Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 2
Hér með tilkynnist að skrifstofur okkar eru fluttar að Borgartúni 21 c/o endur- skoðunarskrifstofa N.Manscher og Oo. Pósthólf 5256. Rörsteypan h/f Fífuhvammsvegi Kópavogi. Styrkir tii háskólanáms í Noregi Norsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau bjóði fram í löndum sem aðild eiga að Evrópuráðinu fjóra styrki til háskóla- náms i Noregi háskólaárið 1976—77. — Ekki er vitað fyrir- fram hvort einhver þessara styrkja muni koma i hlut islendinga. — Styrkir þessir eru eingöngu ætlaðir til fram- haldsnáms við háskóla og eru veittir til niu mánaða náms- dvalar. Styrkfjárhæðin er 2.000,- n.kr. á mánuði auk allt að 1.500.- n.kr. til nauðsynlegs ferðakostnaðar innan Noregs. Umsækjendur skulu hafa góða þekkingu á norsku eða ensku, og hafa lokið háskólaprófi áður en styrktimabii hefst. Æskilegt er að umsækjendur séu eigi eldri en 40 ára. Umsóknir um styrki þessa skulu sendar til: Utenriksdepartmentet Kontorct for kulturelt samkvem med utlandet Stipendieseksjonen N-Oslo-Dep., Norge. fyrir 1. april 1976 og lætur sú stofnun i té frekari upplýsingar Menntamálaráðuneytið, 23. desember 1975. TILKYNNING TIL LAUNAGREIÐENDA er hafa í þjónustu sinni starfsmenn búsetta í Hafnarfirði og Kjósarsýslu Samkvæmt heimild i 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist, af öllum þeim er greiða laun starfsmönnum búsettum i Hafnarfirði og Kjósarsýslu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna hér i umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafnnúmer, heimilisfang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreiðanda til að tilkynna er laun- þegar hætta að taka laun hjá kaupgreið- anda og þeirri ábyrgð, er kaupgreiðandi feilir á sig ef hann vanrækir skyldur sinar samkvæmt ofansögðu, eða vanrækir að halda eftir af launum upp i þinggjöld sam- kvæmt þvi sem krafist er, en i þeim tilvik- um er hægt að innheimta gjöldin hjá kaupgreiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Hafnarfirði Sýslumaðurinn i Kjósasýslu, Strandgötu 31, Hafnarfirði. ,jOZZBaLL6CtSl<ÓLÍ BÚPU Dömur athugið Byrjum aftur eftir jólafrí 12. jan. Líkamsrækt og megrun fyrir dömur á öllum aldri Upplýsingar og innritun í síma 83730 frá kl. 1—6 i dag. AAorgun-, dag- og kvöldtimar Sturtur, sauna, tæki og Ijós Sérstakir megrunartímar 4 sinnum í viku Afhending skírteina hefst í Síðumúla 8, n.k. laugardag kl. 1. jazzbaileGGskdi bútu lilccfem/fcttkl Alþýðublaðið alþýðu m m RÖDD JAFNAÐARSTEFNUNNAR Alþýðublaðið Það hef ur ekki verið neitt launungar- mál, að um mjög langt skeið hefur rekstur Alþýðublaðsins gengið erfið- lega og hefði það raunar löngu hætt að koma út ef ekki hefði komið til fórnf ýsi og dugnaður nokkurra hópa manna, sem annazt hafa rekstur blaðsins á ýmsum tímum, stuðningur Alþýðu- flokksins og velvild ýmissa lesenda blaðsins. Þrátt fyrir hina þröngu f jár- hagsstöðu blaðsins hefur forráðamönn- um þess þó tekizt að endurbæta alla prentunaraðstöðu þess með því að taka þátt í því með þremur öðrum dagblöð- um að kaupa og reka hina fullkomnu prentsmiðju Blaðaprents h.f. og einnig hefur tekizt að innrétta nýtt og hag- kvæmt húsnæði fyrir ritstjórn blaðsins að Síðumúla 11. Þegar tillit er tekið til þeirra miklu erf iðleika, sem hafa verið á því að halda blaðinu úti frá degi til dags má fullyrða, að með þessum tveimur stóru framkvæmdum, sem gerðar hafa verið á allra síðustu árum, hafi verið unnið kraftaverk. Síðasta eina og hálfa árið hef ur verið mjög erfitt ár fyrir dagblaðaútgáfu á Islandi. Allt efni, sem notað er til útgáf- unnar og keypt erlendis f rá, s.s. eins og pappír, hef ur margfaldazt í verði og of- an á það hafa bætzt miklar innlendar kostnaðarhækkanir. Á sama tima hef ur hinn svokallaði ,,ríkisstyrkur" til dag- blaðaútgáfu staðið að mestu í stað og hrekkur nú vart til þess að greiða fyrir þaueintökaf blöðunum, sem ríkisstofn- anir fá, og tekjur, sem blöðin hafa fengið fyrir þjónustu við opinberar stofnanir hafa verið af þeim teknar með einhliða ákvörðun stjórnvalda. Þessi mjög hækkaði tilkostnaður