Alþýðublaðið - 13.12.1975, Side 7

Alþýðublaðið - 13.12.1975, Side 7
Bridge Djarft en heppnaðist Spilið i dag A d-io-5 V A-G-4-3- ♦ G-10-2 * K-10-4 6 K-G-6-3-2 A 9-7-4 7-2 V D-6 ♦ K-D-5 ♦ 8-7-4 <* Á-G-3 * D-9-8-5-2 * Á-8 V K-10-9-8-5 ♦ Á-9-6-3 « 7-6 Sagnir gengu fljótt af : Suður Vestur Norður Austur 1 hjarta 1 spaði 4 hjörtuPass Pass Pass Pass Vestur sló út hjarta tvisti, enda átti hann ekki hægt um vik aí eigin dómi. Þetta leysti sagnh. frá þvi að þurfa að óttast að missa !■■■■■■■■■■■■■■■■■■! !■■■■■■■■■■■■■■■■■■! slag á tromp, sem annars gat skeð, þvi Austur lét drottningu og sagnhafi átti slaginn á kóng. Sagnhafi þóttist sjá að nóg væri samt. Hann átti tapslag i spaða og ef illa félli gátu orðið 1-2 tapslagir i láglitunum. Hann sló nú út spaða og Vestur tók á kónginn og spilaði trompi, sem sagnhafi tók heima, tók á spaðaás og spilaði sian laufi af hendi. Aftur varð Vestur að aka slaginn þvi ef hann lét það fyrirfarast hefði sagnhafi tekið á kónginn i blindum og losnað við taplaufið i spaðadrottningu. Vest- ur sló út laufi og tekið var á kóng i blindum, spaðadrottningu spilað og fleygt tigli i hana. Hann spilaði svo laufi, tromapði i hendi og spilaði sér inn i blind á tromp. Nú kom tigulgosi á borðið og sagn- hafi lét hann fljóta áfram, tekinn á kóng. En nú átti Vestur engra kosta völ nema spila tigli eða spila spaða i tvöfalda eyðu og sagnhafi hirti það sem eftir var. Unnið spil. Af nýjum bókum A svölunum. Þuriður Guðmundsdóttir. Þetta eru nútimaljóð. Varla verður sagt að neinn arnsúg dragi af viðfangsefnum og túlk- un höfundar, hitt er jafnvist að bókin er blessunarlega laus við þessa endalausu lifshörmung og volæði, sem alltof margir af yngri kynslóðinni virðast telja upphaf og endi sinnar tjáningar um veröldina. Helzt mætti likja áhrifum af lestri við fremur fjarlægt vængjablak, sem liður ljúflega hjá. Gaman væri að sjá einhvem- tima eitthvað af þvi sem olli þessum vængjaþyt. Veslings KrummiT. Birkeland, Skúli Jensson þýddi Steinholt. Hér lendir Krummi i ýmsum ævintýrum bæði i skólanum og þó ekki sizt harðri bráttu við eldri systur sina á heimilinu, sem foreldrar afsaka sifellt með, að hún sé á „slæmum aldri”. Jafnvel þó Krummi freisti þess að bæta ráð sitt, gagnar það ekki fyrr en honum og félaga hans tekst að bjarga vini stóru systur, þá fellur allt i ljúfa löð. Letur má kallast við hæfi barna. Létta laufblað og vængur fugls. Gunnar Björling. Einar Bragi islenzkaði. Þetta er fyrsta bókin, sem kemur út á vegum og með stuðningi Norræna þýðingar- sjóðsins. Gunnar Björling er finnsk-sænskur ljóðahöfundur, semlitið hefur verið þekktur hér á landi, en er talinn einn af frumherjum nútimaljóða á Norðurlöndum. Bókin birtir 70 ljóð eftir höfundinn frá ýmsum æfiskeiðum hans, auk formála þýðandans um skáldið, sem talsverður fengur er að. Alaskaför Jóns ólafssonar. Hjörtur Pálsson. Menningar- sjóður. Jón ólafsson var einn litrik- asti blaðamaður, sem tsland hefur alið og víst sá eini, sem hefur orðið að fara landflótta fyrir blaðaskammir og hefur þó blaðamönnum hér á landi ekki ætið verið lagið neitt guðs- barnamál. Þegar Jón stökk Ur landi til Vesturheims beitti hann sér um tima fyrir þvi, að tslend- ingar flyttust til Alaska og stofnuðu þar voldugt riki. Væri Dönum það maklegt að ísland eyddist af mannfólki fyrir ó- stjórn þeirra