROPURAÐIÐ
OG RÓTLAUS BÖRN
t Evrópu eru tiu milljónir
verkamanna, sem starfa ut-
an sins heimalands. Sumir
þeirra sinna störfum sinum
til bráðabirgða, en aðrir að-
laga sig nýjum lifnaðarhátt-
um að meira ^ða minna
leyti. Mikill meiri hluti
þeirra er þó óráðinn um hvar
hafnað verði i framtiðinni.
Börn þessara verkamanna
eru um þrjár milljónir tals-
ins. Þau eru réttlaus, rifin lir
eðlilegu umhverfi sinu og
horfast i augu við alls kyns
vandkvæði við að komast
áfram i nýjum heimi.
Nær ógerlegt er að leysa
vandamál varðandi menntun
barna vegna flókinna laga-
ákvæða og örðugleika á sviði
stjórnunar, svo og óhjá-
kvæmilegs óróa.
Þetta hefur einnig alvarleg
áhrif á foreldrana, en verst
er fyrir fjölda þeirra að
venja sig við breytta lifnað-
arhætti við störf i stórborg-
um eftir hafa flutt úr fá-
mennum sveitaþorpum.
Ennþá meiri söknuður
verður þó hjá börnum en
fullorðnum þegar breytt er
svo mjög um umhverfi. En
þótt of seint kunni að vera
fyrir foreldrana að aðlaga
sig breyttum lifnaðarháttum
og öðru umhverfi geta börnin
þrátt fyrir veikleika sinn,
skapaö sér tækifæri til að
undirbúa sig undir fram-
tiðina á nýjum vettvangi.
Höfundur: Antonio
MARTINS er stjórn-
málaritstjóri l’Al-
sace og forseti Ami-
cale de Portugais i
Strassburg.
Tökum dæmi um foreldra
Mariu, sem eru PortUgalar
og bUa i úthverfi Strassburg.
Þau voru loks fengin til að
láta 14 ára gamla dóttur sina
ganga i skóla þar i borg. Þótt
hún tæki framförum i
frcnsku máli, matreiðslu,
heilsufræði og öðrum fögum
tóku foreldrarnir að kvarta
er tveir mánuðir voru liðnir.
Þau spurðu hvers vegna þau
ættu að greiða fyrir strætis-
vagnaferðir og mat i skólan-
um þegar Maria gæti alveg
eins verið heima og gætt litlu
bæðranna sinna fimm svo
móðir hennar gæti stundað
vinnu utan heimilis.
Skólastjórinn taldi foreldr-
ana á að lofa Mariu að ljúka
skólaárinu, en þó með þvi
skilyrði að hUn annaðist
hreingerningarstörf nokkrar
klukkustundir i viku hverri
til að vinna sér inn peninga.
NU er Maria starfandi i
niðursuðuverksmiðju og 20
ára gömul er hUn þegar bUin
að eignast þrjU börn, sem
móðir hennar gætir þar til
hiö elzta getur tekið við af
henni.
Þannig er vitahringurinn
fullkomnaður og ekki virðist
auðvelt að komast Ut Ur hon-
um.
1 nóvembermánuði 1974
hélt EVRÓPURÁÐIÐ ráð-
stefnu i Strassburg um
menntamál Utlendinga og
þar var ofsinnis rekizt á
þetta vandamál. Skömmu
siðar viðurkenndu mennta-
málaráðherrar aðildarrikj-
anna fundi sinum i Stokk-
hólmi i jUni 1975, að „ekki
ætti eða væri hægt að slita
vandmál varðandi menntun
Utlendinga Ur sambandi við
efnahagsmál og félagsmál
þessa fólks”.
Viðleitni EVRÓPURAÐS-
INS á þessu sviði beinist að
þvi að ná tviþættum tilgangi.
í fyrsta lagi að bæta skilyrði
fyrir erlent verkafólk (við-
töku þeirra, réttindi og
stöðu) og i öðru lagi að rann-
s'aka aðferðir i sambandi við
tung u m ála ken ns lu.
En hér er ekki einvörð-
ungu um að ræða að kenna
erlendum börnum góða
þýzku eða frönsku þannig að
þau geti orðið góðir þegnar
hinsnýja heimalands, heldur
væri leitt ef þau gætu ekki
haldiðáframaðfinna til þess
að þau væru Tyrkir eða
PortUgalar. öllum kennur-
um er það ljóst að næg þekk-
ing i tungumáli hins nýja
heimalands hlýtur að hald-
ast i hendur við staðgóða
þekkingu á móðurmálinu.
