Alþýðublaðið - 16.12.1975, Side 12

Alþýðublaðið - 16.12.1975, Side 12
tgefandi: Blaö hf. Framkvæmda- tjóri: Ingólfur P. Steinsson. Rit- tjóri: Sighvatur Björgvinsson. itstjórnarfulltrúi: Bjarni igtryggsson. Auglýsingar og af- reiðsla: Hverfisgötu 10 — simar [14900 og 14906. Prentun: Blaða- rent hf. Askriftarverð kr. 800,- á ánuði. Verð í lausasölu kr. 40.-. KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 laugardaga til kl. 12 r-Vedrið Veður verður kyrrt og bjart frameftir degi og nokkuð frost áfram. Undir kvöld er siðan von á suðvestan átt með snjó- komu. Frost fer um leið minnkandi og hitastig ætti að vera viö frost- mark i kvöld. Gátait 5KÍ5S UR IWKfi V/ÍLD /N * úrum 'OLETT R/SftR N/R 9 / HÆDtR r/RR 5ROR VÝR úMPut’i 5 i H HRfítll 'RTT NOru RLKP \'/ • HV/íD i HÆTtu *SV/FT SP/RU z V£ S/EUR 3 KlPKR KLO For />MM F£M 7 ÞYvúbH cm/r/o an fo L VKfJ. ORV = ÞjbruR MEGUM VIÐ KYNNA Sverrir Pálsson, skóla- stjóri á Akureyri er fæddur á Akureyri 28. júni 1924 og hefur búið þar fram á þennan dag, ef undan er skilinn fimm ára námstimi er hann var við nám i Háskóla Is- lands. Foreldrar Sverris eru Páll Sigurgeirsson, kaupm. og kona hans Sigriður Oddsdóttir. Kona Sverris er Ellen Pálsson, dóttir Ingu og Lauritz Rasmusen, verzlunarstjóra i Reykjavik. Börn þeirra Sverris og Ellenar eru fjögur: Sigriður, 27 ára, Lárus 22 ára, IngaBjörg 13 ára og Páll 11 ára. Barnabörnin eru nú þrjú, þ.e. tvö börn Sigrlðar og eitt barn Lárusar og þeirra maka. Sverrir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942, stundaði siöan nám i isl. fræöum við H.I. og lauk þaðan kand.mag. prófi 1947. Sverrir var ráðinn kennari við Ga gnfræðaskóla Akureyrar haustið 1947 og siðan skólastjóri við sama skóla 1963 og hefur gegnt þvi starfi til þessa og gegnir enn af mikilli röggsemi. Sverrir Pálsson segist iraun og veru hafa haft eitt tómstunda- starf, en það er söngur. Hann hef- ur tekið mikinn þátt i söngstarfi, var meðal annars i Karlakórnum Geysi, Karlakór Akureyrar og Kantötukór Akureyrar og þann tima, sem hann var i Reykjavik var hann einnig i Karlakór Reykjavikur. Störf Sverris beinast þó fyrst og fremst aö skólanum og því starfi, sem þar er unnið.Þó hefur hann tekið nokkurn þátt i menningar- starfi utan skólans og átt m.a. sæti I stjórn Minjasafnsins á Akureyri frá stofnun þess, 1962, og i sambandsstjórn Norrænu félaganna. OKKAR A MILLI SAGT Ibúar landsbyggðarinnar hafa af eðlilegum orsökum lagt mikla á- herzlu á bættar samgöngur — og þá fyrst og fremst flugsamgöngur — við aðalþjónustumiðstöð landsins, Reykjavik. Töluverðu hefur verið á- orkað i þvi efni, en bæði Flugfélag íslands, flugfélagið Vængir og önnur flugfélög hafa nú fastar áætlunarferðir til ýmissa smærri staða úti á landsbyggðinni. En böggull hefur þó fylgt skammrifi i þessu efni sem fleirum. Sem sé sá, að svo vill verða, að jafnhliða bættum samgöngum milli minni byggðarlaga úti á landi og Reykjavikur hafa versnað samgöngurnar — a.m.k. á vetrum — milli þessara byggðarlaga og helztu þjónustumið- stöðva i viðkomandi landshluta. Þegar póstflutningar hefjast beint frá Reykjavik falla þannig niður reglulegar ferðir innan landshlutans og þvi vill ávinningurinn oft verða harla rýr, þegar upp er staðið. Bifreiðastjórar hafa oft undrazt ýmsa hæstaréttardómá i umferðar- málum sem m.a. hafa fallið á þá lund, að réttur manna i umferðinni sé aldrei alger. Fróður maður hefur sagt ástæðuna vera þá, að til skamms tima hafi enginn dómaranna i hæstarétti haft bilpróf og þvi litið bifreið- ir svona heldur hornauga. Mikil deila er nú i uppsiglingu milli leigubifreiðastjóra og rikisvalds- ins vegna frumvarps, er lagt hefur verið fram á Alþingi, þar sem gert er ráð fyrir mikilli hækkun á þungaskatti af dísilbiireiöum i leiguaKstri eða ökumælum i hverja bifreið með mjög hækkuðu skattgjaldi. Segja leigubifreiðastjórar, að með þessu sé verið að gera rekstur disilbila á- lika kostnaðarsaman og rekstur benzinbila og láta jafnvel að þvi liggja, að á bak við málið sé áhugi vissra aðila fyrir að geta selt ökumæla i miklu magni til leigubifreiðarstjóra. Akvörðun rikisstjórnarinnar um að fella niður rikisábyrgðir af lán- um til skipakaupa erlendis umfram það, sem þegar hefur verið samið um, hefur vakið mikil mótmæli þeirra, sem hug hafa haft á skipakaup- um, en urðu of seinir. Oddvitar ýmissa hagsmunahópa beita nú ráð- herra miklum þrýstingi til þess að fá þá til að aflétta