Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 1
248. TBL. - 1975 - 56. ARG. Hróshafinn okkar er yfirmaður flugdeildar Landhelgisgæzlunnar, sem fyrir snarræði stuðlaði að því að ná kvikmyndinni, sem valdið hefur þáttaskilum f fréttastríðinu LAUGARDAGUR 20. DESEMBER Ritstjórn Siðumúla II - Slmi 81866 (H)RÓS í HNAPPAGATIÐ BAKSÍÐA Bjarni " Magnússon skrifar um Dagvistunarmál SJÁ BLS. 3 Alvarlegt atvinnu- ástand vörubíls tj óra Bótagreiðslur beint á reikning Frá og með áramótunum eiga þeir lífeyris- og bótaþegar Trygg- ingastofnunarinnar sem vilja, kost á þvi, að fá bæturnar greidd- ar inn á reikning i peningastofn- unum eða fá þær sendar með póstgiróseðli til sins heima. Þetta á þó eingöngu við um fastar greiðslur, sem greiddar eru mán- aðarlega, sjúkradagpeningar verða áfram greiddir út i Trygg- ingastofnuninni, enda er þar um að ræða einstakar greiðslur en ekki fastar. Þó verður fólki sem ekki vill hagnýta sér þetta nýja greiðsluform kleift að sækja greiðslur sinar með venjulegum hætti, eins og verið hefur hingað til. Bókhaldið fyrir þessar greiðsl- ur verður eftir unnið i tölvum IBM við Klapparstig, en Trygg- ingastofnunin á sjálf prógrammið sem notað er við vinnsluna þann- ig að ef til þess kæmi væri hægt að skipta um vinnslu stað td. ef tekin yrði ákvörðun um að stofnunin eignaðist sjálf tæki til vinnslunn- ar, eða flytti vinnsluna i tölvur þær sem rikið á að hluta i Skýrsluvélum við Armúla. Eitt vandamál sem risið hefur öðrum fremur vegna þessara breytinga er mál sem snertir elli- og eftirlaunamenn. Þeir sið- arnefndu fá sin eftirlaun venju- lega þann 1. hvers mánaðar en ellilaunin koma svo þann 10. Vegna tæknilegra erfiðleika höf- um við orðið að steypa þessum greiðslum saman i eina og höfum við þvi ritað viðkomandi bréf og beðið þá sýna okkur biðlund og virða til betri vegar að þeir muni ekki fá eftirlaunagreiðslu sina fyrir janúar fyrr en um leið og ellilaunin eru greidd þann 10. Þetta verður vissulega erfitt fyrir marga en ég hald að þessi beiðni hafi mætt skilningi fólks, þvi við höfum aðeins fáar óánægjuraddir heyrt”. Þessar upplýsingar komu fram i stuttu viðtali við Sigurð Ingi- mundarson forstjóra Trygginga- stofnunarinnar i gær. 20 íbúðir í smíðum á Bíldudal „Mikil gróska hefur verið i hús- byggingum hér á Biidudal i sumar. Nú eru um 20 ibúðarhús i byggingu og er það liklega jafn- mikið og reist hefur verið af ibúðahúsnæði sl. 25—30 ár” sagði Theodór Bjarnason sveitarstjóri i Bildudal. „Þessi þróun, sem ann- ars er mjög gleðileg hefur valdið nokkrum f j á r h a g s 1 e g u m crfiðlcikum hjá bæjarfélaginu vegna þess að lcggja þarf i götur ýmsar iagnir o.fl, en það cr er mjög kostnaðarsamt. Húsnæðisskortur hefur staðið viðgangi og vexti bæjarfélagsins fyrir þrifum, en með framkvæmdum sem þessu, ef fram heldur, er ráðin nokkur bót þar á. Nú eru ibúar Bildudals 380 og hefur þeim heldur fjölgað á þessu ári, en i fyrra fækkaði þeim um ca. 10. Það er að visu ekki stór tala en hún hefur mikið að segja i byggðarlögum af þessari stærð. Almennt eru