Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 14
í HREINSKILNI SAGT „Kátt er um jólin”! Nú fer í hönd mesta hátiö ársins, sem sjá má á flestu þvi sem fyrir augu ber daglega. Milli þess sem menn sinna daglegum önnum, er hvert tækifæri not- að, til þess að lita á og afla sér einhvers sem gleðja á ættingja og aðra vini i til- efni þessarar fagnaðarstundar. Þessi ævaforni islenzki siður verður örugg- lega lifseigur, hvort sem menn gera sér grein fyrir tilefninu eða ekki. Það ræður nú af likum, að jólagjafirnar eru ærið margbreytilegar. Þar fara menn eftir efnum og ástæðum eins og gengur. „En allir fá þó eitthvað fallegt, i það minnsta kerti og spil” er gömul barnagæla. Svo er það til, að menn láti sér nægja með að senda kveðjur, sem lika er góður siður, og þá til þeirra, sem eru fjar- staddir. Nú er sem óðast verið að undir- búa og ákveða jólaglaðning á sérhverju byggðu bóli og auðvitað þarf ekki að efa að landsfeðurnir vilja ekki láta sitt eftir liggja að viðhalda þjóðlegum háttum. A þessari stundu er ekki ennþá orðið alveg ljóst i einstökum atriðum um allar þær kveðjur sem ákvarðað er að senda fólkinu, en þegar er orðið opinbert um sumar og það alveg án þess að hafa þurft að forvitnast um með þvi að þukla jólapakkana eins og hnýsinna er ósiður. Ef við litum snöggvast á hinar al- mennu „kveðjur”, sem eru ætlaðar öll- um, blasir þetta við: Nú er ákveðið að staðfesta með lögum framhald sölu- skattstiganna, sem upp voru tekin þegar að bar hörmungar Vestmannaeyinga vegna eldgossins i Heimaey með allri þeirri röskun, sem það hafði i för með sér fyrir eyjarskeggja, og siðar var við- haldið vegna hamfaranna i Neskaup- stað sem á örfáum augnablikum svipti bæjarbúa þar meginhluta atvinnu tækj- anna á landi auk hins hörmulega mann- tjóns. t þetta sinn skal þessi skattur, sem þau áttu að bæta og öllum landsmönnum fannst eðlilegt að á væri lagður, renna beint i rikishitina! Hefur þá komið eyð- andi eldgos eða máske snjóflóð yfir rik- isbúskapinn? spyrja menn. Nei eigin- „Jólakveðjur frá Gregory"! lega ekki, nema ef vera skyldi núver- andi og fyrrverandi óstjórn! Vörugjaldið, se.mlagtvar á á liðnu sumri og svarið var við hár og skegg að ætti að standa aðeins til áramóta, hefur nú verið framlengt. Að visu er sagt að það eigi að hverfa á næsta ári i áföng- um! Við biðum og sjáum. Þegar er ákveðið að bæta ofan á byggðagjöld 10% og svo er auð'vitað það sem í „hlutarins eðli” liggur, að sveitar- félögin fái að bæta öðrum 10% ofan á, sem þau eflaust fara fram á. Nú eignarskattsaukinn með marg- földun fasteignamats með 2,7 kemur máske ekki eins við alla, a.m.k. ekki þá, sem enga fasteignina eiga. Þetta eru nú hinar almennu kveðjur, sem er ekki beint hægt að staðsetja, eins og þeir Eftir Odd A. Sigurjónsson segja um sumar jólakveðjur i útvarp- inu! En nú hefur það ætið þótt ágætur siður að hlynna sérstaklega að þeim, sem vegna heilsubrests og annarra slikra á- falla hafa orðið fyrir barðinu á tilver- unni. Skyldi þessum merka þætti i jóla- glaðningnum hafa verið alveg gleymt? Onei, sei, sei, nei. Það væri nú annaö- hvort, að þarfir þeirra féllu ekki alveg i skuggann! Og nú freistumst við til að „kikja i” pakkann þeirra. Sitthvað er þar að sjá,- Það er vist venja þessara lækna, að þurfa að gera nokkra rannsókna á þvi, hvað sé nú eig- inlega að sjúklingnum sem til þeirra leitar áður en hafizt er handa um lækn- ingar) Þetta, sem sjúklingurinn hefur greitt fyrir þá hlið úr eigin vasa er svoddan skitiri, að það verður að hækka um svona 50%! Nú og svo þetta lyfja- gutl, sem til þarf. Hvaða ástæða er til að láta sjúkt fólk fá það á öðru eins spott- verði og tiðkazt hefur?! Hvi ekki aö smyrja svolitlu ofan á þær þarfir? Þarna er svosem að finna hin þráttum- töluðu „breiðu bök”! Það