Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 5
HELGARBLAÐ [alþýðul I Lengi getur vont versnað Á dögum rikisstjórnar Ólafs Jó- hannessonar, sem kenndi sig við „vinstri stefnu”, töldu margir, að erfitt væri að halda lengra en hún gerði á braut ráðleysis i stjórn efna-, hagsmála og að öngþveiti á þvi sviði gæti varla orðið meira. En þjóðin hefur siðan mátt reyna sannleiks- gildi þess gamla islenzka orðtaks, að lengi geti vont versnað. Á timum núverandi ríkisstjórnar hefur á- standið i þessum efnum enn versnað og er nú orðið isky ggilegra en nokkru sinni fyrr. Menn geta auðvitað velt þvi fyrir sér, hvort skýringin sé fólgin i þvi að næststærsti þingflokk- urinn, Framsóknarflokkurinn, hafi verið i báðum stjórnum og beri þvi meginábyrgð á óstjórninni á undan- förnum árum, eða hvort skýringin sé sú, að Sjálfstæðisflokkurinn sem hafði augun vel opin fyrir óstjórn- inni og orsökum hennar á dögum „vinstri stjórnarinnar”, sé orðinn annar og verri flokkur, eftir að hann komst til valda. Það er i sjálfu sér aukaatriði, hvor skýringin sé rétt- ari. Hitt er aðalatriði, að ástandið er ógnvekjandi og skulu nefnd um það nokkur dæmi: 1. Verðbólgan er meiri ennokkru sinni fyrr og meiri en i nokkru ná- lægu landi. Þótt hún hafi farið minnkandi undanfarna mánuði, er hún meira en helmingi meiri en samrýmzt getur heilbrigðu efna- hagslifi, og getur raunar innan skamms tekið að vaxa á ný. 2. Við liggur, að ýmsar mikilvæg- ar atvinnugreinar stöðvist og gjald- þrot virðist vofa yfir fjölmörgum fyrirtækjum. 3. Lifskjör almennings hafa farið mjög versnandi. Ósamið er um kaup við svo að segja alla launþega i landinu. Forystumenn launþega- samtaka hafa sett fram hugmyndir um hófsama og skynsamlega stefnu ilaunamálum og i þvi samandi sett fram nokkrar hugmyndir um ráð- stafanir af hálfu rikisstjórnarinnar til þess að auðvelda samningsgerð. Varla getur heitið, að rikisstjórnin hafi virt forystumenn launþega svars. 4. Halli i viðskiptum þjóðarinnar við útlönd mun á þessu ári verða um 20 milljarðar króna. 5. Skuldasöfnun erlendis er orðin ógnvekjandi. Hinn 30. september s.l. námu skuldir erlendis til langs tima 65 milljónum króna og stutt vöru- kaupalán 6 milljörðum. Samtals námu þvi erlendar skuldir 71 milljarði. Á þessu ári verður þjóðin að nota um 15% gjaldeyristekna sinna til að greiða afborganir og vexti af erlendum lánum. En fyrir- sjáanlegt er, að eftir 2-3 ár verður þjóðin að nota 20% eða fimmtu hverja krónu, sem hún aflar sér i er- lendum gjaldeyri, til þess að greiða vexti og afborganir af skuldum er- lendis. 6. Rikissjóður hefur nú i ár eytt 4- 5 milljörðum meira en hann hefur aflað. Hann hefur á hinn bóginn afl- að sér nokkurs lánsfjár, svo að greiðsluhallinn verður minni, en þó hvorki meiri né minni en 3,5 milljarðar. 7. Þá er von að menn spyrji, hvernig i ósköpunum rikissjóður fari að þvi að nota svona miklu meira fé en hann hefur til ráðstöfun- ar. Svarið er einfalt. Hann sækir nú peninga i Seðlabankann. Skuld rikissjóðs við Seðlabankann nemur nú um 7 milljörðum og hefur aldrei verið hærri. 