Ekki verður um neina full-
komna menntun að ræða
nema fólk þetta viðhaldi
upprunalegri menningu
sinni.
Allt var þetta tekið til
gaumgæfilegrarathugunar á
ráðstefnunni i nóvemher
1974. Þjálfun kennaranna
átti að fá forgangsrétt. 1
einni ályktun ráðstefnunnar
var lögð áherzla á þörfina á
að sérhæft starfsfólk frá
upprunalandinu hefði nána
samvinnu við skóla, sem
erlendu börnin sæktu, svo
minnast mætti þess hve mik-
ilvæg menning föðurlandsins
væri.
Ánhennarkunna börnin að
verða utangátta bæði gagn-
vart föðurlandi sinu og for-
eldrum sinum. Vissulega er
það sorgleg staðreynd að
sum börn tala ekki orð i
móðurmáli sinu og geta þvi
ekki haft samband við for-
eldra sina. Þetta er þeim
mun verra þegar vandræðin,
sem kynslóðabiliö veldur,
aukast vegna þeirrar sér-
stöðu sem innflytjendafjöl-
skyldur hafa. Stundum eiga
foreldrarnir erfitt með að
átta sig i hinu nýja umhverfi
og verða þá til þess að stia
börnunum frá upprunaland-
inu ellegarað þeir vilja fyrir
alla muni koma i veg fyrir að
börn þeirra samlagist hinu
nýja heimalandi um of með
þvi þau kunna að vilja halda
heim siðar meir. Allir Ut-
lendingar, sem koma til
iðnaðarlanda sverja dýran
eið að þeir muni snUa heim
eins fljótt og auðið er. Allar
..... 1 .......... ll II
tölur sýna að af þvi verður
ekki.
Astandið er þvi mjög flókið
og allt gerist þetta á kostnað
barnanna. Þeim er þvælt
fram og til baka með mót-
sagnakenndum kröfum og
þau vita ekki hvar þau geta
fundið sér friðland. Námið
verður að vera innan viss
ramma, en fyrir börn er-
lendra verkamanna er hann
alltaf að breytast, bæði að
þvi er skóla varðar og frá
mannlegu sjónarmiði.
Ekki nægir að koma i veg
fyrir aðskilnað innlendra og
erlendra barna i skólum.
Námsefni og kennara þarf að
aðlaga þannig að nýtt sé allt
það góða, sem nærveru þess-
ara barna fylgir þegar þau
koma með tungumál, menn-
ingu og lifnaðarhætti, er hafa
mikið gildi. A þennan hátt
geta börnin komizthjá þvi að
finna fyrir eilifri litillækkun
og lifskapphlaupi.
Verkefnið er vel þess virði
að EVRÓPURAÐIÐ hafi af-
skipti af þvi. Ekki má meta
vandamáliö eins og afbrot
eða aölögunarkort, sem
kosta samfélagið stórfé.
Nauðsynlegt er að tryggja,
eftir þvi sem hægt er, að
þessar milljónir rótlausra
barna eignist heimaland i
veröld, sem grundvallist að
einhverju leyti á þeirra eigin
menningu, en veiti þeim
jafnframt tækifæri til að
færa örlitið Ut kviarnar i
nýja landinu.
Það réttlætir ekki aðgerð-
arleysi þótt dregiö hafi Ur
fólksflutningum undanfarið
vegna efnahagskreppunnar.
Gæta ber þess að a.m.k. i
upphafi eru barnsfæðingar
hlutfallslega fleiri meðal
erlendra starfsmanna en
ibUa nýja landsins. Brátt
sækja 3 milljónir erlendra
barna skóla i Evrópu. Hvaða
ráðstafanir ættum við að
gera þeirra vegna?
Antonio M ARTINS
launþeðamál
Iðnverkafólk vill vísitölubætur í
formi jafnrar krónutölu á öll laun
Annað þing Landssambands iðnverka-
fólks var haldið dagana 29,—30. nóv. sl. i
Reykjavik. 36 fulltrUar sátu þingið, frá
þrem félögum.