og rýrðu tekjur hafa skapað dagblöðunum öllum talsverða erfiðleika. Sum þeirra hafa getað staðizt þá, en hin munu þó vera fleiri, sem eiga í miklum erfiðleik- um með útgáfuna og er Alþýðublaðið siður en svo eina blaðið, sem á við slíka erfiðleika að etja, þótt það sé, af ýms- um ástæðum ver búið til þess að mæta þeim, en hin blöðin virðast vera. í júlímánuði í sumar var ákveðið að stöðva útkomu Alþýðublaðsins á meðan starfsfólk þess fór í sumarleyfi og var sá tími þá notaður til þess að gera ná- kvæma úttekt á afkomu blaðsins og skoða f ramtíðarhorf urnar með rekstur þess. Þá voru gerðar ráðstafanir til þess að tryggja áf ramhald útkomunnar til ársloka en timinn hefur verið notað- ur til þess að fara mjög vandlega yfir hvaða möguleikar væru á því að tryggja áframhaldandi útkomu blaðsins. Var m.a. fenginn til ráðuneytis sérfræðing- ur um útgáfumál frá sambandi jafnað- armannablaða í Svíþjóð og skilaði hann skýrslu um þetta efni í vetrarbyrjun. Þessi sérfræðingur lagði það til, að blöðin, sem prentuð eru saman í Blaða- prenti, ykju að mun þá samvinnu, sem þau höfðu haf ið sín á milli með stofnun og rekstri hinnar sameiginlegu prent- smiðju. Þannig taldi hinn sænski sér- f ræðingur að ætti að bregðast við vanda dagblaðaútgáf u á Islandi og var þá ekki aðeins að hugsa um hagsmuni Alþýðu- blaðsins heldur jafnframt um hags- muni allra þeirra blaða, sem vinna saman í Blaðaprenti. Þessi samvinnu- leið hef ur verið farin viða um lönd, t.d. bæði í Noregi og Svíþjóð, en þar er sam- vinna ýmissa blaða orðin talsvert mikil þótt svo þau styðji ólíka stjórnmála- f lokka og hafi mismunandi hlutverkum að gegna. Þessi niðurstaða hins sænska sér- fræðings var enginn nýr boðskapur, því að sömu niðurstöðu höfðu forráðamenn dagblaðanna, sem prentuð eru í Blaða- prenti, sjálf ir komizt og er nú unnið að athugun á frekari samvinnu þeirra allra um einstök atriði. í beinu fram- haldi af þessu hefur nú verið gerður samstarfssamningur milli eiganda og útgefanda Alþýðublaðsins — Alþýðu- flokksins — og Reykjaprents h.f., sem er eigandi og útgefandi Ví'sis. Samvinna þessi takmarkast við rekstur blaðanna, sem verður sameiginlegur — þ.e.a.s. innheimta, bókhald,skrifstofa, dreifing að hluta til o.s.frv. — en ritstjórnir beggja blaðanna verða áfram sjálf- stæðar og hvor annarri óháðar eins og fram kemur í samstarfssamningnum, sem birturer í Alþýðublaðinu í dag. Al- þýðuflokkurinn verður þannig áfram bæði eigandi og útgefandi Alþýðublaðs- ins, Alþýðuflokkurinn ræður öllu um efni þess og ber ábyrgð á því sam- kvæmt prentréttarlögum, enda ræður Alþýðuf lokkurinn ritstjóra og ábyrgðarmann blaðsins, sem hefir allt vald á efni blaðsins og ræður blaða- menn þess. Samstarfssamningurinn breytir því engu um það, að Alþýðu- blaðið er og verður eign og málgagn Al- þýðuf lokksins — hann ræður ekki bara einhverjum ákveðnum hluta af efni þess, heldur því öllu og ber ábyrgð á því, hvert það efni er. Samstarfssamningurinn milli að- standenda Alþýðublaðsins og aðstand- enda Vísis er vissulega nýmæli, en at- hyglisvert nýmæli. því þetta er svarið, sem íslenzk blöð hafa valið við þeim vanda, sem orsakað hefir dauða fjöl- margra erlendra dagblaða og mikinn vanda í íslenzkri blaðaútgáf u. Reynsian mun að sjálfsögðu skera úr um það, hvernig þetta samstarf reynist, en von- andi reynist það vel, því einmitt í slíku samstarfi er fólginn möguleiki til þess að gera bæði eðlilegar og æskilegar hagræðingar í rekstri íslenzku blað- anna, sem í senn eru þjóðhagslega hag- kvæmar og gætu komið i veg fyrir að blaðadauðinn næði hingað til lands. Kaupið bílmerki Landverndar kfernduirí líf Kerndum yotlendi iil Til sölu hjá ESSO og SHELL bensínafgreiðslum og skrifstofu Landverndar Skólavörðustíg 25 Byggingaverkfræðingur og byggingameistari óskast til starfa við umsjón og eítirlit með byggingu og viðhaldi skólahúsa. Laun skv. kjarasamningum Reykjavikur- borgar. Umsóknum skal skila til fræðsluskrifstofu Reykjavikur fyrir 20. janúar n.k. Fræöslustjórinn i Reykjavik. Fimmtudagur 8. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.