menn hér bjart- sýnir hér á framtiðina, vegna þess að mikil trú er á atvinnuupp- byggingunni sem nú á sér stað. Það er hverju byggðarlagi mikil- vægt að unga fólkið sé áhugasamt og bjartsýnt, og ef svo er þá er ekkert að óttast”. Atvinnuástand vörubifreiða- stjóra hefur verið með eindæm- um slæmt allt þetta ár. 40—60 vörubifreiðastjórar hafa verið á skrá hjá Ráðningarskrifstofu Reykjavikurborgar allt árið. Plastpokar sem not- aðir eru til burðar eru mikið þarfaþing og fá- anlegir i velflestum verzlunum. Plastpok- arnir eru þó með hættu- legustu leikföngum sem börn komast i tæri við, og þvi hættulegri sem börnin eru yngri. Litil börn setja gjarnan pokana yfir höfuðið á sér, naga og sleikja þá þannig að þeir blotna. Þegar barnið dregur siðan að sér andann sog- ast pokinn að öndunar- færunum og lokar fyrir þau, eða loftið inni i pok- anum, loftið sem börnin anda að sér er það súr- efnissnautt að börnin missa meðvitund. Mörg dauðsföll hafa hlotizt af - þessu. Hér á landi hefur aðeins einn aðili látið hafa fyrir þvi að prenta aðvörun um hættuna á þá poka sumar eins og þó var gert ráð fyrir. í gær voru 59 skráðir á Ráðningarskrifstofunni, en það mun vera fjórðungur þeirra manna sem atvinnu hafa af akstri vörubifreiða. Af þessum fjölda voru 39 sem voru skráðir til atvinnirleysisbóta en hinir 20 sem hann notar. Þessi aðili er Samband i'slenzkra samvinnufé- laga. Allir burðarpokar hjá Sam- bandinu hafa núum nokkurt skeið verið prentaðir með þessum að- vörunum. Blaðið hafði samband við stærsta plastpokaframleiðand- ann i landinu Plastprent i Reykjavik og spurðist fyrir um kostnaðinn sem prentun aðvörun» ar á hvern poka hefði I för með sér. „Þvi er fljótsvarað. Hann er enginn, ef á annað borð er Heilsuverndarstöð Reykja- vikur hefur sent frá sér tilkynn- ingu þar sem Erlingur Þorsteins- son, yfirlæknir heyrnardeildar, varar fólk við hættum vegna meðferðar flugelda o.fl. sem haft er um hönd i kringum ára mótin. Kemur þar fram, að slysum af völdum þessa hefur samt farið fækkandi, en þó þörf á meiri aðgát. Segir orðrétt i tilkynning- voru verkefnalausir, og óskuðu eftir vinnu. Alls voru skráðir atvinnulaus- ir,\81 Reykvikingur, 134 karlar, og 47 konur. Talið eftir starfs- greinum var skiptingin þannig, prentaðá pokana, stofnkostnaður er sáralitill. Gera þarf prentmót sem með öllu kostar ekki meira en 2500 til 3000 kr. og dugar það til prentunar geysistórra upplaga. Þetta er. litill viðbótarkostnaður ef á annað borð er ráðizt i poka- prentun. Frá og með morgundeginum munu allir burðarpokar sem unn- ir eru i Plastprenti bera áletrun- ina: Hafið hugfast að plastpokar geta verið hættulegir börnum! Fyrirtækið hefur haft þetta i at- hugun um nokkurt skeið, og þessi unni: ,,Nú sem fyrr, er full ástæða til að vara alla. við hætt- unni. Það er stórhættulegt og beinlinis glæpsamlegt, að kasta „kinverjum” og öðrum álika sprengjum að fólki. Verði spreng- ingin nærri eyra, má búast við varanlegri heyrnarskemmd, jafnvel gati á hljóðhimnu. Venju- legir flugeldar geta einnig sprungið