Björn Bjarnason formaður Landssam-
bandsins setti þingið kl. 13.30 laugardag-
inn 29. nóv. sl. Þvi næst fluttu ávörp
Gunnar Thoroddsen, iðnaðarráðherra og
Kristinn Guðjónsson, varaformaður Fé-
lags isl. iðnrekenda.
Forseti þingsins var kosinn Jón Ingi-
marsson, Akureyri. 1. varaforseti Runólf-
ur Pétursson, Reykjavik, 2. varaforseti
Maria Vilhjálmsdóttir, Kópavogi.
f þinglok voru kosnir i stjórn landssam-
bandsins til næstu 2 ára:
Formaður: Björn Bjarnason, Reykjavik.
Varaformaður: Jón Ingimarsson, Akur-
eyri.
Ritari: Bjarni Jakobsson, Reykjavik.
Gjaldkeri: Runóifur Pétursson, Reykja-
vik.
Meðstjórnendur: GuðmundurÞ- Jónsson,
Reykjavik, Kristin Hjálmarsdóttir, Akur-
eyri, Maria Vilhjálmsdóttir, Kópavogi.
Varamenn: MagnUs Guðjónsson, Hafnar-
firði, Arný Runólfsdóttir, Akureyri, Jóri
Björnsson, Reykjavik.
Ályktun um kjaramál
Verðbólgan hefur nU gert aðenguþann
árangur sem náðist með kjarasamning-
um fyrr á árinu og enn er ekkert lát á
vexti dýrtiðarinnar og þar af leiðandi
kjaraskerðingu allra launþega. Hinir
lægst launuðu og þá sérstaklega iðn-
verkafólkið verða harðast úti i viðureign-
inni við afleiðingar verðbólgunnar, þvi
iðnverkafólk á minni möguleika en ýmsar
aðrar starfsstéttir á þvi að auka tekjur
sinar með auknu vinnuálagi.
Þingiðlitur svo á, að nauðsyn beri til að
fella niður söluskatt af brýnustu nauð-
synjum almennings, með það fyrir augum
að draga á þann hátt Ur hinum öra vexti
verðbólgunnar.
Það er þvi augljóst mál að verkalýðs-
hreyfingin verður að skoða það sem sitt
höfuðverkefni nú á næstunni að stöðva
þessa óheillaþróun i kjaramálum.
Þingiðlitur svo á, að i launakjörum iðn-
verkafólks verði að taka meira tillit til
starfsþjálfunar og starfsmenntunar en
verið hefur til þessa, svo að iðnverkafólk
búi ekki við lakari kjör en aðrar þjóðhags-
lega þýðingarmiklar starfsstéttir. Slik
breyting myndi leiða til meiri stöðugleika
i vinnuafli iðnaðarins og gera hann þar
með hæfari i samkeppninni við erlenda
framleiðslu.
Þingið telur óhjákvæmilegt að i vænt-
anlegum kjarasamningum verði teknar
upp að nýju visitölubætur á laun. Þær
visitölubætur verði i formi jafnrar krónu-
tölu á alla launataxta.
2. þing Landssambands iðnverkafólks
telur það höfuðnauðsyn að fullkomin sam-
staða náist á væntanlegri kjaramálaráð-
stefnu ASl um þær kröfur er fram verða
settar i væntanlegum kjarasamningum,
svo að verkalýðshreyfingin komi fram
sem ein órofa heild i þeirri örlagariku
baráttu, sem framundan er.
Ályktun um
fræðslumál
Samfara þeirri þróun sem átt hefur sér
stað i iðnaði á undanförnum árum, hafa
framleiðsluhættir orðið mun margbreyti-
legri en áður var. Þvi eru gerðar siauknar
kröfur um sérhæfni starfsfólks almennt i
fjölda greina framleiðsluiðnaðar.
Sýnt er að aukin vélvæðing er nauðsyn-
legt til þess að mæta harðnandi og siauk-
inni samkeppni við erlendar vörur á inn-
lendum og erlendum mörkuðum. Þvi er
jafnframt mikil þörf fyrir fjölhæft starfs-
fólk með allverulega verkkunnáttu i
fjölda greina hins verkskipta iðnaðar. Ber
þvi hverjum þeim sem vinnur að fram-
leiðslustörfum að þekkja allar algengar
framleiðsluvélar i viðkomandi starfs-
grein og þekkja náið möguleika þeirra og
vinnsluhætti. Þar með þarf hver og einn
að geta öðlazt staðbetri þekkingu á við-
komandi verkefnum.
