Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 5
Blaðamaður Alþýðublaðsins segir frá klippingunum á laugardagskvöldið: ÆGIR LÆDDIST AÐ ÞEIM í DDLARGERFI Eftir Sæmund Guövinsson. „Its a gunny, its a gunny” æpti skipstjórinn á brezka togaranum Prince Philiph þegar varðskipið Ægir hafði siglt meðfram hlið hans og skorað á báða togvirana, en aðvörunin kom of seint þvi ör- fáum minútum siðar renndi Ægir upp að togaranum Ross Resolu- tion, sem var byrjaður að hifa og klippti á togvira hans lika. Klipp- urnar urðu eftir i þessari árás og hafa togarakarlarnir, að öllum likindum, náð þeim um borð. Það var um klukkan 21 á laug- ardagskvöldið að Ægir komst að hóp brezkra togara, er voru að veiðum um 28 sjómilur austur af Gerpi. Segja má að Ægir hafi læðzt að þeim i dulargerfi og hafði áður siglt framhjá sjö togurum, er voru nær landi án þess að skip- verjar bæru kennsl á varðskipið, en þeir hifðu samt. Árásin kom þvi eins og þruma úr heiðskiru lofti og voru hásetar á Prince Philiph i aðgerð á dekki og áttu sér einskis iHs von þegar Ægir renndi upp að togaranum. Strax og sú klipping var afstaðin æpti skipstjórinn, að þarna væri fall- byssubátur á ferðinni og öskraði i talstöðina á næsta togara að sigla á Ægi. Sá varð þegar við beiðn- inni og gerði örvæntingarfulla til- raun að stima á Ægi en sú tilraun mistókst og Ægir sveigði sér und- an og brunaði að Ross Resolution með klippurnar úti og hafði á augabragði klippt á togvira hans lika. Þegar hér var komið sögu höfðu hinir togararnir allir hift upp vörpuna, en þarna voru um tiu togarar að veiðum þegar at- burðurinn átti sér stað. ,,Dirty Icelandic Bastards” hvæsti skip- stjórinn á Ross Resolution i tal- stöðina þegar Ægir hafði klippt á virana. Báðir þessir togarar eru frá Grimsby. Varðskipið öslaði i burtu, en nú hófust mikil læti i talstöðvum brezku togaranna. Nokkrum klukkustundum áður en Ægir kom að þessum togurum höfðu þeir beðið um leyfi her- skipsins Andromeda til að færa sig til á veiðisvæðinu úti fyrir Austfjörðum. Um borð i Andro- meda er flotaforinginn, sem stjórnar aðgerðum á tslands- miðum, en freigátan var stödd undan Langanesi. Annar skipstjóranna, sem hafði orðið fyrir barðinu á klippum Æg- is kallaði flotaforingjann upp og lét hann hafa það óþvegið. Kvaðst hann mundu senda skýrsiu um at- burðinn til Englands, og þótti litið til flotaverndarinnar koma. Fátt var um svör hjá Andromeda en freigátan Gurkha var send á vett- vang og var hún kominn i nánd við Ægi eftir liðlega tvo tima og fylgdi varðskipinu eins og skugg- inn upp að 12 mllna mörkunum. Birgðaskip hélt sig einnig ekki langt undan. Freigátan gerði enga tilraun til að sigla á varð- skipið, en fréttamenn, sem eru um borð i Gurkha náðu talstöðva- sambandi við Þröst Sigtryggsosn, skipherra á Ægi og spurðu hann um atburðinn. Lék þeim m.a. for- vitni á að vita hvernig honum liði, að sigla með brezka flotann við hliðina, en Þröstur sagði aðeins að það væri öryggi i þvi. Brezka útvarpið BBC skýrði frá þessum atburði i fréttasendingu ki. hálf- eitt um nóttina og einnig i loka- fréttum kl. 2. Þá var sagt að varð- skipið hefði beitt nýrri aðferð, sem væri stórhættuleg, að sögn fréttamanna BBC. Ekki kom þó nánari skýring á þvi i hverju þessi hætta væri fólgin enda erfitt að benda á nokkuð i þvi sam- bandi. Ægir var með fullkomlega lögleg siglingaljós þegar aðförin var gerð að brezku togurunum eins og ávallt er. GREIÐENDUR vinsamlega veitið ef tirfarandi erindi athygli: Frestur til aö skila launamiöum rennur út þann 19. ianúar. Þaö eru tilmæli embættisins til yðar, að þér ritið allar upplýsingar rétt og greinilega á miöana og vandið frágang þeirra. Með því stuðlið þér að hagkvæmni í opin- berum rekstri og firrið yður óþarfa timaeyðslu. RÍKISSKATTSTJÓRI DAVÍÐ OG GOLIAT Sjaldan eða aldrei i núverandi þorskastriði hefur brezki innrás- arflotinn verið hirtur jafn eftir- minnilega eins og nú þegar Ægir náði að klippa á togvira tveggja landhelgisbrjóta. Eftir þvi sem ég veit bezt hefur Ægir verið eina varðskipið á miðunum frá þvi milli jóla og nýárs, þar til nú. Á varðskipinu er 23 manna áhöfn og mesti gagnhraði um 18 hnútar. Á brezku freigátunum þremur eru 240 til 265 manna áhöfn á hverri. Þá eru ótaldir dráttarbát- arnir og birgðaskip, en samtals munu innrásarskipin vera með yfir eitt þúsund manns innan- borðs. Ganghraði freigátanna er um 30 hnútar og þegar tekið er tillit til fjölda þeirra skipa og stærðar, sem eiga að vernda brezku togarana er bersýnilegt að Þröstur Sigtryggsson og menn hans hafa gefið brezka flotanum langt nef, svo um munar. Allt frá þvi er Ægir leitaði vars á Reyðarfirði á gamlársdag hafði brezki flotinn ekki haft hugmynd um ferðir hans þar til klippingin áttisérstaö. Má nefna semdæmi að tveim klukkustundum áður en Ægir klippti á togarann á laugar- dagskvöldið var frá þvi skýrt i út- varninu skv heimildumaðfreigát- an Andromeda væri úti af Langa- nesi að leita að varðskipi, sem þar átti að vera og annað skip væri við Mjóafjörð að svipast eft- ir öðru varðskipi sem hefði leitað vars á einum Austfjarðanna. Framhald á bls. 11 Umboðsmenn SÍBS Alþýðublaðið Fimmtudagur 8. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.