Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 08.01.1976, Blaðsíða 6
HORNID sími 81866 - eða sendið greinar á ritstjórn Alþýðublaðsins.Síðumúla 11 Hverfisgatan aðeins ein akrein vestan Barónstígs Reykjavik 18. desember 1975 1 Alþýðublaðinu i gær er spurt, hvort Hverfisgata i Reykjavik sé tveggja akreina gata eða ekki. Svarið er, að Hverfisgötu er ekki skipt i akreinar vestan Barónsstigs. Á árinu 1968 var reynslu merkt akreina- lina á alla götuna. Þetta þótti þó ekki gefa nægilega góða raun, þar sem hægri akreinin varð aðþrengd á þeim stöðum þar sem hús skaga út i akbrautina. Hefur þessi merking þv: ekki verið endurnýjuð. Skipting akbrautar i akreinar af markar ökutækjum ákveðinn stað á akbrautinni, þannig að gatan nýtist betur og flytur meiri umferð. Þá verð- ur umíerðin skipulegri en á ómerktri akbraut. A löngum köflum Hverfisgötu er ak- brautin nægilega breið til þess, að þar geti tveir bilar ekið hlið við hlið. Hefur sú venja skapazt hjá ökumönnum að aka þar i tveim röðum, þegar um- ferðin er mikil. Slikur akstur er leyfi- legur, enda ekkert, sem bannar fram- úrakstur á götunni. Vegna hinnar miklu umferðar (milli 12 og 13 þúsund bilar á sólarhring) væri mjög æskilegt, að þau fáu hús, sem enn standa út i akbraut Hverfis- götu, yrðu fjarlægð, þannig að hægt væri að aka alla götuna á tveim akreinum og merkja hana samkvæmt þvi. Guttormur Þormar. Erum við kaupendur svona einfaldir? Agæta (Mein)Horn! Þá eru jól að baki. Auglýsingaflóði fyrirtækja var miskunnarlaust steypt yfir landslýðinn. — Kenndi þar margra grasa og voru ekki allt ilmjurtir. Ein sú ókræsileg- asta.sem yfir mann var dembt var auglýsing'frá Erni og örlygi — og var á þá leið að þessi eða hin bókin hjá þeim væri uppseld. Er ekki svona auglýsing hrein og klár lygi? Ég hélt a.m.k. i einfeldni minni að bóksala væri umboðssala. Útgefendur dreifðu bókum sinum til bóksala i umboðssölu. Þessvegna væri alls ekki hægt að tala um að bók væri uppseld hjá útgefanda, heldur aðeins að upplaginu hefði veriö dreift til bók- salanna. Ég fæ þvi ekki skilið hvað mér og öðrum kaupendum kemur það við hvernig forlag hagar dreifingu bóka sinna. Hvort það dembir þeim öllu á einum degi til bóksalanna, (Gott og vel ég er Iaus við þær. Bókin er uppseld.) eða hvort hann peðrar þeim til þeirra á einu ári eða svo. Eina afsökun útgefenda að demba þessu yfir okkur kaupendur er sú, að þetta sé tilkynning til bóksalanna. Þvi i ósköpunum geta mennirnir ekki fundið annað form á tilkynningum sin- um til bóksalanna. En sé þetta nú raunverulega rétt hjá þessum góðu mönnum (útgefendun- um) að bókin sé uppseld, þá er það hrein móðgun við okkur væntanlega kaupendur, að hafa upplagið svo litið, að þeir spretthörðustu einir geti náð sér i eintak. — Og þá tekur átján út yfir að þessu skuli dembt yfir okkur með hlakkandi gorhljóði: ,,Ha, ha, ha! Þið náðuð ekki i eintak frá okkur.” Eru mennirnir raunverulega eins vitlausir og þeir þykjast vera, að þeir viti ekki hvað upplag bókar þarf að vera stórt, svo það seljist ekki upp á einni til tveimur vikum. Þvi bágt á ég með að trúa að þetta sé gert, að hafa upplagið svona litið, til að gera væntanlegum kaupendum erfiö- ara fyrir. Eða halda mennirnir i raun og veru að við kaupendurnir séum svo vitlausir, að við æðum á stað, þegar við heyrum svona auglýsingu og kom- um másandi til þeirra með lafandi tungu og stynjum upp: ,,Æ, áttu nú ekki eitt eintak handa mér?” Ég held að örlygur formaður þeirra „prentverksmanna”, hvað það nú annars heitir félagið þeirra, ætti að tala við örlyg bókaútgefanda, að hætta að skopast á þennan hátt að okk- ur kaupendum. 