Nauðsyn ber þvi til að komið verði á fót
þjálfunarnámskeiðum i sem flestum
greinum iðnaðar. Nái þau að jafnaði yfir
það breitt starfssvið að hver sá sem lokið
hefur sliku námskeiði geti að þvi loknu
aukið sjálfkrafa við þekkingu sina, eftir
þvi sem starfsreynslan eykst.
Þá ber að sjálfsögðu að taka fullt tillit
til þeirra er lokið hafa þjálfunarnám-
skeiðum. Sé það gert með frekari launa-
greiðslum, svo ávinningur verði öllu
meiri og betri en verið hefur fyrir við-
komandi aðila.
Ályktun um ,
iðnaðarmál
Þó að mikilvægi iðnaðarins i atvinnulifi
þjóðarinnar, sé almennt viðurkennt i orði,
skortir mjög á að svo sé i reynd.
Stuðningur rikisvaldsins við atvinnu-
vegina er fyrst og fremst miðaður við
þarfir sjávarútvegs og landbúnaðar en
hagsmunir iðnaðarins látnir sitja á hak-
anum, nema að þvi leyti sem hann kann
að njóta góðs uf aðgerðum, sem gerðar
eru til stuðnings hinum atvinnuvegunum.
Alvarlegar vanefndir hafa verið á lof-
orðum rikisvaldsins við inngönguna i
EFTA um stuðning við iðnaðinn til að
mæta harðnandi samkeppni erlends iðn-
varnings, sem hóflaust flæðir inn i landið.
Þingið telur þvi fráleitt að styðja frekar
en gert hefur verið samkeppni erlends
iðnvarnings frá löndum Efnahagsbanda-
lagsinsr með fyrirhuguðum tollalækkun-
um, nU um næstu áramót.
Tollamál iðnaðarins þarfnast rækilegr-
ar endurskoðunar til að auðvelda upp-
byggingu hans og vart getur það talizt
sæmandi að iðnaðurinn njóti ekki sam-
bærilegra kjara á reksturslánum og land-
búnaður og sjávarútvegur.
Þröngsýn verðlagsyfirvöld hafa þrá-
sinnis skapað iðnaðinum erfiðleika, sem
auðvelt hefði verið að komast hjá ef skyn-
samlega hefði verið að málum staðið.
Þetta skilningsleysi valdhafanna á
þörfum og þýðingu iðnaðarins hefur vald-
ið honum margháttuðum erfiðleikum og
torveldað honum samkeppni við erlendan
innflutning, sem auk þess nýtur forrétt-
inda hjá Sjónvarpinu, sem engar hömlur
setur á auglýsingar erlendra fyrirtækja,
sem dreifa þeim ókeypis til umboðs-
manna sinna hér, en slikár hömlur hafa
þó voldug iðnaðarriki sett til verndar sin-
um iðnaði.
Vanmat valdhafanna á þýðingu iðnað-
arins i þjóðarbúskapnum hefur dregið Ur
eðlilegum vexti hans, en á þessu verður
að verða gagnger breyting ef hann á að
verða þess megnugur að taka við megin-
hluta þess nýja vinnuafls er á vinnumark-
aðinn kemur á næstu árum, en flestir
virðast sammála um að þangað verði það
að leita.
Þingið litur svo á að það sé höfuðnauð-
syn að bæta svo aðstöðu iðnaðarins að
hann verði samkeppnisfær við aðrar
starfsgreinar um vinnuafl, þvi án góðs
starfsfólks byggjum við ekki lifvænlegan
iðnað.
Þingið fagnar endurskoðun iðnlöggjaf-
arinnar, sem orðin er hemill á vaxtar-
möguleikum iðnaðarins, og væntir þess að
sú endurskoðun dragist ekki Ur hömlu.
2. þing Landssambands iðnverkafólks
skorar á Alþingi og rikisstjórn að taka
upp jákvæðari stefnu i málefnum iðnað-
arins, að skipa honum það sæti sem hon-
um ber, sem einum af þýðingarmestu
starfsgreinum landsmanna.
Þá hvetur þingið alla landsmenn til að
hafa það hugfast að efling innlenda iðnað-
arins er snar þáttur i sjálfstæðisbaráttu
okkar.
