Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 9
Getraunaþjónusta Alþýðublaðsins Stór þáttur i öllu þvi skemmti- lega umsvifi sem fylgir knatt- spyrnunni bæði á Englandi og á meginlandinu er getraunastarf- semin. Menn velta vöngum yfir leikjum fyrirfram og ræða möguleikana á þvifram og aftur hvort t.d. Wolves geti unnið Aston Villa á heimavelli og svo framvegis. Sumir búa sér sjálfir til kerfi eða fara eftir einhverj- um kerfum sem gefin eru upp i dagblöðum. Getraunastarfsem- in er snar þáttur i lifi tug þús- unda og einnig eru margir sem hafa jafnvel ýmiss konar veð- málastarfsemi að atvinnu, einkum þó á Englandi. Hér á tslandi gekk starfsemi Getrauna mjög vel fyrstu árin eftir að hún hófst, en nú á sið- ustu árum hefur orðið verulegur samdráttur. Ástæðan til þess er sjálfsagt sú að Getraunir mættu gera meira að þvi að auka fjöl- breytnina á starfsemi sinni, þó væri ekki nema að likja eftir frændum vorum Dönum og fjölga leikjunum á seðlunum upp i 13, og minnka verðið á þeim verulega, þvi mörgum finnst það áreiðanlega of hátt. Það er ekki nokkur vafi að ef þetta yrði gert þá myndi nýtt getraunaæði gripa um sig eins og átti sér stað i upphafi. í upphafi keppnistimabilsins i Englandi var sala getrauna- seðla dræm, en jókst stöðugt þegar á leið veturinn, og var hún orðin allþokkaleg fyrir jól- in. Alþýðublaðið hefur verið með fasta getraunaþætti i blað- inu á fimmtudögum i vetur og mun svo verða eitthvað áfram. Á laugardaginn verður 19. leik- vika Getrauna leikin og litur seðillinn þannig út. Arsenal — Aston Villa X Langt er siðan Lundúnaliðið hefur verið svo slakt og raun ber vitni i dag. Þetta fræga lið hefur verið lengst allra liða i 1. deild og er eina félagið sem ávallt hefur leikið i 1. deild frá striðs- lokum. Nýliðarnir Aston Villa hefur staðið sig vel i vetur eink- um nú seinni hlutann og er mun sterkara heldur en búizt var við fyrirfram. Það er þess vegna á- reiðanlega verðugt að hreppa að minnsta kosti annað stigið á Highbury á laugardaginn. Birmingham City — Wolverhampton Wanderers. 1. Stutt er á milli þessara borga i Mið-Englandi, svo ekki ætli ferðin til St. Andrew’s að verða þreytandi fyrir Úlfana. Bæði liðin hafa staðið sig illa i vetur, Birmingham þó betur. Það er þvi liklegra til þess að hreppa sigur á laugardaginn enda á heimavelli. Coventry City — Sheffield United 1. Fáir verða liklega ósammála um það hvernig þessum leik lykti. United er ekki svipur hjá sjón miðað við i fyrra og hefur árangur þess i ár ekki aðeins komið þvi sjálfu að óvörum held ur öllum þeim sem fylgjast með ensku knattspyrnunni eitthvað að ráði. Derby County — Tottenham Hotspur 1. Meistárar Derby eru óneitan- lega hinir öruggu sigurvegarar i þessum leik, þó svo að hið unga Tottenham lið hafi náð all þokkalegum árangri á útivöll- um i ár — af jafnteflum. Heima- sigur. Leeds United — Stóke City 1. Leeds hefur verið i mikilli sókn upp á siðkastið og stendur nú bezt að vigi i deildinni — hef- ur tapað fæstum stigum. Ófáir eru nú þeir sem spá þvi meistaratitlinum i ár, eins og málin standa i dag. Stoke City hefur oft verið erfiður ljár i þúfu fyrir Leeds „vélina” á siðustu árum, en ekki þó á Elland Road i Leeds — heldur á heimavelli Stoke, Victoria Ground. Liverpool — Ipswich 1 Sama er að segja um Liver- pooleins og Leeds. Þessi tvö lið, hafa verið nær ókrýndir kon- ungar knattspyrnunnar á Eng- landi i hart nær áratug. Eftir leikjum Liverpool að undan- förnu að dæma, ætti það að sigra Ipswich örugglega á An- field Road. Manchester United — Q.P.R. X. Erfitt er að geta sér til um úr- slit þessara liða. Engum er nein launung á þvi að þau eru með beztu liðunum i dag. Jafntefli eða heimasigur eru möguleik- arnir i þessum leik. Middlesbrough — Manchester City X. Jafntefli eða heimasigur eru liklegustu úrslit þessa leiks. Ósennilegt er i það minnsta að City takist að vinna hið sterka og samheldna lið Jackie Charltons á Ayresome Park. City ætti þó að hafa möguleika á jafntefli. Newcastle United — Everton 1. „The Tynesiders” eins og Newcastle-liðið er oft kallað eft- ir ánni Tyne sem rennur i gegn- um borgina, er gott heimalið. en aftur á móti óvenju slakt á úti- velli. Margir teija ástæðuna fyr- ir þvi hversu stifan varnarleik það reynir að leika, en það á alls kostar ekki við liðið. Teljast verður mjög liklegt að það vinni Everton á St. James Park. Norwich City — Burnley l. Burnlev hefur gengið mjög illa að undanförnu, og er þvi mest kennt um hversu margir leikmenn hjá þvi hafa verið á s júkralista.Norwicher þvi mjög liklegt til þess að senda það heim stigalaust á laugardaginn. West Ham — Leicester 1 Lundúnaliðið hefur nokkuð dregið úr ferðinni að undan- förnu, og liggja til þess nokkrar ástæður. Fyrst hafa nokkrir lykilleikmenn liðsins þeir Bond og Brooking verið meiddir, og svo að alltaf var búizt við þvi að þeir ættu erfiðara uppdráttar þegar ieikvellirnireru komnir i vetrargerfið, þvi þá er erfiðara að leika fallega og léttleikandi knattspyrnu eins og þeir eru frægir fyrir. Þeir ættu þó að sigra Leicester á laugardaginn, þó svo að það sé langt frá þvi að verða öruggt. West Bromwich Albion — Sunderland. X. Bæði liðin eru með þeim beztu i 2. deildinni, Sunderland þó betra. Leikurinn verður áreið- anlega skemmtilegur og spenn- andi og ætti að geta farið á alla þrjá vegu. Getraunaspár snar þáttur í lífi tugþúsunda i Evrópu Leyfðu óskunum að rætast Þær verða að fá tækifæri - mörg og góð tækifæri. SÍBS - happdrættið býður þau. Þar hækka vinning- arnir um 50 milljónir og verða 201 milljón og 600 þúsund. Og aukavinningurinn er sannkallað- ur óskabíll: Citroén CX 2000. Bifreið, sem kom fyrst á markað 1974, hönnuð til að mæta kröf- Happdrætti um nútímans um öryggi, þægindi og sparneytni. Vinningarnir verða 17500 talsins, frá 10 þúsund kr. upp í milljón. En kannski koma vinningar á 50 - 200 þúsund þægilegast á óvart. Hvað finnst þér? Auknir möguleikarallra '• í v> 1 - ■ - ■ i y , . ' • ’Sh I ;, ■ywr.f l :■§ L-.. ■ i V. * 4* v , v J Fimmtudagur 8. janúar 1976. Alþýðublaöið »

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.