8. Ætli þjóðin minnist þess ekki, að þegar rikisstjórnin tók við völd- um, átti að hverfa af óráðsins braut „vinstri stjórnarinnar” og taka upp „aðhaldssama stefnu i fjármálum”. Hver hefur reynslan orðið? Á þessu ári hefur rikissjóður stofnað til nýrra skulda i Seðlabankanum sam- tals að upphæð 3,5-4 milljarðar króna. Ein af skýringunum, sem gefin var á þvi, að rikisstjórnin upp- götvaði á allra siðustu dögum þings- ins, að hún yrði að fá vörugjaldið framlengt, var einmitt sú, að á næsta ári, yrði hún að greiða Seðla- bankanum 900 milljónir krónur, vegna þeirra óreiðuskulda sem hún hefði stofnað til i Seðlabankanum nú á þessu ári. Hversu lengi skyldi vera hægt að halda þessu sukki áfram? Hversu lengi ætla núverandi stjórnarflokk- ar að halda áfram að misnota það traust, sem kjósendur sýndu þeim i siðustu kosningum. i G.Þ.G. { HRitstjórn Alþýðublaðsins er í Síðumúla 11 - Sími 81866 Sigurður Blöndal og Marias Sveinsson skrifa um Borgarmál Kjarvalsstaða- deilan leyst Vinnubrögð borgarstjóra orka tvímælis Samkomulag hefur náðst milli borgarstjórnar annars vegar og BIL og FIM hins vegar um hina svokölluðu Kjarvalsstaðadeilu sem staðið hefur u.þ.b. ár. Fyrir borgarstjórn var lagt samkomulagsdrög sem voru samþykkt á borgarráðsfundi sama dag. Þetta mál var ekki á dagskrá borgarstjórnar, en þar sem borg- arstjóri, eftir fyrirspurn borgar- fulltrúa taldi mjög nauðsynlegt að mál þetta yrði tekið fyrir nú þegar, var fallist á að ræða það á fundinum. Sagði borgarstjóri, að ef málið yrði ekki afgreitt á fund- inum væri hætta á að samkomu- lagsgrundvöllurinn væri brostinn, þar eð hann hefði lofað lista- mönnum þvi,að það yrði afgre itt á þessum fundi. Fram kom ósk frá 3 borgarfulltrúum, þeim Davfð Oddssyni, Alfreð Þorsteinssyni og Páli Gislasyni um að máli þessu yrði frestað til næsta fundar þar sem borgarfulltrúar hefðu ekki haft tækifæri til að kynna sér málið til hlitar, og voru margir þeirra fyrst aö sjá samningsdrög- in á fundinum. Björgvin Guð- mundsson sagðist geta fallizt á þessa frestunarbeiðni, og greiddi henni atkvæði á þeirri forsendu. Eftir ýtarlega ræðu Daviðs Odds- sonar, þar sem hann sagði m.a. að borgarstjórn væri með sam- þykkt þessarar tillögu að gefast upp fyrir listamönnum Að umræð um loknum var tillagan borin upp til atkvæða og samþykkt með 13 atkvæðum gegn 2, en 2 borgar- fulltrúar gerðu grein fyrir at- kvæði sinu, þeir Alfreð Þorsteins- son og Björgvin Guðmundsson, og fer greinargerð Björgvins hér á eftir: Égvillýsa stuðningi minum við það samkomulag i Kjarvals- staðadeilunni, sem hér hefur ver- ið lagt fram. Þessi deila var orðin til mikilla leiðinda fyrir báða deiluaðila', Reykjavikurborg og myndlistarmenn og (ég tek undir það, sem hér hefur verið sagt), það var orðið mjög knýj- andi að leysa deiluna. Það er sjálfsagt ekki til bóta að ryf ja ýtarlega upp hvernig deilan um Kjarvalsstaði hófst. Ég vil þó benda á, að frá minum bæjardyr- um séð var hér fyrst og fremst á- greiningur um stefnu að ræða. Borgarráð og borgarstjórn taldi stefnu þá er sýningarráð Kjarvalsstaða fylgdi við ráðstöf- un á sýningarsal til listamanna of stranga en myndlistarmenn þeir, er sæti áttu i borgarráði töldu, að stefnan þyrfti að vera ströng til þess að halda háum „standard”, húsum eins ogþað var orðað. Báð- ir aðilar stóðu fast á sinu og þvi reyndist deilan torleyst. En nú hefur samkomulag náðst og það verið samþykkt i borg- arráði i dag. Ég lit svo á, að báðir aðilar hafi slakað nokkuð á og ég greiði samkomulaginu atkvæði i trausti þess, að um nokkra stefnubreytingu