Málm- og skipasmiðir krefjast islenzkrar stjórnunar íslenzkra auðlinda
Landhelgissamningarnir eru framsal á frum-
burðarrétti íslendinga til mannsæmandi lífs
5. desember sl. var haldinn
Sambandsstjórnarfundur Málm-
og skipasmiðasambands íslands,
þar sem m.a. var samþykkt eftir-
farandi:
Sambandsstjórnarfundur
Málm- og skipasmiðasambands
Islands, haldinn 5. desember 1975,
samþykkir i höfuðatriðum stefnu-
mörkun nýlokinnar kjaramála-
ráðstefnu Alþýðusambandsins
eins og hún er sett fram i ályktun-
inni sem ráðstefnan samþykkti
um kjaramál.
Jafnframt leggur fundurinn til
að sambandsfélögin gefi samn-
inganefndinni umboð til að fara
með samningamálin á framan-
greindum grundvelli.
Þá samþykkir fundurinn að
kjósa tvo menn til að taka sæti i
baknefnd verkalýðssamtakanna
og tvo til vara.
Sambandsstjórnarfundur
Málm- og skipasmiðasambands
tslands, haldinn 5. desember 1975,
ályktar eftirfarandi:
1. Fiskimiðin umhverfis landið
eru hornsteinn islenzks efnahags-
kerfis. Á gengi sjávarUtvegsins
velta þvi kjör allra landsmanna.
Landhelgismálið er þvi stærsta
og þýðingarmesta kjaramál
verkaíýðshreyfingarinnar i dag.
2. Nauðsyn ber til að renna
fleiri stoðum undir islenzkt efna-
hagslif með aukinni fjölbreytni
atvinnuveganna einkum eflingu
iðnaðar. Reynslan sýnir þó, að
orkufrekur iðnaður I samv. við
erlend fjölþjóðafyrirtæki leysir
ekki þennan vanda þar eð: 1. Slik
stóriðja hefur takmarkaða vinnu-
aflsþörf. 2. Islendingar hafa litil
eða engin áhrif á framleiðslu- og
dreifingarferil þessara fyrir-
tækja.
FISKIMIÐIN ERU ÞVt OG
VERÐA AFRAM HORNSTEINN
EFNAHAGSLEGS SJALFSTÆÐ-
IS.
. 3. Samkvæmt skýrslum Haf-
rannsóknarstofnunarinnar og
Rannsóknarráðs rikisins, sem
staðfestar eru i meginatriðum af
brezkum fiskifræðingum, eru nú
allir helztu stofnar nytjafiska hér
við land fullnýttir eða ofnýttir.
Framtið þorskstofnsins, — verð-
mætustu tegundarinnar — leikur
á bláþræði, á allt sitt undir einum
sterkum árgangi, sem kæmi til
hrygningar eftir 4—5 ár. Ljóst er,
að veiðrfloti Islendinga er meira
en nógu stór til að anna þeirri
þorskveiði við landið, er leyfi-
lega má teljast. Hluta flotans yrði
að beina að öðrum fisktegundum.
Það verður ekki gert, án þess að
stofna þeim fisktegundum i
hættu, nema Utlendingar verði
brott Ur fiskveiðilögsögunni.
ALLIR SAMNINGAR VID
ÚTLENDINGA ERU ÞVÍ
FRAMSAL A FRUMBURÐAR
RÉTTI ÍSLENDINGA TIL
MANNSÆMANDI LÍFS í LANDI
SÍNU í HENDUR ERLENDUM
ÞJÓÐUM.
4. Fundurinn harmar að samn-
ingar við Vestur-Þjóðverja um 60
þUsund tonna veiði þeirra á ári,
næstu 2 árin innan fiskveiðimark-
anna skuli hafa verið gerðir, og
telur þá háskalegt fordæmi fyrir
öðrum hugsanlegum samningum
við aðrar þjóðir um fiskveiðirétt-
indi. Fundurinn fordæmir her-
skipaárás Breta innan islenzku
landhelginnar og skorar á stjórn-
völd að svara henni á viðeigandi
hátt með slitum stjórnmálasam-
bands við Breta og Ursögn tslands
Ur NATÓ, einnig eflingu land-
helgisgæzlunnar um 4—6 skip,
sem nægja mundi til að verja
landhelgina að fullu gegn öllum
veiðiþjófum nema þeim, sem
veiða i beinu skjóli herskipa, en
þau eiga þá lika næsta erfitt um
veiðar.