fyrr og sfðar. Þessi för Jóns er nú að mestu fallin i gleymsku og aðdragandi henn- ar. Hjörtur Pálsson hefur þvi unnið hið þarfasta verk að rifja upp allan þann málatilbúnað og lok hans. Jón var höfðingja- djarfur, sem löngum hefur verið háttur tslendinga og komst i samband við margt stórmenni vestra. Hér er mörgum spurn- ingum svarað, sem hvorki hafa áður verið upplýstar að fullu, né jafnvel fram bornar og dregin er upp lifandi mynd þessa sið- asta vfkings, sem hugði á land- nám fyrir okkar hönd. Hagfræði. Alfræði Menningar- sjóðs. Hagspeki er nú m jög i tizku þó misjafnlega gangi að hlita vib hér á landi. En þrátt fyrir allt er vist góð visa aldrei of oft kveðin. 43 sönglög. Einar Markan, Vil- helmina Markan. Einar Markan var fjölhæfur listamaður, sem auk tónsmiða og söngs lagði einnig stund á ljóðagerð og málaralist. Hér birtist i fyrsta sinn heildarút- gáfa af tónsmiðum hans. Í-U77 FAVRE LEUBA Genévc ‘ —M ’ Favre-Leuba eru sérstök gæðaúr og falleg í útliti, fást hjá flestum úrsmiðum. NÝJAR BÆKUR-GÓÐAR BÆKUR Sanngjarnt verð ___' ____ ■ 1 k:' Guðmundur Jakobsson: Mennirnir f brúnni V i fyrri bindum þessa bókaflokks, höfum við kynnst starfi fiskimanna. Nú kveður við annan tón. Hér eru það siglingamenn sem segja frá. Við kynnumst strandsiglingum, landhelgisgæzlu og millilanda- siglingum. Yf irgripsmikinn f róðleik er að f inna um alla þessa þætti sjómennsku og fjölmargt ber á góma, sem almenningi er ekki kunnugt. Það er ekki of mælt að allir þeir, sem vilja kynna sér viðfangsefni siglingamanna og landhelgisgæzlu þurfa að eignast og lesa þessa bók. Verð kr. 2400.- án sölusk. Þorsteinn Matthíasson: í dagsins önn n konur segja sögu sína í þessari bók. Þær hafa all- ar verið mæður og eiginkonur. Hafa samtals eign- ast96 börn og eru sælar af sinu hlutverki. Telja það ekki vanmetið enda hið göfugasta hverrar konu. Þeim er það og sameiginlegt að vilja ekki skipta kjörum við þær kynsystur sínar, sem nú berjast fyrir gerbreyttum lífsháttum. Dýrmætasta eign hverrar þjóðar eru góðar eiginkonur og mæður og þessi bók ætti að vera kærkomin öllum þeim, sem enn trúa þvi að ,,AAamma skipi ávallt öndvegið". Verð 2000.- án sölusk. Skyggnst yfir landamærin Þessi bók á ekki samleið með öðrum slíkum um dulræn efni. Hér segir frá fólki, sem raunverulega hefur dáið, en verið vakið til jarðlifs aftur. Það hefur því verið íóþekktum heimi um skeiðog kynnst þar ýmsu sem okkur er hulið. Spurningunni miklu: Er líf að loknu þessu? er svarað. Enginn sem hef ur áhuga á eilífðarmálum getur lát- ið ógert að lesa þessa bók. Höf. Jean-baptiste Delacour Kristín R. Thorlacius þýddi. Verð 1650.- án sölusk. Sven Hazel: Tortimið Paris — Denis Robins: Hótel Mávaklettur. Þessir höfundar eru islenzkum lesendum kunnir og þarf ekki um að bæta. Bækur Sven Hazel hafa verið þýddar á 52 tungumál og hann er talinn fremsti núlifandi stríðssagna- höfundur. Þessi bók fjallar um tilraun Þjóðverja til að eyða Paris og er talin ein hans bezta bók. Allar fyrri bækur Hazels hafa selzt upp. Denise Robins er að líkindum afkastamesti og viðlesnasti ástarsagnahöfundur sem nú er uppi. Bæk- ur hennar eiga hér vaxandi vinsældum að fagna og þessi nýja bók hennar er einsog hinar fyrri heill- andi lestur. Metsöluhöfundar Laugardagur 13. desember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.