Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1975, Blaðsíða 2
TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munifi hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurö- um og gluggum. * Ekki er ráð nema i tnna sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. BÉÍI Barnafata- verzlunin Rauðhetta Látið ekki verðbólguúlf- inn gleypa peningana ykkar, i dýrtiðinni. Vör- ur seldar með miklum afslætti, alit nýjar og fallegar vörur á litlu börnin. Lítið inn og gerið góð kaup. Opið laugardaga kl. 10 til 12. Ba r naf ataverzl u n i n Rauðhetta Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstfg 1 — Sími 28480. Útboð Tilbofi óskast I þvott á llni o.fl. fyrir skóla, sundstafii og skrifstofur ýmissa stofnana Reykjavikurborgar. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Frlkirkjuvegi 3, Reykjavlk. Tilboöin verfia opnufi á sama stafi þrifijudaginn 13. janúar 1976, kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYK3AVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 — Sími 25800 Volkswageneigendur Höfum fyririiggjandi: Bretti — Huröir — Vélariok — Geymslulok á Wolkswagen I allflestum iitum. Skiptum á einum degi meö dagsfyrirvara fyrir ákvefiifi verö. Reyniö viðskiptin. Bilasprautun Garðars Sigmundssonar. Skipholti 25 Simar 19099 og 20988. Þér finnið viðskipta- og athafnalíf þjóðarinnar í Alþýðublaðinu Ritstjórnar- lalþýðuj Auglýsinga- síminn 81866 síminn 14906 • • R0DD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Óvirðing við Alþingi Eins og oft hefur verið bent á hér i Alþýðublaðinu hefur á undanförnum árum smátt og smátt verið að draga úr völdum hinna þjóðkjörnu fulltrúa, sem skipa Alþingi Is- lendinga. Framkvæmdavaldið i landinuhefur stöðugt verið að draga til sin meiri völd á kostnað lög- gjafarsamkundu þjóðarinnar. í mörgum mikilvægum málum er Alþingi nánast orðið að afgreiðslu- stofnun þvi svo litið svigrúm er farið að gefa þingmönnum til þess að fylgjast með gangi mála og hafa áhrif á úrlausn þeirra. Með afgreiðslu fjárlaga i haust og vetur hefur þó verið kastað tólfun- um. Fjárveitinganefnd, sem á að vera sérfræðinefnd Alþingis i þess- um mikilvæga málaflokki, hefur vissulega haldið langa og tiða fundi, en of margir þessara funda hafa verið haldnir fremur til þess að drepa timann en til þess að leiða sjálfa fjárlagagerðina til lykta. Fjárveitinganefndarmenn hafa nefnilega litið sem ekkert fengið að vita um hugmyndir rikisstjórnar- innar og framkvæmdavaldins um einstök atriði fjárlaga svo sem eins og skiptingu útgjalda á einstaka liði og fjárveitinganefnd hefur jafnvel verið neitað um mikilvægar upp- lýsingar frá framkvæmdavaldinu. Þegar þetta er ritað hefur nefndin, t.d. enn ekki fengið neinar upp- lýsingar frá einni umfangsmestu rikisstofnuninni um hvernig hún hafi fylgt þeim framkvæmdafyrir- mælum, sem fyrirhana voru lögð i fjárlögum yfirstandandi árs. Fjár- veitinganefndarmenn hafa þráfald- lega kallað eftir þessum upplýsing- um, en ekki fengið. Þá hefur það einnig gerzt, að fyrst nú á allra siðustu dögum hafa nefndinni borizt sundurliðaðar tillögur um skiptingu útgjalda sam- kvæmt einstökum þáttum fjárlaga- frumvarpsins frá þeim aðilum i em- bættiskerfinu,sem þær tillögur eiga að gera. Tillögur um skiptingu fjár- veitingar til framkvæmda i hafnar- málum voru t.d. ekki laðgar fyrir fjárveitinganefnd fyrr en að morgni s.l. mánudags og nefndarmönnum þá gefnir tveir solarhringar til þess að kynna sér tillögurnar, kynna þær hinum ýmsu þingmannahópum og leita eftir skýringum og athuga- semdum frá hafnaryfirvöldum. Þá gerðist það um miðjan dag á s.l. þriðjudegi, að þingmönnum var fyrst skýrt frá hugmyndum framkvæmdavaldsins um endanleg- ar fjárveitingar til heilsugæzlu- stöðva og skólamála og sundurliðun þeirra. Þá var frá þvi skýrt, að endanlega ætti að ganga frá þessum málum að kvöldi þessa sama dags svo þingmenn höfðu sem sé brot úr degi til þess að gera sér grein fyrir þessúm viðamiklu tillögum, hvað að baki þeim stæði og hvort ein- hverjir möguleikar væru á að fá þar einhverju um þokað. Svona vinnubrögð eru auðvitað hrein móðgun við Alþingi íslendinga og raunar ætti enginn þingmaður að láta bjóða sér slikt. Þetta er ekki sagt til þess að gagnrýna fjár- veitinganefnd eða formann hennar, núverandi rikisstjórn eða stjórnar- þingmenn, sem verða að neyðast til að láta sér þetta lynda. Athygli er vakin á þessum óhæfu vinnu- brögðum til þess fyrst og fremst að hvetja Alþingi sem stofnun til þess að standa vörð um völd sin og virðingu og spyrna fótum við þeirri öfugþróun, sem átt hefur sér stað að undanförnu i tið margra rikis- stjórna þar sem smátt og smátt hef- ur verið að færa hin raunverulegu völd i þjóðmálum úr höndum Al- þingis og yfir til annarra aðila i þjóðfélaginu. Þingmenn verða að standa ábyrgir fyrir kjósendum sinum fyrir þvi sem gert er á Alþingi. Þvi ætti það að vera lágmarkskrafa þingmanna, að þau ráð, sem Alþingi ræður, séu ráðin fyrir atbeina þeirra en ekki bara á ábyrgð þeirra. Mótorhjól Montesa Cota 247 ’75, nýtt. Honda CB 450 ’74 Kawasaki 500 ’73 Montesa Cota 247 ’73 Tökum notuð hjól i umboðssölu. Sér- verzlun með mótor- hjól og útbúnað. Velhjólaverslun Hannes Ölafsson Skipasundi 51. Sími 37090 Reykjavik: Skúlatún Borgartún Hátún Laus störf við Alþýðublaðið Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út í eftirtaldar götur Ásvallagata Hofsvallagata Hringbraut Melahverfi Hafið samband við afgreiðslu blaðsins - Sími 14900 €T Alþýðublaðið Fimmtudagur 11. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.