verði að.ræða. Vil ég þó að sjálfsögðu að ,,stand- ard” hússins verði i lagi. Samkomulagið gerir ráð fyrir sýningarráði eða listráði með 3 fulltrúum Reykjavikurborgar, 3 fulltrúum FIM og oddamanni frá BIL sent háður sé samþvkki borgarráðs. Ég get fallizt á þessa skipan listráðs en visa i þvi sam- bandi til þess, er ég hafi hér áður sagt um nauðsyn stefnubreyting- ar. Vissulega hefði ég viljað hafa nokkur atriði samkomulagsins á annan veg, en það verður ekki á allt kostið þegar verið er að ná samkomulagi. Ég vil að lokum þakka þeim sem unnið hafa að þessu sam- komulagi og þá sérstaklega borg- arstjórn og formanni BIL. Ég veit, að formaður BtL, Thor Vilhjálmsáon lagði sig allan fram um að leysa deiluna og kann ég honum þakkir fyrir. Borgarfulltrúar Reykjavíkur sameinast gegn ríkisstjórninni Borgarstjorn Reykjavikur samþykkti með öllum greiddum atkvæðum á fundi sinum sl. fimmtudag eftirfarandi tillögu þeirra Björgvins Guðmundsson- ar, Kristjáns Benediktssonar, Magnúsar L. Sveinssonar, Markúsar Arnar Antonssonar og Sigurjóns Péturssonar. — Borgarstjórn Reykjavikur mótmælir þvi ákvæði i frumvarpi til laga um breytingu á lögum al- mannatrygginga, sem nú liggur fyrir Alþingi, að aukin verði þátt- taka sveitarfélaga i kostnaði við sjúkrasamlög. Telur borgar- stjórnin, að með þessu ákvæði frumvarpsins sé gengið gegn 'þeirri yfirlýstu stefnu rikisins og sveitarfélaganna að koma á hreinni verkaskiptingu þeirra á milli. i Borgarstjórnin fær ekki komið auga á nein skynsamleg rök, er mæli með þvi, að skylda sveitar- félögin til að innheimta 1% álag á gjaldstofn útsv. til þess eins, að hægt sé að lækka fjárlög rikis- ins um tilsvarandi upphæð og þar með losa rikið við skattlagningu, sem þvi nemur. Sýnir þetta að ihaldsmenn og „framsóknarmenn” i borgar- stjórn eru ekki sammála flokks- bræðrum sinum á Alþingi. Sambandsleysi milli borgar- fulltrúa og ráð- herra Sjálf- stæðisflokksins B-álman hundsuð Hinn 15. janúar 1970 samþykkti borgarstjórn að fela sjúkrahús- nefnd og húsameistara borgar- innar i samráði við borgarverk- fræðing að ganga frá teikningum og ljúka öðrum undirbúningi að byggingu B-álmu Borgarspital- ans. Það verk var þó stöðvað vegna þess, að heilbrigðisráðu- neytið taldi nauðsynlegt að byggja áður þjónustuálmu við spitalann þ.e. G-álmu. Hinn 15. marz 1973 flutti Björgvin Guð- mundsson i borgarstjórn, tillögu um byggingu 200 rúma langlegu- spitala á lóð Borgarspitalans. Varð sú tillaga tilefni mikilla um- ræðna um.B-álmuna i heilbrigðis- málaráði og i borgarstjórn. Heil- brigðismálaráð féllst á nauðsyn þess að reisa nú þegar langlegu- spitala og taldi heppilegast að gera það með byggingu B-álm- unnar. Lagði heilbrigðismála- ráðuneytið, til við borgarstjórn, að það endurskoðaði afstöðu sina til byggingar B-álm- unnar og að hafist yrði handa um undirbúning að byggingu þeirrar álmu að fengnu leyfi, ásamt hluta af þjónustudeildum i G-álmu. Þetta álit heilbrigðismálaráðs samþ.vkkti borgarstjórn og sú samþykkt borgarstjórnar stendur enn. En siðan ekki söguna meir. B-álman hefur að visu verið hönnuð, en hvorki hefur fengizt byggingarleyfi né fjárveiting frá rikinu. Og engar framkvæmdir hafa hafizt. 1 tið vinstri stjórnar- Frh. á bls. 15 Laugardagur 20. desember 1975. Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.