Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 10
í HREINSKILNI SAGT Það vakti talsverða athygli almennra blaðalesenda, þegar Timinn og Morgun- blaðið birtu um daginn fréttina af likleg- um afdrifum pilts, sem hafði horfið al- gerlega og ekki fundizt tangur né tetur af. Sem betur fer er slikt næsta óalgengt hér á landi, að unnt sé að leiða sterkar likur að þvi, að framin séu morð með köldu blóði, og vitneskja um það sé og hafi verið á vitorði nokkurra einstak- linga i hartnær tvö ár, án þess að þögnin ryfist, enda hún fengizt með liflátshót- unum! Engum blööum er um það að fletta, að hér er um stórfrétt að ræða, þótt hún sé i einu og öllu hin óhugnanlegasta. Nú er það eitt aðalhlutverk blaðanna, að flytja fréttir, og gildir einu hvers eðlis þær erú. Frá sjónarhóli blaðamanna, er þvi eðlilegt að stjórnvöld, ef þau hafa fréttirnar i höndum, sýni enga hlut- drægni i upðlýsingum. Það á ekki að skipta þau neinu máli hvort um er að ræða s.n. stuðnings — eða andstæðinga- blöð. Það verður að segjast, að það kemur eins og þruma úr heiðskiru lofti, að blöðum sé svo mismunað sem hér var raun á. Ekki bætir það úr skák, að sýna svo þeim, sem fyrir hlutdrægninni verða dreissugheit, ef um er kvartað og segja bara umbúðalaust við hlutaðeigandi, að þeir tali aðeins við þá fréttamiðia, sem þeim sýnist! Rétt er að benda á, að fréttamenn komast venjulega á einn og annan hátt á snoðir um ýmislegt, sem máske er ekki á nokkurn hátt rétt að kviðra upp með, á meðan mál af þessu tagi eru i rannsókn. Enginn heiðarlegur fréttamaður vill láta bendla sig við, að hann eða hún stundi æsiíréttamennsku, þar sem ef tii vill væri gerður úlfaldi úr einni lltilli mýflugu. Menn vilja gjarnan geta staðfest þær fregnir, sem þeir birta, eins vel og nokkur kostur er, og helzt hafa fyrir sannleiksgildi þeirra alveg óyggj- andi heimildir. Þess eru mýmörg dæmi, að fullt samstarf er á milli lögreglu og fréttamanna um að hreyfa ekki við fréttum af rannsókn mála, sem eru á viðkvæmu stigi, eins og það er kallað. Um þessa hluti gildir þá það sem kallað er á ensku a gentleman agreement, eða nefna mætti samkomulag heiöurs- manna. Að sjálfsögðu er það ekki ein- hliða. Fréttamenn og þeir fjölmiðlar, sem þeir starfa við, eiga þá allan siðferðiiegan rétt á, að þeir séu ekki Ábending í fullri alvöru sniðgengnir þegar rétt þykir að birta fréttina. Brot á þessu kann að hafa al- varlegri afleiðingar fyrir þá, sem að þvi standa, heldur en þeir hafa máske gert sér alveg ijóst i sinum hofmóði. Að sjálf- sögðu er það þeirra mál i einu og öllu, hvort þeir vilja haga störfum sinum á þann hátt sem Bretinn kallar „gentle- manlike.” En málið er ekki alveg svo einfalt. Fréttamenn sem verða fyrir þvi endurtekið, að á þeim eru brotin hin óskráðu lögin, hljóta að draga af þvi eðlilegar ályktanir. Og árangurinn gæti þá orðið sá, að þeir telji sér heldur ekki skylt að taka hið minnsta tillit til vilja eða þarfa valdamanna, sem þannig Eftir Odd A. Sigurjónsson haga sér. Það er langbezt fyrir dreissug stjórnvöld aö gera sér það alveg ljóst, að með þvi að neita einum um upplýsingar, sem öðrum eru veittar og meira að segja meö frumkvæði upplýsandans, eru þau ekki að vinna neitt þarfaverk. Augljós hlutdrægni er ekki sérlega hátt metin, sem betur fer. Á hinn bóginn er það i lófa lagið að birta fréttir á þann hátt, að ekki verði að fundið með sann- girni eða lögum, enda þó fullkomin staðfesting liggi ekki fyrir. Sjálfsagt er að játa að slikt er á engan hátt að- laðandi, en nauðsyn brýtur lika oft lög. Með augljósri hlutdrægni i fréttamiðlun eru þessir háu herrar, sem „aðeins tala við þá sem þeim sýnist” þvi beinlinis að efna til ófriðar, sem