Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 9
iprcttir
Fjúka
metin í
Montreal?
Nú styttist óöum i þaö aö
Olympiuleikarnir i Montreal i
Kanada hefjist, en eins og flest-
um er kunnugt þá fara þeir fram
næsta sumar. Margar sögusagnir
hafa veriö um þaö hvort
Kanadamenn geti séö sér fært að
halda leikana, vegna ýmissa
erfiðleika sem fram hafa komið,
svo sem verkföll starfsmanna viö
byggingu mannvirkja og fl.
Siðustu fréttir herma þó aö leik-
arnir verði örugglega haldnir i
Montreal.
Iþróttafólk um allan heim
keppir ávallt að þvi marki að
verða sem bezt undirbúið fyrir
Olympiuleikana, enda eru þeir
hápunktur iþróttamóta. Vegna
þess hve þátttakendur eru vel
undir mótið búnir, næst yfirleitt
beztur árangur mánuðina i kring-
um leikana. Margir hafa gert það
sér til gamans nú á tækniöldinni,
að geta sér til um hvað þurfi að ná
góðum árangri til þess að hljóta
gullverðlaun i frjálsíþróttakeppn-
inni. Meðal annarra hafa Sovét-
menn gert áætlun um hve mikið
þurfi að ná i hverri frjálsiþrótta-
grein til þess að hljóta gullverð-
laun i Montreal, og litur hún
þannig út.
100 metra hlaup: 9.85 min.
200 metra hlaup: 19.4. min
400 metra hlaup: 43.5 min
800 metra hlaup: 1:41.6. min
1500 metra hlaup: 3:30.95 mln
5000 metra hlaup: 13:07.0 min
10.000 metra hlaup: 27:24.0 min
llOmetra grindahlaup: 12.98 sek.
400 metra grindahlaup: 47.76 sek.
3000 metra hindrunarhlaup:
8:12.5 min
Langstökk: 8.47 metrar.
Þristökk: 17.66 metrar.
Hástökk: 2.30 metrar.
Stangarstökk: 5.75 metrar.
Kúluvarp: 2230 metrar.
Kringlukast: 71.60 metrar.
Spjótkast: 95.30 metrar.
Sleggjukast: 77.33 metrar.
Tölur þessar eru eingöngu
bundnar við karlana, en þvl
miður höfum við ekki neinar tölur
handa kvenfólkinu.
Liverpool
átti ekki
í erfið-
leikum
Liverpool átti ekki i miklum
erfiðleikum með Slavska Breslau
i siðari leik 3. umferðar UEFA
bikarkeppninnar á Anfield I gær-
kvöldi. Úrslit leiksins urðu 3:0 og
gerði hinn ungi leikmaður Liver-
pool, Case, öll mörk liðsins.
önnur úrslit urðu þessi:
Torpedo Moskva — Dinamo Dres-
den 3:1. Dresden heldur áfram
með mark gertá útivelli, þvi fyrri
leik liðanna lauk 3:0 Dresden I vil.
AS Roma — FC Brugge 0:1.
Brugge heldur áfram i 4. umferð.
Levski Spartak — Ajax
Amsterdam 2:1. Fyrri leiknum
lauk einnig 2:1, en þá fyrir Ajax.
Spartak.vann I vitaspyrnukeppni.
Spartak Moskva — AC Milan
2:0. Milan áfram á markatölunni
4:2.
Vasas — Barcelona 0:1. Barce-
lona i4. umferð með markatöluna
4:1.
CeltiC-Hibernian á Parkhead i
aðaldeildinni skozkui gærkvöldi
1:1. Celtic er efst i Skotlandi með
21 stig.
Sunnudagsblaðið Observer
var langefst á siðasta getrauna-
seðli. Það var með alls 9 leiki
rétta, sem teljast verður mjög
gott þegar miðað er við úrslitin
sem urðu á laugardaginn. News
of the World, Hermann Gunn-
arsson, Gunnar Egill Sigurðs-
son og Eyjólfur Bergþórsson
voru allir með 5 leiki rétta. Sun-
day Express, Sunday Times,
Sigurjón ólafsson og Helgi
Danielsson voru með 4 leiki
rétta, Suðurnesjatiðindi með 3
rétta, og Stefán Eiriksson rak
svo lestina með aðeins 2 leiki
rétta. 17. getraunaseðíll litur
þannig út:
Aston Villa —
Norwich 1
Bæði liðin komust upp i 1.
deild að nýju siðastliðið vor.
Villa hafði þá ekki verið þar i 10
ár, en Norwich hafði aðeins eins
árs dvöl i 2. deild. Villa, ef mið-
að er við árangur liðinna siðustu
mánaða, er betra lið og ætti þvi
heimavöllurinn að taka allan
vafa af hvernig leikurinn fari.
