Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 11
JÓLALEIKRIT LEIKFÉLAGS REYKJAVlKUR Leikfélag Reykjavikur frum- sýnir nýtt enskt verk, EQUUS, eftir Peter Shaffer, þriðjudaginn 30. desember og er það þriðja frumsýning vetrarins i Iðnó á þessu leikári. Leikrit þetta var frumflutt hjá brezka þjóðleikhús- inu, Old Vic, vorið 1973 og vakti gffurlega athygli. Verkið hefur siðan verið sýnt viða um heim og unnið til alþjóðlegra verðlauna enda talið eitt bezta leikhúsverk, sem fram hefur komið um ára- raðir. Höfundurinn, Peter Shaffer, er fæddur i Liverpool 1926. Hann byrjaði að skrifa fyrir sjónvarp i byrjun sjötta áratugsins. Fyrsta leikhúsverk hans, sem athygli vakti var „Five Finger Expcise” 1958. Hann hefur siðan skrifað fjölda verka. Eitt þeirra var leik- ið i Iðnó fyrir tveimur árum, „Svört kómedia”. Þetta nýjasta verk hans EQUUS, skipar honum i röð fremstu leikritahöfunda samtiðarinnar. Frumsýning þess hefur hvarvetna talizt til meiri- háttar leikhúsviðburða. Titill verksins, EQUUS, er latina og þýðir hestur. Hestar koma mjög við sögu i sýningunni, bæði i sjálfu inntaki verksins og eins þar sem þeir birtast á sviðinu og verða áhrifarikur hluti af ytri búnaði sýningarinnar. — Ljósum og sviðstækni er beitt á mjög sér- stæðan hátt. Staðsetning og um- hverfi atburðanna höfðar mjög til imyndunarafls áhorfenda. Sjónleikurinn EQUUS er þó fyrstog fremst magnaður skáld- skapur. Hann fjallar um mann- legan vanda, sem er mjög áþreif- anlegurí nútiðinni. Aðalsöguhetj- urnareru tvær, Ungur piltur, sem lendir i andstöðu við umhverfi sitt og sálfræðingurinn, sem fær hann til meðferðar, þreyttur góðborg- ari og ástlaus. — Pilturinn hefur framið ódæði, sem samkvæmt al- mennu siðgæðismati ætti að varða fangelsun, misþyrmt skepnum á hroðalegan hátt. — En við meðhöndlun þessa drengs sækja á sjálfræðinginn áleitnar efasemdir um tilgang meðferðar- innar, lækningarinnar. — Dreng- urinn býr yfir stórkostlegri reynslu pg hefur gengið svo langt i sinni sérstæðu guðlegu til- beiðslu, að dauðhreinsuð veröld sálfræðingsins og fagurfræðileg dýrkun hans á fornmenningu Grikkja verður næsta litlaus til samanburðar. — Hver er vit- skertur? Hver er hinn seki? Leikstjóri sýningarinnar i Iðnó er Steindór Hjörleifsson. Með hlutverk sálfræðingsins og pilts- ins, Alans, fara þeir Jón Sigur- bjömsson og Hjalti Rögnvalds- son. Aðrir leikendur eru Soffia Jakobsdóttir, Helga Bachmann, Guðmundur Pálsson, Margrét ólafsdóttir, Kjartan Ragnarsson, Jón Hjartarson, Halla Guð- mundsdóttir, Sigurður Karlsson, Þorleikur Karlsson, Hannes Ólafsson, Lárus Björnsson. Leikmynd gerir Steinþór Sig- urðsson en Magnús Axelsson lýsir sýninguna. Þýðingu gerði Sverrir Hólmarsson. Næstasýning á verkinu verður á nýársdagskvöld. Laus störf við Alþýðublaðið Blaðburðarfólk óskast til að bera blaðið út i eftirtaldar götur Reykjavik: Fossvog Skúlatún Borgartún Hátún Tjarnarstig Tjarnarból Ásvallagata Hofsvallagata Hringbraut Melahverfi HUGVEKJUR HALLBJARNAR HALLDÓRSSONAR með inngangsorðum eftir Halldór Laxness Upplag bókarinnar er mjög takmarkað. Er nú til sölu i Bókabúð Máls og menning- ar, Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og skrifstofu HfP. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður VÍFILSSTAÐASPÍ TALI: HJÚKRUNARFRÆÐINGUR óskast nú þegar i fullt starf eða hlutavinnu. Vinna einstakar vaktir kemur til greina. Upplýsingar veitir forstöðu- konan simi 42800. LANDSPÍTALINN: HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRI óskast á Sængurkvennadeild frá 1. janúar nk. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi 24160. Reykjavik 19. desember 1975, SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SiM111765 DEUTSCHE WEIHNACHTSGOTTESDIENSTE Am 24. Dezember um 14 Uhr wird im Dom zu Reykjavik ein evangelischer Weih- nachtsgottesdienst abgehalten. Séra Þórir Stephensen predigt. Am 26. Dezember um 17 Uhr zelebriert Bischof Dr. H. Frehen einen katholischen Weinachtsgottesdienst in der Domkirche Landakot. Botschaft der Germania Bundesrepublik Islandisch-deutsche Deutschland Kulturgesellschaft Jólatrésskemmtun Vélstjórafélags íslands verður haldin þriðjudaginn30. des. 1975 kl. 15.-18 i Átthagasal Hótel Sögu. Aðgöngu- miðar hjá félaginu á Bárugötu 11. Skemintinefndin. Laugardagur 20. desember 1975. Alþýðublaöið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.