Fundurinn telur nauðsynlegt að
setja hið fyrsta reglur um skyn-
samlega nýtingu fiskveiðilögsög-
unnar er sýni, að Islendingum er
alvara að vernda fiskistofnana.
200 MILURNAR ER KRAFAN
UM ÍSLENZKA STJÓRNUN ÍS-
LENZKRA AUÐLINDA.
Af nýjum bókum
Afram veginn. Stefán
Guðmundsson. Bókaforlag Odds
Björnssonar. Það eru vist fáir
núlifandi íslendingar, sem
kannast ekki við Stefano Is-
landi, sem er listamannsnafn
Stefáns Guðmundssonar. Allt
frá þvi að hann kom heim eftir
söngnám sitt á ttaliu og söng sig
inn i hug og hjörtu þjóðarinnar,
hefur hann haldið þeim sessi,
sem hann þá vann sér. tslend-
ingum verður þvi örugglega
kærkomin sagan, sem hér birt-
ist. Við höfum löngum viljað
vita sem öruggust deili á mönn-
um, og það eitt að menn séu
listamenn og jafnvel i fremstu
röð og á heimsmælikvarða, er
okkur ekki nóg. Við viljum vita
sem mest um manninn sjálfan,
og hér gefst tækifærið. Vissu-
lega eru þeir ekki margir, sem
hafa fengið i vöggugjöf jafn-
mikla hæfileika og Stefano Is-
landi, en þegar svo vel tekst til,
að þrátt fyrir umkomuleysi og
fátækt tekst að glæða þá og full-
komna á þann hátt sem hér varð
raun á, er meira en vel. Engin'
ástæða er til að rekja frægðar-
feril þessa hugumkæra lista-
manns. Til þess er hann of við-
kunnur. En það er forvitnilegt
að kynnast manninum sjálfum.
Mörgum verður á, sem risa
höfði hærra, en almennt gerist,
að ofmetnast. Það verður ekki
sagt um Stefán. Þrátt fyrir alla
frægð gengur það eins og rauður
þráður gegnum æfisöguna, eða
máske heldur listasöguna, að
enn er á ferð sami góði og hug-
ljúfi drengurinn, sem hann var i
uppvexti. Ef til vill má þó segja,
að hann risi hæst sem maður, að
hann tekur þá ákvörðun að
draga sig i hlé frá listtúlkun
sinni, sem vakið hafði óskipta
aðdáun um áratugi, þegar hann
fann að hallaði undan fæti vegna
aldurs. Miklum listamönnum er
mikill vandi á höndum, að
þreyta ekki of lengi glimuna og
eiga á hættu að lifa sjálfa sig, en
sjálfsmatið verður mörgum
örðugt.
Indriði G. Þorsteinsson skráði
minningabókina.
Draumurinn um ástina. Hug-
rún. Bókamiðstöðin.
Ot er komin skáldsaga eftir
HugrUnu skáldkonu með þessu
nafni. Þetta er saga ungrar
stUlku, sem sjálfselskan og eig-
ingirnin ieiðir afvega árum
' saman og lendir fyrir ofmat á
sjálfri sér heldur illa Ut Ur lifinu,
þó nokkuð birti til undir lokin.
Farinn vegur. HugrUn. Bóka-
miðstöðin.
Þetta er minningabók um
tvær merkiskonur, Gunnhildi
Ryel, sem stjórnaði um áratuga
skeið sinu mikla myndarheimili
á Akureyri. FrU Ryel var mikill
frömuður liknarmála i heima-
byggð sinni og er vel að hennar
sé minnzt.
Vigdis Kristjánsdóttir listvef-
ari og málari segir undan og of-
an af listnámi sinu og listferli
sem engan veginn er þó til enda
runninn, má þvlvænta þess að
nokkur timi liði áður en enda-
punktur verði settur.
ÆgisUtgáfan sendir frá sér
nokkrar bækur i ár.
Mennirnir i brúnni V. Guð-
mundur Jakobsson skráði. Sigl-
ingar hafa löngum verið okkur
nauðsyn og minnissamt hvernig
fór er skipaleysið svipti lands-
menn frelsi og sjálfstæði. Sveit-
in sem hér er kynnt er þvi i senn
landvarna- og framvarðasveit,
sem okatæk er á hvaða mæli-
kvarða sem er i sinu starfi.