Heimasigur Villa Park-liðsins
ætti að vera næstum öruggur.
Burnley — West Ham 2
Flestir hallast ábyggilega að
þeirri skoðun að West Ham
sigri. Það má þó ekki ætla að
sigur liðsins sé neitt öruggur,
þvi að Burnley gæti þess vegna
alveg eins unnið leikinn. Rök-
réttast er þó að gizka á sigur
West Ham eins og málin standa
i dag.
Everton— Birmingham 1
Birmingham getur varla búizt
við þvi að það eigi mikla mögu-
leika gegn Everton á útivelli,
þótt það hafi unnið Derby á
heimavelli. Everton glataði
klaufalega einu stigi gegn Ips-
wich á Goodison Park i Liver-
pool siðasta laugardag, og ætti
það ekki að koma fyrir að það
missi stig gegn Birmingham,
sem er án nokkurs vafa lélegra
lið heldur en Ipswich. Heima-
sigur.
Ipswich — Leeds X
Það er mjög erfitt að geta sér
til um hver úrslit þessa leiks
verða, þvi hann getur ábyggi-
lega fariðá alla þrjá vegu. Jafn-
tefli er hinn gullni meðalvegur,
og þvi setjum við X við þennan
leik hér. Ipswich hefur ekki
gengið sem bezt i ár þótt það sé
samt um miðja deild. Það hefur
oft á siðustu árum leikið Leeds
grátt og skulu menn hafa það i
huga þegar þeir tippa á leikinn.
Leicester—Newcastle X
Leicester hefur verið i
stöðugri framför að undan-
förnu, og þokað sér jafnt og þétt
upp töflustigann. Það er þó
nokkurn veginn vitað mál að
það komi ekki til með að blanda
sér i toppbaráttuna, þegar hall-
ar aö vori. I liðinu eru margir
dýrir og góðir knattspyrnumenn
sem verður að gæta mjög vel.
Newcastle er einnig ágætt lið,
en er eins og Leicester að þvi
leyti að það vantar herzlumun-
inn til þess að vera I toppbarátt-
Q.P.R. - Derbv
athvglisverð-
asti leikurinn
Dave Thomas mun aftur á móti
verða i fullu fjöri gegn Derby á
Loftus Road i Lundúnum. Derby
verður að gæta hans mjög vel ef
ekki á ilia að fara eins og á
Baseball Ground I haust.
unni. Jafntefli er alls ekki svo
ólikleg úrslit i þessum leik.
Manchester City —
Coventry 1
Manchester náði ekki að sigra
Q.P.R. siðasta laugardag á
Raine Road. Coventry er ekki
eins gott lið og Lundúnaliðið
þannig að það ætti ekki að gera
sér miklar vonir um jafntefli,
eins og Q.P.R. gerði. Geta
verður þó þess að Coventry hef-
ur gert jafntefli við tvö af efstu
liðum 1. deildarinnar i ár, á úti-
völlum, West Ham og Liverpool.
Það tapaði illilega fyrir New-
castle á St. James Park 4:0, og
situr það áreiðanlega i þvi
þegar það heimsækir stjörnulið
City.
Q.P.R. — Derby 1
Leikur þessara liða á Beseball
Ground i Derby i haust var all-
sögulegur. öllum á óvænt vann
Q.P.R. þá þann leik með hvorki
meira né minna en 4 marka
mun 5:1. Q.P.R. var mun betra
lið i þeim leik, og ætti þvi ekki
að verða skotaskuld úr þvi að
leggja meistarana einnig að
velli á heimavelli. Það yrði
samt grætilegt fyrir Derby sem
hefur svo góðu liði á að skipa, að
tapa tveimur leikjum i röð.
Liðið verður þó altént með i
toppbaráttunni áfram þótt það
tapi þessum leik.
Sheffield United —
Manchester United 2.
Það er vist óþarfi að segja enn
einu sinni hversu sorglega
Sheffield liðið hefur farið út úr
leikjum sinum i ár. Það hefði
enginn knattspyrnuunnandi á
Englandi gert sér slikan
árangur hjá félaginu I hug-
arlund þegar keppnistimabilið
hófst. Það eru eins og einhver
álög séu á liðinu, þvi það hefur
innan sinna vébanda marga
góða leikmenn, eins og t.d.
markvörðinn Brown — sem er
skozkur landsliðsmaður — Alan
Woodward, Tony Currie og
fleiri. Manchester United hefur
aftur á móti staðið sig mun
vetur en búizt var við. Það er án
nokkurs vafa mun llklegra til
þess að sigra i þessum leik.