1374-6303. Hert verðstöðvun en tíföld hækkun! llelgi H. skrifar. Er verðstöðvun á Islandi eða ekki? Einn daginn les maður i dagblöðum og heyrir i útvarpi og sjónvarpi haft eftir verðlagsstjóra eða öðrum ámóta valdamanni, að nú riki hert verðstöðv- un hér á landi. Næsta dag les maður siðan um vöruverðshækkanir og hækk- anir á ýmis konar þjónustu. Fljótt skipast veður i lofti. Siðasta hneykslið i þessu sambndi er hækkun veðbókarvottorða. Það er dómsmálaráðherra sem einnig er við- skiptaráðherra og þar af leiðandi sá aðili sem stendur fyrir verðstöðvunar- lögunum, sem tilkynnir ósköp rólega, að frá og með áramótum hækki veð- bókarvottorð tlfalt. Ég endurtek. Veð- bókarvottorð, sem almenningur þarf oft á að halda i ýmsum viðskiptum sin- um, hækka tifalt, eða úr 50 krónum i 500 krónur. Ef þetta kallast hert verðstöðvun þá er ég illa svikin, eða misskil ég kannski hugtakið verðstöðvun? Ég held varla. Hér er aðeins um að ræða eitt dæmið af mörgum i óstjórn núver- andi rikisstjórnar. Vinstri höndin veit eigi hvað sú hægri gerir. Ólafur Jóhannesson viðskiptaráð- herra tilkynnir alþjóð að nú sé hert verðstöðvun á Islandi. Ólafur Jóhann- esson tilkynnir siðan nokkru seinna, að nú skuli veðbókarvottorð hækka um 1000%. Þessari hlægilegu vitleysu verður að linna. Fólk er orðið langþreytt á linu- dansi rikisstjórnarinnar við fjármála- stjórnina og skammtimaúrræöum þeim sem lögð hafa verið fram. Eitt i dag og annað á morgun, eins og verð- stöðvunarlögin og framkvæmd þeirra bera hvað ljósast með sér. Ihaldsrikis- stjórnin verður að fara frá völdum og það fljótt, ef þjóðarskútunni á að bjarga. óstjórnin er ekki lengur hlægi- leg, heldur hræðileg. Mig setur bókstaflega hljóðan. Auglýsið í Alþýðublaðinu angarnir P I nóvembermánuði fengu fréttamennirnir Vil- mundur Gylfason og Valdimar Jóhannsson, Jón G. Sólnes, formann Kröflunefndar, til viðtals við sig um málefni Kröflu i Kastljósþætti sjónvarps- ins. í þættiþessum gerðistþaðm.a. að Jón G. Sól- nes ýmist lýsti ósannar eða dró i efa réttmæti upplýsinga, sem siðar hafa komið fram m.a. i skýrslu Orkustofnunar. í viðtalinu gerðist það m.a., að Jón G. Sólnes bar til baka ákveðnar upp- lýsingar, sem siðar komu fram i skýrslu Orku- stofnunar og fréttamennirnir höfðu haft pata af, en gátu ekki látið staðfestingu fylgja með um, þegar þættinum var sjónvarpað. Til þess að lesendur Alþýðublaðsins geti gert sér grein fyrir þvi, hvernig hefur verið að málum staðið af hálfu forsvarsmanna Kröflunefndar og hvernig þær upplýsingar hafa verið lýst ósannar, sem siðar voru staðfestar, hefur Alþýðublaðið aflað sér útskriftar af umræddum sjónvarpsþætti og birtir hann nákvæmlega orðréttan hér á eftir einsog honumvar sjónvarpað i nóvembermánuði s.l. KRÖFLUMÁLIN t KASTLJÓSI Va: Þá er það Krafla. Það er ástæðulaust að hafa langan for- mála hér, en ástæðan fyrir þvi, að við höfum