þessu banni að einhverju eða öllu leyti. Talsverðv.r urgur er nú i stjórnarliðum yfir þvi, hve litið er vitaö um hugmyndir rikisstjórnarinnar um ýmis atriði fjárlaganna þótt skammt sé til jólafris. Er haft eftir einum stjórnarþingmanninum, að aðeins þrir aðilar viti hvernig f járlögin muni lita út I endanlegri mynd — og sá þriðji sé guð aimáttugur. Þá hafa tillögur „Stofnananefndar” um flutning rikisstofnana út á land litið dagsins ljós i einhverri þykkustu skýrslu, sem komið hefur á borð þingmanna. Er i skýrslunni lagt til, að yfirstjórn flutningsaðgerð- anna verði falin sérstakri sjö manna nefnd, sem beri heitið „Flutnings- ráð rikisstofnana”. Þessi nafngift leiðir hugann óneitanlega að hreppa- flutningunum hér áður og fyrr — þótt þeir hafi að visu verið miðaðir við sveitarómaga, en ekki rikisómaga. ÖRVAR HEFUR 0RÐID M Það vekur athygli allra þeirra, sem fylgjast með atvinnumálum eða eiga einhver viðskipti við at- vinnufyrirtæki, hversu miklir og almennir erfið- leikarnir eru orðnir i is- lenzku atvinnulifi. Mjög miklir fjárhagsörðugleik- ar eru hjá öllum fyrir- tækjum um þessar mund- ir, bæði opinberum fyrir- tækjum og einkafyrir- tækjum. Jafnvel gamal- gróin stórfyrirtæki eiga i miklum erfiðleikum með að standa við skuldbind- ingar sinar og þar, sem áður var engin fyrirstaða á að fá reikninga greidda þarf nú að biða dögum, jafnvel vikum saman eft- ir smávægilegum fjár- hæðum. Þetta eru merki þess, að atvinnurekstur á Islandi sé kominn á helj- arþröm og vissulega má núekki mikið út af bregða til þess að atvinnufyrir- tæki neyðist til þess að hætta starfrækslu. Nú þegar hefur dregið mjög úr yfirvinnu i flestum at- vinnugreinum, fyrirtæki eru farin að draga saman seglin, ekkierráðið i nýj- ar stöður og um nokkurt skeið hefur jafnvel borið á uppsögnum einkum þó gagnvartfólki, sem hefur skamman starfsferil aö baki. Þeir, sem þurfa að. leita sér að atvinnu, verða áþreifanlega varir við erfiðleikana og eru það mikil umskipti frá þvi, sem áður var, þegar umframeftirspurn var eftir vinnuafli. Að sjálfsögðu er það fyrst og frémst verðbólg- an og svo minnkandi eft- irspurn vegna minni kaupgetu, sem haft hefur þessi áhrif. Rikisstjórnin hefur haldið þvi fram, að þótt henni hafi mistekizt i baráttunni við verðbólg- una hafihenni þó tekizt að halda nægilegri atvinnu i landinu. Hafa málsvarar rikisstjómarinnar látið i það skfna, að valið stæði á milli þessara tveggja kosta — áframhaldandi verðbólgu eða atvinnu- erfiðleika. Astandið nú sýnir, hve frdleit þessi röksemdafærsla er. Það er einmitt verðbólgan, sem nú erað riða islenzku atvinnulifi að fullu og haldi svo fram, sem horf- ir, þá munu mistök rikis- stjórnarinnar i barátt- unni við verðbólguna leiða til hruns atvinnufyr- irtækja og fjöldaatvinnu- leysis á tslandi. Þannig er verðbólgan bein orsök að atvinnuleysi en ekki val- kostur á móti atvinnuleysi. Það er þess vegna ná- kvæmlega rétt niðurstaða hjá verkalýðshreyfing- unni að mikilvægasta verkefni launþegasam- takanna eins og nú standa sakir sé að ráðast að rót- um meinsins — að verð- bólguvarginum. Verka lýðshreyfingin tekur þessa stefnu ekki aðeins vegna þess, að verðbólg-, an sé ógnun við kaupmátt umsaminna launa verka- fólks. Hún tekur þessa stefnu ekki siður vegna hins, að verðbólgan er ógnun við atvinnuöryggi- Rannveig Gylfadóttir, nemi: Ja,núerégekki viss ég hef ekk- ert hugsað út i það. Ég man ekki eftir neinum sérstökum stórum atburði, sem mundi fylla fyrsta sætið. Daniel óskarsson, forstm. Hjálpræðishersins i Rvlk: Jóla- hátiðina tel ég vera stærsta og ánægjulegasta atburðinn en siðan koma liklega páskarnir og svo hvttasunnudagur. Þetta eru þeir atburðir sem skipta mig mestu máli. Július Bjarnason, nemi: Stærsti atburðurinn á árinu var þegar ég fór I kring um landið um verzlunarmannahelgina siðustu, en nærst stærsti og merkilegasti atburðurinn þegar ég kom heim. Hver fimm á förnum vegi ;■...... 1 er stærsti atburður ársins að þínu mati? Huida Björg Rósars dóttir, nemi: Það má guð vita, ég býst þó viðað útfærsla landhelginnar sé stærsti atburðurinn og siðan þeir hlutir sem hafa spunnizt út frá útfærslunni. Þórir Guðmundsson, nemi: Stærsta atburðinn tel ég vera, þegar við færðum út land- helgina og ásiglinguna á varðskipið fyrir stuttu, en um aðra hluti er erfitt að segja, þar sem ég hef ekki hugleitt neitt um þetta. ✓

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.