er fjall grimm vissa! Hér skal látið staðar numið i bili, enda ekki fyrir séð hvað fleira kann að leynast i kveðjunum frá stjórn og lands- feðrum — þessum réttnefnda „Gre- gory”. „Hreint stórkostlegt. Hverju i ósköpunum ætli þeir finni upp á næst?” Hann: „Nú koma jarðgöngin — ertu ekki hrædd?” Hún: „Ekki — ef þú tekur vindilinn út úr þér.” „Auðvitaö mæti ég i partiið hjá þér. Hver er þetta annars i simanum?” Hann: ,,Þú ert þaö fyrsta, sem ég hugsa um, þegar ég vakna.” Hún: „Það segir Diggi lika.” Hann: „Hvað gerir það? Ég vakna alltaf löngu á undan honum.” „Kærastan min og ég tölumst ekki við framar.” „Þetta er bara venjulegt missætti ástfangins ungs fólks.” „Nei, það er alvarlegt. Við lentum i stjórnmálaþrætu.” „Gæti ég fengið lánaða rak vél til að verja hendur minar?” FJalla-Fúsd THEFRENCH ICONNECTION JAWS pd ...MAY (E T00 INTiNSi iOR YOUNGiR CHIlDRiN ÚTIVISTARFERÐIR LAUEARASBÍÚ simi 32075 Frumsýning I Evrópu. Jólumynd 1975. ókindin ISLENZKUR TEXTI. Hin æsispennandi Oscarsverö- launamynd, sem alls staöar hefur veriö sýnd viö metaö- sókn. Endursýnd kl. 5, 7 og 9 Bönnuö innan 14. ára. Bíórin SDðRNUBIÓ Simi 18936 | ÍSLENZKUR TEXTI. Æsispennandi og viöburöarlk ný amerísk sakamálamynd i litum. Leikstjóri: Michael Vinner. Aöalhlutverk: Charles Bron- son, Martin Balsam. Mynd þessi hefur allsstaöar slegiö öll aösóknarmet. Bönnuö börnum-. Hækkaö verö. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. IÝIA feíÚ nS4jy “PURE DYNAMITE!” Jaily News Mynd þessi hefur slegiö öll aö- sóknarmet i Bandarikjunum til þessa. Myndin er eftir sam- nefndri sögu eftir Peter Benchley, sem komin er út á islenzku. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aöalhlutverk: Roy Scheider, Robert Shaw, Richard Drey- fuss. ■» Bönnuö innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Ath. Ekki svaraö I slma fyrst um sinn. ÓNABjö^Jm^msz Demantar svíkja aldrei Diamonds are forever SUNNUOAGUR 21. Desember. Kl. 13.00. Gönguferö. Arnarnes — Rjúpnahæö — Vatnsendahæö. Fararstjóri: Þorvaldur Hannesson. Verö kr. 400.- greitt viö bilinn. Brottfararstaöur Umferöarmiöstöðin (aö austan- veröu). 31. DESEMBER. KL. 7.00 Aramótaferö I Þórsmörk. Far- miftar seldir á skrifstofunni. Feröaféiag tslands, öldugötu 3, simar: 19533—11798. I ■■■tTiiat’rifiiKraiiiri NERKI HAFNARBIO Slmi 16444 IJólamynd 1975 Afburöa góö og áhrifamikil lit- mynd um frægöarferil og grimmileg örlög einnar fræg- ustu blues stjörnu Bandarikj- anna Billie Holliday. Leikstjóri: Sidney J. Furie. ISLENZKUR TEXTI. Aöalhlutverk: Diana Ross, Billy Dee Williams. Sýnd kl. 5 og 9. Sunnudagur 21. des. Sýnd kl. 5 og 9 Barnasýning kl. 3. Hve glöð er vor æska mánudag. Lady sings the blues Sýnd kl. 5 og 9. ENGINN ER ILLA SÉDUR, SEM GEHGUR MED IÁSKÓLABÍÓ simi 22no Jólamyndin i ár Lady sings the blues Einhver ailra skemmtilegasta og vinsælasta gamanmyndin sem meistari Chapiin hefur gert. ógleymanleg skemmtun fyrir unga sem gamla. Einnig hin skemmtilega gam- anmynd Hundalíf Höfundur, leikstjóri, aöalleik- ari og þulur Charlie Chaplin. ÍSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. Ein bezta James Bond mynd- in, veröur endursýnd aöeins i nokkra daga. Þetta er siöasta Bond myndin sem Sean Conn- ery iék I. Leikendur: Sean Connery, Jili St. John. Bönnuö bömum innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7.10 og 9.20. SUNNUB. 21/12. Grótta — Seltjarnarnes. Brott- för kl. 13 frá B.S.I., vestan- veröu. Verö 200 kr. Fararstj. Einar Þ. Guöjohnsen. Aramótaferö I Húsafell 31/12. 5 dagar. Gist I góöum húsum, sund- laug, sauna, gönguferöir, mynda- sýningar o.fl. Fararstj. Þorleifur Guömundsson. Upplýsingar og farseölar á skrifst. Lækjarg. 6, simi 14606. (Jtivisl Laugardagur 20. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.