fengið Jón Sólnes, formann Kröflunefndar, til að koma hingað er sú, að margir hafa leitt getum að þvi, að það sé ekki allt með felldu með ýmsa þætti undirbúnings að Kröfluverkinu. Það eru nefnd bæði til tæknileg- og fjárhagsleg atriöi og til þess að hafa þessi orð ekki lengri, þá skulum við vinda okkur beint i spurning- arnar og ég mundi byrja á þvi að spyrja Jón Sólnes: „Vargerð h a g k v æ m n i s a th u g u n á Kröflu?” J: Þetta er nú spurning, sem að ég á nú dálitið erfitt með að svara alveg — hún er lögð svo „konkret”. Ég verð að svara bara eins og málið liggur fyrir frá hendi Kröflunefndar, en það er framhald af lögum, sem samþykkt voru á þingi 1974, um vorið, um Kröfluvirkjun, sem á- kveður um, að Norðurlands- virkjun eða öðrum aðila skyldi vera falið að stofna — reisa — þessa virkjun i Námafjalli eða nágrenni. Fyrrv. orkumálaráð- herra Magnús Kjartansson skipar svo undirbúningsfram- kvæmdanefnd, sem að hefur fengið nafnið Kröflunefnd og þar er okkur gefiö erindisbréf um það að reisa þessa virkjun. Va: Já,og var þaö tiltekið, hvað hún ætti að vera stór? Að hún ætti að vera sextiu... (Jón grip- ur hér fram i) J: Lögin ákveða 55 MW. Va: Er þörf fyrir þessa orku fyrir norðan? J: Ég mundi segja það, ef þú hefur 55 MW orku i dag, þá gæt- irðu ekki selt hana alla, hins vegar skulum við ekki gleyma þvi, að við erum, að Norður- landssvæði eystra, er búið að vera i orkusvelti, ja, þvi sem næst áratug, svoleiðis að það verður náttúrlega erfitt að — og það hefur þurft að framleiða raforku, geysimikla raforku með dieselvélum, sem að nátt- úrlega þarf ekki að skýra fyrir ykkur eða almenningi (Va:nei — nei) kostnaðinn, þannig, að það væri ekkert óeðlilegt þó að það kæmi orkuver á svæðið, sem ætti einhverja umframorku a.m.k. til aö tryggja það, að það þyrfti ekki að leita til þessarar vélaorku. Vi: En hversu mikil verður þessi umframorka, hver er orkuþörfin á svæðinu? J: Ég er ekki reiðubúinn að svara þessu, ég held, að það sé ekki i minum verkahring, þetta er — þið eruð hér með spurning- ar, sem eru utan við þann verkahring, sem snýr að okkur að minu mati, okkur i Kröflu- nefnd — við erum fram- kvæmdaaðilar á vegum rikis- stjórnarinnar, en það heíur ekki verið hugsað, að við yrðum rekstursaðilar... Va: Nei, en þá er bezt að snúa sér að þeim atriðum, sem að þið hafið náttúrlega sérstaklega með að gera og það eru sjálfar framkvæmdirnar viðKröflu. Nú hefur verið ákaflega mikill flýt- ir á þessu — allt, allt rekið á- fram með feikilegu — feikilegri hörku og dugnaði, en sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem ég fæ á Orkustofnun, þá eru engin likindi til þess, að þessar holur, sem að eiga að knýja á- fram rafalana, að þær verði til- búnar, fyrr en i árslok ’77. Hvernig stendur á öllum þess- um flýti? J: Ja, þarna kemur spyrjandi með upplýsingar, sem að koma mér algjörlega að óvörum, og ég vildi gjarna fara þess á leit, að hann hér i viðurvist — bara nú hér á stundinni i þessum þætti, vildi upplýsa, hver er heimildarmaður hans að þess- um ummælum, af þvi — má ég bara aðeins halda áfram: Kröfiunefnd hefur unnið i nánu samráði við Orkustofnun um framkvæmd verksins og Orku- stofnun hefur þegar á þessu ári borað þrjár holur og áætlanir Orkustofnunar