er ekki alveg vist að þeim sjálfum væri hallkvæmari og þeirra störfum eða embættum. Verið geturað þeir hafi til þess lagalegt vald, en dýrðin af slikri valdbeitir.gu er aftur vafasamari. Enginn efi leikur á þvi, að fréttamenn óska einskis fremur ^en góðrar samvinnu við alla, sem hlut eiga að máli um fréttamiðlun. Hitt er jafn- vist, að sú samvinna hvorki getur verið né á að vera einhliða. Þvi eiga þeir, sem nú hafa brotið, leikinn með ekki alltof langan umhugsunartima. (< IK Ford vill ekki teljast klunni Gerald Ford forseti Bandarikjanna var margoft fréttamatur á sl. ári vegna klaufaskapar sins viöast hvar. ^-Talsmaður hans skammaði blaðamenn fyrir skemmstu fyrir að vega ó- heiðarlega og á ósanngjarn- an hátt að forsetanum að þessu leyti. Astæðan til að talsmaður- inn hóf máls á þessu er lik- legast talin sú að i smáblaði einu i Colorado birtist teikni- mynd af forsetanum þar sem hann var á skiöum og sneru þau öfugt undir honum. Ahorfandi sagði við annan: Þeir segja að skiðakennar- inn hans stjórni lika kosn- ingabaráttunni. Aulaháttur Fords hefur verið eftirlætisefni banda- risku pressunnar, allt frá þvi ford datt inn i Austurriki i júni sl. sumar. Blöðin hafa getið sér þess til, að kosn- ingabaráttan Fords I for- setakosningunum á komandi sumri, verði jafn klaufalega skipulögð. Ford dettur inn i Austurriki i sumar sem leið. Raggd rólegd FJalla-Fúsd Bióin STJÖRHUBIO ■Slmi 18936 ienMICIIAtl WINNfD IIIM STOne KILLBR ÍSLENZKUR TEXTI. Æsispennandi og viöburöarík ný amerísk sakamálamynd I litum. Leikstjóri: Michael Vinner. Aöalhlutverk: Charles Bron- son, Martin Balsam. Mynd þessi hefur allsstaöar slegiö öll aösóknarmet. Bönnuö börnum. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Hækkaö verö. Borsalino og Co. Spennandi, ný frönsk glæpa- mynd meö ensku tali, sem gerist á bannárunum. Myndin erframhald af Borselino sem sýnd var í Háskólabió. Leikstjóri: Jacques Deray. Aöalhlutverk: Alain Delon, Riccardo Cucciolia, Catherine Rouvel. ISLENZKUR TEXTI. Bönnuö börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Simi :IMH2 lÁSKtiLABÍÓ s.m. zzuo Jólamyndin i ár Lady sings the blues mynd um frægöarferil og grimmileg örlög einnar fræg- ustu blues stjörnu Bandarlkj- anna Billie Holliday. Leikstjóri: Sidney J. Furie. ÍSLENZKUR TEXTI. Aöalhlutverk: Diana Ross, Billy Dee Williams. Sýnd kl. 5 og 9. VÝJA Eiió Skóialif í Harvard ÍSLENZKUR TEXTI Skemmtileg og mjög vel gerö verölaunamynd um skólalif ungmenna. Leikstjóri: James Bridges. Sýnd kl, 5, 7 og 9. HÁFNÁRBIO Slmi 16444 Jólamynd 1975 Gullæðiö Einhver allra skemmtilegasta og vinsælasta gamanmyndin sem meistari Chaplin hefur gert. ógleymanleg skemmtun fyrir unga sem gamla. Einnig hin skemmtilega gam- anmynd Ilundallf Höfundur, leikstjóri, aöalleik- ari og þulur Chariie Chapiin. iSLENZKUR TEXTI Sýnd kl. 3, 5, 7, 9 og 11.15. .AU6ARASBIÚ slm~ Frumsýning I Evrópu. Jólamynd 1975. ókindin JAW$ PG w 100 INIINM I0R YOUNOER CHIIDRIN Mynd þessi hefur slegiö öll aö- sóknarmet i Bandarikjunum til þessa. Myndin er eftir sam- nefndri sögu eftir Peter Benchley, sem komin er út á islenzku. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aöalhlutverk: Roy Scheider, Robert Shaw, Richard Drey- fuss. Bönnuö innan 16 ára Sýnd kl. 5, 7.30 og 10. Ath. Ekki svaraö i sfma fyrst um sinn. Er ekki eitthvað smávegis sem þið viljið selja, eða vanhagar um - og svarar vart 'kostnaði að auglýsa? Þá hefur Alþýðublaðið lausnina:_______ ÖKEYPIS SMAÁUGLYSINGAR, sem er okkar þjónusta við lesendur blaðsins. Vegfarandi á aðeins að ganga yfir götu á sebrabrautum €T Alþýðublaðið Fimmtudagur 8. janúar 1976.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.