Stoke — Arsenal 1
Þó að Aston Villa hafi sloppið'
með jafntefii gegn Stoke siðasta
laugardag, er þar með ekki sagt
að Arsenal geri það. Undanfar-
in ár hefur Stoke oft leikið High-
bury liðið grátt á Victoria
Ground i Stoke on Trent, og ætti
svo einnig að verða nú.
Tottenham —
Liverpool X.
Tottenham hefur verið i mik-
illi framför i ár, miðað við i
fyrra. Liðið hefur verið yngt
mikið upp og er baráttugleði
liðsins mikil. Kunnur íslending-
ur sá það leika við West Ham i
deildarbikarnum ekki alls fyrir
löngu á Upton Park, sem það
vann 2:0, eftir framlenginu. Sá
maður sagði um Tottenhamliðið
að það ætti eftir að gera stóra
hluti á næstunni. Hann sagði um
markakóng liðsins John Duncan
að hann væri með betri miðherj-
um i Englandi og hefði hann
samt séð þá marga. Þeir hafa
lika aðeins tapað einum leik af
siðustu 16, og þykir víst ósenni-
legt að það tapi fyrir Liverpool á
White Hart Lane. Liverpooi er
samt sterkt lið, svo ekki er þor-
andi að gizka á sigur Spurs.
Wolves —
Middlesbrough X
Það er erfitt að geta sér til um
úrslit þessa leiks, þvi hann
getur farið á alla þrjá vegu.
Jafntefli er liklegt, en ef Bill
McGarry framkvæmdastjóri
Úlfanna, ætlar að halda stöðu
sinni eitthvað lengur, þá verður
lið hans að sigra i þessum leik.
Þess vegna gæti svo farið að
Úlfarnir ynnu. Jafntefli er samt
spá blaðsins.
Southampton —
Notts County 1.
Southmapton burstaði Sunder
land siðasta laugardag, og hlýt-
ur þvi að vinna Notts County á
sama leikvangi — The Dell —
næsta laugardag. Það hefur
aðeins tapað einum leik heima
til þessa, en það var gegn
Nottingham Forrest 0:3. Peter
Osgood átti mjög góðan leik
gegn Sunderland, og ef hann
nær aftur slikum gegn Notts.
County þá er ég hræddur um a?
County fái stóran skell.
Getraunaþjónusta Alþýðublaðsins
■ # ■ + > (I) . . c u £ • . O SAK-
7o 71 72 73 74 73 u <D cn rQ O (V U P< X c?n Tirr.es u 2 cr: <0 n u o fö c § O o; 4-J o: rH rö 'O P y> * fALS I “ 2
J-VVV Aston Villa - Norwich TTTV cei - - - - 1-1 1 2 1 1 l 1 1 1 1 & c 1
VTT.T Burnley - Vv'est Hatn 'TV T'l' 3-2 1-0 - - 1-1 ') t; 2 £ o C- 2 V x V v 2 c 4 t:
VJJJ blverton - Bimingliam TTTT - - - 1-1 4-1 4—1 1 1 1 1 1 i 1 i i; C; 0 C
JVJJ Ipáwich - Le.eds JTJV 3-2 0-2 2-2 c-3 0-0 X V y V V i V 2 X 1 7 1
TVJV Leicester - Mewcastle TTVT - - 3-o c—o 1-0 4-0 2 x i y i 1 I X 4 4 1
JVVJ Man. City - Cover, try TJJT 3—1 1-1 —O 1-2 .1-0 1-0 ]_ x i 1 1 i 1 1 1 8 1 c
VJVV o • P. R • - Dorhv' JVJT - - - - G—O 4-1 x v v 1 X y 1 X 1 3 6 c.
TJ TT S.hef f'ield U . - Kan .United TTTJ - - i-i 1-c 0-1 - p 2 p 2 o 2 V cí 2 0 1 8
JVVJ Stoke - Arsenal TTTT 0-1 V — o c-o c-o 0-0 0—2 1 1 1 1 1 1 1 2 1 o C 1
JVJV fottenhairi - Livorpool JVVj C-2 .1-0 2-o 1-2 l~J 1 (-* c-2 V X X V y 2 i X X 1 7 1
T'/ 1T Vfolvés - l;. 1 cclesbr r/TT - - - - 2-c V 2 y 2 •i -L y v .2 5 2
VVTV Söuth.amp ton - Kotts .Co'.mi' j TjlT - - - ■ - - 3-2 V X 1 ■ v L i 1 1 1 5 3 C
Fimmtudagur 11. desember 1975.
Aiþýðublaðið