fyrir næsta ár hljóða upp á borun á 3-4 holum — um holufjölda er mér tjáð, áð fari eftir þvi, hvar borinn, Jöt- unn eða jarðgufuborinn verði notaður. Þessi áætlun Orkustofnunar gerir ráð fyrir, að nægjanleg orka fáist fyrir aðrar vélar virkjunarinnar sem er 35 MW. Vi: Sem á að fara i gang næsta sumar? J: Já, svo ég vildi gjarnan — ég vil — við erum hér með alvar- iegt málefni að ræða og ég vii gjarnan, að fyrirspyrjandi svari þessu. Va: Ja, ég er náttúrlega ekki til þess að upplýsa, hver veitir mér upplýsingar —- ég held, að ég geti alveg staðið við það — þær 'eru réttar. J: Ég — ég— dreg þetta ákaf- lega mikið i efa, að þessar upp- lýsingar séu réttar og ég óska bara eindregið eftir þvi, ég end- urtek það hér i áheyrn og ásjón alþjóðar, að ég óska eindregið eftir þvi, að fyrirspyrjandi upp- lýsi, hver — hefir Orkustofnun gert þetta — starfsmaður — hver hefur gefið þessar upplýs- ingar? Ef að þetta er rétt, sem að fyrirspyrjandi spyr, þá er það ábyrgðarskylda hlutaðeig- andi ráðuneytis, sem i þessu tilfelli er yfirmaður ráðuneytis, sem er okkar yfirmaður að þeim ber skylda til þess að láta stöðva þessar framkvæmdir. Va: Ég sagði eftir þessum starfsmanni — holurnar verða ekki tilbúnar allar, fyrr en i árs- lok 1977 og ég held, að það sé rétt hjá honum. — Nú svo við höldum áfram... (Hér gripur J frammi) J: Mikill munur á þvi, hvort við tölum um allar holur ellegar, hvort við tölum um það, að hægt sé að koma annarri túrbinunni i gang — það er mikill munur á þvi. Va: ....Kann að vera. J: Það er geysilega mikill mun- ur á þvi, vegna þess, að það hef- ur komið beinlinis fram ósk um það frá rikisstjórninni, það hef- ur komið fram ósk um það, að haga framkvæmdum þannig, að verði ekki nema önnur orku - vélasamstæðan sem fari i gagn- ið á yfirstandandi ári — á næsta ári. Va: Næsta ári, þannig að þessi flýtir er nauðsynlegur við bygg- ingu á þessari... J: Nú, i sambandi við þetta, ég var að skýra frá þvi áðan, að þetta svæði hefði verið i algjöru orkusvelti um árabil. Þegar við komum að þessu, þessir menn i Kröflunefnd, þá er okkur gefinn upp timaáætlun um það, hvað mundi það taka langan tima að reisa og byggja þetta orkuver, það er talað um 3-4 ár. Nú, þá er okkar fyrsta meginverkefni, var að vita, hvort við gætum ekki stytt þetta, þvi við töldum nauðsynina svo knýjandi og brýna, að það yrði að finna leið til þess að stytta það og það er árangurinn af þvi — þessar til- raunir okkar, að við höfum — við byrjuðum á þvi að ráða okk- ur verkfræðilega hönnuði, sem var Verkfræðiskrifstofa Sigurð- ar Thoroddsen og Roger’s Engineering i Bandarikjunum, sem er mjög þekkt fyrirtæki — einmitt i sérgreininni jarðgufu- virkjun og þegar viðræður og samningar voru gerðir við þessa aðila, þá var beinlinis lögð megináherzla á það af Kröflunefnd, að þeir höguðu út- boðum og öðrum með tilliti til þess, að orkuvinnsla gæti hafizt helzt fyrir árslok 1976. Va: Þannig, að útboð fór ekki fram þá á helztu tækjum i stöð- ina? J: Opið útboð fór ekki fram, en það var leitað... var leitað til ýmissa framleiðenda, sem helzt kæmu til greina. Við skulum ekki gleyma þvi, að hér er um mjög sérstæðar framkv., að ræða, sem er jarðgufustöö, jarðgufuvirkjun. Það var leitað til helztu framleiðenda