þegar i þeim er kveikt. að af körlum voru flestir vöru- bilstjórar, 30 verkamenn, 12 málarar, 7 múrar og færri úr öðrum greinum. Konurnar skiptust þannig: 23 iðnverka- konur, 11 verzlunarkonur og 6 verkakonur, úr öðrum starfs- greinum voru færri. ákvörðun var tekin nýlega. Við gerum þetta m.a. vegna þess að við höfum verið undir nokkrum þrýstingi frá auglýsingastofunni Argus, en hún hannar mikið af þeim umbúðum sem við fram- leiðum. Það er aðokkarmati rik ástæða til að hvetja fólk til að geyma pokana þar sem börn ná ekki til. Heimilispokarnir verða þó ekki áprentaðir þar sem þeir þyrftu að fá sérstaka meðferð áður en það yrði unnt. Engin reglugerð er til i þessu efni hér á landi.” Gætið þess að andlit og hendur lendi ekki i stróknum frá eid- flaug. Blinda, brunasár og varan- leg örorka hefur þráfaldlega hlot- izt af óaðgætni við tendrun flug- elda.” Og að lokum hvatning til foreldra og forráðamanna barna og unglinga, að vera vel á verði og sjá til þess að gætt sé ýtrustu varkárni. Lifrarsjúkdómar vegna áfengis- neyzlu færast stöðugt í aukana „Ég hef ekki nákvæmar tölur yfir siðustu ár, cn ég held ég gcti fullyrt og þá ekki sizt með tilliti tilreynslu nágrannaþjóða okkar að lifrasjúkdómar hafa farið mjög i vöxt hin siðari ár. Fyrir 10 árum mátti rekja helming allra veikinda af völdum lang- varandi lifrarbólgu til ofnotkun- ar áfengis”, sagði .Jón Þor- steinsson læknir á Landsspital- anum i samtali við Alþýðublað- ið. Þá sagði Jón að langur að- dragandi væri oft að lifrasjúk- dómum og gætu menn gengið með sjúkdóminn árum saman án þess að verða hans varir. Auk þess þyrftu læknar oft að leita grannt við rannsóknir til að verða varir lifrasjúkdómsein- kenna á frumstigi, en m jög mik- ilvægt væri að uppgötva sjúk- dóminn áður en hann kæmist á hátt stig. Lifrasjúkdómar gætu lýst sér á ýmsan hátt, með margs konar bilun á starfsemi lifrarinnar og m.a. með þvi að menn fengju gulu. Um áfengið og lifrasjúkdóma hafði Jón þetta að segja: „Sagt er að það taki menn vanalegast 15—20 ár með ofnotkun á áfeng- inu til að fá lifrasjúkdóma. Hins vegar skiptir ekki meginmáli eins og margir halda hvernig drukkið er. Það er margfeldið af magni og tima sem ræður. Það er þvi alger fásinna að ætla ef dry kkjan væri dreifð yfir marga daga og minna i einu, I stað þess að þamba áfengið á stuttum tima, að þá yrði minni hætta á lifrasjúkdómum”. Að lokum sagði Jón Þor- steinsson um möguleika á lækn- ingu lifrasjúkdóm a : „Lifra- sjúkdómar sem ekki eru vegna óhóflegrar áfengisneyzlu, svo- kallaðir veirusjúkdómar eru oft illlæknanlegir ekki sizt, ef sjúk- dómurinn er kominn á hátt stig. Lifrabólgu af völdum 'óhóflegr- ar áfengisdry kkju er hins vegar hægt að lækna eða minnsta kosti halda niðri. Læknisaðferðin er einföld. Viðkomandi verður þegar i stað að hætta allri neyzlu alkahóls.” VÍN- BÖLIÐ Ástandið skánaði ekkert i PLASTPOKAR GETA VERIÐ BÖRNUM LÍFSHÆTTULEGIR Aðvaranir prentaðar á pokana Flugeldaslysum fækkar, en þó er þörf ó aðgát!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.