Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.12.1975, Blaðsíða 2
 Frá Tækniskóla íslands Skrifstofa - 3 mánuðir Tækniskóli tslands óskar eftir aðstoð á skrifstofu i 3 mánuði aðallega til f jölritun- ar, a.m.k. hálft starf mánuðina jan., febr. og mars 1976. Upplýsingar i sima 84933. Rektor. Framkvæmdastjóri Þormóður rammi h.f., Siglufirði, óskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknir um starfið sendist formanni stjórnarinnar, Ragnari Jóhannessyni, Hliðarvegi 35, Siglufirði. — Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1976. Þormóður rammi h.f. Siglufirði Mikið úrval af Baby Budd-vörum, barna- fatnaði til sængurgjafa og jólagjafa, peysur i miklu úr- vali. Hjá okkur fáið þiö góða vöru á hagstæðu verði. Opið laugardaga kl. 10 til 12. Barnafataverzlunin Rauðhetta Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1 — Simi 28480. Barnafata- verzlunin Rauðhetta TRÉSMIÐJA BJÖRNS ÓLAFSSONAR REYKJAVÍKURVEGI 68 - SÍMI 51975 HAFNARFIRÐI HÚSBYGGJENDUR! Munið hinar vinsælu TI- TU og Slottlistaþétting- ar á öllum okkar hurð- um og gluggum. * E3dd er ráð nema i tíma sé tekið. Pantið timanlega. Aukin hagræðing skapar lægra verð. Leitið tilboða. Flfol alþýðu n RTiTTil RÖDD JAFNADARSTEFNUNNAR Jólagjöf ríkisstjórnarinnar í nótt lauk þingstörfum á Alþingi fyrir jólin og i dag verður fundum þingsins frestað i röskan mánuð. Siðasta vika þingsins hefur verið mjög annasöm, enda hverju stór- málinu á fætur öðru verið kastað á borð þingmanna og til þess ætlast, að þeir afgreiddu þau á fáum dög- um, jafnvel fáum klukkustundum. Á þessari viku, þegar þingmenn hafa verið önnum kafnir við að ganga frá nýjum málum fyrir stjórnina, hefur almenningur i land- inu undirbúið jólahátiðina. Á flest- um heimilum hefur jólahreingern- ingu verið lokið á þessari viku og fjölskyldufólk hefur verið að svipast eftir jólagjöfum fyrir vini og vanda- menn og gengið frá sendingu jóla- korta með frómum óskum um gleði- leg jól gott og farsælt nýtt ár. Rikisstjórn íslands hefur lika átt sér sina jólaviku. Á þeim tima hefur hún gert hreint fyrir sinum dyrum og gengið frá þeim jóla- og nýárs- gjöfum, sem hún hyggst færa lands- lýðnum. Og hvaða gjafir gefur hún oss? Nýjar beinar og óbeinar skattaálögur, sem nema samtals 6—7 þúsundum milljóna króna! Rikisstjórnin hefur framlengt vöru- gjaldið, sem falla átti úr gildi um n.k. áramót og með þvi lagt 2800 milljón króna nýjar skattaálögur á landslýð — 2200 m.kr. álögur vegna vörugjaldsins og 600 m. kr. álögur vegna söluskatts á vörugjaldið. Rikisstjórnin hefur velt 1667 milljón kr. útgjöldum vegna sjúkratrygg- ingakerfisins af rikissjóði yfir á landsmenn — 480 m.kr. af upphæð- inni yfir á sjúkt fólk i landinu og eftirstöðvunum yfir á útsvarsgreið- endur með 10% hækkun á útsvörum. Rikisstjornin hefur framlengt innheimtu þeirra tveggja sölu- skattsstiga, sem upphaflega voru lögð á i tekjuöflunarskyni fyrir Viðlagasjóð og breytt þeim i nýjan tekjustofn fyrir rikissjóð. Með þessu móti hefur rikisstjornin lagt aukin skattgjöld til rikissjóð á almenning i landinu — skattagjöld, sem nema munu u.þ.b. þremur milljörðum króna á næsta ári. Samtals nema þessar nýju skattaálögur, sem rikis- stjórn lét Alþingi samþykkja i jóla- vikunni, milli 6 og 7 þúsundum milljóna kr. eins og áður var sagt — eða um 1 milljarði króna fyrir hvern starfsdag jólavikunnar. Slikar eru jólagjafir ihaldsstjórnarinnar til landsmanna. Stjórnarsinnum blöskrar líka Oft hefur það gerzt á Alþingi, að annasamt hafi verið hjá þingmönn- um siðustu dagana fyrir jólin vegna seinagangs af hálfu rikisstjórna við undirbúning mála. Aldrei hefur ástandið þó verið jafn slæmt og nú. Það má heita, að ekkert þeirra stóru mála, sem rikisstjórnin boðaði i upphafi þings i októbermánuði að hún myndi flytja, hafi séð dagsins ljós fyrr en i siðustu vikunni fyrir jólin og sum þeirra aðeins fáum klukkustundum áður en gera átti hlé á störfum Alþingis. Sem dæmi um vinnubrögð rikis- stjórnarinnar má nefna það, að eitt af meiriháttar frumvörpum hennar — frumvarp um breytta verkaskipt- ingu rikis og sveitarfélaga — var keyrt gegnum þrjár umræður i efri deild Alþingis á einum sólarhring og umsvifalaust tekið til fyrstu um- ræðu i neðri deild þingsins strax sömu nótt og meðferð málsins lauk i efri deild og þeirri umræðu lokið. Þá — og þá fyrst — uppgötvaðist það, að rikisstjórnin hafði gleymt að setja i frumvarpið ákvæði um hvenær hin nýju lög ættu að taka gildi. Það var fyrst i gærmorgun, sem það kom i ljós, að rikisstjórnin var á góðri leið með að knýja Alþingi til þess að samþykkja lög, sem ekki var gert ráð fyrir að tækju nokkru sinni gildi. Þá var auðvitað rokið upp til handa og fóta til þess að kippa þessu i lag á þeim fáu klukku- stundum, sem eftir lifðu af starfs- tima Alþingis fyrir jólin. En þetta sýnir hvilik handabakavinnubrögð eru höfð af rikisstjórninni við mála- tilbúnað. Það er ekki bara stjórnarand- stæðingar, sem undrast þá upplausn, sem einkennir stjórn rikisstjórnarinnar á Alþingi. Jafn- vel framámönnum stjórnarliðsins blöskrar svo, að þeir geta ekki orða bundist. Þannig flutti Steingrimur Hermannsson, ritari Framsóknar- flokksins, mikinn reiðilestur yfir rikisstjórninni i þingræðu i efri deild Alþingis i fyrrinótt og sagðist vera búinn að fá meira en nóg af vinnu- brögðum stjórnarinnar. Ráðherrar sátu gneyptir undir þeirri hirtingu, sem Steingrimur veitti þeim, og horfðu hljóðir i gaupnir sér. Þeir liggja ekki aðeins undir gagnrýni stjórnarandstæðinga heldur einnig sinna eigin manna vegna stjórnleys- is og fálms — og geta ekki lengur svarað með, öðru en þögninni. Auglýsið í Alþýðublaðinu o Alþýðublaðið Laugardagur 20. desember 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.