á tækja- búnaði og vélabúnaði, sem hefðu þekkingu og reynslu og getu á þvi sviði og þeim skýrt frá — það var dreift upplýsing- um og tilboðsgögnum og það merkilega skeður, að það koma 6 eða 7 tilboð. Það er ekki verið að binda sig við eitthvað eitt, •það var úr 5 eða 6 tilboðum að moða. Vi: Svo við vindum aðeins okkar kvæði i kross, starf Kröflunefndar hefur nokkuð verið gagnrýnt og sumir segja rógur og aðrir segja að hér sé um nokkurt bruðl að ræða. 1 fyrsta lagi, að fyrirtækið Miðfell fékk þessar framkvæmdir, en þær voru ekki boðnar út. Af hverju fór ekki fram útboð á meginframkvæmdunum norður i Kröflu? J: Að ekki fór fram útboð á meginframkvæmdunum á Kröflu byggist eingöngu á þessu, sem er það sama og með vélarnar, að eftir að búið var — og það var einróma álit — ein- róma samþykkt innan Kröflu- nefndar, að við skyldum reyna að miða alla okkar starfsemi við það, að hraða verkinu. Þá var ekki til umráða sá timi, sem þurfti til þess að láta fara fram almennt útboð i þessar verklegu framkvæmdir. Þá var það, sem að verkfræðiráðunautar okkar leita eftir hugsanlegum aðilum i landinu, sem gætu og væri treystandi til þess að fram- kvæma þetta verk að þeirra mati og það.. má ég rétt ljúka þessu, af þvi að ég hef legið und- ir mjög strangri gagnrýni um það, að það hafi verið persónu- leg ákvörðun min um það, að Miðfelli var falið þetta verkefni, vil ég aðeins taka það skýrt fram, að það er samkvæmt ráð- leggingu — skriflegri ráðlegg- ingu okkar ráðunauta, Ver- fræðiskrifstofu Sigurðar Thor- oddsen s.f. Samþykkt einróma i Kröflunefnd. Vi: Hvað var leitað til margra fyrirtækja um það, hverjir gætu tekið þetta að sér? J: Ég held, að þeir hafi ekki gert uppgjör sin á milli þessir ráðu- nautar eða ráðgefandi verk- fræðingar okkar nema tveggja fyrirtækja, Norðurverk h.f. og Miðfell h.f. Vi: Nú, var leitað til Norður- verks frá ykkur? J: Það var ekki leitað til frá okkur (hér gripur Vi inn i) Vi: Mér er sagt, að þeir hafi sjálfir skilað.... (og hér kemur J inn i) J: Þeir skiluðu gögnum til (Vi aftur:) Vi: Af hverju var ekki leitað til þeirra? J: Þeir, þeirra gögn komust al- veg til skila hjá réttum aðilum. Vi: En það var ekki leitað til þeirra? J: Nei, það var ekki leitað til þeirra frekar.... (Vi aftur): Vi: Nú, Jón, mér er ljóst, að ég ætla að spyrja um mjög við- kvæm og jafnvel mjög viðsjár- verðan hlut — viðsjárverðan hlut, fjölskylda þin hefur verið dregin inn i þessar umræður, kannski að ósekju og að ástæðu- lausu, en þegar, eins og þarna — ekki er leitað til Norðurverks, heldur þeir gefa sig fram sjálfir, þá hlýtur að vakna sú spurning, að framkvæmdastjóri Miðfells, Leifur Hannesson, hann er son- ur uppeldissystur þinnar og auðvitað telst þetta mál vera á- stæðulaust, en að grunsemdir vakna, að um slika hluti (Jón: ég get ekki) (Vilmundur á- fram:) Vi: Ég tek þaö fram, að svona spurning má vera mjög.... (J: ég get ekkert svarað þessu á annan máta, en það að, að, að, að, að menn verða að gera sinar getsakir alveg hreint og maður kemst ekki hjá sliku... en ég vil bara leggja áherzlu á það, að það er ekki persónan Jón G. Sól- nes, sem tók lokaákvörðun um það að fela Miðfelli h.f. þetta verk). Vi: En af hverju var þá ekki leitað til Norðurverks með ein- hverjum