Þetta er lokabindi þessa merka
bókaflokks, að sögrí Utgefenda.
í dagsins önn. Þorsteinn
Matthiasson skráði.
Þessi bók, sem birtir frásagnir
frá 11 myndarhúsfreyjum af
ýmsum landshornum er gefin Ut
i minningu um og tii vegsemdar
konum á þessu herrans ári. HUn
virðist vera gott „innlegg” i
málið til mótvægis öllu þvi sem
pundað hefur verið á fólk um
umkomuleysi þess að vera bara
hUsmóðir, eins og sagt er. Lifs-
ferill þessara kvenna, sem litil-
lega er hér rakinn ber þess ekki
merki að þær hafi harmað slikt
hlutskipti.
Skyggnzt yfir landamærin J.P.
Delacour, Kristin Thorlacfus
þýddi. Frá alda öðli hefur glima
mannsins við leyndardóminn,
hvað tekur við að loknu þessu
jarðlifi, verið merkilegt rann-
sóknarefni. t þessari bók segja
margir frá reynslu sinni, eftir
að hafa verið látnir en svo lifg-
aðir við. Eflaust þykir mörgum
fróðlegt ef lyft er þessu tjaldi,
en trúlega .svo aðrir, sem lita
meira á frásagnirnar sem per-
sónulega reynslu fremur en
raunvisindi.
Tortimið Paris. Sven Hazel,
Baldur Hólmgeirsson og Bárður
Jakobsson þýddu. Kunnug er
hinfræga og illræmda fyrirskip-
un Hitlers, sem þó náði ekki
fram að ganga og Parfs var
bjargað. Lesanda mun ekki
leiðast við lestur þessarar
striðssögu, að minnsta kosti
ekki þeim, sem þykir ekki gam-
an að guðspjöllunum af þvi að
enginn er i þeim bardaginn’.
Komnar eru Ut hjá Utgáfufé-
laginu URÐ s/f nýjar visnagát-
ur eftir Armann Dalmannsson á
Akureyri. Sams konar bók kom
Ut fyrir jólin i fyrra. NU hefur
Armann samið fleiri gátur og
verða verðlaun veitt fyrir réttar
ráðningar. I þessu hefti eru
jafnframt ráðningar á gátun-
um, sem birtust i fyrsta hefti,
svo og myndagáta.
YH£e jfðrr)# p£//e
-óroppfí
pn ?
Mver/xj/hct*
farMe/r'
/ f þar-fiekki annat
( en 5+ano/a,
i
angarnlr
LmvG/ fir/c&rr j
77L pess
DRAWN BY DENNIS COLLINS — WRITTEN BY MAURICE DODD
WISI
Waslof liF
PLASTPOKAVERKSMHPJA
Sfcrvsr 82A39—82A55
V«tnogöfbum 6
Bo* 4064 — Rwyfcjavik
Pípulagnir 82208
Tökum að okkur alla
pipulagningavinnu
Oddur Möller
löggildur
pipulagningameistari
74717.
Hafnarfjaröar Apotek
Afgreiðslutimi:
Virka daga kl. 9-18.30
'Laugardaga kl. 10-12.30.
Helgidaga kl. 11-12
Eftir lokun:
Upplýsingjsimi 51600.
Birgir Thorberg
málarameistari simi 1146:
Onnumst alla
málningarvinnu
— úti og inni —
gerum upp gömul húsgögn
Teppahreinsun
Ilrelnsum gólfteppi og húsgögn I
heiniahúsuni og fyrirlckjum.
Erum meö nýjar vélar. Góft þjón-
usta. Vanir menn.
SIGFÚS BIRGIR
82296 40491
Innrettingar
húsbyggingar
BREIÐÁS
Vesturgötu 3 simi 25144
KOSTABOÐ
á kjarapöllum
KJÖT & FISKUR
Breiðholti
Simi 74200 — 74201
Kasettuiðnadur og áspilun,
fyrlr útgelendur hl|ðmsveltir.
kðra og fl. Loitlð tilhoða.
Mifa.fónbðnd Akuroyri
Pdsth. 431. Slmi (96)22134
DUOA
í GlflEflDflE
/ími 64900
Heimiliseldavélar,
6 litir - 5 gerðir
Yfir 40 ára reynsla
Rafha við Óðinstorg
Símar 25322 og 10322