fyrirvara, svo þeir gætu haft sinn tima til að athuga sinn gang, það er að eigin frum- kvæði, að þeir skoða þetta og þá spyr maður um fleiri verktaka- fsrirtæki sem hugsanlega hefðu komizt að? J: Ja, ég veit nú ekki, hvort að þeirhafa ekki fengið tækifæri til þess, en... Vi: Norðurverk tjáði mér i sim- anum i gær, aö i fyrsta lagi hefði ekki verið leitað til þeirra, held- ur að þeirra eigin frumkvæði, vegna þess, að þeir heyrðu um þetta i f jölmiðlum og i öðru lagi hefðu þeiraldrei fengið svör frá Kröflunefnd, i þriðja lagi aldrei fengið það skýrt á Verkfræði- skrifstofu Sigurðar Thoroddsen, af hverju þeim var hafnað, en Miðfell var tekið. Þetta kann að hljóða J: Ég hefði nú helzt ekki óskað eftir þvi að gera viðskipti og kunnugleika minn við Norður- verk út af fyrir sig, að umtals- efni hérna, en ég kemst nú ekki hjá þvi að — úr þvi, að sótt er svona fast á þetta, að sem af reynslu minni sem stjórnar- meðlimur i Laxárvirkjunar- stjórn, en þá framkvæmd hafði Norðurverk alveg með að gera og þá er bezt, að það komi fram, að sú reynsla, hún bauð ekki upp á það, að ég persónulega hefði, ef ég hefði átt að ráða, að ég hefði óskað eftir þvi, að. Vi: Mér fannst þú segja, að það — þetta væri ekki mál þitt per- sónulega heldur nefndarinnar, gat ekki nefndin leitað til þeirra, þó að þér væri illa við þá? J: Mér var ekki illa við þá, langt frá... Vi: ...eða ekki unnið sitt verk við Laxárvirkjun... J: Það er mikill munur á þvi... en ég held, að þeir hafi alveg fyllilega komið til skila öll þeirra... möguleikar á þvi. Vi: Að þeirra eigin frumkvæði og ekki frumkvæði Kröflunefnd- ar? J: Þeirra eigið frumkvæði, ja, það kemur eitt bréf frá þeim, þar sem þeir óska til Kröflu nefndar... það er það eina bréf, sem komið hefur til Kröflu- nefndar frá Norðurverki h.f., sem er stilað til Kröflunefndar um það, að þeir óska eftir þvi að fá að vera helmingsaðilar við þessa framkvæmd ásamt Mið- felli. Vi: Að þinu mati sátu Norður- verk og Miðfell við sama borð i útboðinu? J: Þeir voru athugaðir hjá Verkfræðiskrifstofu... en það er ekki rétt, að Norðurverk hafi — þetta er eina bréfið, sem kemur til hérna til Kröflunefndar frá Norðurverki, er þetta. Vi: Var þvi anzað? J: (þögn) Þvi var ekki svarað, nei. J: Af hverju ættum við að fara að svara bréfi, þar sem verið er að biðja um það, að þeir séu með i fyrirtæki, sem er ekki far- iðað tala við um þetta. Það ósk- aði eftir þvi... höfðu heyrt á skotspónum, að Miðfeli væri inni i myndinni, þá skrifa þeir Kröflunefnd bréf, þar sem þeir óska eftir.. að þeir fái að vera helmingsaðilar á móti þessu.... Vi: Þeir höfðu heyrt á skotspón- um, að Miðfell væri með inni i myndinni, var ekki Miðfell komiðinn i myndina, þegar þeir skrifa. J: Nei, komið... það getur vel verið að Verkfræðiskrifstofa Sigurðar Thoroddsen — ég get ekki svarað fyrir það, hvernig þeir menn, sem eru okkar ráð- gjafar... við hvern þeir tala á hverjum tima. Va: Það er annað útboð... J: Útboð fór ekki fram... við skulum bara hafa — veraklárir á einu — útboð fór ekki fram, en ráðunautar Kröflunefndar höfðu með þetta mál aö gera, þeir höfðu frumkönnun á þessu. Va: Það er annar þáttur i þess- ari framkvæmd, sem er kannski jafnstór eða stærri og það er i sambandi við túrbinurnar. Við komurn rétt innáþetta áðan, að þú segir, það fór ekki fram formlegt útboð á tilboðúnum. Engu að siður þá buðu nokkrir aðilar, eða reyndu nokkrir aðil- ar að bjóða i þessar túrbinur m.a. fyrirtækið Mitsjúbitsi sem að á fimm vikurrl tókst að koma fram með ákaflega fullkomið tilboð, að þvi er mér skilst á ýmsum aðilum, sem þekkja til þessa máls. Ötrúlega gott til- boð, segja menn, þeir segja: „Þetta er eins og hálfs árs verk unnið af heilum her manna.” Hefur þig nokkurn tima grunað, að það gæti verið einhver leki hjá þeim ráðgjöfum, sem að Krafia eða Kröflunefnd hefur sér til aðstoðar, þannig að Mitsibutsi hafi vitað áður um að þetta stæði til. J: Ég hef ekki nokkra ástæðu til að halda það, vegna þess, eins og ég tók fram i upphafi máls mins, að það koma fimm eða sex tilboð og þau voru öll tekin til athugunar þarna, — þetta fyrirtæki — þetta Rogers Engi- neering i San Francisco sem að mun nú vist hafa séð um þessa hlið málsins að senda þessi út boðsgögn út og tilkynna þess- um, sem að þeir — ég man ekki hvað margir það voru, en svo mikið er, að það koma fimm eða sex tilboð og þau eru til i Kröflu — i hérna fórum okkar, það er gerð mjög ýtarleg greinargerð á þvi og Mitsibutsi er þó ekki betra en það, að fyrirtæki, sem heitir Tosiba, sem að á sinum tima útvegaði t.d. vélarnar túr- binurnar til Búrfellsvirkjunar hún var ákaflega nálægt það munaði ekki miklu. Va: Þessi tilboð voru aldrei opnuð opinberlega. J: Nei, þaðfórekki fram... ég er að segja ykkur frá þvi, það fór ekki fram sem kallað er alþjóð- legt útboð. Va: Nei, mér er kunnugt um þaö, að sendimenn frá Tosiba voru ákaflega undrandi og óá- nægðir með það, að þessi tilboð skyldu ekki vera opnuð og að þeir skyldu ekki fá að vita af hverju.... J: ...ég fór til þeirra ágætu manna og var búinn að hitta — hafa vinsamleg og notaleg sam- skipti viö þessa menn i Toshiba. þegar þeir komu inn i myndina, hafði bæði hitt þá hér og ég fór til þeirra og ég — ekki minntust þeir á það við mig, að þeir hefðu á nokkurn hátt orðið — það hefði verið farið með þá á þann hátt. Það eina, sem þeir kvörtuðu yfir var það, að þeir hörmuðu. að þeir skyldu ekki hafa náð þvi j- náð samningnum — en að þéir hafi vænt okkur — nefndinav— eða nokkurn aðila um óheiðar- lega framkomu i þessu máli, það passar ekki. SJÁ BLS. Pipulagnir 82208 PlilSÍJlMI llF Tökum að okkur alla pipulagningavinnu PLASTPOKAVERKSMiOJA Símar 82Ó39-82455 Vatnogöffeom 6 Oddur Möller Box 4064 - Rayfcjavlk iöggildur pipulagningameistari 74717. Hafnartjarðar Apotek Birgir Thorberg Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 málarameistari simi 11463 Laugardaga kl. 10-12.30. Onnumst alla Helgidaga kl. 11-12 málningarvinnu Eftir lokun: Upplýsing^sími 51600. — úti og inni — gerum upp gömul húsgögn Teppahreinsun Hréinsum gólfteppi og húsgögn I heimahúsum og fy rirlœkjum. Éruin meö nýjar vélar. Góft þjón- usta. Vanir menn. SIGFÚS BIRGIR 82296 40491 ámmmg Innrettingar husbyggingar BREIÐÁS Vesturgötu 3 simi 25144 KOSTABOÐ á kjarapöllum KJÖT & FISKUR Breiðholti simi 74200 — 7420I ™_jr i ■ 1 J/1 DÚIIA Heimiliseldavélar, Síðumúla 23 6 litir - 5 gerðir rími 84900 Yfir 40 ára reynsla Símar 25322 oe 10322

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.